Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 47

Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 47 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Allir vel- komnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Org- elleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lok- inni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beð- ið fyrir sjúkum. Eldir borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Bridsaðstoð á föstudögum kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Langholtskirkja. Kl. 18 messa. Íhugunarefni: Æðsta- prestsbæn Jesú. Prestar sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Jón Helgi Þórarinsson. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla og þriðjudagur með Þorvaldi fellur niður en vísað á kvöldmessu skírdags- kvölds kl. 20.30. Athugið að þriðjudag eftir páska, 13. apríl, mun fullorðinsfræðslan halda áfram. Það kvöld mun Bjarni Karlsson, sóknarprestur, taka upp þráðinn að nýju og kenna reglubundið öll þriðjudagskvöld fram á vor. Neskirkja: Litli kórinn-kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórn- andi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkju- prakkarar kl. 16. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í safnaðarheim- ilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í Ártúnsskóla. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í við- talstímum hans. Fella- og Hólakirkja: Strákastarf 8–12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. KKK kátir krakkar í kyrruviku frá kl. 9– 12 og 13–16. Lestur Passíusálma kl. 18.15. 49. sálmur. Um Kristí graftran. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi les. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Samverustund kl. 14.30–16. Fræð- andi innlegg í hverri samveru. Lagið tekið undir stjórn Sig- rúnar Þorgeirsdóttur. Kaffi og stutt helgistund. Allir hjart- anlega velkomnir. Starf með 8–9 ára börnum í Borgum kl. 17–18 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Starf með 10–12 ára börnum á sama stað kl. 18–19 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í Safnaðarheim- ili Lindasóknar, Uppsölum 3, kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. SELA yngri deild kl. 20–22. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag kl. 15.30– 16.30. Dagskrá fyrir 10–12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar stundir fyrir hressa krakka. Æskulýðs- félagið (Megas) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Einarsdóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er opið hús fyrir unglinga 13– 15 ára. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16.30 í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli. Karlar og konur, yngri sem eldri, eft- irlaunafólk, öryrkjar og atvinnulausir eru velkomnir. Spil- að, spjallað og kíkt í blöðin. Samverunni lýkur með helgistund kl. 16. Umsjónarmaður Nanna Guðrún djákni. Þorlákur sækir þá sem vilja og ekur þeim heim. Sími 869 1380. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 09. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 Páskafrí í Kirkju- krökkum. Næsta samvera 13. apríl. Kl. 16Litlir lærisvein- ar, kóræfing yngri hóps. Kl. 17.10 Litlir lærisveinar, kór- æfing eldri hóps. Stjórnandi Joanna Wlaszczyk og Kristín Halldórsdóttir. Keflavíkurkirkja. Alfahópur kemur saman í Kirkjulundi kl. 12–15. Léttur málsverður, samfélag og fræðsla um kristna trú. Einnig verður komið inn á stöðu atvinnulausra. Umsjón María Hauksdóttir. Styrktaraðilar eru Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verslunarmannafélagið og Iðnsveinafélagið ásamt Kefla- víkurkirkju. Allir velkomnir. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari upplýsingar á www.kefas.is AD KFUK, Holtavegi 28. Að taka því óvænta. Allar konur velkomnar. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í kapellu kl. 18.10. Safnaðarstarf LEIKFÉLAG Hörgdæla sér um lest- ur Passíusálma Hallgríms Péturs- sonar í Möðruvallakirkju í Hörg- árdal í fjórða sinn nú á föstudaginn langa. Lesturinn hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi. Það er fólk á öllum aldri sem les, allt frá 13 ára til átt- ræðs. Helga Bryndís Magnúsdóttir, organisti Möðruvallakirkju, leikur á hið nýja pípuorgel, eftir fimmta hvern sálm, en orgelið var smíðað af Björgvin Tómassyni og var vígt í kirkjunni fyrsta sunnudag í aðventu árið 2002. Undanfarin ár hefur verið áber- andi hve vel ferðafólk hefur sótt lesturinn. Greinilegt er að þeir fjöl- mörgu sem koma til Akureyrar og nágrannabyggða um páska kunna vel að meta að taka sér hlé frá úti- veru um miðjan daginn og íhuga píslarsögu Krists með því að hlýða á lestur Passíusálmanna. Vonandi verður einnig svo í ár. Meðan á lestrinum stendur verð- ur heitt á könnunni á prestssetrinu og að sjálfsögðu eru allir hjart- anlega velkomnir. Vaktu með Kristi BÆNAVAKA verður í Víðistaða- kirkju aðfaranótt föstudagsins langa, 8.–9. apríl. Markmið vök- unnar er að gefa ungu fólki kost á að sýna í orði og verki að það vilji taka þátt í og vera hluti af kristnu samfélagi. Vakan verður í Víðistaðakirkju aðfaranótt föstudagsins langa. Á vökunni ætlum við að leiða hugann að atburðum næturinnar þegar Jesú var svikinn og því samfélagi sem hann átti með lærisveinum sín- um þessa síðustu nótt. Þannig fáum við tækifæri til að upplifa atburði næturinnar á áþreifanlegan og áhrifamikinn hátt um leið og við biðjum fyrir friði, einingu og kær- leika í heiminum. (Matteusarguð- spjall 26.36–46). Vakan hefst kl. 22 á skírdag, 8. apríl, og stendur til kl. 8 að morgni föstudagsins langa. Vakan er haldin á vegum kirknanna í Hafnarfirði; Ástjarnarsóknar, Fríkirkjunnar, Hafnarfjarðar-, og Víðistaðakirkju. Dagskrá vökunnar er tvíþætt. Annars vegar eru helgistundir í kirkjunni, sem er öllum opin, gest- um og gangandi. Hins vegar býðst félögum í þeim æskulýðsfélögum sem standa að dagskránni að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá í safnað- arheimili þess á milli og er ýmislegt í boði, svo sem afslöppunarher- bergi, sjónvarpsherbergi, ball og ýmsar stöðvar þar sem boðið verður upp á fjölbreytta verkefnavinnu. Geisli, samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fundur verður haldinn hjá Geisla, þriðjudaginn 6. apríl kl. 20 í safn- aðarheimili Selfosskirkju, efri hæð. Fyrirlesari á fundinum verður, Guðrún Eggertsdóttir djákni. Hún mun fjalla um sorgarferli þeirra sem missa barn á meðgöngu, oft er þeirri sorg ekki sýndur skilningur. Eftir erindið sem hún nefnir „Sorg tengd missi á meðgöngu“ verður tími fyrir umræður, einnig verður boðið upp á hressingu. Bænastund í lokin. Fundurinn er öllum opin. Allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Eygló J. Gunnarsdóttir djákni. Aðalsafnaðarfundur Grensássóknar Aðalsafnaðarfundur Grensássóknar verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl nk. kl. 18. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili kirkj- unnar. Dagskrá fundarins verður í samræmi við starfsreglur um sókn- arnefndir nr. 732/1998. Á fundinum verður leitað heim- ildar til sölu neðri hæðar kirkj- unnar, undir kirkjuskipi, til stofn- ana þjóðkirkjunnar. Leikfélag Hörgdæla sér um lestur Passíusálmanna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kirkjan á Möðruvöllum í Hörgárdal í Eyjafirði. Opið mót um páskana á Loftleiðum Samhliða Íslandsmótinu í sveita- keppni, sem verður spilað á Hótel Loftleiðum um bænadagana, verður boðið upp á létta spilamennsku í kjallara hótelsins. Spilaðar verða þrjár 24 spila lotur, ein á skírdag, 8. apríl og tvær á föstudaginn langa, 9. apríl. 1. lotan kl. 13.00 – 16.30 skírdag. 2. lotan kl. 11.00 – 14.30 föstudaginn langa. 3. lotan kl. 15.00 – 18.30 föstudaginn langa. Spilagjald er kr. 1.000/mann fyrir eina lotu, en kr. 500 fyrir aðra og þriðju lotu, samtals 2.000 krónur fyr- ir þátttöku í öllum lotunum. Besta skor úr tveimur lotum gildir til verð- launa, sem eru gómsæt Mónu páska- egg. Efstu sætin í hverri lotu og í heildina fá páskaegg og að auki verð- ur dregið um 6 páskaegg í hverri lotu. Spilað verður um silfur- og gull- stig. Fyrir efstu þrjú sætin í hverri lotu verða veitt 24 silfurstig fyrir 1. sæti, 16 fyrir 2. sæti og 11 fyrir 3. sæti. Í lokin verða veitt gullstig til uppbótar fyrir 4 efstu sætin: 5 gullstig fyrir 1. sætið, 3 gullstig fyrir 2. sæti, 2 fyrir það 3. og eitt fyrir 4. sætið. Skráning á staðnum. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 2. apríl var spilað á átta borðum. Úrslit urðu þessi. N/S Kristján Ólafss. – Friðrik Hermannss. 224 Sævar Magnúss. – Bjarnar Ingimarss. 190 Sófus Berthelsen – Ólafur Gíslason 173 Oddur Jónsson – Stefán Ólafsson 172 A/V Þorvaldur Þorgrímss. – Guðni Ólafss. 231 Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannss. 196 Hermann Valsteinsson – Jón Sævaldss. 180 Jón Ól. Bjarnas. – Ásm. Þórarinss. 164 Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 18 pör til keppni 30. marz og var hörkukeppni í báðum riðlum. Lokastaðan í N/S: Jón Jóhannss. – Sturlaugur Eyjólfss. 253 Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 250 Eysteinn Einarss. – Magnús Halldórss. 248 Austur/vestur: Brynja Dyrborgard. – Þorl. Þórarinss. 266 Jón Stefánss. – Þorsteinn Laufdal 256 Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 241 Sl. föstudag mættu 20 pör og þá urðu eftirtalin pör efst í N/S: Júlíus Guðmss. – Óskar Karlss. 270 Magnús Oddss. – Ragnar Björnss. 241 Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 238 Austur/vestur: Jóhann Lútherss. – Ólafur Ingvarss. 260 Sigurður Pálss. – Hannes Ingibergss. 254 Einar Markússon – Sverrir Gunnarss. 230 Meðalskor báða dagana var 216. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson www.thjodmenning.is Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmuveg 22 sími 564 6415 - gsm. 661 9232. Ökukennsla Ökukennsla, endurhæfing, akstursmat og vistakstur. Upplýsingar í símum 892 1422 og 557 6722, Guðbrandur Bogason. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Bifhjóla og ökukennsla Eggert Valur, ökukennari. Ökukennsla/skóli/mat. Nýr M. Benz. Uppl. í símum 893 4744/565 3808/853 4744. Grand Cherokee Limited, árgerð 1999, ekinn 67 þúsund, m/öllu. Verð kr. 2.480 þús. Egill Vilhjálmsson ehf., sími 896 5838. Trooper 3.5 sjálfsk. ´99, 32”. Bogar, kúla, topplúga, geisla- spilari. Allt rafdrifið. Afar góður stgr. afsláttur. Ek. aðeins 65.000. Toppbíll. Uppl. í s. 898 7899.” Nissan Patrol GR Disel Turbo, árg. '96, skráður '97, breyttur 33", vetrar- og sumardekk, álfelgur (5 stk), læsing aftan, dráttarkúla, CD spilari o.fl. Verð 1.650 þús. kr. Upplýsingar í síma 896 4559. Opel Astra, árg. '99, ek. 63 þús. km. 1600cc station. Góður fjöl- skyldubíll. Aukahl. álfelgur, sam- læsingar, sumardekk á felgum og líknarbelgir. Vel með farinn. Uppl. í símum 660 8167 og 421 5115. Vöru og fisk flutningar Getum bætt við verkefnum í þungafl. Hvert á land sem er, stakar ferðir/föst viðskipti, góð tilboð. Frjálsa flutningafélagið s. 894 9690. Jeep Grand Cherokee Limited 08/02, ek. 20 þús. Hlaðinn búnaði, t.d. leður, sóllúga, Quadra-Drive, driflæsingar. Einn með öllum auk- abúnaði. Svartperlulitaður. Skoða öll skipti. Uppl. í síma 856 7334. Volvo 240 árgerð 1982 Ek. 167 þús. km. Skoðaður 04. Ný tímareim, nýr vatnskassi, nýtt pústkerfi. Aðeins 50.000 stgr. Baldvin s. 660 8641, 567 2992. Nissan Terrano, árg. 1995. Dísel Suzuki Fox, árg 1986. Sex gamlar dráttavélar og margt margt fleira. Upplýsingar í síma 865 6560.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.