Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 45
ATVINNU -
AUGLÝSINGAR
I
I
Sölumaður fasteigna
Vantar öflugan sölumann til að selja spænskar
fasteignir á Íslandi. Viðkomandi þarf að vera
tilbúinn að gefa sig alla(nn) í spennandi verk-
efni. Almenn tölvukunnátta, góð framkoma,
áhugi á fasteignum, fjárfestingum og metnað-
ur er algert skilyrði.
Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og
skilað árangri. Sendið umsóknir og upplýsing-
ar á fasteignir@marbella.com .
Okkur vantar
vörubílstjóra, gröfumann og hefilstjóra
í vinnu sem fyrst — aðeins vanir menn
koma til greina.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að
skila skriflegri umsókn með upplýsingum um
starfsreynslu og meðmælanda á faxi 471 2744
eða netfangi jhliddal@centrum.is.
Upplýsingar eru gefnar í síma 892 4614, Jón
— 861 1006, Fjóla.
Jón Hlíðdal ehf.,
Lyngási 5—7, 700 Egilsstöðum.
Grunnskóli
Snæfellsbæjar
Lausar kennarastöður næsta skólaár. Meðal
kennslugreina eru stöður umsjónarkennara,
stærðfræði í 8.-10. bekk, náttúrufræði í 5.-10.
bekk, danska, list- og verkgreinar, lífsleikni og
tónmennt.
Grunnskóli Snæfellsbæjar er nýr grunnskóli
sem tekur til starfa næsta haust eftir samein-
ingu grunnskólanna í Ólafsvík og á Hellissandi.
Skólinn verður starfræktur á tveimur stöðum;
á Hellissandi verða 1.-4. bekkur, en í Ólafsvík
5.-10. bekkur. Nemendur eru um 240.
Auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra verða
ráðnir 4 deildastjórar að skólanum.
Góð þjónusta stoðaðila skólastarfsins er fyrir
hendi og vinnuaðstæður með ágætum.
Miklar væntingar eru um hinn nýja skóla sbr.
þær forsendur sem að stofnun hans liggja. Því
eru hér á ferðinni spennandi starfsmöguleikar
fyrir grunnskólakennara í samheldnu og
metnaðarfullu umhverfi við mótun stefnu og
starfshátta nýs skóla.
Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrrri störf
umsækjenda, berist skólastjóra, Sveini Þór
Elinbergssyni, Ennisbraut 11, 355 Ólafsvík -
Snæfellsbæ, ellegar á netfang skólastjóra:
sveinn@olafsvik.net.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2004.
Skólastjóri.
Fiskverkun
Óskum eftir vönu starfsfólki í snyrtingu
og pökkun. Einnig vantar handflakara.
Vinsamlegast hringið í Þórð í s. 893 6321
eftir kl. 16.00.
Sætoppur ehf.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuherbergi
Til leigu rúmgott og snyrtilegt skrifstofuher-
bergi í Ármúla 29. Salerni og kaffistofa í mjög
góðri sameign. Góður staður.
Upplýsingar gefur Þór í síma 899 3760.
FUNDIR / MANNFAGNAÐUR
Til stofnfjáreigenda í Sparisjóði
Vestfirðinga
Aðalfundur
Sparisjóðs Vestfirðinga
(SPVF) fyrir rekstrarárið 2003, verður
haldinn miðvikudaginn 21. apríl 2004 kl.
17.30 í félagsheimilinu á Patreksfirði.
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt
samþykktum sjóðsins, dags. 30. apríl
2003.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða
lagðar fram tillögur fyrir aðalfundinn
um aukningu stofnfjár allt að kr. 200 millj. og
að stofnfjáraðilar falli frá forkaupsrétti.
Ársreikningur sjóðsins fyrir starfsárið 2003
mun liggja frammi í öllum 8 afgreiðslum spari-
sjóðsins að minnsta kosti sjö dögum fyrir aðal-
fund og á heimasíðu SPVF: www.spvf.is .
Ennfremur munu tillögur er varða aukningu
stofnfjár um allt að 200 milj. kr. skv. heimild
í 11. gr. samþykkta sjóðins og að stofnfjáraðilar
falli frá forkaupsrétti skv. 12. grein samþykkta
sjóðsins, liggja frammi til skoðunar fyrir stofn-
fjáreigendur, í afgreiðslum sjóðsins.
Aðalfundargögn verða afhent á fundarstað.
Stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga.
TILKYNNINGAR
Útboð
Tækni- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar,
f.h. Akraneskaupstaðar, Orkuveitu Reykjavíkur
og Landssímans, óskar eftir tilboðum í gerð
burðarlags í 1. áfanga Ketilsflatar, ásamt lagn-
ingu háspennustrengs, ídráttarröra og vatns-
lagnar (Ø400, Ø280, Ø180 og Ø90) samsíða
veginum.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 10.400 m³
Fyllingar 11.900 m³
Vatnslagnir 1.550 m
Ídráttarrör 1.800 m
Útboðsgögn verða til sölu frá og með miðviku-
deginum 7. apríl nk. á skrifstofu Tækni- og um-
hverfissviðs, Dalbraut 8 á Akranesi.
Verð útboðsgagna er kr. 3.000.
Tilboði skal skila í lokuðu umslagi, merktu:
Ketilsflöt, 1. áfangi 2004 - tilboð,
á sama stað fyrir kl. 14:00 mánudaginn 19. apríl
nk., en þá verða þau opnuð að viðstöddum
þeim bjóðendum er þess óska.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs.
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Austurberg 8, 0402, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Baldvinsson,
gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf., Hellu, Kaupþing Búnað-
arbanki hf., sýslumaðurinn á Selfossi og Tryggingamiðstöðin hf.,
fimmtudaginn 15. apríl 2004 kl. 11:30.
Drafnarfell 14, heildareignin Drafnarfell 14, 16 og 18, 0101, Reykjavík,
þingl. eig. Hringbraut ehf., gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf.,
Íslandsbanki hf. og Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 15. apríl 2004
kl. 14:00.
Lágaberg 1, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Desform ehf., markaðsdeild,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis, útibú, Sparisjóður vélstjóra og Toll-
stjóraembættið, fimmtudaginn 15. apríl 2004 kl. 11:00.
Skipholt 19, 010302, Reykjavík, þingl. eig. Ylfa Carlsson Brynjólfs-
dóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 15. apríl
2004 kl. 13:30.
Spóahólar 6, 0304, Reykjavík, þingl. eig. Sigurjón Símonarson, gerð-
arbeiðandi Íslandsbanki hf., fimmtudaginn 15. apríl 2004 kl. 10:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
5. apríl 2004.
HLÍN 6004040619 IV/V
FJÖLNIR 6004040619 I
Páskafundur
EDDA 6004040619 III
I.O.O.F. Rb. 4 153468 - 81/2I*
Hamar 6004040619 I P.f.
Félagsfundur Lífssýnar verður
haldinn í Ingólfsstræti 8, 2. hæð,
í kvöld kl. 20.30. Fyrirlesari að
þessu sinni er Gunnlaugur Guð-
mundsson stjörnuspekingur.
Aðgangseyrir kr. 500.
Kaffiveitingar.
ENN berast góðar fréttir af bökkum
vatnanna og ljóst að vorveiðin fer af stað með
allra líflegasta hætti. Frá Tungufljóti bárust
t.d. þau tíðindi að fyrsta hollið hefði fengið
alls 15 birtinga þrátt fyrir slæm skilyrði,
hvassviðri og vatnavexti. Voru það allt að 10
punda fiskar og mikið af 4 til 6 punda.
Mok í Steinsmýrarvötnum
Hjá Jakobi Hrafnssyni fengust þær upplýs-
ingar að fyrsta hollið í Steinsmýrarvötnum
hefði veitt 56 fiska, mest 2–3 punda birtinga,
en einnig fáeinar bleikjur. Stærstu fiskarnir
voru 4 punda.
Fleiri veiðislóðir
Tíu vænir urriðar veiddust á fyrsta degi í
Galtalæk, en þar er eins og í Tungufljóti að-
eins veitt á flugu og öllum fiski sleppt. Stefán
Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á, var í Galta-
læk og sagði lækinn líflegan og fisk víða.
Reytingsveiði hefur verið en fjarri því alltaf
verið að veiða.
Góður reytingur hefur einnig verið í Ytri-
Rangá, neðan Ægisíðufoss, m.a. veiddist þar
um það bil 10 punda fiskur á dögunum og
var sá tekinn í Djúpósi.
Þá hefur heyrst að menn hafi verið að fá
vænar bleikjur bæði í Brúará og í Vífils-
staðavatni, 2 til 3 punda fiska í bestu til-
vikum.
Fimmtán úr Tungufljóti
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Morgunblaðið/Einar FalurVeiðimaður þreytir sjóbirting í Tungulæk.