Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 38
MINNINGAR
38 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðríður Jó-hanna Jóhanns-
dóttir fæddist á
Kirkjubóli í Múla-
sveit í Austur-Barða-
strandarsýslu 28.
september 1906.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 26.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jóhann Sig-
urðsson, bóndi á
Kirkjubóli, frá Múla-
koti í Þorskafirði, f.
28. desember 1866,
d. 18. september
1960 og seinni kona hans, Guðrún
Bæringsdóttir frá Kletti í Kolla-
firði, f. 23. september 1877, d. 1.
mars 1959. Fyrri kona Jóhanns var
Guðríður Jóhanna Guðmundsdótt-
ir frá Skálmarnesmúla, f. 14 sept-
ember 1849, d. 1. október 1900.
Börn Jóhanns og Guðríðar voru:
Guðný, f. 29. desember 1892, d. 15.
september 1990, Guðmundur dó
ungur, Sigríður, f. 2. mars 1895, d.
22. mars 1981, Ólafur, f. 15. sept-
ember 1897, d. 23. júlí 1983, og
Böðvar, f. 16. maí 1899, d. 7. júní
1900. Börn Jóhanns og Guðrúnar
eru: Jóhannes, f. 29. ágúst 1905, d.
29. janúar 1989, Guðmunda, f. 28.
desember 1908, d. 24. nóvember
1993, Þorbjörg, f. 9. apríl 1910, d.
synir þeirra eru: a) Andrés, kvænt-
ur Maríu Ingibjörgu Kjartansdótt-
ur, börn þeirra Herbjörg og Jó-
hann Reynir. b) Jens, kvæntur
Guðrúnu Árnýju Árnadóttur, börn
þeirra Ásthildur Bára og Árni
Björn. c) Jón Gunnar, kvæntur
Katrínu Rut Árnadóttur, synir
þeirra Sindri Hrafn og Ísak Már. e)
Reynir, látinn. f) Þór Reynir. 3)
Guðrún Erna, f. 9. desember 1944,
sambýlismaður hennar Björn Guð-
mundsson, f. 11. nóvember 1941.
Börn Guðrúnar Ernu frá fyrra
hjónabandi með Gísla Þresti Krist-
jánssyni, f. 1. október 1943, eru: a)
Jóhanna Birna, gift Júlíusi Finns-
syni, dætur þeirra Guðrún Erna og
Arna Kristín. b) Kristján Rafn,
kvæntur Sigrúnu Ástu Sverris-
dóttur, börn þeirra Guðlaug
Agnes, Gísli Þröstur og Arnór
Pálmi. c) Haraldur Freyr, barns-
móðir hans Dögg Hugosdóttir,
sonur þeirra Gabríel Gísli. d) Arn-
ar Þór, sambýliskona hans Sigríð-
ur Sæmundsdóttir.
Guðríður ólst upp á Kirkjubóli í
Múlasveit. Veturinn 1930 fer hún
til vetrarvistar suður til Reykja-
víkur en er heima á Kirkjubóli á
sumrin. Árið 1936 hefur hún störf
á Korpúlfsstöðum og kynnist þar
tilvonandi maka sínum. Árið 1944
flytja þau að Hraunbergi í Hafn-
arfirði (þá í Garðahreppi). Guðríð-
ur vann við ýmis störf um ævina,
fiskvinnu o.fl., en lengst af við
ræstingar á Dagheimilinu Hörðu-
völlum í Hafnarfirði. Síðustu árin
bjó Guðríður á Hrafnistu þar sem
hún lést.
Útför Guðríðar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
18. júlí 1961, Guð-
brandur, f. 5. ágúst
1911, d. 22. desember
1987, Jón Hólmgeir, f.
25. desember 1912, d.
1. desember 1996,
Bæring, f. 23. ágúst
1914, Gunnar, f. 25.
maí 1916, d. 17. febr-
úar 1984, og Valborg,
f. 11. október 1919.
Guðríður giftist 17.
júní 1938 Birni Sveins-
syni frá Kórekstöðum
í Hjaltastaðaþinghá, f.
14. júlí 1907, d. 24. maí
1983. Foreldrar
Björns voru Sveinn Björnsson, f. 7.
maí 1861, d. 20. maí 1916 og Guð-
rún Jónsdóttir, f. 23. mars 1883, d.
7. júlí 1959.
Börn Guðríðar og Björns eru: 1)
Sveinn Rúnar, f. 30. ágúst 1940,
kvæntur Dýrleifi Pétursdóttur, f.
6. janúar 1941. Synir þeirra eru: a)
Pétur, kvæntur Unu Snorradóttur,
synir þeirra Sveinn Rúnar og
Daníel Árni. b) Björn, kvæntur
Sólrúnu Hraunfjörð Njálsdóttur,
dætur hans Anna Birna og Silja
Ýr. c) Margeir, kvæntur Helgu
Benediktsdóttur, synir þeirra
Sævar og Sigurður Rúnar. d) Guð-
jón Rúnar. 2) Jóhann Reynir, f. 13.
janúar 1943, kvæntur Ásu Ásthildi
Haraldsdóttur, f. 9. janúar 1944,
Í dag kveðjum við elskulega
tengdamóður mína Guðríði Jóhanns-
dóttur frá Kirkjubóli við Kvígindis-
fjörð. Gauja eins og hún var jafnan
kölluð var heilsteypt kona, hún hafði
sínar skoðanir en flíkaði þeim ekkert
sérstaklega. Það var alltaf gest-
kvæmt hjá Gauju, mér er sagt að hér
fyrr á árum hafi oft verið kátt hjá
Gauju og Birni, það var spiluð fé-
lagsvist og svo var dansað á eftir við
harmonikuspil Björns. Gauja bjó ein
á Hraunbergi eftir að Björn lést
1983. Eins og áður er sagt var alla tíð
gestkvæmt hjá Gauju, sérstaklega
sóttu barnabörnin til hennar, var hún
mjög umhyggjusöm amma og naut
þess að hafa börnin í kringum sig.
Síðasta ferð Gauju á Kirkjuból
verður mér minnisstæð þá var Gauja
orðinn 92ja ára og lét sig ekki muna
um það að keyra í nokkra tíma. Þeg-
ar komið var á áfangastað þá yngdist
Gauja um mörg ár, það var ánægð
kona á sínum æskuslóðum. Það var
venja hjá mér og fleirum að koma í
kaffi til Gauju eftir vinnu á daginn,
þá var Gauja búinn að baka flatkökur
en það gerði hún þar til hún varð 94
ára.
Ég þakka Gauju samfylgdina, en
við vorum nánir nágrannar í hér um
bil tíu ár, það var gott að hafa Gauju
nálægt okkur, sérstaklega þótti
börnunum gott að hafa ömmu sína
svo nálægt sér. Ég votta öllum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Með þakklæti kveð ég mína kæru
tengdamóður.
Björn B. Guðmundsson.
Elsku amma.
Ég á aldrei eftir að kynnast konum
eins og þér. Mannstu þegar að við
vorum að þrífa dúfnakofann? Það var
nú meira verkið. Þú með klútinn á
höfðinu og í rósótta kjólnum og hugs-
aðu þér allar vatnsföturnar sem við
roguðumst með. Þú slóst aldrei af og
ég reyndi eins og ég gat að komast
undan til að gera eitthvað annað.
Enginn annar hefði leyft mér að ala
unga á eldhúsofninum sínum. Það
var alveg sama hvað mamma bannaði
þér að dekra mig, þú hlustaðir ekkert
á hana.Við stóðum stundum í alveg
ótrúlegu leynimakki saman. Ef að
það var eitthvað vont í matinn heima
þá var bara nartað í tvo bita, sagt
„takk fyrir mig, ég er ekki svangur“
og hlaupið í einum spretti niður til
þín. Þá varst þú í símanum að tala við
mömmu og lofaðir henni að gefa mér
ekki neitt því að ég hefði ekki borðað
matinn minn. Um leið og þú lagðir á
mömmu þá var það sko full þjónusta
allt kvöldið og borið í mig allt sem að
mig langaði í. Ég gat alltaf leitað til
þín ef eitthvað bjátaði á og allar
heimsins áhyggjur og leiðindi hurfu í
því öryggi sem ég fann þegar ég var
hjá þér.
Ég byrjaði að skrifa þessa grein
fyrir ári síðan þegar þú fékkst heila-
blóðfallið og læknarnir sögðu að þú
ættir sennilega mjög stutt eftir. En
þú nenntir nú ekkert að hlusta á það
og næst þegar ég kom til þín þá
varstu búin að ná þér eftir heilablóð-
fallið og farin að rífa kjaft. Þú sagðir
meira að segja: „Hvað, hélduð þið að
ég væri að drepast eða hvað?“ Þú
varst greinilega ekki tilbúin til að
fara alveg strax. Ég mun alla ævi búa
að því sem þú kenndir mér. Þú gerðir
allt fyrir mig og ég held svei mér þá
að þú hafir aldrei skammað mig þó ég
hafi svo sannarlega átt það skilið.
Það mun alltaf vera sérstakur staður
í mínu hjarta sem þú átt.
Ég sakna þín.
Haraldur F. Gíslason.
Mig langar til að minnast Guðríðar
föðursystur minnar með fáeinum
orðum.
Guðríður, eða Gauja eins og hún
var kölluð af flestum sem þekktu
hana, var mikil dugnaðar- og mynd-
arkona. Hún var mjög hress og
skemmtileg og sagði vel frá.
Hún var fædd og uppalin við
Breiðafjörðinn í stórum systkina-
hópi. Hún var næstelst af níu börn-
um Jóhanns afa míns og Guðrúnar
ömmu minnar sem var seinni kona
hans. Gauja átti einnig fimm hálf-
systkin samfeðra en þrjú af þeim
komust til fullorðinsára.
Gauja ólst upp við öll venjuleg
sveitastörf sem þá tíðkuðust. Oft
fannst mér gaman þegar hún og faðir
minn, sem var árinu eldri, voru að
rifja upp minningar frá æskuárun-
um. Þegar þau voru að gá að fénu um
sauðburðinn og eins þegar þau sátu
saman yfir kvíaánum en það hefur
ábyggilega oft verið kaldsamt því
ekki voru skjólflíkurnar eins góðar
þá og nú tíðkast.
Svo fluttist Gauja suður og stofn-
aði heimili með Birni Sveinssyni eig-
inmanni sínum. Áður hafði hún verið
fyrir sunnan í vist á veturna en heima
á sumrin.
Ég man fyrst eftir henni þegar þau
Bjössi komu með börnin sín að
Kirkjubóli á sumrin og dvöldu þar
um tíma. Síðar fórum við Jóhann
bróðir minn að fara suður í vinnu á
veturna sem við gerðum til skiptis
annan hvorn vetur. Við vorum í heim-
ili hjá Gauju frænku og Bjössa þar
sem við vorum eins og einn af fjöl-
skyldunni, í fæði, þjónustu og hús-
næði. Þetta var mikil viðbót hjá
frænku minni, þá var heitur matur
tvisvar á dag og útbúið nesti í kaffi-
tíma fyrir alla. Og eins vegna þess að
þau bjuggu í lítilli íbúð, fimm manna
fjölskylda. Svo ekki var um annað að
ræða en að troða inn rúmstæði til við-
bótar. Ég man sérstaklega eftir því
að ég var einu sinni hjá þeim um jól
og áramót og fékk jólagjafir eins og
aðrir, allt þótti þetta eðlilegt og sjálf-
sagt. Fyrir allt þetta vil ég þakka
sérstaklega fyri hönd okkar bræðra.
Þegar við Systa stofnuðum heimili
stutt frá Hraunbergi, heimili Gauju,
var oft komið við í kaffi og spjallað
um eitt og annað og ekki að ástæðu-
lausu að dætur okkar kölluðu hana
ömmu Gauju.
Gauja bjó ein á Hraunbergi í mörg
ár eftir að Björn féll frá og sá lengst
af um sig sjálf þar til hún fluttist að
Hrafnistu í Hafnarfirði og dvaldi þar
síðustu árin. Þau ár voru frænku
minni erfið enda aldurinn orðinn hár.
Hún hefur því vafalaust verið hvíld-
inni fegin.
Ég vil svo þakka henni innilega
fyrir allt það sem hún hefur gert fyr-
ir mig og mína fjölskyldu.
Að síðustu votta ég afkomendum
Gauju og öðrum aðstandendum inni-
lega samúð mína. Megi hún hvíla í
friði.
Snorri Jóhannesson.
Mig langar til þess að minnast
Guðríðar Jóhannsdóttur (Gauju)
með nokkrum orðum.
Kynni mín við Gauju hófust þegar
ég kynntist manninum mínum,
Kristjáni dóttursyni Gauju. En við
hófum okkar sambúð á Hraunbergi
þar sem Gauja bjó. Við bjuggum á
efri hæðinni en Gauja á þeirri neðri
og var mikill samgangur á milli
hæða. Ég varð strax vör við það að
þessi kona gegndi mikilvægu hlut-
verki innan fjölskyldunnar, og var
samband Kristjáns við ömmu sína
sterkt, enda leitaði hann oft til henn-
ar.
Mikið var um heimsóknir á Hraun-
bergið til Gauju, og var oft spjallað
saman í góðu yfirlæti enda naut
Gauja þess að fá fólk í heimsókn og
þá varð maður alltaf að þiggja kaffi
og með því og nóg var til af kökum og
svo auðvitað góðu flatkökurnar
hennar Gauju sem hún bakaði sjálf
og voru mjög vinsælar. Ég spurði
Gauju einu sinni um uppskriftina;
„það er engin sérstök uppskrift, þú
skellir bara hveiti og einhverju fleira
saman“ og byrjar að baka. Ég man
sérstaklega vel eftir pönnunni, en
hún var sótsvört og margnotuð og
hefur örugglega haft sitt að segja
með svona góða útkomu.
Þegar ég var í Háskólanum og var
að lesa fyrir próf, kíkti ég mjög oft
niður til Gauju í kaffi og við spjöll-
uðum saman og skiptumst á skoðun-
um eins og gengur og gerist en hún
hafði aðra sýn á lífið, enda kona búin
að lifa langt æviskeið en Gauja fædd-
ist á Kirkjubóli í Múlasveit 28. sept-
ember 1906.
Fyrir tæpum 6 árum fórum við
Kristján með Gauju og Völlu systur
Gauju og fleirum úr fjölskyldunni
vestur á heimaslóðir eða á Kirkjuból
að hausti til og gistum þar í tvær
nætur í blíðskaparveðri. Gauja hafði
mjög gaman af því þó svo hún hafi
ekki verið með í berjatínsluhópnum
þá beið hún bara róleg „heima“ á
Kirkjubóli á meðan hópurinn tíndi
ber og það var sannarlega nóg af
berjunum, þannig að þegar heim var
komið var auðvitað sultað í nokkrar
krukkur og krukkurnar merktar
„Kirkjubólssulta“.
Gauja var barngóð og börn hænd-
ust að henni, þar sem hún hafði eitt-
hvað sérstakt við sig, eitthvað svo
gott viðmót enda fann ég það þegar
börnin okkar Kristjáns fæddust að
hún hafði mjög gott lag á börnum þó
svo hún væri komin á tíræðisaldur-
inn.
Gauja var mikil hannyrðakona og
prjónaði bæði sokka, vettlinga og
peysur sem allmargir í fjölskyldunni
nutu góðs af, og þá sérstaklega
krakkarnir sem fengu hlýjar og góð-
ar íslenskar flíkur.
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
því hún var mild og máttug
og minnti á – jarðneskt vor.
(Davíð Stefánsson.)
Við Gauja urðum góðar vinkonur
og ég er mjög þakklát fyrir það að
hafa kynnst þér, Gauja mín, og það
var gott að búa á Hraunbergi í návist
þinni.
Blessuð sé minning þín.
Sigrún.
Hún Gauja mín hefur kvatt okkur í
síðasta sinn. Mig langar í fáum orð-
um að þakka henni fyrir það sem hún
var mér og minni fjölskyldu.
Árið 1988 fluttum við á efri hæðina
á Hraunbergi, eftir 20 ára búsetu úti
á landi og vorum hálfbrotin, áttum
eftir að selja húsið okkar og leigðum
þar litla 3ja herb. íbúð á meðan við
bösluðum við að byggja. Um leið og
við fluttum inn gekk Gauja okkur í
móður- og ömmustað. Ívar sonur
okkar sem þá var 8 ára átti eins
greiðan aðgang að ömmu Gauju og
hennar eigin barnabörn. Ef mamma
var ekki komin úr vinnunni, þegar
skólinn var búinn, var farið til Gauju,
sem ekki taldi það eftir sér að líta til
með honum á meðan, svo var líka
miklu meira fjör niðri, það var horft á
sjónvarpið, spilað og borðað snakk
og nammi. Oft var barnaskarinn stór
og alltaf opið hús. Oft kom hún til mín
færandi hendi, „hún hafði nú verið að
baka kleinur, flatkökur eða pönnu-
kökur, sem hún þurfti að losna við,
hvort ég gæti ekki notað þetta, svo
það skemmdist ekki“. Á þessum ár-
um var Gauja komin á níræðisaldur
en þann aldursmun fann ég aldrei,
bæði var hún létt á fæti og ung í anda
og var alltaf að snúast í kringum aðra
en gerði litlar kröfur fyrir sjálfa sig,
hennar líf og yndi var fjölskyldan.
Það lýsir Gauju best að um tíma voru
eldri börnin okkar húsnæðislaus, á
meðan verið var að gera hús, sem
þau voru að byggja, íbúðarhæft. Þá
bjuggum við 8 á loftinu og mikill um-
gangur á öllum tímum sólarhrings-
ins, en Gauja taldi það ekki trufla sig
neitt, þó svo ég vissi að allur um-
gangur heyrðist niður, þvert á móti
þá fjölgaði bara ferðum hennar á efri
hæðina með flatkökur, kleinur og
annað góðgæti handa okkur, alltaf
brosandi, góð og umhyggjusöm.
Á Hraunbergi bjugum við í 15
mánuði og munum við aldrei getað
fullþakkað henni þann tíma sem við
áttum þar með henni. Góð kona er
gengin, kærar þakkir fyrir allt elsku
Gauja.
Guðleif Kristjánsdóttir
og fjölskylda.
Það er alltaf tregablandið þegar
góðir vinir kveðja. Þótt Guðríður hafi
náð háum aldri og verið farin að þrá
hvíldina. Þegar heilsan fór að bila nú
á síðustu árum, nefndi Guðríður vin-
kona mín það oft að þegar hún gæti
ekki hugsað lengur um sig sjálf væri
gott að fá hvíldina. Guðríður hafði
verið heilsuhraust og gat hugsað um
sig sjálf fram á efri ár.
Guðríður var lagleg kona og vel á
sig komin. Oft minntist pabbi minn
þess að þegar hún gekk með honum í
barnaskóla í sveitinni fyrir vestan, að
hún gat tekið skólabræðurna í
bóndabeygju og haldið þeim þannig
án þess að þeir gætu hreyft sig.
Ég kynntist Guðríði og fjölskyldu
hennar strax eftir að ég flutti til
Hafnarfjarðar, unnusti minn hafði
verið í sveit hjá systkinum hennar og
foreldrum að Kirkjubóli í Múlasveit
og orðið þá mikill vinur fjölskyldunn-
ar á Hraunbergi, en það hét húsið
sem Guðríður og Björn maður henn-
ar bjuggu í. Ég var líka fljót að kynn-
ast þessu fólki og margar voru ferð-
irnar upp að Hraunbergi á þessum
árum. Ég missti um þetta leyti móð-
ur mína og hjá Guðríði fann ég fljótt
það sem maður sækir til góðrar móð-
ur.
Guðríður reyndist mér sérstak-
lega vel og var hún mér hjálpsöm
hvort sem vandamálið var sauma-
skapur, prjón eða eitthvað annað.
Guðríður var sérstaklega lagin í
höndunum og fátt sem hún gat ekki
lagað. Ég fór með flest mín vandamál
til Guðríðar og frá henni kom ég allt-
af hressari í huga. Ekki minnkaði
vináttan og samverustundirnar er
þeir Björn og Garðar urðu vinnu-
félagar til margra ára hjá Íshúsi
Reykdals. Þau voru líka mörg kvöld-
in sem við Garðar fórum upp að
Hraunbergi til að spila vist, en Björn
maður Guðríðar hafði mjög gaman af
að spila og var oft glatt á hjalla. Dótt-
ur okkar fannst alltaf sérstaklega
gaman að hitta Guðríði því hún var
alltaf í góðu skapi og stutt í brosið og
hláturinn.
Fyrir þína góðu vináttu, hjálpsemi
og öll elskulegheit, vil ég nú þakka
þér, elsku Guðríður mín. Ég bið góð-
an Guð að taka þig í ríki sitt, ég veit
að eins góð kona og þú hefur átt góða
heimkomu í Guðsríki, þangað sem
svo margir samferðamenn þínir eru
farnir.
Börnum þínum, tengdabörnum,
systkinum og öllum afkomendum,
vottum við hjónin okkar dýpstu sam-
úð.
Ásta Jónsdóttir.
Upp við læk, bak við verksmiðju
Reykdals stöðu tvö hús, Lækjarberg
og Hraunberg. Í þessum húsum
bjuggu sex fjölskyldur og milli þeirra
féll aldrei styggðaryrði þó allir hefðu
saman eitt þvottshús, þvottapott og
bretti. Með tímanum fækkaði í hús-
unum en eftir voru tvær mjög góðar
vinkonur, mamma mín og Guðríður,
alltaf kölluð Gauja. Þær nutu sín þeg-
ar allir voru farnir að sofa, þá settust
þær niður og fóru að rabba saman
langt fram á nótt. Þá var gaman hjá
þeim.
Mín kæra Gauja var alltaf að
hugsa um aðra og man ég til dæmis
að hún kom alltaf þegar ég var að
fara í útilegu til að gá hvort ég hefði
nóg af mat og fötum svo mér yrði
ekki kalt. Þá vann mamma úti og
Gauja hafði eftirlit með öllu.
Þegar ég eignaðist mína fyrstu
dóttur vildi svo skemmtilega til að
það var á 55. afmælisdegi hennar og
ég eignaðist svo tvær í viðbót og allt-
af var Gauja að koma með prjónaða
sokka og peysur sem voru alltaf kall-
aðar Gauju-peysur og enn er ein
peysa til. Þegar kíkt var inn í kaffi til
hennar var hún á augabragði búin að
hlaða allskyns kræsingum á borðið.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
góða vinkonu með þakklæti í huga og
vottum öllum aðstandendum hennar
okkar dýpstu samúð.
Jóhanna Jóhannsdóttir
og fjölskylda.
GUÐRÍÐUR
JÓHANNA
JÓHANNSDÓTTIR