Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 39
✝ Guðrún Jónsdótt-ir fæddist á Syðri-
Hömrum í Ásahreppi
í Rangárvallasýslu 14.
maí 1913. Hún lést á
dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 28.
mars síðastliðinn.
Foreldrar Guðrúnar
voru Jónína Þor-
steinsdóttir frá Beru-
stöðum, f. 9. október
1883, d. 3. maí 1970,
og Jón Jónsson frá
Hárlaugsstöðum, f. 2.
mars 1877, d. 5. jan-
úar 1954. Systkini
Guðrúnar voru: Þorgerður, f. 22.
apríl 1913, d. 8. maí 2000, Guðlaug,
f. 8. júní 1914, d. 19. ágúst 1994, Jó-
hanna, f. 10. nóvember 1915, Þór-
hallur, f. 4. október
1917, d. 15. septem-
ber 1929. Þorsteinn,
f. 8. október 1918, d.
17. ágúst 1919, Aðal-
steinn, f. 22. ágúst
1920, d. 19. mars
2002, og uppeldis-
bróðir Hilmar
Bjarnason, f. 23.
ágúst 1930.
Árið 1940 giftist
Guðrún Sigurði Sig-
tryggssyni, f. 25.
október 1913, d. 5.
júní 1987. Þau eign-
uðust einn son, Sig-
trygg, f. 1. mars 1946.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Neskirkju 6. apríl og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Nú er hún horfin yfir móðuna
miklu elskuleg móðursystir mín, Guð-
rún Jónsdóttir, Rúna frænka, tæp-
lega 91 árs.
Er Rúna var á þriðja ári fluttist fjöl-
skyldan að Sumarliðabæ í Ásahreppi í
Rangárvallasýslu. Þar átti hún sín
æskuár í faðmi foreldra og systkina.
Ung fór hún að vinna fyrir sér og vann
ýmis störf eftir að hún kom til Reykja-
víkur, en helgaði sig heimilinu eftir að
hún hóf búskap. Hún giftist Sigurði
Sigtryggssyni bifvélavirkja frá Hóli á
Skaga árið 1940 og eignuðust þau son-
inn Sigtrygg árið 1946.
Að eðlisfari var Rúna ákaflega
hæglát og talfá, en nokkuð skapstór,
þó fáir yrðu varir við það. Hún var af-
ar hjartahlý og mátti ekkert aumt sjá,
alltaf boðin og búin að rétta öðrum
hjálparhönd. Hún skynjaði með næm-
leika sínum þörfina fyrir greiðasemi
og veitti hana án orða. Að Melhaga 9
fluttu Rúna, Siggi og Sigtryggur árið
1950, en þar höfðu þau byggt sér
framtíðarheimili. Þar bjó Rúna þeim
fallegt og notalegt heimili, því hún var
í eðli sínu mikill fagurkeri og naut
þess að hafa fallega og vandaða hluti í
kringum sig. Hún hafði líka mikla
ánægju af því að gefa, og margir nutu
gjafmildi hennar í gegnum árin. Þau
hjón voru alveg einstaklega gestrisin,
alltaf var pláss fyrir einn til viðbótar
við matarborðið eða slá upp auka-
rúmi, allt var sjálfsagt hvernig sem á
stóð. Enda eignuðust þau trygga og
góða vini á lífsleiðinni.
Og 90 ára var hún ennþá að taka á
móti gestum og gefa kaffi, eða þar til
hún veiktist í haust og átti ekki aft-
urkvæmt heim að Melhaga 9.
Ég vil að leiðarlokum þakka elsku-
legri frænku minni fyrir allt það sem
hún var fyrir mig á lífsleiðinni, systir
hennar mömmu, þessi fasti punktur í
tilverunni.
Elsku Sigtyggur, mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Erna Steinsdóttir.
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 39
✝ Lára Jónsdóttirfæddist í Kjarna
við Akureyri 7. mars
1905. Hún lést á
Dvalarheimilinu Hlíð
Akureyri 26. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Jón
Jónasson, f. 14. apríl
1874, d. 3. sept. 1935
og Aðalbjörg Hall-
grímsdóttir, f. 31.
mars 1879, d. 12.
mars 1915. Lára var
þriðja barn þeirra
hjóna en systkini
hennar voru Ólöf
húsfreyja á Siglufirði, f. 16. maí
1900, Hallgrímur heildsali á Sauð-
árkróki, f. 3. okt. 1902, Jónas Geir
kennari á Húsavík, f. 31. mars
1910 og Aðalbjörg húsmóðir á Ak-
ureyri, f. 11 mars 1915. Þau eru
öll látin. Lára átti fjögur hálf-
systkini samfeðra, Kristínu,
Skjöld og Þórhall, öll búsett á Ak-
ureyri og Birnu sem er látin. Þeg-
ar móðir Láru lést var hún tekin í
fóstur af þeim hjónum Einari Ein-
arssyni og Guð-
björgu Sigurðar-
dóttur, Strandgötu
45 á Akureyri. Þau
hjónin áttu þrjú börn
og auk Láru tóku
þau tvö önnur fóst-
urbörn.
Dóttir Láru er
Guðbjörg Þórisdótt-
ir, f. 15. júlí 1933,
maki Tryggvi Gests-
son, f. 14. sept. 1930,
þau eiga tvö börn,
sex barnabörn og
eitt barnabarna-
barn.
Lára var í húsmæðraskóla í
Danmörku í einn vetur. Hún vann
við ýmis verslunarstörf og var
hún hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í
36 ár, þar af lengst í Stjörnu Apó-
teki í 20 ár. Lára starfaði til
margra ára með Kvenfélagi Ak-
ureyrarkirkju þar af nokkur ár
sem gjaldkeri félagsins.
Lára verður jarðsungin frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Í sorginni ómar eitt sumarhlýtt lag,
þó er sólsetur, lífsdags þíns kveld.
Því er kveðjunnar stund, og við krjúpum í dag
í klökkva við minningareld.
Orð eru fátæk en innar þeim skín
það allt sem við fáum ei gleymt.
Allt sem við þáðum, öll samfylgd þín
á sér líf, er í hug okkar geymt.
Í góðvinahóp, þitt var gleðinnar mál
eins þó gustaði um hjarta þitt kalt.
Því hljómar nú voldugt og sorgblítt í sál
eitt sólskinsljóð, – þökk fyrir allt.
(B.B.)
Elsku Lára mín, nú er komið að
kveðjustund og margs er að minnast
þennan part ævi minnar sem ég hef
verið svo lánsöm að fá að vera þér
samferða.
Þegar ég byrjaði að venja komur
mínar í Kringlumýri 29, þá á tán-
ingsaldri, í tengslum við dótturson
þinn, Þóri, sem síðar varð maki
minn, fannst mér alltaf svo notalegt
að vera nálægt þér. Þarna varst þú í
stóru hlutverki á heimilinu og mér
fannst þau Þórir og Lára systir hans
vera óskaplega lánsöm að njóta sam-
vista við ömmu sína svona mikið,
kannski líka vegna þess að ég sjálf
átti enga ömmu á lífi.
Þar sem þú varst alltaf fram á síð-
asta dag sérstaklega minnug naust
þú þín þegar verið var að rifja upp
atburði frá fyrri árum og maður fann
hlýjuna þegar þú talaðir um fóstur-
foreldra þína í Standgötunni og
margar sögur hafðir þú að segja frá
uppvaxtarárum þínum. Skemmtilegt
hefur það t.d. verið þegar íþrótta-
félagið Þór var stofnað í stofunni í
Strandgötu 45 og þú fékkst að vera
einn af stofnfélögum, þá 11 ára göm-
ul, en síðar varst þú gerð að heið-
ursfélaga á 50 ára afmæli Þórs.
Ekki er annað hægt en að undrast
hversu margt þú afrekaðir á eigin
spýtur t.d. að fara á húsmæðraskóla í
Danmörku þar sem þú eignaðist vini
sem hafa fylgt þér og var mikið um
bréfaskriftir þar á milli og margar
ferðir þínar síðar til Noregs og Dan-
merkur til að hitta fóstursystur þína
og vini. Þessar ferðir fórst þú með
Gullfossi og í síðustu ferð þinni með
Gullfossi tókst þú Þóri með þér, þá
10 ára gamlan, og því gleymir hann
ekki meðan hann lifir, svo mikið æv-
intýri var það.
Já, þú varst líka dálítil hefðarkona
í þér, það var mikið af gleðskap í
kringum þig, húmorinn alltaf í lagi
og þú sagðir líka meiningu þína, fjör-
ugir saumaklúbbar og fl. og alltaf
hélst þú upp á afmælið þitt hvort
sem það var smátt eða stórt. Pass-
aðir vel upp á klæðaburðinn og hárið
þurfti að vera í lagi og þú kunnir svo
sannarlega að gera þig fína. Í
Kringlumýri 29 er venjan að fjöl-
skyldan komi saman á laugardögum
og borði saman mjólkurgraut og
hafa þær stundir verið ómetanlegar
og tengsl þín og langömmubarna og
langalangömmubarns þíns hafa orð-
ið mikil. Þú sýndir þeim svo mikla
góðvild og elsku,lést þau þig varða,
hvað þau væru að aðhafast og fylgd-
ist vel með þeim öllum, þannig varst
þú og eru þau ævarandi þakklát fyrir
það og munu þau eiga bjartar og
hlýjar minningar um þig.
Elsku Lára, ég þakka þér fyrir allt
og allt.
Kristín Hallgrímsdóttir.
Elsku langamma mín, nú er
kveðjustundin runnin upp og mig
langar bara að segja að það var svo
gott að eiga þig að og þrátt fyrir ald-
urinn varstu alltaf svo hress og
skemmtileg. Þú áttir það svo oft til
að lauma að okkur krökkunum ein-
hverju nammi og það var alltaf eitt-
hvert gott nammi eða stakkst pening
í vasana okkar, sagðir svo að okkur
veitti nú ekki af þessu. Svo bakaðir
þú líka heimsins bestu pönnukökur.
Þú varst svo hlý og góð og það var
svo gott að koma til þín hjá ömmu og
afa í Kringlumýri og ég sakna þín
mikið en ég veit að þú átt eftir að
hvíla í friði og hafa það gott þar sem
þú ert nú komin.
Lilja Sif.
LÁRA
JÓNSDÓTTIR
✝ Sigrún VigdísÁskelsdóttir
fæddist á Bassastöð-
um við Steingríms-
fjörð 10. janúar 1910.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 27.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Áskell Pálsson,
f. 12. september
1875, d. 11. maí 1951,
og kona hans Guðríð-
ur Jónsdóttir, f. 21.
október 1873, d. 24.
júlí 1947. Þau bjuggu
lengst af á Bassa-
stöðum. Sigrún Vigdís var eitt af 22
systkinum.
Sigrún Vigdís ólst upp hjá móð-
ursystur sinni, Sigrúnu Jónsdóttur,
f. 19. júní 1867, d. 11. júlí 1930, og
Ingimundi Jónssyni, f. 17. febrúar
1864, d. 4. febrúar 1937.
Hinn 23. október 1932 giftist Sig-
dórsdóttur, f. 6. sept. 1940. Börn
þeirra eru fjögur. 4) Kristmundur
Benedikt, f. 19. maí 1938, kvæntur
Ingu Sólveigu Sigurðardóttur, f.
10. nóvember 1941. Börn þeirra
eru fjögur. 5)Erla Björk, f. 11. maí
1941, gift Sigurgeir Sævari Sveins-
syni, f. 29. október 1938, d. 28. febr-
úar 2001. Börn þeirra eru þrjú. 6)
Gylfi, f. 6. nóvember 1946, kvæntur
Guðfinnu Magnúsdóttur, f. 25. nóv-
ember 1949. Börn þeirra eru þrjú.
7) Sigríður Ásdís, f. 18. maí 1953.
M. 1) Sigurður Karl Árnason. Þau
skildu. Börn þeirra eru tvö. M. 2)
Leifur Hammer Þorvaldsson, f. 6.
ágúst 1953. Börn þeirra eu þrjú.
Sigrún Vigdís og Karl bjuggu á
Drangsnesi árin1932–1935, flutt-
ust þá að Gautshamri í Steingríms-
firði og bjuggu þar til 1953, er þau
fluttu til Akraness. Þau áttu heima
að Háholti 15, þar til þau fluttust á
Dvalarheimilið Höfða árið 1999.
Sigrún Vigdís helgaði krafta
sína eiginmanni og börnum alla tíð.
Hún átti sín síðustu æviár á Dval-
arheimilinu Höfða.
Útför Sigrúnar Vigdísar verður
gerð frá Akraneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
rún Vigdís Karli Guð-
mundssyni frá Bæ í
Steingrímsfirði, f. 2.
september 1911, d. 5.
nóvember 2001. For-
eldrar hans voru Guð-
mundur Guðmunds-
son, f. 27. júlí 1873, d.
5. ágúst 1942, og kona
hans, Ragnheiður
Halldórsdóttir, f. 2.
febrúar 1876, d. 4. des-
ember 1962. Þau
bjuggju í Bæ við Stein-
grímsfjörð. Sigrún
Vigdís og Karl áttu sjö
börn. Þau eru: 1) Hall-
dór S., f. 22. desember 1932, kvænt-
ur Báru Daníelsdóttur, f. 18. febr-
úar 1935, d. 26. ágúst 1975. Börn
þeirra eru fjögur. 2) Svavar, f. 30.
mars 1935, kvæntur Unni Jónsdótt-
ur, f. 4. maí 1936. Börn þeirra eru
fimm. 3) Guðmundur Heiðmar, f. 1.
maí 1936, kvæntur Guðrúnu Hall-
Elsku mamma, amma og tengda-
móðir.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(S. Egilsson.)
Hvíl í friði, elsku mamma, amma
og tengdamóðir.
Takk fyrir allt og Guð veri með
þér.
Við vitum, þó líkaminn leggist í mold,
við lengi ekki í skugganum búum,
því sálin hún deyr ei, þó dofni vort hold,
þeim drottins vors orðum við trúum.
Ég kveð og ég þakka það Guð okkur gaf,
sem gátum þér fengið að kynnast,
því manndóm og kærleik þú miðlaðir af,
þeim mætustu dyggðum, er finnast.
(Ragnheiður Halldórsdóttir frá Bæ.)
Sigríður, Leifur, Gylfi Már,
Eva, Erla og Leifur Rúnar.
Guð gefur, guð tekur
ég sakna þín
elsku mamma
þú ert farin til guðs þíns
ég sakna þín
sakna þess að geta ekki
spurt þig
um gamla daga
um allt það sem þú vissir
sakna þess að sjá þig ekki aftur
alltaf svo glaða
þegar ég kom til þín
sakna þess að hafa ekki farið
oftar til þín
ég sakna þín
elsku mamma
guð blessi þig.
Þín dóttir
Erla Björk.
Nú skil ég þig svo vel, elsku amma
Rúna, þegar þú sagðir: „Æi, útlönd-
in eru svo ægilega langt í burtu,“
eftir að ég sagði þér að ég væri að
fara í burtu í skóla. Sjaldan hefur
mér fundist ég eins langt í burtu að
heiman og einmitt núna. En við
skildum hvor aðra svo vel þegar við
kvöddumst um jólin, og vissum báð-
ar innst inni að það skipti var öðru-
vísi en öll hin. Þó töluðum við bara
um allt það skemmtilega sem biði
okkar, þú á þínum tímamótum og ég
á mínum. Þú áttir nefnilega stefnu-
mót við ástina, og ég vissi hversu af-
skaplega mikið þú hlakkaðir til, það
sást alltaf í augunum þínum þegar
þú hugsaðir til þess.
Við gátum alltaf setið og talað,
brosað og grátið saman. Talað um
allt og ekkert. Ég spurði þig stund-
um um fortíðina, þá komstu á skrið.
Eins mikið og mér þótti gaman að
hlusta á þig, þótti þér skrítið að ég
skyldi spyrja. Kannski var það af því
að mér fannst minn hugarheimur
svo líkur þínum að ég þóttist skilja
þig svo vel, elsku amma. Kannski
þess vegna gat ég svo vel ímyndað
mér hvaða bækur þér myndi líka að
lesa þegar ég fór á bókasafnið fyrir
þig. Ég var heldur ekki lengi að átta
mig á því að þið afi voruð meira en
bara hjón. Svona mikill kærleikur
og vinátta á milli tveggja einstak-
linga hlýtur að vera ást eins og hún
gerist fallegust. Ykkur vanhagaði
ekki um neitt, svo lengi sem þið
höfðuð hvort annað. Hann gætti þín
svo einstaklega vel og færði þér koss
og knús hvert sinn sem hann kom
inn um dyrnar heima, þó hann hafi
bara skroppið út í bakarí. Fyrir mér
er saga ykkar ein sönn kærleiks-
saga, alveg eins og þú last um í bók-
unum sem ég sótti fyrir þig.
Það eru fallegar minningar sem
ég mun geyma, elsku amma. Ein-
læg, hreinskilin tilsvör þín munu
áfram fá mig til að brosa. Þú veist að
ég á eftir að sakna þín afar, afar
mikið og það verður skrýtið að koma
heim í sumar og þú ert ekki þar. En
ég er ekki sorgmædd því ég veit að
þú er komin á þann stað sem þér líð-
ur best, í faðm afa. Ég veit líka að þú
ert ekki farin langt og verður alltaf
hjá okkur, öllum þeim sem elska þig.
Guð veri með þér.
Saknaðarkveðjur.
Bryndís.
Elsku besta amma mín. Með þess-
um fáu orðum langar mig að kveðja
þig, amma mín, og segja þér, hve
vænt mér þótti um þig og mun alltaf
þykja.
Það er skrýtið að hugsa til þess að
þú sért ekki lengur hjá okkur.
Að það sé ekki lengur hægt að
skreppa í heimsókn til þín og halda í
höndina þína hlýju, fara með þig á
rúntinn eða hitta þig heima hjá
pabba og mömmu. Að labba með
Gylfa litla inn ganginn á Höfða og
sjá hann labba rakleitt að hurðinni
þinni, opna hana og fara beint í fang-
ið þitt til að heilsa þér. Það var alltaf
svo notalegt að vera nálægt þér.
Þér þótti svo gaman að lesa,
sauma út og vinna alla handavinnu.
Þegar ég var lítil og var hjá þér, þá
vorum við líka oft að syngja saman
og spila, þú varst alltaf svo glöð og
kát.
Ég ætla aldrei að gleyma því, þeg-
ar þið afi stóðuð saman úti á svölum
á Háholtinu og veifuðuð brosandi á
eftir okkur, ánægð með lífið og til-
veruna. Mér fannst þið þá fallegustu
hjón í heimi.
Ég veit amma mín, að ég á að
samgleðjast þér að vera nú loksins
komin til afa, og ég geri það svo inni-
lega, en það er erfitt að kveðja þann
sem maður elskar og þykir vænt
um.
Elsku amma, megi Guð geyma
þig.
Þín
Sigrún Vigdís Gylfadóttir.
SIGRÚN VIGDÍS
ÁSKELSDÓTTIR
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is