Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 6
ÞAR sem Morgunblaðið kem-
ur ekki út laugardaginn 10.
apríl þurfa minningargreinar
vegna útfara þann dag að
birtast í blaðinu fimmtudag-
inn 8. apríl, á skírdag.
Skilafrestur er til hádegis
þriðjudaginn 6. apríl.
Minningargreinar vegna út-
fara þriðjudaginn 13. apríl,
sem birtast eiga í blaðinu
þann dag, þurfa að berast fyr-
ir hádegi miðvikudaginn 7.
apríl.
Netfang minningargreina
er minning@mbl.is og send-
endur eru beðnir að láta nafn
og símanúmer fylgja greinum.
Skil minn-
ingargreina
um páska
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ný þýsk-íslensk / íslensk-þýsk
orðabók eftir Steinar Matthíasson
BÓKAÚTGÁFA
BRAUTARHOLTI 8 • 105 REYKJAVÍK
SÍMI 562 3370 • FAX 562 3497 • idnu@idnu.is
GREIÐSLA fyrir ónæði, sé heima-
eða farsími starfsmanna gefinn upp í
símaskrá fyrirtækis og ellefu tíma
hvíldartími vegna ferðalaga seint á
kvöldin eða nóttunni, eru meðal ný-
mæla í samningi sem verslunarmenn
undirrituðu við Félag íslenskra stór-
kaupmanna (FÍS) á sunnudags-
kvöld. Um 10% félagsmanna Versl-
unarmannafélags Reykjavíkur, eða
um 2.000 manns, starfa samkvæmt
samningnum.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR, segir að samningurinn festi enn
betur í sessi markaðslaunasamninga
sem samið var um í síðustu samn-
ingum, þannig að launþegi og vinnu-
veitandi semja um laun sín á milli.
Gunnar Páll segir að skýrar sé kveð-
ið á um rétt starfsmanna til launa-
viðtals einu sinni á ári og fari þau
ekki fram getur starfsmaður óskað
eftir launaviðtali, sem þarf að verða
við innan tveggja mánaða. Þá er
kveðið á um 5.000 króna launahækk-
un á ári til þeirra starfsmanna sem
hafa innan við 200.000 krónur í mán-
aðarlaun. Lágmarkslaun 1. apríl
2004 verða 105.000 krónur og hækka
þau um 5.000 krónur á ári þannig að
árið 2007 verða þau orðin 120 þúsund
krónur.
Gunnar Páll segir að samningur-
inn sé lágmarkslaunasamningur,
þannig að ákveðið gólf er sett inn, en
að öðru leyti gildi markaðslauna-
ákvæði. Í raun séu örfáir ef nokkrir á
þessu
Desemberuppbót 60–65 þúsund
Þá var settur inn möguleiki á 30
virkum dögum í orlofi í stað desem-
beruppbótar og/eða tveggja frídaga
vegna álags sökum lengri afgreiðslu-
tíma verslana í desember. Desem-
beruppbót er samkvæmt samningn-
um 60.000 krónur á þessu og næsta
ári, en 65.000 árin 2006–2007.
Samkvæmt samningnum er heim-
ilt að dreifa uppbótinni jafnt yfir ár-
ið, þannig að mánaðargreiðsla verði
5.000 krónur á árunum 2004 og 2005.
„Það er að færast í vöxt að fyr-
irtæki setji desemberuppbót inn í
mánaðarlaun,“ segir Gunnar Páll.
Í samningnum er kveðið á um að
sé heimilis- eða farsími starfsmanns
gefinn upp í símaskrá af fyrirtæki,
eða vísað til hans á annan sambæri-
legan hátt, skuli í ráðningarsamningi
tilgreina hvernig farið skuli með
endurgjald fyrir þá vinnu og ónæði
utan vinnutíma sem því sé samfara.
Inntur eftir því hversu mikið hann
telji að borga skuli fyrir að símanúm-
er sé skráð segir Gunnar Páll að það
hljóti að fara eftir ónæðinu sem því
sé samfara.
Þriðjungur dagvinnulauna sé
greiddur fyrir hverja klukkustund á
bakvakt og það hljóti að setja visst
viðmið. Ef ónæðið sé það mikið að
hægt sé að segja að starfsmaður sé á
bakvakt hljóti það að vera greiðslan,
en annars lægri upphæð.
Ferðalangar geti hvílst
„Við fáum nýtt ákvæði inn varð-
andi hvíldartíma hjá fólki sem er á
ferðalögum fyrir vinnuveitanda, um
að ferðalög teljast til vinnutíma
gagnvart hvíldarákvæðum þannig að
þeir sem ferðast yfir nótt, eða fram á
kvöld, eigi rétt á ellefu tíma hvíld.
Við höfum heyrt kvartanir frá þeim
sem koma seint úr flugi til dæmis frá
London eða með morgunflugi frá
Ameríku að þeim hafi verið gert að
mæta til vinnu [strax morguninn eft-
ir]. Þetta á líka við um ferðalög inn-
anlands að ef menn eru á ferðinni
fram á kvöld þurfa þeir ekki að mæta
strax um morguninn daginn eftir,“
segir Gunnar Páll.
Þá er mótframlag vinnuveitanda í
lífeyrissjóð hækkað í skrefum úr 6%
í 8% árið 2007. Nýlunda er að samn-
ingurinn er ótímabundinn, en það er
þó hægt að segja honum upp á
tveggja ára fresti. Segir hann að því
gæti samningurinn verið laus eftir
t.d. 3 eða 5 ár.
Samningur verslunarmanna og FÍS nær til 2.000 félagsmanna
Geta dreift desem-
beruppbót yfir allt árið
Eiga möguleika á 30 orlofsdögum
GUNNAR Páll Pálsson, formaður
Verslunarfélags Reykjavíkur,
segir að hann telji mjög ólíklegt
að samningar
náist við Sam-
tök atvinnulífs-
ins fyrir páska,
en tveir samn-
ingafundir voru
haldnir í gær.
„Við erum ann-
ars vegar að
fara yfir texta-
breytingar í að-
alsamningnum, sem er að komast
á lokastig [...] svo er það launa-
liðurinn og textavinna í kringum
breytingar á launaliðnum sem
hefur strandað svolítið á,“ segir
Gunnar Páll.
Hann segir að síðustu daga
hafi verið fundað nokkuð stíft, en
enginn rífandi gangur sé í við-
ræðunum. „Skilningur manna á
stöðunni var mismunandi, það
skýrðist aðeins á laugardaginn,
þannig að ég veit ekki ennþá. Við
töldum okkur ekki fá nógu skýr
svör hvað það var sem þeir voru
tilbúnir að bjóða okkur.“
Fundað verður eftir hádegi í
dag og munu Samtök atvinnulífs-
ins, að sögn Gunnars Páls, vinna
tillögu fyrir fundinn.
Ólíklegt að
samningar ná-
ist fyrir páska
keppinautar með sama samheitalyf.
Við seldum í fyrra fyrir um 4 milljónir
danskra króna, og töpuðum 1 milljón
á þeim viðskiptum, sem við borguðum
bara með til að vera inni á markaðin-
um.
Það eru flestir í þessari stöðu, þeir
selja undir kostnaðarverði, menn eiga
lagera af lyfinu sem þeir vilja losna
við. Verðið á þessu lyfi er samt byrjað
að fara upp aftur í Danmörku.“
Aðspurður hvers vegna Pharmaco
eða einhver annar flytji þá ekki inn
lyfið sem framleitt er fyrir Evrópu-
markað, ef það sé svona miklu ódýara,
ALLUR gangur er á því hvort mikill
verðmunur sé í þeim tilvikum þegar
Pharmaco selur sömu lyfin hér á landi
og t.d. á einhverjum af hinum Norð-
urlöndunum, segir Björn Aðalsteins-
son, framkvæmdastjóri markaðssviðs
Pharmaco fyrir Norður-Evrópu.
Hvað varðar blóðfitulækkandi lyfið
simvastatin, en skammtur af sam-
heitalyfi þess kostar um 13 þúsund kr.
hér á landi, en 1.500 til 1.600 krónur í
Danmörku og Svíþjóð, segir Björn
ljóst að ekki sé um sama lyfið að ræða,
enda framleiðandinn ekki sá sami.
Samheitalyfið sivakor sem selt er
hér á landi selur Pharmaco hvergi
annars staðar og því er í raun allur
kostnaðurinn við skráningu, fram-
leiðslu og gæðaeftirlit, á jafnlitlum
markaði og Ísland er, að hækka verð-
ið hér á landi, segir Björn.
Samheitalyf með sömu virkni sem
seld eru af Pharmaco í Danmörku eru
framleidd í Slóveníu. Þar er því um að
ræða framleiðanda sem framleiðir
fyrir alla Evrópu, en sivakor er ein-
göngu selt hér á landi, og segir Björn
þessa mismunandi stærð markaðar-
ins skýra verðmuninn að verulegu
leyti.
Töpuðu á simvastatin
í Danmörku
Björn segir stöðuna á markaðinum
í Danmörku skekkta hvað varðar
samheitalyf lyfsins simvastatin, þar
sé undirverð í gangi. „Það eru 10
segir Björn málið ekki svona einfalt.
Það taki talsverðan tíma að skrá það
hér og ekki sé víst þegar sá tími er lið-
inn sé það enn jafnhagstætt að kaupa
þetta tiltekna lyf.
Almennt séð segir Björn lyfja-
markaðina vera mjög mismunandi í
hverju landi fyrir sig, hér á landi megi
t.d. ekki hækka lyfjaverð nema að
fengnu leyfi, á meðan slíkt sé alkunna
í Danmörku. Þetta segir hann leiða af
sér mismunandi leikreglur á hverjum
markaði fyrir sig.
„Hér á Íslandi veitum við apótek-
um afslætti sem geta verið mismiklir,
það er bara veltutengt eins og hver
önnur viðskipti,“ segir Björn. Hann
vill ekki gefa upp hversu miklir þessir
afslættir séu og segir það samnings-
atriði. Tilganginn með því að veita af-
slátt segir hann vera að auka mark-
aðshlutdeild Pharmaco. Björn segir
afslætti einnig veitta af listaverði
frumlyfja, en segir það mjög misjafnt
eftir lyfjum, og vill ekki segja hvort sá
afsláttur er venjulega minni eða meiri
en afsláttur sem veittur er af sam-
heitalyfjum.
„Sjúklingar greiða lægra verð fyrir
samheitalyfin meðal annars vegna af-
sláttarins. Apótekin láta þetta mjög
gjarnan koma fram í verði til sjúk-
linga,“ segir Björn.
Pharmaco segir smæð markaðarins skýra mishátt lyfjaverð
Töpuðu vegna und-
irverðs í Danmörku INGI Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri lyfjakeðjunnar Lyfju, stað-
festir að fyrirtækið
fái afslátt af sam-
heitalyfjum frá
Pharmaco, en hann
vill ekki segja hversu
hár sá afsláttur er.
Hann segir afsláttinn
skila sér beint í vasa
sjúklinga.
„Ég vil ekkert gefa
upp um það hvaða af-
slátt við erum að fá,
en við erum vissulega
að fá afslætti,“ segir
Ingi. Hann segir lög-
mál markaðarnins
gilda á þessum mark-
aði eins og öðrum, og
kjörin endurspegli
umfang viðskiptanna.
„Við höfum verið
að stækka, og höfum
vænst þess að fá
hærri afslætti og betri kjör hjá
birgjum, en okkar skoðun er sú
að við höfum ekki verið að fá þau
kjör hjá birgjum sem ætla
mætti,“ segir Ingi. Hann segir
ástæðuna helst vera þá að hvert
lyf sé bara til hjá einum birgi
sem hafi umboð fyrir lyfið, og því
sé ekki samkeppni milli birgja
eins og t.d. í Noregi.
Ríkið er ekki neytandi þótt
það sé kaupandi
Ingi segir þá afslætti sem Lyfja
fær gera þeim kleift að veita
sjúklingum afslætti. Hann segir
ljóst að ef þessir afslættir á lyfja-
verði frá birgjum minnki, hækki
um leið lyfjaverð til sjúklinga.
Afslættirnir renna eingöngu til
sjúklinga, en Ingi bendir á að rík-
ið hafi aðrar aðferðir til að
ákveða sína greiðsluþátttöku í
lyfjakostnaði. „Þeir geta ákveðið
heildsöluverð og smásöluálagn-
ingu, og einnig ákveðið í hvaða
greiðsluflokka lyfin fara. Ríkið
hefur alltaf tæki til að ákveða
sína greiðsluþátttöku, þess vegna
finnst mér eðlilegt að láta þessa
afslætti renna til sjúklinga en
ekki ríkisins, ríkið er ekki neyt-
andi þótt það sé kaupandi.“
Miklar umræður hafa orðið um lyfjakostnað og verðlagningu lyfja hér á landi í kjölfar
skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað og framboð lyfja sem birt var sl. föstudag.
Morgunblaðið/Arnaldur
Afsláttur
skilar sér til
sjúklinga
ATLANTSOLÍA opnar í dag kl.
13.30 sjálfsafgreiðslustöð vegna
bensínsölu við Hafnarfjarðarhöfn.
Samkvæmt upplýsingum Huga
Hreiðarssonar, markaðsstjóra fé-
lagsins, hófust framkvæmdir við
stöðina 7. janúar síðastliðinn.
Mun Siv Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra formlega vígja stöðina til
notkunar í dag.
Atlantsolía hóf sölu á dísilolíu fyrir
einkabíla um miðjan október á síð-
asta ári.
Atlantsolía
opnar sjálfs-
afgreiðslu