Morgunblaðið - 06.04.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.04.2004, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 27 Velkomin í Stykkishólm! - Fjölbreytt afþreying - fjölbreytt þjónusta - í fallegum bæ! Söguríkt umhverfi - magnað nágrenni - perlur í náttúru Íslands VÆNTANLEGAR eru fimm bækur og rit frá Vestfirska forlaginu á Hrafnseyri í Viku bókarinnar 20.– 26. apríl en bækur forlagsins ganga sem kunnugt er undir samheitinu Bækurnar að vestan. Saga Fjalla- Eyvindar eftir Guðmund Guðna Guðmundsson, en hann er vestfirsk- ur fræðimaður af gamla skólanum. Sagan af Fjalla- Eyvindi, með teikningum Bjarna Jónssonar listmálara, kom fyrst út 1970 og er löngu uppseld. Er hún nú prentuð í annað sinn. Höfundur hefur safnað saman öllu sem vitað er um þennan þekkta útilegumann og skipar því í samfellda sögu. Hann leiðir hjá sér gróusögur og hindurvitni en lætur heimildirnar tala sínu máli. Þar sem ræt- urnar liggja. Í bók þessari er safn smásagna eftir Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd, en hann hefur áður gefið út nokkrar ljóðabækur. Lífið á landsbyggðinni er hér fyrst og fremst viðfangs- efni Rúnars. Munu eflaust margir kannast við þær persónugerðir sem koma fram í sögum hans og þekkja þar bakgrunn lífsins til sjávar og sveita. Þar liggja rætur flestra Ís- lendinga eins og ættfræðin sannar best. Hanna María á Héraðsskóla Bækurnar um Hönnu Maríu eft- ir Magneu frá Kleifum voru mjög vinsælar á sínum tíma og nú kemur loksins sjötta bókin um þessa fjörugu og heilbrigðu stúlku. Nú er Hanna María orðin 13 ára. Hér segir frá dvöl hennar á Héraðsskólanum að Laugum, fermingunni, hestinum Faxa, nýjum félögum og ótal mörgu sem á dagana drífur. Ísland er land þitt er safn blaða- greina eftir Frið- rik Daníelsson efnaverkfræðing og er þetta fyrsta bókin í nýrri rit- röð Vestfirska forlagsins um þjóðfélagsmál. Friðrik hefur skrifað fjölda blaðagreina í ís- lensk dagblöð um þjóðfrelsis- og sjálfstæðismál, iðnaðaruppbyggingu og umhverfismál og í erlend tímarit um íslenska iðnaðarþróun. Ritröðin Mannlíf og saga fyrir vestan hefur nú komið út í 8 ár og er þetta 14. heftið. Hér eru birtar frá- sagnir af mönnum og málefnum á Vestfjörðum fyrr og nú, í blíðu og stríðu. Fjölmargir höfundar eiga greinar í rit- röðinni og hafa margir þeirra aldrei birt staf eftir sig áður. Hundruð ljósmynda hafa birst í Mannlífi og sögu, margar þeirra fágætar. Meðal efnis í þessu hefti er viðtal Hlyns Þórs Magnússonar við Sig- urjón Samúelsson, bónda á Hrafna- björgum í Djúpi, en hann á eitthvert merkasta hljómplötusafn í eigu ein- staklings hér á landi. Þá eru tvær greinar eftir Ara Ív- arsson, fræðimann frá Melanesi, birt bréf Sigurðar á Laugabóli í Djúpi frá 1964 þar sem hann hælir stórbýl- inu á hvert reipi og Guðvarður Jóns- son frá Rauðamýri skrifar ýmislegt um Jón Halldórsson á Laugabóli og afkomendur hans. Steinar R. Jónasson skrifar um fyrstu „drossíuna“ á Þingeyri og Vestfirskar sagnir fyrr og nú eru hér að vanda, Hafliði Magnússon birtir smásögur úr sagnabanka sín- um, grein er um Kúlubardagann mikla, einhverja seinustu fólkorr- ustu á Vestfjörðum og margt fleira úr fjórðungnum ber á góma að venju. Fimm bækur koma út hjá Vestfirska forlaginu Friðrik Daníelsson Guðmundur Guðni Guðmundsson Magnea frá Kleifum Rúnar Kristjánsson Sigurjón Samúelsson með elstu plötuna í safni sínu, frá 1897. Uppeldisbókin – Að byggja upp færni til framtíðar nefnist uppeldis- handbók fyrir for- eldra og aðra upp- alendur. Bókin er eftir bandaríska barnasálfræð- inga, dr. Edward R. Christophersen og dr. Susan L. Mortweet. Þýðendur eru Gyða Har- aldsdóttir barnasálfræðingur og Matthías Kristiansen. Fjallað um flest það sem upp getur komið í samskiptum foreldra og barna. Þar er m.a. kennt hvernig koma má í veg fyrir hegðunarerf- iðleika, hvernig aðstoða má börn að þroska með sér innri styrk, jákvæðni, sjálfstæði og öryggi, hvernig nota má aga á árangursríkan hátt, hvernig hægt er að takast á við erfiðleika sem komið geta upp í sambandi við hátta- tíma, þrifaþjálfun, skapofsaköst, árásarhegðun og fjölmargt fleira. Útgefandi er Bókaútgáfan Skrudda. Bókin er 328 bls. Verð: 1.990 kr. Uppeldi LEIKKLÚBBURINN Saga er merkilegt fyrirbæri í áhugaleiklist- inni. Leikklúbburinn var stofnaður árið 1976, af Sögu Jónsdóttur, leik- konu og leikstjóra, og í honum starfa ungmenni á aldrinum 16–20 ára. Þau reka klúbbinn sjálf en hafa aðstöðu hjá Akureyrarbæ. Þau eru í frjósömu samstarfi við leikfélög ungs fólks á hinum Norðurlöndunum sem setja upp sýningar saman ásamt því að sækja hvert annað heim með upp- setningar sínar. Samvinna af þessu tagi er alltaf af hinu góða því hún hvetur fólk til enn metnaðarfyllri vinnu en ella. Leiksýningin Hamslaus er lítil en krefjandi perla í flóru áhugaleiklist- arinnar. Þetta er spunasýning, unnin af hópnum, með leiðsögn Laufeyjar leikstjóra sem hefur greinilega hæfi- leika til að vinna með ungu fólki. Að- all sýningarinnar er að þau ætla sér aldrei um of; heldur er allt lág- stemmt og hófstillt og tilfinningin fyrir rýminu er góð. Leikmyndin er látlaus en krefjandi þar sem rautt, svart og hvítt kallast á, og sömu sögu er að segja um grunnbúninga. Allt þetta virkar eins og fallegt myndlist- arverk. Tónlist og hljóð fylla vel þessa mynd. Undantekningarlaust standa leikararnir sig vel; þeir koma keikir til leiks sem einstaklingar og vinna sem einn maður í hópsenum. Sýningin bregður upp skýrri en dökkri og því miður raunsærri mynd af því hvernig þetta unga fólk sér samtíma sinn, jafnvel svo dökkri að hinum fullorðnu verður ónotalega við. Þau sýna okkur lífsferil mann- eskju frá vöggu til grafar á frumleg- an og kraftmikinn hátt, mitt í hóf- samri umgjörðinni. Hún mætir sjálfhverfum foreldrum, góðri ömmu, mistraustum vinum, eiginmanni sem er ekki allur þar sem hann er séður, frekum börnum og stressuðu sam- félagi. En þó að sýnin sé svört leynist von hjá framtíðarfólkinu okkar og það sýna leikararnir áhorfendum á óvæntan og eftirminnilegan hátt. Það var óvænt ánægja að sjá sýn- ingu Leikklúbbsins Sögu í Ketilhús- inu á Akureyri. Sýningin skilur eftir sig tilfinningu um hógværa en sanna listsköpun þess unga fólks sem með dimmri samtíðarsýn sinni skilur eftir krefjandi spurningar handa þeim fullorðnu. Krefjandi spurningar LEIKLIST Leikklúbburinn Saga Höfundar: Leikhópurinn og Laufey Brá Jónsdóttir. Leikstjóri: Laufey Brá Jóns- dóttir. Ljós: Valgeir Arnarsson. Hljóð: Hörður Valsson. Frumsýning í Ketilhúsinu, 1. apríl, 2004. HAMSLAUS Hrund Ólafsdóttir VEGNA aðsóknar verða tvær auka- sýningar eftir páska á Meistaranum og Margarítu eftir Mikail Bulgakov í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Sýning- arnar verða föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 24. apríl. Morgunblaðið/Sverrir Meira af Meistaranum Grillveður í októ- ber nefnist ljóða- bók eftir Óttarr m. Útgefandi er Ný- hil. Bókin er 64 bls. Fjölritun: Marg- miðlun Sigurjóns & Jóhannesar. Verð: 500 kr. Ljóð Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út lærdómsritið Um lög eftir Tómas af Aquino. Ritið er hið 55. í röðinni af lærdómsritum en útgáfa þeirra hófst árið 1970 og hefur staðið óslitið síðan. Tómas af Aquino var einn mesti hugsuður kirkjunnar á miðöldum og jafnframt einn merkilegasti heim- spekingur Vesturlanda fyrr og síðar og ná áhrif hans langt út fyrir raðir krist- inna manna. Um lög er sá hluti af höf- uðritverki Tómasar Summa Theo- logiæ, sem fjallar um eðli laga og er enn í dag grundvallarrit bæði í lög- fræði og heimspeki. Í ritinu veltir Tómas því m.a. fyrir sér hvort lögum sé ætíð skipað til al- mannaheilla, hvort til séu eilíf lög, hvort til séu lög lostans og hvort lög manna skuldbindi samvisku manna. Í heimspeki sinni styðst Tómas mjög víða við verk Aristót- elesar, ekki síst sið- fræði hans. Það var fyrst og fremst fyrir tilstilli Tómasar að Aristóteles varð heimspekingur kirkj- unnar á miðöldum. Fyrir tíma Tómasar höfðu kristnir hugsuðir, t.d. Ágústínus kirkjufaðir, einkum litið til Platons en haft litlar mætur á Aristótelesi. Garðar Gíslason hæstaréttardóm- ari skrifar ítarlegan og fróðlegan inn- gang að bókinni þar sem hann segir frá ævi Tómasar og gerir grein fyrir meginhugmyndum hans um eðli laga. Ritstjóri er Ólafur Páll Jónsson heimspekingur. Lærdómsrit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.