Morgunblaðið - 06.04.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.04.2004, Qupperneq 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Nú er svo komið hér eystra að þeir sem ætla að fljúga gegnum flugvöllinn á Egils- stöðum verða að panta með í það minnsta viku fyrirvara, ætli þeir sér að vera öruggir um að fá sæti. Þvílík er ásóknin í flugið að fólk er í mestu vandræðum með að komast ef það þarf að bregða sér flugleiðis af bæ með stuttum fyrirvara. Á föstudaginn voru svo dæmi sé tekið 300 flugsæti á boðstólum og bókað í 298 þeirra. Flugvallarmenn segja enda um 60% aukningu á farþegaflutningum um Egilsstaði miðað við sama tíma í fyrra.    Sautján tillögur bárust í samkeppni um nýtt miðbæjarskipulag fyrir Egilsstaði, en skila átti tillögum fyrir 24. mars. Gera á úr- slit heyrinkunnug fyrir mánaðamót og bíða menn spenntir eftir að sjá tillögurnar. Ekki síst vegna þess að í raun er enginn sérstakur miðbær á Egilsstöðum. Það sem nálgast mest að vera miðbær er annars vegar versl- un og nánasta umhverfi Kaupfélags Hér- aðsbúa og hins vegar Bónusverslun og versl- unar- og skrifstofuhúsnæðið Kleinan, hvort sínum megin við mjög fjölfarna aðalbraut, þar sem m.a. þungaflutningabílar drynja dagana langa. Þykir því mörgum bæj- arbúanum tímabært að hannaður sé hlýleg- ur miðbæjarkjarni með fjölbreyttri þjónustu innan seilingar og sæmilegu öryggi fyrir gangandi vegfarendur. Þá vilja menn gjarna sjá bæjarskrifstofur Austur-Héraðs í slíkum miðbæjarkjarna, í það minnsta einhvers staðar allt annars staðar en á annarri hæð í lyftulausum iðngörðum efst í bænum, þar sem fatlaðir og eldra fólk eiga erfitt eða ómögulegt með aðgengi.    Nýr banki haslar sér völl á Egilsstöðum innan skamms; Sparisjóður Norðfjarðar sem starfar í Neskaupstað og á Reyðarfirði. Sparisjóðurinn hefur keypt húsnæði í Klein- unni sem fyrr var getið, en ekki ákveðið hve- nær nýja útibúið verður opnað. Fyrir eru á Egilsstöðum KB banki og Landsbanki Ís- lands.    Sem betur fer eru Egilsstaðir enn þá lausir við klámbúllur, þó erlendir karlmenn spyrj- ist gjarnan fyrir um holdlega afþreyingu í bænum nú um stundir. Heyrst hefur að bæj- arstjórn Austur-Héraðs ætli að spyrna við fótum ef umsóknir um leyfi fyrir súlu- og strippstaði koma inn á hennar borð. Kaffihús Kaupfélags Héraðsbúa, Café KHB, auglýsti óvænt strippsýningu að kvöldi 1. apríl og meira að segja fastakúnnarnir þorðu ekki inn, ekki fyrr en þeir uppgötvuðu að auglýs- ingin var aprílgabb. Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN Fimm sendu tilboð ígrasslátt í Innbæ,Oddeyri og Neðri- Brekku á Akureyri 2004– 2006 og framkvæmdaráð samþykkti að ganga til samninga við Finn ehf., sem átti næstlægsta tilboð. ISS Ísland átti lægsta til- boðið en það var talið ógilt þar sem einingaverð vant- aði í tilboðsskrá. Finnur ehf. bauð rúmar 19,6 millj- ónir eða 65% af kostnaðar- áætlun, sem hljóðaði upp á 30 milljónir. Þrif og þjón- usta bauð 26,1 milljón, eða 86,8%, Hirðing ehf. bauð tæpar 27 milljónir, eða 89,8% og átti auk þess tvö frávikstilboð. Ingólfur Jó- hannesson bauð hins vegar tæpar 50 milljónir í verkið, eða 166,2% af kostnaðar- áætlun. Sláttumenn Búðardalur | Í Grunn- skólanum í Búðardal hef- ur verið keppt um „Hrók- inn“ síðan 1982 en það er verðlaunagripur, hann- aður af Skúla Jóhanns- syni og er veittur þeim stigahæsta á skákmóti vetrarins. Í vetur hefur verið mikil vakning í skák og æft reglulega. Það var ánægjuleg heimsókn sem þriðji bekkur fékk á dög- unum en Magni frá Skák- félaginu Hróknum í Reykjavík kom og gaf öll- um bókina Skák og mát eftir Anatolij Karpov. Morgunblaðið/Helga Hrókurinn í Búðardal Þegar landsmennvoru farnir aðfagna vorinu kom páskahret og hagyrðing- arnir fundu eitthvað til að yrkja um. Gísli Ásgeirsson yrkir: Þegar sumrar sýnist mér sífellt hýrna geðið en vorið góða orðið er ansi kalt og freðið. Sigurður Ingólfsson hefur einnig sitthvað til málanna að leggja: Öllu ríður út á slig einhver kalsafjandi. Ég finn vorið éta mig ég er fjarverandi. Loks kveður Gylfi Þor- kelsson sér hljóðs: Vorið góða, grænt og hlýtt græðir fjör um dalinn. Nú er miklu snörli snýtt, snjórinn rífleg alin. Af páska- hreti pebl@mbl.is Mývatnssveit | Þorlákur Jóns- son landgræðslumaður í Garði hefur víða farið um sveitina sína og oft komið í Seljahjallagil. Honum hefur þó aldrei auðnast að sjá vorleysingu steypast þar í gljúfrin fyrr en nú að gaf á að líta er hann átti þar leið um. Í hitabylgju þeirri sem verið hefur hér undanfarna daga eru jafnvel fannir hátt til fjalla farn- ar að gráta örlög sín, nú í byrj- un apríl. Venjulega er vatna- gangs ekki að vænta í Seljahjallagili fyrir en í júní eða jafnvel júlí. En ekkert er venju- legt við tíðarfarið á þessum vetri. Fannir hátt til fjalla gráta örlög sín Leysingar Reykjavík | Þórólfur Árnason, borgar- stjóri í Reykjavík, og Geir H. Haarde fjár- málaráðherra undirrituðu í gær samkomu- lag um uppgjör og ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum vegna starfsfólks samrekstrarstofnana ríkis og Reykjavík- urborgar. Um er að ræða starfsfólk stofn- ana á borð við Borgarspítalann, Gjald- heimtuna í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Samkvæmt samkomulaginu greiðir ríkissjóður borgar- sjóði um 2,9 milljarða króna, en jafnframt er lagður grunnur að árlegum uppgjörum milli aðila vegna reksturs sem ríki og Reykjavíkurborg standa enn sameiginlega að. Vinnuhópur á vegum ríkis og borgar fór yfir þær skuldbindingar sem safnast hafa upp hjá lífeyrissjóðunum vegna sameigin- legra verkefna á undanförnum áratugum. Um afar viðamikið verkefni var að ræða, þar sem samningsaðilar hafa átt víðtækt samstarf um rekstur ýmissa stofnana, einkum á sviði heilbrigðis-, mennta- og fé- lagsmála. Samkvæmt samkomulaginu yfirtekur ríkissjóður skuldbindingar Reykjavíkur- borgar gagnvart Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræð- inga og Reykjavíkurborg yfirtekur skuld- bindingar ríkissjóðs gagnvart Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar miðað við stöðu þeirra í árslok 2002. Mismunurinn á yfirteknum skuldbindingum er gerður upp milli samningsaðila. Þá er gert ráð fyrir að nýjar skuldbind- ingar, sem falla til á ári hverju vegna fram- haldandi verkefna, skuli framvegis gerðar upp árlega milli aðila. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkur- borgar, www.reykjavik.is. Borgin fær tæpa þrjá milljarða Klappað og klárt: Þórólfur Árnason borg- arstjóri og Geir H. Haarde fjármálaráð- herra handsala samninginn í gærmorgun. Reykjavíkurborg og ríkið semja um líf- eyrisskuldbindingar Reykjavík | HVALASKOÐ- UNARSKIPIÐ Hafsúlan frá Reykjavík fór í fyrstu hvalaskoð- unarferð ársins fyrir skemmstu. Um borð voru um 50 manns frá ýmsum löndum, þar á meðal var hópur unglinga frá frá Bretlandi. Í þessari fyrstu ferð sáust hrefn- ur, höfrungar og hnísur. Veðrið var gott og allir skemmtu sér vel, að því er segir í frétt frá Hvalstöðinni sem gerir bátinn út. Hafsúlan fer í hvalaskoðun þrisv- ar á dag í sumar, kl. 9, 13 og 17. Fyrsta hvalaskoðunarferðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.