Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 33 H anna Birna Krist- jánsdóttir, fulltrú Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, skrif- ar grein í Morgunblaðið 29. mars sl. og nefnir „Aukið val tryggir aukið lýðræði“. Gerir hún að sín- um skoðanir enska tímaritsins The Economist um mikilvægi þess að „auka áhrif hins almenna kjósanda á ákvarðanatöku milli venjubundinna kosninga“. Auðvelt er að taka undir þessa skoðun, sem margir hafa haft og lengi hefur verið stefnt að og einu sinni var kölluð valddreifing. Enn frekar – og ekki síður – er hægt að taka undir þá skoðun „að bætt menntun, gott aðgengi að upplýsingum og tilkoma Nets- ins tryggði að innan seilingar væri form lýðræðis sem gæfi al- menningi áður óþekkt tækifæri til aðkomu að ákvörðunum á vett- vangi stjórnmálanna,“ eins og það er orðað í greininni. Einnig er unnt að taka heilshugar undir þá skoðun „að íslenskt lýðræði sé gott lýðræði“, enda hafa Íslend- ingar fetað í fótspor annarra Norðurlandaþjóða, einkum Dana og Norðmanna, á vegi sínum að auknu lýðræði, en þessar tvær Norðurlandaþjóðir ásamt Finnum og þá ekki síst Svíum eru mestu lýðræðisþjóðir í heimi. Algert frelsi er alger ánauð Hanna Birna Kristjánsdóttir segir síðan í grein sinni: „Lýð- ræðið á ekki aðeins að gefa kjós- endum tækifæri til að tala um það sem þeir vilja, heldur einnig tækifæri til að gera það sem þeir vilja.“ Þá vandast nú málið þegar frelsið kemur til sögunnar. Fyrir fjórum árum horfði ég á viðtal í sænska ríkissjónvarpinu við Margrétu Danadrottningu og var þá staddur í bænum Hamar, við hið fagra vatn Mjösa á Heið- mörk í Noregi, þar sem ljóð- skáldið, rithöfund- urinn og söngv- arinn Alf Pröysen lifði og dó, en það er önnur saga. Mar- grét Danadrottning, sem í viðtal- inu talaði ensku, var að því spurð, hvort henni þætti það ekki kynlegt að vera þjóðhöfðingi í einu mesta lýðræðislandi heims og hafa þó ekki frelsi til þess að velja sjálf það sem hún vildi. Danadrottning er vitur kona og vel menntuð og einn merkasti þjóðhöfðingi Evrópu. Hún svaraði því til að það þætti henni ekki. Það væri í því fólginn styrkur að takast á við verkefni, sem lögð væru á herðar mönnum. Ein af hættum nútímans fælist í því að of margir óskuðu að gera aðeins það sem þeir vildu. Viturleg orð Þetta þykja mér viturleg orð, þótt þau kunni að hljóma und- arlega í eyrum fólks, sem kallar sig frjálshyggjufólk og heldur að það sé merkisberar FRELS- ISINS – með stórum stöfum – og hins æðsta lýðræðis sem sé að gera það sem menn vilja. Ekki ætla ég að gera frelsið að sér- stöku umræðuefni nú, heldur að segja það eitt, að ef menn halda að frelsi sé það að „gera það sem þeir vilja“ þá er það mikill mis- skilningur. Algert frelsi – til þess að gera það sem menn vilja – er ánauð. Frelsi er hugsun, ekki að- gerð, og þess vegna er frelsið skylt lýðræðinu og raunar hluti af því. Þess má geta að í Alþjóða- samningi um efnahagsleg, fé- lagsleg og menningarleg réttindi, sem Ísland er aðili að, segir „að frelsi manna og óttaleysi og að menn þurfi ekki að líða skort rætist því aðeins, að sköpuð verði skilyrði til þess að allir geti notið efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda, jafnt sem borgaralegra og stjórn- málalegra réttinda.“ Þessi orð eru á sinn hátt inntak greinar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um frelsið, sem er undirstaða lýð- ræðis. Ófullburða umræða um lýðræði Fagna má grein Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Málefnalegar umræður stjórnmálamanna hér á landi um lýðræði hafa verið af skornum skammti að undanförnu. Hins vegar hefur einstaka fræði- maður gert lýðræði og mannrétt- indi að umræðuefni og þá ekki síst Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður sem m.a. skrifaði gagnmerka grein í Úlfljóti, tíma- riti laganema fyrir þremur árum, þar sem hann fjallaði um lög og rétt, skipan dómstóla og um hug- takið lýðræði. Í grein sinni segir Ragnar Aðalsteinsson: „Lýðræðið er vandmeðfarið og forsendur þess eru ekki aðeins trygg stjórnmálaréttindi og tján- ingarfrelsi, heldur og að virtar séu reglur réttarríkisins um jafn- ræði fyrir lögunum, lögmæt- isreglan, reglan um óháða dóm- stóla og vernd borgaranna fyrir ágangi ríkisvalds og einkaaðila á mannréttindi. Þá á lýðræðið sér jafnframt fé- lagslegar og menningarlegar for- sendur sem uppfylla verður. Lýð- ræðið virkar ekki án almennrar menntunar borgaranna og þess sem þarf til að afla og viðhalda menntun og þekkingu. Þörf er á öflugum fjölmiðlum, sem eru fær- ir um að koma fjölbreyttum sjón- armiðum á framfæri við allan al- menning og veita ríkisvaldinu aðhald. Forsendur lýðræðis eru ekki uppfylltar með því einu að koma á fót lýðræðislegum stofn- unum, ef þeim fylgja ekki lýð- ræðisleg viðhorf valdhafa. Meiri- hlutinn verður að læra að hlusta á minnihlutann og virða sjón- armið hans og gæta réttinda hans.“ Inntak lýðræðis Þessi orð Ragnars Aðalsteins- sonar eru orð að sönnu og ég vil gera þau að mínum. En til þess að auka enn lýðræði á Íslandi, eins og allir hugsandi menn vilja, þarf að gera sér ljóst að inntak lýðræðisins skiptir mestu máli þegar þjóð er komin á það stig sem Íslendingar eru komnir. Form lýðræðis, s.s. þrískipting valds, almennar kosningar, jafn kosningaréttur svo og hvernig, hvar og hvenær kosið er, þarf að sjálfsögðu að vera fyrir hendi. Einnig þurfa að vera fyrir hendi skýr ákvæði um persónulega ábyrgð alþingismanna, ráðherra og dómara – svo og annarra sem fara með völd í samfélaginu, bæði hjá hinu opinbera og í einkafyr- irtækjum. Einnig þurfa að vera fyrir hendi skýrar reglur um ákvarðanatöku, bæði í opinberum rekstri svo og í rekstri einkafyr- irtækja sem í lýðræðislandi eiga að sjálfsögðu að lúta sömu lögum og rekstur á vegum hins op- inbera. Niðurstaða mín í fáum orðum er því sú, að lýðræði er hugsun – ekki tækni, þótt tækni geti hjálp- að mönnum til þess að gera lýð- ræðið að veruleika og tæknin ein leysir aldrei vanda lýðræð- islegrar hugsunar. Lýðræði er ekki tækni Eftir Tryggva Gíslason Höfundur er magister og sagnfræðingur. ’Lýðræði erhugsun – ekki tækni.‘ æti ekki þau hafi ss virði ð því að áld sem sam- ans hafi á sér- inkur pí- og starf- r ég gegnum ði ekki annst líka ar ég eignast köttur í angaði heillaði angaði að var svo að ég kálda jándu ustu. Ég ni líka vel og tón- ó mjög Reykja- kar mínir st sem er amnings- gengið það sem að mikl- ék ég til erjum num hlýt örg hundruð sinnum. Þetta eru bara dæmi. Ég byrja tón- leika mína oft á sónötum eftir Haydn eða Mozart, eða jafnvel á sjakkonnu Bachs og Busonis. Þannig eru þessi hefðbundnu konsertverk mér síður en svo framandi; þetta er það sem ég er allajafna að fást við, þótt geisla- diskarnir sýni á mér svolítið aðra hlið. Þeir sem þekkja mig bara af geisladiskunum, hafa kannski ekki alveg rétta mynd af mér þess vegna.“ Hamelin segir að þótt stóru þekktu verkin séu það sem hann fæst jafnan við á tónleikum, finnist honum þó líka mikilvægt að lauma minna þekktum verkum með, eins og hann ætlar að gera á tónleikum sínum hér. „Heimur píanótónlistarinnar er bara svo gríðarlega stór, og margt til góðra verka. Ég hef það á tilfinning- unni að yngri konsertpíanistar geri sér ekki alltaf grein fyrir því hve ógnarmikið er til af píanótónlist. Ég við- urkenni þó fúslega að það er margt til sem er einskis virði, en þó er svo margt innan um sem fyllilega verð- skuldar að vera leikið með þeim verkum sem hafa náð viðurkenningu og vinsæld- um. Hví ætti maður þá ekki að leika þau, þótt ekki væri nema af og til? Það er margt í minna þekktu músíkinni sem hefur komið mér verulega á óvart, og eitt það skemmtilegasta sem ég hef reynt er að kanna verk sem ég hef þó vitað að væru til, en fáir glíma við. Þar á meðal er píanósónata eftir Paul Dukas, sem er þekktastur fyrir hljómsveitarverk sitt Lærisvein galdrameistarans. Hann samdi mjög fallega og líflega píanósónötu sem er svolítið löng, en engu að síður stór- kostlegt dæmi um franska síðrómantík. Þetta verk er frábær viðbót við önnur góð verk frá þessum tíma, sem fólk þekkir betur, og kemur fólki venjulega verulega á óvart þegar það heyrir það.“ Velur vel verkefni sín í nýrri tónlist Fyrir þremur árum tók Hamelin þátt í frumflutningi píanókvintetts Elliots Carters, með Arditti strengja- kvartettnum. Hann segir að það hafi verið sérstök og mjög ánægjuleg reynsla, því hann hafi alltaf gaman af að fást við nýja músík líka. „Ég vel þau verkefni þó mjög vandlega og spila ekki hvað sem er. Ég vel ekki aðra tón- list en þá sem mér finnst virkilega góð. En hvað snertir nýju tónlistina, þá finnst mér að fólk þurfi að helga sig henni, og þess vegna leik ég hana kannski ekki jafnoft og ella væri. Ég er sáttur við mitt hlutskipti og þá tónlist sem ég hef kosið að leggja áherslu á.“ Einn af mörgum frábærum geisladiskum Hamelins heitir The Composer-Pianists, og hefur að geyma tónlist eftir tónskáld sem jafnframt voru afburða píanóleikarar. Þar er að finna þrjú lítil verk eftir hann sjálfan. „Ég sem ekki mikið, einfaldlega vegna þess hve upptekinn ég er sem píanóleikari. En þó kemur það yfir mig af og til að mér finnst ég verða að setja eitthvað á blað, sköp- unarkrafturinn kallar, og það kall er mér ómótstæðilegt. Þetta gerist þó ekki oft. Síðasta verkið sem ég samdi er jafnframt það fyrsta sem ég samdi ekki að eigin frum- kvæði, heldur var það pantað hjá mér. Það var Passa- caglia fyrir píanókvintett, sem ég samdi fyrir tveimur ár- um. Það var líka í fyrsta sinn sem ég samdi fyrir önnur hljóðfæri en píanóið eitt. Ég vildi þó mjög gjarnan hafa meiri tíma til að semja í framtíðinni, og vildi gjarnan geta samið heilan píanókvintett, meira en þennan eina þátt.“ Hlustar á „noise“ og raftónlist Það kemur mér verulega á óvart þegar ég spyr Hamel- in um hvað sé það nýjasta nýja í heimi sígildrar píanó- tónlistar, þegar hann segist hreinlega ekki vita það. „Ég verð að valda þér vonbrigðum með því að standa á gati; ég hlusta nefninlega ekki mikið á klassíska tónlist sjálfur. Ég hlusta á raftónlist, ýmiss konar tilraunatónlist, há- vaðatónlist (noise), avant-garde djass, og fleira slíkt. Þeg- ar ég er búinn í minni vinnu, sem ég tek mjög alvarlega, langar mig að hlusta á eitthvað allt annað – eitthvað gjör- ólíkt. Það var einhver sem sagði svolítið um mig nýlega, sem ég held að sé rétt, að ég sé áhugasamari um tón- skáldin og verk þeirra, en píanóið í sjálfu sér. Þegar mig langar að kynna mér tónverk, kýs ég miklu frekar að skoða nóturnar vel, heldur en að heyra hvernig aðrir pí- anóleikarar hafa spilað það. Ég er ekki að gera lítið úr kollegum mínum með þessu, síður en svo, því þeir eru margir, og margir frábærir. Mér finnst mikilvægt að skoða hvert verk í þaula, komast að kjarna þess upp á eig- in spýtur, án þess að láta annað trufla. Það eina sem get- ur komið mér á það spor er að rýna í nóturnar, og ekkert annað.“ Það sama er uppi á teningnum þegar ég spyr Hamelin hvort eitthvað nýtt sé að gerast í leiktækni á pí- anóið, hvort þar séu einhverjir nýir straumar á ferðinni. Æ, hann segist ekki hafa hugmynd um það, er ekkert að kafa oní það sem aðrir gera. „Ég er svo upptekinn af því sem ég er sjálfur að gera.“ Og enn sér Hamelin við mér þegar ég ber upp the silly question – sem ég veit að hann veit hvað merkir; spurninguna sem allir listamenn af hans stærðargráðu eru þrábeðnir um að svara, alls staðar – spurninguna um uppáhalds tónskáld. Og hann hlær dátt. „Þetta breytist nú bara eftir því sem ég er að spila hverju sinni. Gagnrýnandi í Toronto spurði fyrir nokkr- um árum alla helstu tónlistarmenn í borginni þeirrar spurningar, ef þeir ættu að dvelja á eyðieyju með einu tónskáldi það sem eftir væri ævi sinnar, hvaða tónskáld yrði þá fyrir valinu. Ég var sá eini sem svaraði því til að það væri ómögulegt að svara spuriningunni. Ef ég veldi eitt tónskáld væri það ósanngjarnt gagnvart hinum.“ Kraftaverkið í sköpunarmættinum Ég segi Hamelin að ég sé sátt við þetta svar, og segi honum jafnframt að mér finnist svarið honum líkt, ég hafi lengi haft það á tilfinningunni að hann hefði mun víðari og stærri sýn á tónbókmenntirnar en flestir kollega hans. Mörgum þeirra dugar að spila bara Liszt og Rakhman- inov ef þeir geta gert það vel. Ótrúleg fjölbreytni Hamel- ins í verkefnavali ætti að staðfesta þetta, og nú neitar hann ekki. „Jú, kannski. Í það minnsta hef ég það á til- finningunni að mér hafi tekist að byggja upp traust milli mín og áheyrenda minna hvort sem ég er að spila Alkan og minna þekktu tónskáldin, eða verk stóru píanistanna Liszts og Schu- manns. Ég er búinn að spila inn á 44 geisla- diska, þar af eru 25 gefnir út af Hyperion, með minna þekktu tónskáldunum. Mér virðist svo vera að þeir sem hafa hlustað á mig, bíði eftir nýjum diski frá mér, hvert svo sem tónskáldið er – þekkt eða óþekkt, skiptir engu – mér er treyst til að spila bara góða músík, og fyrir það er ég mjög þakklátur, finnst það dásamlegt.“ Talið berst að samskiptunum við hlustendur og áheyr- endur á tónleikum, og Hamelin segir allan sinn kraft beinast að því að miðla því sem tónlistin hverju sinni snýst um. „Þú spurðir mig áðan um það að vera virtúós og ég sagði þér að það væri fjarri mér að vilja vera litinn þeim augum eingöngu. Fyrir mér er það allt í tónlistinni að geta miðlað til þeirra sem ég hlusta, kraftaverkinu sem felst í sköpunarmætti mannsandans. Allt sem ég bið um er að hlustendur vilji kanna með mér kunn sem ókunn mið, og njóta með mér þess undurs sem tónlistin er.“ yst til að spila a góða músík -André Hamelin á tónleikum á nn mesti píanóleikari okkar daga. gdi í hann yfir hafið til að forvitnast um d og samband píanóleikarans við tón- r vonbrigðum með því að standa á gati. Ég hlusta nefnilega ekki begga@mbl.is Allt sem ég bið um er að hlustendur vilji njóta með mér þess undurs sem tónlistin er.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.