Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 11
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 11 UM 300 milljóna króna tap var á rekstri Festar hf. og dótturfyrirtæk- is hennar, Gautavíkur á Djúpavogi á þeim tæpum tveimur árum sem fjár- festingarfélagið Ker átti hlut í þeim. Stjórnendur Kers reyndu að ná fram breytingum á rekstrinum til að bæta afkomuna en tókst ekki. Í kjölfar þess keypti Ker allt hlutafé Festar og Gautavíkur. Þetta kemur fram í svari fram- kvæmdastjóra Kers, Guðmundar Hjaltasonar til sveitarstjóra Djúpa- vogs, vegna sölu starfseminnar á Djúpavogi til Hafnar í Hornafirði. Í svarinu segir svo: „Við höfum upplýst þig munnlega um að búið sé að ganga frá sölu á hlutabréfum Kers hf. í Festi hf. til Skinney-Þinga- ness hf. en vegna ýmissa ástæðna hefur dregist að ganga endanlega frá og undirrita kaupsamning. Jafn- framt höfum við upplýst þig um að komi eitthvað það upp sem orsaki það að félögin nái ekki saman um kaupin, verði haft samband við hreppinn, um hugsanlega aðkomu hans að kaupunum. Rétt er þó að taka fram að við sjáum ekki fram á annað en að þessi viðskipti við Skinn- ey-Þinganes hf. muni ganga eftir. Ker hf. hefur átt hlutabréf í Festi hf. og Gautavík hf. (Gautavík hf. er 100% dótturfélag Festis hf.) innan við tvö ár. Á þessu tímabili hafa fé- lögin tapað yfir 300 mkr. og eigið fé rýrnað að sama skapi og heildar- skuldir og skuldbindingar félaganna nema rúmum 2.400 mkr. Við þessa fjárhagsstöðu var ekki unað. Ágrein- ingur var við meðeigendur Kers hf. að félaginu um framtíð félaganna. Vilji þeirra stóð til þess að kaupa nýtt fjölveiðiskip í stað Guðrúnar Gísladóttur og vinna í því þann síld- arkvóta sem félagið hefur til ráðstöf- unar. Það var skoðun forsvarsmanna Kers hf. að slíkur rekstur gæti ekki borgað sig, nema með umtalsverðum fjárfestingum í viðbótarkvóta. Rétt er að benda á að slík fjárfesting hefði auðvitað leitt til þess að sú síldar- vinnsla sem fór fram í frystihúsi Bú- landstinds hefði flust út á sjó. Samkomulag við Vísi tókst ekki Ekki varð af þessari fjárfestingu en niðurstaða í viðræðum við með- eigendur félagsins var sú að Ker hf. keypti eignarhluti þeirra. Þau við- skipti fóru fram í byrjun mars sl. Viðræður um ráðstöfun hlutabréfa Kers hf. í Festi hf. hafa átt sér stað við forráðamenn Vísis hf. Ker hf. er hluthafi í Vísi hf. og hefur mikla trú á forráðamönnum félagsins. Haustið 2003 var komið munnlegt samkomu- lag við forráðamenn Vísis um að sameina Festi hf. við Búlandstind hf. og fá Granda hf. til liðs við hið sam- einaða félag sem eigandi að allt að 10% hlutafjár. Þessu höfnuðu með- eigendur okkar í Festi hf., auk þess sem ekki reyndist unnt að auka hlutafé Vísis hf. til að klára þessi við- skipti. Í framhaldi af kaupum Kers hf. á öllu hlutafé í Festi hf. var ákveðið að selja félagið til Skinney-Þinganess hf., auk þess sem tiltekinn loðnu- kvóti var seldur til annarra aðila. Í fréttatilkynningu frá sveitarstjórn Djúpavogshrepps er birtist á heima- síðu hreppsins og er ódagsett er sagt að það sé verið að „ … höndla með þær eignir og aflaheimildir sem virð- ast í uppnámi hér á Djúpavogi.“ Í því sambandi er rétt að taka fram að aflaheimildir þær sem tilheyra Festi hf. eru skráðar á skip félagsins, Örn- inn KE-13, þ.e. með heimahöfn í Keflavík, og því tilheyra þessar afla- heimildir í raun Keflavík, ef vilji er til þess að eyrnamerkja veiðiheim- ildir sveitarfélögum. Óhagkvæm rekstrareining Annað atriði sem rétt er að hafa í huga er að ef ekki reynist unnt að reka félög með viðunandi afkomu, er nauðsynlegt að grípa til viðhlítandi aðgerða. Sú rekstrareining sem Festi hf. og Gautavík hf. var, var ekki hagkvæm til að nýta það fjár- magn sem bundið var í félögunum, eins og afkoma félaganna undanfarin ár ber með sér. Jafnframt segir í áð- urnefndri fréttatilkynningu sveitar- stjórnarinnar: „Ekki liggja fyrir formleg svör við erindinu þ.e. bréfi sveitastjóra Djúpavogshrepps til Kers hf. dags. 8. mars 2004.“ Af of- ansögðu kemur það skýrt fram að hér er hallað réttu máli og hörmum við það.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Óvissa ríkir nú um starfsemi fiskimjölsverksmiðjunnar á Djúpavogi. 300 milljóna tap á 2 árum Rekstur Festar og Gautavíkur á Djúpavogi var óviðunandi að mati stjórnenda Kers SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ og Útflutningsráð Íslands munu standa fyrir ráðstefnu fimmtudag- inn 29. apríl nk. sem ber vinnuheit- ið „Tækifæri sjávarútvegsins“ og mun fjalla um útrásartækifæri greinarinnar. Markmiðið er að ráð- stefnan geti varpað skýrari sýn á það hvar og hvernig áherslur greinarinnar eigi að liggja og hvort hið opinbera geti skapað betri um- gjörð til að ýta undir frekari sókn. Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra setur ráðstefnuna sem verður skipt í tvo hluta. Í fyrri hluta hennar verða haldnir fyrirlestrar um reynslu þeirra sem hafa náð árangri í viðskiptum er- lendis, burtséð frá því í hvaða grein þeir starfa. Í síðari hluta ráðstefnunnar verða pallborðsum- ræður þar sem aðilar í sjávarút- vegi miðla af reynslu sinni af út- rásarverkefnum í sjávarútvegi. Ítarlegri dagskrá verður kynnt síð- ar. Tækifæri sjáv- arútvegsins GEIR H. Haarde fjármálaráðherra og Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í gær sam- komulag um uppgjör og ábyrgð á líf- eyrisskuldbindingum vegna starfs- fólks samrekstrarstofnana ríkis og Reykjavíkurborgar. Um er að ræða starfsfólk stofnana á borð við Borg- arspítalann, Gjaldheimtuna í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Samkomulagið felur í sér að rík- issjóður greiði borgarsjóði um 2,9 milljarða króna en jafnframt er lagð- ur grunnur að árlegum uppgjörum milli aðila vegna reksturs sem ríki og Reykjavíkurborg standa enn sam- eiginlega að. „Reykjavíkurborg tekur á sig sjö milljarða lífeyrisskuldbindingu og fær greidda tæpa þrjá milljarða en ríkið tekur á sig líklega 12–13 millj- arða. Þetta eru stórar tölur og allt í allt eru þetta um 20 milljarðar sem var verið að semja um,“ segir Þór- ólfur Árnason borgarstjóri. Mörg teikn á lofti um gott samstarf ríkis og borgar Þórólfur segir vinnu við sam- komulagið hafa staðið í nokkur ár. „Grunnhugmyndin í þessu upp- gjöri er að lífeyrisskuldbinding sé reiknuð út í réttu hlutfalli við hver bar kostnað af rekstrinum. Þetta kostaði mikla greiningarvinnu auk þess sem önnur bæjarfélög höfðu komið að málunum einstaka sinnum. Það er gífurlega mikill léttir að þetta sé komið á hreint,“ segir Þorólfur. Hann segist sömuleiðis mjög ánægður með þann jákvæða tón sem er í samskiptum ríkis og borgarinn- ar. „Eftir að ég koma til starfa höfum við náð að skrifa undir nokkra sam- starfsyfirlýsingar og samninga þar sem við höfum verið að ljúka málum, s.s. um uppbyggingu framhaldsskól- anna, árlega listahátíð, samþættingu heimahjúkrunar og heimilisþjónustu fyrir aldraða og nú bætist við þetta stór lífeyrisuppgjör. Þannig að það eru mörg teikn á lofti um mjög gott samstarf Reykjavíkurborgar og rík- isins.“ Viðamikið verkefni Í sameiginlegri fréttatilkynningu fjármálaráðherra og borgarstjóra segir að vinnuhópur á vegum samn- ingsaðila hafi farið yfir þær skuld- bindingar sem safnast hafa upp hjá umræddum lífeyrissjóðum vegna sameiginlegra verkefna á undan- förnum áratugum. Verkefnið hafi verið mjög viðamikið þar sem ríki og borg hafi átt víðtækt samstarf um rekstur stofnana á undanförnum áratugum, einkum á sviði heilbrigð- is-, mennta- og félagsmála. Þorólfur segir ríki og borg enn töluvert mikið í sameiginlegum rekstri en það hafi þó minnkað stór- lega. „Sú kostnaðargreining og kostnaðarhugsun sem er orðin al- gengari í opinberum rekstri byggist á því að ábyrgð og kostnaður fari saman. Við hjá Reykjavíkurborg höfum t.d. lagt áherslu á það að fá ný lög um Sinfoníuna til að minnka þann samrekstur sem þar er.“ Samkvæmt samkomulaginu yfir- tekur ríkissjóður skuldbindingar Reykjavíkurborgar gagnvart Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborg yfirtekur skuld- bindingar ríkissjóðs gagnvart Líf- eyrissjóði starfsmanna Reykjavíkur- borgar miðað við stöðu þeirra í árslok 2002. Mismunurinn á yfir- teknum skuldbindingum er gerður upp milli samningsaðila. Jafnframt er í samkomulaginu kveðið á um uppgjör á áföllnum og greiddum kröfum vegna þeirra sem byrjaðir eru töku lífeyris. Þá er með samkomulaginu gert ráð fyrir að nýjar skuldbindingar, sem falla til á ári hverju vegna áframhaldandi verkefna, skuli framvegis gerðar upp árlega milli aðila. Niðurstaða þessa uppgjörs var sú að uppsafn- aðar skuldbindingar ríkissjóðs til ársloka 2002 voru 2.858 milljónum hærri en skuldbindingar Reykjavík- urborgar og greiddi ríkissjóður þennan mismun við undirritun sam- komulagsins með spariskírteinum ríkissjóðs. Uppgjörið hefur ekki áhrif á af- komu ríkissjóðs í ár þar sem áður var búið að færa umræddar lífeyris- skuldbindingar til gjalda í ríkisreikn- ingi. Þá hafði einnig verið gerð grein fyrir þessum óuppgerðu skuldbind- ingum í reikningum borgarsjóðs. Ríki og Reykjavíkurborg gera upp lífeyrisskuldbindingar Ríkið greiðir borgar- sjóði 2,9 milljarða Þórólfur Árnason borgarstjóri og Geir H. Haarde fjármálaráðherra und- irrita samkomulagið um lífeyrisskuldbindingar samrekstrarstofnana. FRÉTTIR VIÐSKIPTI með fasteignir á fyrsta ársfjórðungi 2004 voru upp á alls 35 milljarða króna, gerðir voru 2.029 kaupsamningar og var meðalupphæð á hvern kaupsamn- ing 17,2 milljónir króna, skv. upplýsingum Fasteignamats rík- isins. Fjöldi kaupsamninga jókst um 14,8% frá sama tímabili í fyrra, og jókst velta um 33,4%. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 23,4 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli námu 5,7 milljörðum og viðskipti með at- vinnuhúsnæði og aðrar eignir voru 5,9 milljarðar króna. Færri kaupsamningar en á fjórða ársfjórðungi 2003 Á fyrsta ársfjórðungi í fyrra var þinglýst 1.768 kaupsamn- ingum og nam upphæð veltu 26,2 milljörðum króna og meðalupp- hæð á hvern kaupsamning var 14,8 milljónir króna. Þegar 1. ársfjórðungur 2004 er borinn saman við 4. ársfjórðung 2003 kemur fram samdráttur í fjölda kaupsamninga sem nemur 11,7% og aukning í veltu um 0,7%. Þá var þinglýst 2.298 kaupsamn- ingum og nam upphæð veltu 34,7 milljörðum króna og meðalupp- hæð á hvern kaupsamning var 15,1 milljón króna. Velta á fasteignamarkaði jókst um 33% frá áramótum Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.