Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 32

Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. É G hváði, þegar afgeiðslumað- urinn í Japís sagði: Alkan – þú verður að hlusta á hann – þessi píanisti er líka algjörlega geggj- aður! Alkan hvað? Og hver er þessi píanisti? Jú, Alkan reyndist vera franskt tónskáld, sem ég hafði aldrei heyrt minnst á, og pí- anóleikarinn var „Marc-André Hamelin, sem var sagður vera súper-virtúós“, og það var einhvern veginn nóg til þess að ég varð skeptísk – full efasemda. Nóg er til af tækniundrum sem hafa enga al- vöru músík í sér. Nenni ekki að hlusta á enn einn þannig píanista. Ég lét þó til leiðast fyrir forvitni sakir, þó ekki væri nema til að heyra óþekkta píanótónlist; hafði svo- sem engar sérstakar væntingar til píanóleikarans. En undur og stórmerki – þvílík upplifun! Þeir eru ekki margir konsertpíanistarnir sem hafa fengið jafnhástemmda dóma fyrir leik sinn og Marc- André Hamelin, sem verður gestur Listahátíðar í vor. Hamelin er óspart lofaður fyrir gríðargóða leiktækni, en þó ekki síður fyrir músíkalskt innsæi og tilfinningaþung- inn leik. Þá hefur verkefnaval hans þótt einstakt; hann sinnir ekki einungis því allra hefðbundnasta á því sviði, eins og allt of margir flinkir músíkantar láta sér duga – heldur hefur hann ómældan áhuga á að leita að fjár- sjóðum í tónlist minna þekktra tónskálda. Hamelin er á samningi við plötuútgáfuna Hyperion og á vegum henn- ar hefur komið út á þriðja tug geisladiska með leik hans á tónlist minna þekktra tónskálda. Þau eru ófá verðlaun- in sem honum hafa hlotnast og tilnefningar til slíka við- urkenninga eru enn fleiri. Hér ætlar hann einmitt að leika sumt af þeirri músík sem hann hefur fengið mest lof fyrir á geisladiskum sínum, verk franska 19. aldar tónskáldsins Charles-Valentins Alkan, en að auki leikur hann verk eftir Liszt og Albeniz. Marc-André Hamelin fæddist í Montréal í Kanada. Hann nam píanóleik í Vincent d’Indy tónlistarskólanum og í Temple University í Fíladelfíu. Aðalkennarar hans voru Yvonne Hubert, Harvey Wedeen og Russell Sherman. Hann vann hin eftirsóttu Carnegie Hall- verðlaun fyrir leik sinn í samnefndri píanókeppni árið 1985, og eftir það hefur stjarna hans skinið bjartar með hverju ári. Í dag er hann einn eftirsóttasti konsertpían- isti heims. Vitnað um möguleika mannsandans Í upphafi samtals okkar segir Hamelin, að hann spili hvergi annars staðar það prógramm sem hann leikur fyrir Íslendinga. Það hafi verið ósk Listahátíðar sem hafi ráðið för, en að hann hafi glaður samþykkt þá ósk. „Þessi tónskáld fara vel hvert með öðru, og ég hlakka mjög til að spila verk þeirr fyrir Íslendinga. Ég hlakka reyndar mjög til að koma til Íslands, ég hef ekki komið þangað áður,“ segir Hamelin. Þau hástemmdu orð sem notuð hafa verið um leik þessa tiltölulega unga meistara eru stórbrotin: „Töfrar hans storka náttúrulögmálunum,“ var skrifað í Financial Times, og í National Post í Toronto var skrifað eftir tón- leika hans þar í borg: „Óviðjafnanleg leiktækni hans vitnaði ekki aðeins um færni hans sjálfs, heldur um möguleika mannsandans.“ Hamelin hlustar þögull með- an ég rifja upp þessi ummæli í samtali okkar, en þegar ég nefni enn stærri orð sem hafa verið viðhöfð, eins og „súper-virtúósó“, tekur hann af mér orðið: „Æ, þetta var nú bara sagt einu sinni, og það er langt síðan,“ segir hann. „Þetta var sagt um einn af mínum fyrstu geisladiskum fyrir Musica Viva-útgáfuna, þar sem ég spilaði verk eftir Leopold Godowsky. Satt að segja er þetta nú ekki ímyndin sem ég vil halda á lofti af sjálfum mér, að vera einhver súper-virtúós. Að minnsta kosti ekki lengur. Það er mér ekki svo mikilvægt að vera tæknilega fullkominn. Það er annað sem skiptir mig miklu meira í tónlistinni. Það sem ég set of- ar, er að deila góðri tónlist með þeim sem vilja hlusta á mig. Það krefst músíkalskrar dýptar í túlkun, hvort sem ég er að spila þekkt verk þekktra tónskálda, eða verk eftir lítið sem ekkert þekkt tónskáld, sem mér finnst verðug þess að komast til áheyr- enda. Því miður er það alltaf einhver hluti tónlistarunnenda sem þráir hreina snilli, tæknilega fullkomnun. Ef það er eingöngu þetta sem fólk sækist eftir, þá er það í lagi, það gerir tón- listinni þó það gagn að mæta á tónleika. En þótt þessi hópur komi á tónleika með væntingar um flugeldasýn- ingar, vil ég svo gjarnan geta snúið þeim á mitt band með því að upplifa með mér þá músíkölsku nautn sem ég finn í því sem ég spila.“ Ég segi sem svo að varla gæti hann hafa fengið alla þá viðurkenningu sem honum hefur hlotnast, hefði leikur hans verið tækniundrið eitt saman, það hljóti að hafa verið mikil músík í tækninni. Og hann hlær: „Já, ég ætla bara rétt að vona það. Ég reyni eins og ég get að vera trúr anda tónlistarinnar sjálfrar. Það er mik- ilvægt. Það er ekkert varið í nóturnar einar og sér, þær eru bara beinagrind. Ég tek bara dæmi af þeim verkum sem ég leik, og eru lítið sem ekkert þekkt. Ég gæ flutt þau nema vegna þess að ég hef trú á því að eitthvað mjög músíkalskt til að bera, sem er þes að ég beri þau á borð fyrir áheyrendur mína.“ Geisladiskar eitt, tónleikar annað Ég spyr Hamelin um einlægan áhuga hans á draga fram í dagsljósið góð tónverk eftir tónská einhverra hluta vegna hafa fallið í skuggann af s tímamönnum sínum. Hann segir mér að faðir ha átt stóran þátt í því að kveikja þann áhuga, þótt stakan og óbeinan hátt væri. „Pabbi var mjög fl anóleikari, þótt hann hefði aldrei atvinnu af því aði við annað alla tíð. Ég var mjög ungur, þegar þekkti öll þekktustu verk píanóbókmenntanna g leik hans. Hann átti mikið nótnasafn, og ég hafð bara gaman af því að hlusta á hann spila, mér fa gaman að skoða nóturnar og prófa sjálfur. Þega komst á unglingsárin og fór að e vasapening var ég eins og grár k nótna- og plötubúðum, því mig la að heyra eitthvað nýtt. Það sem mig mest var ný músík og mig la leita á önnur mið en hann. Það v mörgum, mörgum árum seinna, fór líka að grúska í verkum tóns sem voru uppi á seinni hluta nítj aldar og í byrjun þeirrar tuttugu kann vel við mig í tónlist þess tíma, þótt ég kunn að meta tónlist barokktímans og þess klassíska list samtímans. En það er eitt sem mér finnst þó mikilvægt að fólk viti, ekki síst á stað eins og í R vík, þar sem ég hef aldrei spilað áður. Geisladisk eru eitt, og þar er ég langoftast að spila þá tónlis minna þekkt. Það geri ég vegna þess að ég er sa bundinn við Hyperion-útgáfuna, og þeim hefur mjög vel að koma þeirri tónlist á framfæri. En þ ég spila á tónleikum er allt annað. Þar spila ég a um meirihluta verk sem eru vel þekkt. Í fyrra lé dæmis Fantasiestücke Schumanns á nánast hve einustu tónleikum sem ég hélt. Á tíunda áratugn ég líka að hafa spilað B-dúr sónötu Scuberts mö Mér er trey ekkert nema 15. og 16. maí leikur Marc- Listahátíð. Hamelin er ein Bergþóra Jónsdóttir hring snilligáfu, óþekkt tónskáld listina og áheyrandann. Marc-André Hamelin: „Ég verð að valda þér mikið á klassíska tónlist sjálfur.“ Það var sagt um mig nýlega, að ég væri áhugasamari um tónskáldin og verk þeirra en píanóið í sjálfu sér. SÓTT AÐ ÓBYGGÐUNUM Nú er sótt að óbyggðum Íslandsúr mörgum áttum. Miklar deil-ur hafa staðið í mörg undanfar- in ár um virkjanaframkvæmdir á há- lendinu, bæði norðan Vatnajökuls og einnig í Þjórsárverum. Ákveðin niður- staða er komin í þær deilur sem þýðir verulega röskun á svæði norðan Vatna- jökuls. Nú vilja átta þingmenn undir forystu Halldórs Blöndals, forseta Alþingis, halda áfram að þrengja að óbyggðunum með vegalagningu milli Eyjafjarðar og höfuðborgarsvæðisins um Arnarvatns- heiði og Stórasand. Þeir líta á þetta sem fyrsta áfanga en að næsta skref verði að leggja uppbyggðan veg um Kaldadal. Það er orðið óhjákvæmilegt að Ís- lendingar geri upp við sig, hvort þeir telji eftirsóknarvert að halda óbyggð- um landsins ósnortnum að einhverju marki. Það er hægt að færa endalaus rök fyrir því að hagkvæmt sé frá þröngu fjárhagslegu sjónarmiði að leggja vegi út um allt hálendið og virkja hvar sem kostur er. En hverju fórnum við? Við fórnum einstakri náttúru sem að mati sumra sérfræðinga er sterkari þáttur í þjóðarvitund okkar nú orðið en bæði tungan og menningararfleifðin. Er það raunverulegur vilji þjóðarinnar að byggja upp vegakerfi um allt hálend- ið þar sem rísa benzínstöðvar og sjopp- ur til þess að þjóna vegfarendum? Er það hin mikla hugsjón Íslendinga í upp- hafi 21. aldarinnar? Því er erfitt að trúa, ekki sízt á tímum þegar tilfinn- ingin fyrir umhverfi okkar og náttúru virðist vera margfalt sterkari og dýpri en fyrir hálfri öld. Það er ljóst að við höfum gengið svo nærri óbyggðunum að lengra verður ekki gengið og tími til kominn að snúast til varnar af meira krafti en gert hefur verið til þessa. En það er líka önnur hlið á þessu máli sem hefur ekkert með óbyggðirnar að gera en hlýtur að verða þingmönnum nokkurt umhugsunarefni þegar þeir skoða kortið sem birtist með grein hins mæta alþingisforseta hér í Morgun- blaðinu í gær. Norðurvegur, sem þing- mennirnir átta vilja leggja, mundi stækka stórlega þann hluta landsins sem nú er utan alfaraleiða. Með nokkr- um rétti má segja að Vestfjarðakjálk- inn sé ekki í alfaraleið og að það sé eitt helzta vandamál byggðanna á Vest- fjörðum. Einangrunin er þeim erfið. Norðurvegur um Arnarvatnsheiði og Stórasand mundi skilja fjölmenn byggðarlög eftir í vaxandi einangrun og er þá sérstaklega átt við Norðvestur- land. Byggðarlögin þar njóta nú góðs af því með margvíslegum hætti að umferð norður og austur fer um þau. Þeirri um- ferð fylgja viðskipti og samskipti. Norðurvegur mundi leiða til þess að ávinningur þessara byggðarlaga af um- ferðinni hyrfi eins og dögg fyrir sólu. Umræður af þessu tagi um áhrif vegalagningar hafa farið fram áður. Á Viðreisnarárunum var tekin ákvörðun um að leggja svonefndan Þrengslaveg. Rök fyrir því voru m.a. þau að Hellis- heiðin var gjarnan ófær á þeim árum. Þá sáu menn fyrir sér vegalagningu um Þrengslin og áfram í beinni línu til Sel- foss sem síðar varð að veruleika. Þá risu þingmenn Suðurlandskjördæmis upp undir forystu Ingólfs Jónssonar á Hellu, sem þá var ráðherra samgöngu- mála og kröfðust þess að vegurinn yfir Hellisheiði yrði byggður upp. Aðrir þingmenn þáverandi stjórnarflokka töldu sig hafa samið um að yrði Þrengslavegur lagður yrði Hellisheið- arvegur ekki byggður upp. Hvers vegna reis Ingólfur á Hellu upp af svo miklum krafti? Vegna hagsmuna Hver- gerðinga sem hann taldi ella að mundu lenda utan alfaraleiðar. Uppbygging Hellisheiðarvegar leiddi til þess að um- ferðin austur fyrir fjall hefur haldist fyrst og fremst þar. Það er erfitt að trúa því að þingmenn Norðvesturkjördæmis sjái ekki þær hættur sem af Norðurvegi mundu leiða fyrir byggðarlögin á Norðvesturlandi. Þegar saman fara þeir hagsmunir og þeir miklu hagsmunir sem eru tengdir því að ganga ekki nær hálendinu en orð- ið er er erfitt að sjá rökin fyrir því að hefja lokasóknina fyrir eyðileggingu hálendisins með lagningu Norðurveg- ar. ÓSANNFÆRANDI SVÖR Viðbrögð talsmanna lyfjafyrirtækjavið skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfjamarkaðinn hér eru ósannfær- andi svo að vægt sé að orði kveðið. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu kemur fram í skýrslunni að lyf sem nefnist simvastatin er selt á 13 þúsund krónur hér en 1.500–1.600 krónur sami skammtur í Danmörku og Svíþjóð. Þetta er auðvitað óheyrilegur verð- munur. Hörður Þórhallsson, framkvæmda- stjóri Delta, sem framleiðir þetta lyf og selur m.a. í Danmörku, gefur eftirfar- andi svör aðspurður um þennan verð- mun: „Markaðurinn er í fullkomnu uppnámi í Danmörku. Hins vegar má benda á að þótt danski markaðurinn sé lítill á alþjóðavísu þá er hann margfalt stærri en hér heima. Við erum 280 þús- und manna markaður en á móti búa 5–6 milljónir í Danmörku. Það er deginum ljósara að svona samanburður brenglar afskaplega raunveruleikann.“ Og fram- kvæmdastjóri Delta bætir við: „Ég get nefnt sem dæmi að hjá Delta er stærð gæðasviðs á við meðalstórt fyrirtæki á Íslandi í rekstri. Í Danmörku er ná- kvæmlega sami fjöldi fólks á gæðasviði nema hvað það er að vinna við miklu stærri framleiðslu. Annað sem ég get nefnt er að framleiðslumagn til útflutn- ings er að meðaltali 49,9 sinnum meira en fyrir Íslandsmarkað og menn geta rétt ímyndað sér hvað þar munar.“ Þetta eru auðvitað ekki rök sem skýra þann gífurlega verðmun, sem er á þessu tiltekna lyfi á milli landa. Hin hefðbundnu rök um smæð markaðarins hér geta átt við um verðmyndun flestra vörutegunda en engum hefur dottið í hug að selja vörur hér með svona mikl- um verðmun með tilvísun í þessar rök- semdir. Uppnámið á markaðnum í Dan- mörku skýrir þá ekki heldur verðið í Svíþjóð. Í þessu tilviki er augljóslega ekkert vit í að kaupa þetta lyf af framleiðanda hér og óskiljanlegt að stærsti lyfja- kaupandi landsins, íslenzka ríkið, skuli ekki fyrir löngu hafa gert ráðstafanir til þess að kaupa það annars staðar frá. Þessi verðmunur á þessu eina lyfi, sem nefnt er sérstaklega í skýrslu Ríkis- endurskoðunar vekur líka upp spurn- ingu um hvort verðmunur af þessu tagi sé á fleiri lyfjum hér, sem ástæða sé þá til að kaupa inn annars staðar frá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.