Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 41
Þegar litið er til
baka og horft inn í
mynd minningaflóru
sammannlegra sam-
skipta eru þar myndir
af fólki sem skipta óneitanlega
meira máli fyrir mann en aðrar.
Ekki síst sökum þess að þær eru
sérstæðari en aðrar og geyma á
myndrænan hátt sameiginlega
stemningu atvika og staðreyndar-
veruleika varðandi samskipti
manns við þá sem hafa orðið manni
kærir vegna eðliskosta sinna og
sérstæðs og áhugaverðs manngild-
is. Skilja einhvern veginn meira
eftir af gleði og umhugsun en aðrir
og einmitt þetta er staðreynd sam-
skipta minna við Fjólu frænku
mína sem nú er látin eftir langt og
verulega viðburðaríkt lífshlaup.
Bæði ein á báti og svo í sam-
skiptum við eiginmann sinn sem nú
er löngu látinn. Manns sem mörg
okkar minnast sem eins af okkar
mestu og listfengustu teiknurum
síðustu aldar, Halldórs Pétursson-
ar. Í myndminningaflóru minni er
ekkert skrýtið þó að myndin af
Fjólu skeri sig úr hinum þó að
ágætar séu og margar auðvitað
eftirminnilegar og fallegar. Ég vil
nú að leiðarlokum með söknuði
minnast í fáum orðum samskipta
okkar.
Föstudagskvöldið 27. febrúar
gekk lífið sinn vanagang, en ein-
mitt þá sótti sterkt á huga minn að
síma til að frétta af heilsu og líðan
Fjólu frænku. Ég lét það ógert því
ég vildi helst ekki ónáða vegna ein-
hverra óskiljanlegra hugboða. Ég
var aftur gripin svipuðu hugboði á
hlaupársdagskvöld. Mánudagurinn
rann upp og einmitt þann dag fékk
ég fréttir af andláti Fjólu sem and-
ast hafði föstudeginum áður.
Fjóla var frænka mín vegna þess
að Lóló, amma mín, og Halldóra,
móðir Fjólu, voru systkinabörn,
ættaðar frá Ísafirði. Frændgarðinn
frá Ísafirði heyrði ég talað um sem
barn og unglingur. Fjóla var af
þeim hóp einmitt frænkan sem
mér fannst tengja í raun þrjár
kynslóðir. Ekki síst sökum þess að
barn að aldri varð hún móðurlaus
og átti eftir það skjól á Sólgötunni
hjá móðurforeldrunum og „tönt-
um“ sínum eins og hún gjarnan
kallaði Áróru (leikkonu), Önnu og
Möggu sem á ákveðinn hátt áttu
sinn þátt í uppeldi Fjólu, auk þess
FJÓLA
SIGMUNDSDÓTTIR
✝ Fjóla Sigmunds-dóttir fæddist á
Ísafirði 30. apríl
1922. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut föstu-
daginn 27. febrúar
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fossvogskirkju
10. mars.
að efla gæfu hennar
og gleði eftir móður-
missinn.
Hún undi hamingju-
söm sínum hag á
æskuslóðum, var létt-
lynd, félagslynd og
framúrskarandi mús-
íkölsk enda ávallt
tilbúin að spila undir á
píanó og músísera
með smærri og stærri
hópum samferða-
manna. Hún gerðist
skáti og starfaði í
þeirri hreyfingu alla
tíð. „Eitt sinn skáti
ávallt skáti“. Tilvitnun sem talaði
fyllilega sínu máli í lífi Fjólu. Hún
nam hárgreiðslu ung að aldri og
starfaði á þeim vettvangi fyrir
hjónaband af afli. Fljótlega eftir
giftinguna helgaði hún fjölskyld-
unni krafta sína. Hún giftist
snemma Halldóri Péturssyni, stór-
listamanni og teiknara. Þjóðkunn-
um afreksmanni á sviði teiknunar
og lista yfirleitt. Lengst af áttu
þau Halldór heimili í Drápuhlíðinni
þar sem heimilisfaðirinn hafði jafn-
framt vinnustofa sína og gætti
Fjóla þess að hann hefði næði við
listsköpun sína með því að taka á
móti þeim er áttu erindi við lista-
manninn.
Eins og kunnugir vita voru verk-
efni teiknarans margs konar og í
nokkur skipti átti ég leið með
mömmu í þeim tilgangi að nálgast
sérstakar og frábærar afmælisgjaf-
ir. Að gefnu tilefni sagði Fjóla
frænka eitt sinn við okkur mæðgur
og brosti í kampinn um leið og hún
afhenti mömmu sérlega áhrifaríka
mynd af afa mínum, enda talaði
hún bæði af þekkingu á hæfileikum
eiginmannsins og myndefninu:
„Það hefði enginn getað náð þessu
nema hann Halli minn,“ því hann
þekkti fyrirmyndina svo vel. Hún
var jafnframt afar stolt af merki
Ísafjarðarbæjar sem Halldór hann-
aði og teiknaði. Hann var á allan
hátt framúrskarandi listamaður og
það fór vel á því að hann hannaði
og teiknaði staðarmerki Ísafjarð-
arbæjar. Ekki síst þar sem konan
hans var innfæddur Ísfirðingur.
Samskipti mín og Fjólu voru ef
til vill sérstök. Ég kynnti mig sjálf
fyrir henni í söluturni sem ég
starfaði í sem ung stúlka, en í
þeirri sjoppuferð var hún að ná í
malt fyrir Möggu töntu. Kvik á
fæti var hárgreiðsludaman smá-
vaxna þar sem hún birtist mér við
afgreiðsluborðið yfirlætislaus og
hlý á hraðferð, með slæðu yfir rúll-
unum í hárinu. Síðar fékk ég það
hlutverk að taka þátt í tveimur af-
ar minnisverðum stórdögum í lífi
Fjólu en þá hafði hún flutt úr Hlíð-
unum á Aflagranda. Hún hafði
sjálf aldrei trúað því að hún ætti
eftir að búa í vesturbænum en
henni líkaði það bara vel þegar til
kastanna kom. Það var gaman að
koma og hitta Fjólu og heyra hana
segja frá sínu merkilega lífshlaupi.
Hún vann meðal annars í höfund-
arréttarmálum Halldórs og var það
starf ærið. Hún átti hugmyndina
að því að steypa verk Halldórs í
leir og gifs og kannski ekki skrýtið
þar sem hún var sjálf listræn mjög
og málaði af miklu listfengi á
postulín. Hún naut þess að hafa
verk Halldórs í kringum sig en
ákvað að láta Þjóðleikhúsinu eftir
varðveislu á myndum tengdum
leikurunum og leikhúsinu. Gaman
var að fylgjast með því hvernig
hún leysti þau mál sérstaklega og
auðvitað önnur jafnframt enda
konan skörungur mikill og afar
drífandi og úrræðagóð, eins og hún
átti reyndar kyn til.
Síðustu ár átti Fjóla heimili í
sama húsi og einkasonurinn Pétur
og eiginkona hans Ólöf. Hún átti
um árabil eða til leiðarloka við
töluverða vanheilsu að stríða, þrátt
fyrir að hún hefði borið höfuðið
hátt. Hún var eflaust hvíldinni feg-
in eins og sá er oftast sem orðinn
er þjakaður og þreyttur eftir langt
og þungbært heilsuleysi. Ég leyfi
mér að fullyrða að væntanlegir
endurfundir við liðna og kærkomna
ástvini, sem og vini og kunningja,
séu Fjólu mikils virði. Því hún
gleymdi aldrei ástvinum eða vin-
um, lifandi sem löngu gengnum á
vit feðra sinna, á meðan hún gekk
á meðal okkar. Nokkuð er víst að
nú ríkir gleði og fögnuður í eilífð-
arhöllinni innan um þá sem bundn-
ir eru Fjólu annaðhvort vinar- og
tryggðaböndum eða fjölskyldu-
tengslum hvers konar, enda margs
að minnast og mikið að þakka fyrir
eftir gæfuríka lífsgöngu. Ekki er
að efa að nú er „kátt í höllinni“ þar
sem ríkir innri kyrrð og eining í
fullkomnum kærleika og gleði í ei-
lífðarfaðmi Drottins. Þar sem aldr-
ei hnígur sól og ávallt er birta og
ylur fyrir gengna. Þar ríkir meðal
annars bróðurkærleikur í ljóma
margofinnar litadýrðar friðarloga,
frelsis og fjötraleysis. Ástand sem
sagt er að sé ásamt öðru, aðal
himnaríkis þar sem guðleg forsjá
bíður Fjólu frænku minnar.
Guð er nærri
allt er hljótt
þjáning hverfur
í armi Drottins
líknar ljósið.
Farðu frjáls
áfram veginn
til góðra verka
í eilífðarfaðmi
um aldir alda.
Guð veri með þér
í nýrri framtíð
fjarri ástvinum
en þó svo nærri
í heimi andans.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Blessuð sé minning Fjólu Sig-
mundsdóttur.
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Páll Marteinsson
var faðir Páls Ævars
vinnuveitanda okkar.
Hann var ekki bara
faðir hans því þeir
voru afskaplega samrýndir og góðir
félagar sem eyddu frítíma og sum-
arleyfum saman ásamt fjölskyldu
Páls Ævars. Við minnumst hans
sem eins af okkur starfsfólkinu því
lengst af var hann okkar hjálpar-
hella. Ef eitthvað þurfti að sendast
eða laga og dytta að var hann snar í
snúningum. Það var alltaf um há-
degisbilið sem Páll birtist og þá
með póstinn með sér. Þá átti hann
það til að lauma áskriftartímaritum
að okkur sposkur á svip því hann
vissi að okkur fannst gaman að
kíkja í blöðin áður en þau fóru fram
PÁLL
MARTEINSSON
✝ Páll Marteinsson(Poul Hagbart
Mikkelsen) fæddist í
Gislev á Fjóni í Dan-
mörku 11. desember
1921. Hann lést á
Landakoti 11. febr-
úar síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Fossvogskirkju
19. febrúar.
á biðstofu. Sjálfur
hafði hann lúmskt
gaman af að lesa yfir
öxlina á okkur. Það
var fastur liður á
miðjum vinnudegi
þegar Páll kom inn og
bauð góðan daginn.
Það hefur verið tóm-
legt síðan Páll hætti að
koma vegna veikinda,
en það voru yndislegar
síðustu heimsóknirn-
ar, þá í fylgd Bergþóru
dóttur hans, nú síðast í
desember 2003 í tilefni
afmælis hans.
Lækkar lífdagasól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í farandaskjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þeim frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
Með söknuð í huga vottum við
Palla og fjölskyldu, Bergþóru og
Stefáni okkar dýpstu samúð.
Starfsfólk tannlæknastof-
unnar Hamraborg 5.
Elsku Ellen – þá er
komið að kveðjustund.
Við sem næst þér erum
áttum ekki von á því að
kveðja þig á undan Óskari. Hann
sem hefur glímt við erfið veikindi
undanfarna mánuði á meðan þú virt-
ist vera stálslegin en ert svo skyndi-
lega kölluð burt án þess að hægt
væri að kveðja þig. Ég á margar
minningar um samverustundir okk-
ar undafarin ár og vil sérstaklega
ELLEN MARIE
STEINDÓRS
✝ Ellen MarieSteindórs fædd-
ist í Skæglund í Dan-
mörku 14. maí 1935.
Hún varð bráðkvödd
á heimili sínu í Hafn-
arfirði miðvikudag-
inn 25. febrúar síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju
9. mars.
þakka allar ferðirnar á
kaffihús borgarinnar
þar sem þú bauðst mér
í hádegismat og við
ræddum hvað væri að
gerast hjá okkur þá
stundina.
Veikindi Óskars
snertu þig mjög djúpt
og var eins og þú hefðir
aldrei náð taktinum
aftur í lífinu eftir að
hann fékk heilablóðfall
og þú vissir að hann
ætti ekki afturkvæmt
heim af spítalanum. Ég
hef verið dugleg að
heimsækja hann og vil að þú vitir að
ég mun halda því áfram. Að lokum vil
ég þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman og veit að
ég mun alltaf hugsa hlýlega til Dan-
merkur og dönsku menningarinnar
sem ég kynntist hjá þér
Ellen (litla).
Elsku Hrönn frænka.
,,Mitt trausta tré og
ljúfi styrkur“. Það er
sárt að missa þig en nú
ertu búin að fá hvíld eft-
ir erfið veikindi. Ég á
svo margar góðar minningar sem ég
geymi í hjarta mínu. Það var alltaf svo
gott að koma í heimsókn til þín og þú
veittir mér svo mikið öryggi og hvatt-
ir mig áfram í námi og starfi. ,,Jæja,
Ella Hrönn, hvenær ætlar þú að klára
þýskuna“? varstu vön að segja með
bros á vör. Þótt ég byggi mikið úti á
landi á uppvaxtarárunum vissi ég að
þú fylgdist vel með mér og varst til
staðar, tókst mig með í fjölskylduboð
og hélst mér upplýstri um hvað var að
gerast innan fjölskyldunar. Þegar ég
kom í heimsókn sátum við stundum
yfir gömlum myndum og þú sagðir
mér frá sögu ættarinnar, sorg, gleði
HRÖNN
ÞÓRÐARDÓTTIR
✝ Hrönn Þórðar-dóttir fæddist í
Reykjavík 4. maí
1944. Hún andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut 16. mars
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Mos-
fellskirkju fimmtu-
daginn 25. mars.
og leyndardómum.
Ennfremur varstu góð-
ur hlustandi. Mamma
sagði mér líka hvað þú
hafðir reynst henni vel
og ekki hvað síst á erf-
iðum stundum.
Ég er mjög stolt að
heita í höfuðið á þér og
ég veit að englarnir
taka þér opnum örmum.
Hvort sérðu aftur þær
sýnir,
hve sólin var öllum góð?
– Blikandi lýstu þér
blómavendir
og bernskunnar lokkaflóð.
Lát sólfar og sumarvinda
um sál þína bylgjast nú.
Heiðblámans slæður af hnúkum fjalla
í hjartanu geymdir þú –
og angan víðlendra valla
og vængjablak og klið.
Svefnlausra nátta seytlandi unað
og síglaðan vatnanið.
(Stefán frá Hvítadal.)
Elsku Jónas og fjölskylda, ég votta
ykkur dýpstu samúð mína, því missir
ykkar er mikill.
Elín Hrönn.
Margt er það og margt er
það,
sem minningarnar vekur,
þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
Þessi orð Davíðs Stefánssonar
komu í hug mér þegar ég rifjaði
upp samleið okkar Ingólfs fyrrum
tengdaföður míns þegar hann
kvaddi þessa veröld.
Mætur maður, skemmtilegur og
INGÓLFUR AGNAR
GISSURARSON
✝ Ingólfur AgnarGissurarson
fæddist í Reykjavík
7. ágúst 1923. Hann
lést á Landspítala við
Hringbraut 26. mars
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 1.
apríl.
fróður, trúr og trygg-
ur. Minningabrunnur-
inn er djúpur enda
áttum við samleið í
aldarfjórðung, sam-
leið sem ég þakka fyr-
ir að hafa átt kost á.
Minningarnar eru svo
margar að það væri
efni í heila bók en ég
ætla að eiga þær fyrir
mig og mín börn þeg-
ar við rifjum upp
liðna stund. Ingólfur
og Vilborg kona hans
voru gjarnan nefnd í
sömu andrá, Ingólfur
og Bogga, mamma og pabbi eða
amma og afi, svo náin voru þau,
enda stoð og styrkur hvort annars
í löngu og farsælu hjónabandi.
Mér voru þau sem foreldrar. Börn-
um okkar Gissurar var hann ein-
stakur félagi og leituðu þau mikið
til hans.
Ég sé fyrir mér margar myndir,
og eina þeirra verð ég að draga
fram, það er Ingólfur og spila-
stokkurinn eða krossgáturnar, og
tengt spilastokknum þá áttu þau
hjón ásamt Bjargeyju (systur Vil-
borgar) og Gústa manni hennar
margar sprellfjörugar stundir við
spilaborðið og þá var sko líf og fjör
og mikið hlegið, það var yndislegt
að fylgjast með hvernig málin
gengu.
Ævistarf hans var bólstrun, ein-
staklega vandvirkur og vann við
slíkt fram á síðasta ár, en þá var
vinnuþrek farið að þrjóta og ljóst
að láta varð í minni pokann, slíkt
held ég að hafi ekki verið auðvelt
þar sem honum féll sjaldan verk
úr hendi.
Elsku Bogga mín, börn, tengda-
börn, barnabörn og barnabarna-
börn ykkar, megi minningar um
mætan mann milda söknuðinn. Við
getum sótt styrk í orð Guðs, það
gerði Ingólfur.
Sólveig Aradóttir.