Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 25

Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 25
ingur kemur vel fram í þeim fáu dæmum sem eru í Gagnasafni Orðabókar Háskólans. Annars er vikan fyrir páska oft nefnd dymb- ilvika, stundum kyrravika og jafnvel efstavika. Skírdagur og föstudagurinn langi eru gjarnan einu nafni nefndir bænadagar og hefur sú nafn- gift verið algeng um land allt til skamms tíma. En þessir tveir dagar hafa einn- ig borið fleiri nöfn þó að þau hafi ekki tíðkast um allt land. Í Þingeyjarsýslum var orðið skírdags- helgar algengt heiti á þessum helgidögum og aðalheiti þeirra í máli fólks fyrr á tíð. Þetta orð þekktist einnig í Eyjafirði, svo og í nyrsta hluta Norður- Múlasýslu. Enn fremur var þetta orð eitthvað þekkt á Vestfjarðakjálkanum. Á Austfjörðum þekktust orðin lægri helgar eða lághelgar um bænadagana. Á takmörkuðu svæði um norð- anverðan Breiðafjörð og Dali nefndust dagarnir stundum lægri dagar og á stöku stað læridagar. Heimildir 1. Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Rit- stjóri Mörður Árnason. Reykjavík: Edda 2002. 2. Gagnasafn Orðabókar Háskólans: http://www.lexis.hi.is 3. Talmálssafn Orðabókar Háskólans. MISJAFNT er eftir landshlutum hvað sumir dagar ársins eru kallaðir og nú þegar páskavik- an fer í hönd eða hefst brátt, (eftir því hvoru er tekið mark á og hvar við erum stödd á landinu) er vert að glugga í hvað stendur á bak við orðið páskavika. Gunnlaugur Ingólfsson hjá Gagnasafni Orðabókar Háskólans hef- ur tekið saman ýmsan fróðleik um páskavikuna: Vikan sem byrjar með pálma- sunnudegi og lýkur laug- ardaginn fyrir páska er oft nefnd páskavika. Svo hefur þó ekki alltaf verið og hefur menn stundum greint á um það. Í fornu máli virðist svo sem páskavika byrji með páskadegi, þ.e. vikan eftir páska. Þetta skýrist með því að vikan er talin hefjast með sunnudegi og páskadagur er þá fyrsti dagur vikunnar og hún dregur síðan nafn sitt af páskahátíðinni. Í umræðum á Alþingi árið 1853 greindi menn á um þetta í umræðum og kom fram tvenns konar skilningur, þ.e. að páskavika hæfist á pálmasunnudag og lyki laugardaginn fyrir páska en aðrir héldu því fram að páskavika hæfist páskadag og lyki laugardaginn hinn næsta á eftir. Þessum síðarnefnda skilningi til stuðnings var vitnað í forn rit, t.d. Laxdæla sögu, þar sem sú merking orðsins skýrist ótví- rætt af samhenginu. Þessi tvenns konar skiln-  PÁSKAR Páskavika líka kyrravika, dymbilvika eða efstavika DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 25 KENNARAR við Mýrarhúsaskóla á Seltjarn- arnesi ákváðu á kennarafundi í síðustu viku að banna svokölluð Yugiuh-spil í skólanum og á skólalóðinni vegna ýmissa leiðinda, sem þau valda þegar nemendur eru að skipta á spilum sín í milli. Að sögn Fríðu Regínu Höskuldsdóttur, skóla- stjóra, fylgja vorkomunni gjarnan alls konar tískuleikföng, sem krakkarnir verða mjög upp- teknir af. „Þetta eru misverðmætar spilamyndir, sem krakkarnir eru að kaupa í búðum og skiptast svo á spilum eftir efnum og ástæðum. Oft gerist það að minni krakkarnir verða illa úti í við- skiptum við þau stærri sem eru gjörn á að plata eftirsóttustu og verðmætustu myndirnar út úr þeim minni í frímínútum. Iðulega hafa komið upp einhvers konar leiðindi vegna þessara spila og höfum við þar haft mestar áhyggjur af yngstu nemendunum. Kennarar hafa kvartað yfir því að börnin séu mjög upptekin af þessum spilum og því ákváðum við að banna þau í skólanum,“ segir skólastjórinn. Morgunblaðið/Sverrir Frímínútur: Oft gerist það að minni krakkarnir verða illa úti í viðskiptum við þau stærri. Yugiuh-spil bönn- uð á skólalóðinni  SKÓLI Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 w w w. m o s . i s - Þjónusta í þína þágu Þjónustuver Mosfellsbæjar sími: 525 6700 Úrval fermingargjafaGUESS D K N Y Úr, skartgripir og gjafavara Kjarna s. 544 4990 Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ Sími 566 6090 Nýtt í KÉRASTASE Kynning miðvikud. 7. apríl frá kl. 14-17 20% kynningarafsláttur Ágætu Mosfellingar! Nú er tilboð á málningu og tengdum vörum frá HörpuSjöfn. Hjá okkur fást einnig; garðyrkjuáhöld, ljósaperur, lampar og ljós, fittings, rafmagns- og handverkfæri, hestaskeifur og verkfæri, heimilistæki, gjafavörur og margt fleira. ALLT Á GÓÐU VERÐI Urðarholti 4, s. 586-1210 KJARNA Þverholti 2, Mosfellsbæ Sími: 534 3424 • Rakakrem • Hreinsifroða • Förðunanburstasett • Minimaskari Fermingartilboð kr. 1.900 Í fallegri tösku Háaleitisbraut 58-60 s: 5535280 • Urðarholti 2 s: 566 6145 • mosbak@mosbak.is SÖÐLASMIÐURINN MOSÓ þverholti 2 , 270 mosó S: 566 8540 / 893 5777 d-tour@d-tour.is ÍSLAND SLEIPNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.