Morgunblaðið - 06.04.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.04.2004, Qupperneq 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 23 Gleði, glens og gaman í allt sumarUpplýsingar í síma 588 8899 og á www.kfum.is Hólavatn Kaldársel Vatnaskógur Vindáshlíð Ölver N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 7 0 3 • s ia .i s Vinátta og leikir – í sumarbúðum KFUM og KFUK í sumar! Skráning er hafin! Búðardalur | Árið 1962 var stofnaður Minn- ingarsjóður hjónanna Ólafs Finnssonar, hreppstjóra og bónda á Fellsenda í Dölum, og konu hans Guðrúnar Tómasdóttur. Var sjóð- urinn stofnaður af Finni Ólafssyni stórkaup- manni í Reykjavík, syni hjónanna. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skyldi jörðin Fellsendi í Dölum ætíð vera eign hans og á jörðinni skyldi starfrækt heimili fyrir aldraða og skyldu aldraðir Dalamenn njóta þar for- gangs. Finnur Ólafsson lét einnig eftir sig aðrar verðmætar eignir til uppbyggingar heimilisins. Nú er ákveðið að stækka heimilið að Fellsenda og verður stækkunin bylting fyrir heimilisfólk og starfsmenn. Bundið var í skipulagskrá hverjir sitja skyldu í stjórn sjóðsins en í dag eru það: Sýslumaður Dalasýslu, Anna Birna Þráins- dóttir; sóknarpresturinn, Óskar Ingi Ingason; oddviti Suðurdalahrepps, Þorsteinn Jónsson; framkvæmdastjóri rekstarsviðs Landsbanka Íslands, Haukur Þór Haraldsson og héraðs- læknir, Þórður Ingólfsson. Árið 1968 var lok- ið við byggingu dvalarheimilis aldraðra og heimilið tekið í notkun. Árið 1975 var svo komið að aldraðir Dalamenn sóttust ekki eft- ir að dvelja þar. Eftir þann tíma hafa aldraðir geðfatlaðir einstaklingar dvalið þar í 17 hjúkrunarrýmum. Hafa heimilismenn yfir- leitt komið frá geðsviði LHS. Heimilið er barn síns tíma, margt sem þarf orðið að lagfæra og færa til nútíma horfs. Því sótti stjórn heimilisins um framlag til Fram- kvæmdasjóðs aldraðra, til byggingar nýs heimilis á Fellsenda. Hefur sú umsókn nú ver- ið samþykkt af hálfu heilbrigðisráðuneyt- isins. Um er að ræða byggingu um 1000 fer- metra heimilis og hljóðar kostnaðaráætlun upp á um 210 milljónir. Ríkið leggur til 40% kostnaðar og minningarsjóðurinn 60%. Jafn- framt byggingu nýs heimilis hefur heilbrigð- isráðuneytið gefið vilyrði fyrir fjölgun rýma á heimilinu um 11 þannig að á heimilinu verða í framtíðinni 28 rúm. Eftir er að taka ákvörðun um nýtingu eldra húsnæðis en að öllum líkindum verður það nýtt til að bæta aðstöðu starfsfólks sem er alls 18 talsins á launaskrá og jafnvel fyrir félagsstarf heim- ilismanna. Bylting fyrir heimilismenn jafnt sem starfsfólk Helga Guðnadóttir, hjúkrunarforstjóri dvalarheimilisins, kom til starfa í september sl. Helga kemur frá Selfossi en þar starfaði hún á sjúkrahúsinu í 13 ár, á Ljósheimum, deild fyrir aldraða. Helga kann ágætlega við sig í Dölunum og segir heimamenn hafa tekið sér vel frá fyrsta degi. „Þörfin fyrir slíkt hjúkrunarheimili er mjög mikil og er hvert pláss fullnýtt. Síðan 1975 hafa vistmenn aðallega verið aldraðir, geðfatlaðir sem komið hafa frá Kleppi, en mjög góð tengsl hafa verið við Kleppsspítala í gegnum tíðina. Með stækkun heimilisins verða miklar breytingar. Nú eru heimilis- menn tveir og þrír saman í herbergi, en á nýja heimilinu verða eins og tveggja manna herbergi. Þetta er að sjálfsögðu mikil bylting fyrir heimilismenn jafnt sem starfsfólk. Við reiknum með að bæta við sjö til tíu störfum þar sem bæði verður þörf á öðrum hjúkrunarfræðingi og fleiri sjúkraliðum og öðru starfsfólki, en í dag eru tveir menntaðir sjúkraliðar í vinnu á Fellsenda. Starfsfólkið hérna er frábært og hefur heimilinu haldist vel á stafsfólki, eru þær sem lengst hafa starfað hér búnar að vera í tæp 30 ár. Er þetta mikið til fólk úr Suðurdölum. Flestir starfsmenn á námskeiði Reynt er að bjóða upp á endurmenntun og þessa stundina eru allir starfsmenn nema sjúkraliðar og ég á 46 stunda námskeiði fyrir fólk í umönunarstörfum sem haldið er fyrir tilstuðlan Fellsenda og Dvalarheimilisins Silf- urtúns í Búðardal og er þetta á vegum Símenntunnarmiðstöðvarinnar. Með stækkun heimilisins verða meðferð- arúrræði betri og fjölbreyttari, í dag fer t.d. sjúkraþjálfun fram í lítilli dagstofu, einu sinni í viku, þar sem húsnæðið býður ekki upp á betri aðstöðu. Það eru miklu fleiri kostir en gallar að vera staðsettur úti í sveit. Þessir sjúklingar eru viðkvæmir og er hér lítið um áreiti er frá umhverfinu, fólkið mætir ekki fordómum hér í sveitinni. Helsti gallinn er að það er langt að sækja almenna þjónustu, en það eru 20 km í Búðar- dal. Starfsfólkið er duglegt að fara og taka vistmenn með sér í kaupstaðarferð. Við fór- um með heimilisfólkið á þorrablót í vetur og var það haldið í veitingasalnum í Dalakjöri. Þar komu harmonikkuleikarar úr sveitinni og léku fyrir dansi. Presturinn kemur ein- staka sinnum og messar hér, svo er kven- félagið Fjólan í Suðurdölum með kaffiboð um jólin. Á sumrin hefur oft verið farið með heimilismenn í ferðalag yfir eina nótt og von- umst við til að geta farið í ferð eins og oft áð- ur. Erum við farnar að huga að því nú. Góður hugur og væntumþykja hefur ef- laust ráðið þeirri ákvörðun Finns Ólafssonar að gefa Dalamönnum þessa veglegu gjöf sem Fellsendi er og hefur það eflaust verið von hans að Dalamenn myndu notfæra sér þetta heimili til að eyða ævidögunum. En sú er ekki raunin. Sækja sumir þeirra lengra í burtu, í Borgarnes, Stykkishólm eða til Reykjavíkur. Persónulega vildi ég sjá Dalamenn ásamt öðrum dvelja á Fellsenda eins og staðurinn var ætlaður til í upphafi og að þeir yfirgefi ekki sína heimabyggð á efri árum,“ segir Helga að lokum. Heimilið á Fells- enda stækkað Helga Guðnadóttir hjúkrunarforstjóri segir mikla þörf fyrir heimili eins og á Fellsenda. Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir Breyting framundan: Dvalarheimilið Fellsendi og heimilsfólkið Pétur, Inga, Hannes og Gísli. Ólafsvík | Árshátíð grunnskólans í Ólafsvík var haldin 26. mars sl. í fé- lagsheimilinu Klifi. Var húsfyllir á árshátíðinni og kunnu gestir vel að meta það sem börnin höfðu fram að færa. Hver bekkur var með sitt skemmtiatriði og eru greinilega leik- hæfileikar í börnunum sem sýndu engin merki um sviðsskrekk þótt vel á fimmta hundrað manns væri að horfa á þau leika og syngja. Nem- endur úr 10. bekk voru með upp- færslu af söngleiknum Rocky Horr- or Show og tókst þeim að sýna fram á að þeim er ýmislegt til lista lagt og hlutu frábærar undirtektir áhorf- enda, eins og allir aðrir bekkir. Í lokin kom fram hljómsveitin BABBA sem var skipuð kennurum og starfsfólki skólans og sungu hið fornfræga Abba-lag Waterloo með miklum tilþrifum. Er þetta 117. árið sem barnaskól- inn og síðan grunnskólinn í Ólafsvík hefur verið starfræktur og er þetta síðasta árið sem skólinn er rekinn undir nafninu Grunnskólinn í Ólafs- vík. Á næsta hausti verður nýr skóli stofnaður, Grunnskóli Snæfells- bæjar, þegar skólarnir í Ólafsvík og á Hellissandi verða sameinaðir undir merki hins nýja skóla sem sem mun heita Grunnskóli Snæfellsbæjar. Sýndu Rocky Horror á árshátíð skólans Söngleikur: Nemendur úr tíunda bekk sýndu Rocky Horror Show. Morgunblaðið/Alfons Fyrstu skrefin: Þau yngstu sýna sitt atriði við góðar undirtektir gesta. Hvolsvöllur | Eigendur Hótels Hvolsvallar ríða nú á vaðið með nýj- ung í ferðaþjónustu fyrir fjöl- skyldufólk. Um páskana verður efnt til fjölskyldudaga á hótelinu. Boðið verður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir fjölskyldufólk þar sem sérstakt tillit verður tekið til barnanna. Meðal annars verður boðið upp á ævintýraferð, reiðtúra, páskaeggjaleit, kvöldvökur, barna- ball og pitsuveislu. Á meðan geta foreldrarnir snætt glæsilegan kvöldverð og tekið síðan þátt í fjör- inu með börnunum. Nýjung um páska fyrir fjölskyldur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.