Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 50
DAGBÓK
50 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Fannborg
5. Fataúthlutun þriðju-
daga kl. 16–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
bað og vinnustofa, kl. 9
jóga, kl. 13 postulíns-
málun. Farið í páska-
innkaup í Hagkaup
Skeifunni á morgun kl.
10. Skráning á Afla-
granda, kaffi í boði
Hagkaupa. Gleðilega
páska
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og handavinna, kl.
9–12.30 bókband, kl. 9
leikfimi, kl. 9.30 dans,
kl. 9.45 boccia, kl. 13–
16.30 smíðar, kl. 20.30
línudans.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, sund fellur
niður, kl. 14–15 dans,
kl. 15 boccia. Kl. 10
helgistund með sr.
Kristínu Pálsdóttur.
Sigríður Munda Jóns-
dóttir guðfræðingur
predikar.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað,
kl. 10 samverustund,
kl. 14 félagsvist.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin og
vefnaður, kl. 13.30
myndband.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Opin vinnu-
stofa 9–16.30, leikfimi
kl. 10–11, verslunar-
ferð í Bónus kl. 12.40,
bókabíllinn kl. 14.15–
15.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 11
leikfimi, kl. 13 föndur
og handavinna. Kl. 15
söng- og harmóniku-
stund í borðsal með
Þorvaldi Björnssyni
Félagsstarf eldri borg-
ara Mosfellsbæ, Hlað-
hömrum. Kl. 13–16
föndur, spil og bók-
bandsnámskeið, kl. 16–
17 leikfimi og jóga.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kínversk
leikfimi kl. 12, karla-
leikfimi kl. 13, tré-
skurður kl. 13.30.
Garðakórinn, kór
FEBG, æfing kl. 17.
Lokað í Garðabergi
eftir hádegi.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli.
Opnað kl. 9, prjóna-
stund, leikfimi í Bjark-
arhúsi kl. 11.30, brids
kl. 13, saumur og billj-
ard 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Skák kl. 13, alkort kl.
13.30. Miðvikud.:
Göngu-Hrólfar ganga
frá Ásgarði kl. 10.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 13 boccia.
Opið á morgun, mið-
vikudag, bæði vinnu-
stofur og spilasalur.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 10–17 handavinna,
kl. 9.30 gler og postu-
línsmálun, kl. 9.05 og
kl. 9.55 leikfimi, kl.
10.50 róleg leikfimi, kl.
14 ganga, kl. 14.45
boccia, kl. 19 brids.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.05 og 9.55
leikfimi, kl. 9.15 postu-
línsmálun, kl. 10
ganga, kl. 13–16
handavinnustofan.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulín og glerskurð-
ur, kl. 10 boccia, kl. 11
leikfimi, kl. 12.15 versl-
unarferð, kl. 13 mynd-
list, línudans kl. 15.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9.30 boccia, kl. 9–16.30
handavinna, kl. 9.45
bankaþjónusta, kl.
13.30 helgistund.
Páskabingó verður á
morgun kl. 14.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun: Gaman
saman í Miðgarði kl.
14.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 10–11 boccia, kl. 14
leikfimi.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
12 skinnasaumur, kl.
9.15–15.30 handavinna,
kl. 9.15–16 postulín, kl.
10.15–11.45 enska, 13–
16 spilað og bútasaum-
ur.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9.30 gler-
skurður og morgun-
stund, leikfimi, kl. 13
handmennt, og postu-
lín, kl. 14 félagsvist.
Þjónustumiðstöðin
Sléttuvegi 11. Kl. 10–
12 verslunin opin, kl.
13–16 keramik, tau-
málun, föndur, kl. 15
bókabíllinn.
Leshópur FEBK í
Gullsmára kemur sam-
an í Félagsheimilinu að
Gullsmára 13 kl. 20 í
kvöld. Viðfangsefni:
Skáldverk Jóns Ósk-
ars. Kristín Jónsdóttir
frá Munka-Þverá,
ekkja skáldsins, mætir
á samverunni.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Félag eldri borgara í
Gjábakka. Spilað brids
kl. 19 þriðjud. og kl.
13.15 föstud.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði kl. 20.
Djáknafélag Íslands
Aðalfundurinn verður
miðvikudaginn 14. apr-
íl, kl. 18 í Háteigs-
kirkju.
Sjálfsbjörg, Hátúni 12.
Kl. 20 páskabingó.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar Fundur verður
þriðjudaginn 6. apríl
kl. 20 í Setrinu, föndr-
að við páskaívaf, spila-
vist.
Í dag er þriðjudagur 6. apríl, 97.
dagur ársins 2004. Orð dagsins:
Liðið er á nóttina og dagurinn í
nánd. Leggjum því af verk
myrkursins og klæðumst her-
tygjum ljóssins.
(Rm. 13. 12.)
Helga Árnadóttir lýsir ígrein á vefritinu
Frelsi ánægju með nýleg-
ar fréttir þess efnis að
nokkrir þingmenn úr
Sjálfstæðisflokki og
Framsóknarflokki hyggist
senn leggja fram frum-
varp um að opinber birt-
ing álagningar- og skatt-
skráa verði lögð af, enda
sé hún bæði óþörf og
óeðlileg.
„Birtingin er gjarnan
rökstudd með því að hún
skapi aðhald gegn skatt-
svikum,“ segir Helga.
„Með því er átt við að fólk
geti lagt leið sína á skrif-
stofu skattstjóra, flett í
gegnum álagning-
arskrárnar, leitað upplýs-
inga um álagningu ná-
granna, vinnufélaga og
annarra kunningja og lát-
ið vita ef það rekst á eitt-
hvað grunsamlegt. Sú
hugmynd er að mínu mati
ekki geðfelld, og enn-
fremur óþörf þar sem
reyndin er sú að sjaldgæft
er að birtingin skili skatt-
stjóra ábendingum um
skattsvik. Ekki má gleyma
að það er hlutverk skatt-
stjóra og hans starfsfólks
að tryggja að fólk telji rétt
fram til skatts og grípa til
aðgerða ef grunur vaknar
um að svo sé ekki.
Fyrst og fremst er birt-ingin gagnrýniverð
þar sem upplýsingar um
fjármál einstaklinga eru
viðkvæm einkamál, ekki
málefni sem koma al-
menningi eða fjölmiðlum
við. Opinber birting
álagningarskráa er óeðli-
leg og brot á friðhelgi
einkalífs.
Einnig er ástæða til að
hvetja skattstjóra til að
hætta þeim furðulega sið
að taka saman lista yfir
hæstu skattgreiðendur í
hverju umdæmi og senda
fjölmiðlum, og stuðla
þannig að því að fjöl-
miðlar geri sér mat úr
álagningarskrám. Í þessu
samhengi er mikilvægt að
hafa í huga að í álagning-
arskrám eru einungis birt-
ar áætlaðar tekjur og því
ekki víst að um réttar upp-
lýsingar sé að ræða.
Að lokum má nefna aðfólk fær upplýsingar
um álagningu sína sendar
heim til sín. Nú er jafnvel
hægt að skoða þær á net-
inu og því engin ástæða til
að láta þessar upplýsingar
liggja fyrir allra augum á
skattstofum landsins. Nið-
urstaðan er því sú að birt-
ing álagningarskráa er
óþörf og óeðlileg. Hún er
ekki til annars fallin en að
svala forvitni náungans.
Heimdallur hefur lengi
mótmælt birtingu álagn-
ingarskráa og ályktaði fé-
lagið síðast um málið nú í
mars. Í ágúst á síðasta ári
sendi félagið þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins bréf
og hvatti þá til að breyta
lögum þannig að þessari
tilgangslausu birtingu
álagningarskráa verði
hætt. Óskandi er að fyrr-
nefnt frumvarp nái fram
að ganga, þannig að kom-
ið verði í veg fyrir að
álagningar- og skattskrár
verði birtar enn einu
sinni,“ segir Helga Árna-
dóttir á vefriti ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík.
STAKSTEINAR
Einkamál áfram
borin á torg?
Víkverji skrifar...
Góður kunningi Víkverja er tón-listarmaður og hefur lengi leikið
og sungið fyrir dansi á öldurhúsum.
Þetta er erfitt og oft vanþakklátt
starf, en kunninginn hefur gaman af
því, enda er hann skemmtikraftur af
köllun. Að skemmta drukknu fólki
getur þó oft verið erfitt. Í mörgu fé
leynast misjafnir sauðir og verða æ
misjafnari eftir því sem meira er
drukkið. Jafnt „dömur“ og „herrar“
ausa svívirðingum yfir sveitina og
biðja svo um „eitthvað sem allir
kunna,“ sem er hægara sagt en gert,
því kunninginn er nokkuð viss um að
eina lagið sem allir kunna sé „Gamli
Nói keyrir kassabíl“ og ekki getur
hann haldið uppi balli með þeim
slagara, þótt góður sé.
x x x
Verra þykir þó kunningjanumástandið eftir að veitingastað-
irnir fengu hinn „frjálsa afgreiðslu-
tíma“.Áður fyrr kom fólk á milli ell-
efu og tólf á staðinn og dansaði til
þrjú í góðu skapi, en þá var stað-
urinn stappfullur og mikil stemning
og stundum spilað dálítið lengur og
þá voru allir ofsalega glaðir. En nú
kemur fólk upp úr tvö, jafnvel
seinna, ef það kemur þá á annað
borð, ofurölvi eftir heimapartí sem
stóð fram á rauða nótt. Til að bæta
gráu ofan á svart er fólk yfirleitt
orðið dauðþreytt þegar það kemur á
staðinn, enda er það komið tvo til
þrjá tíma yfir venjulegan háttatíma.
Og þá ætlar það að skemmta sér,
húkir í bænum, lufsast á milli staða,
ráfandi um eins og uppvakningar,
leitandi að hinum heilaga gral, hinu
fullkomna partíi. Á endanum
hundskast fólkið dauðþreytt heim til
sín, sefur til fjögur daginn eftir og
svo hefst þetta að nýju, sólarhring-
urinn í rúst með tilheyrandi afleið-
ingum fyrir vinnuvikuna. Víkverji
yrði ekki hissa ef geðlæknir segði
honum að slíkar svefnraskanir ykju
líkur á þunglyndi og öðrum geðrösk-
unum.
Kunningi Víkverja segir farir sín-
ar ekki sléttar. Í stað þess að spila
frá ellefu til þrjú er nú ætlast til að
hann spili frá tólf til sex, helmingi
lengur, fyrir jafnvel minni pening og
miklu minna stuð og fjör, sem upp-
haflega var hvatinn að því að leika
tónlistina fyrir dansandi fólkið. Í
dentíð þótti svaka sérstakt að
djamma á páskahelginni, á gamlárs-
kvöld og á verslunarmannahelgum,
því þá ætlaði gleðin engan enda að
taka, en nú eru þessir dagar engin
hátíð, bara sama gamla tuggan.
x x x
En fátt er svo með öllu illt að ekkiboði nokkuð gott segir í máltæk-
inu. Kunninginn spilaði nýlega á
árshátíð unglinga í skóla í Breiðholt-
inu og reyndist það besta reynsla
hans í mörg ár, enda var eina víma
unglinganna gleðin sjálf og dönsuðu
þau engu að síður villt og galið.
Þetta endurvakti trú hans á það að
fólk geti skemmt sér fallega og hann
spurði sjálfan sig: „Ef þetta unga og
fallega fólk getur skemmt sér svona
vel edrú, af hverju drekka þá allir
svona mikið?“
Morgunblaðið/Kristinn
Er ekki mikilvægt að geta skemmt
sér með gleðina eina að vopni?
Misskipt veraldar
gæðum
FYRIR stuttu horfði ég á
mjög svo áhugaverða og
fræðandi mynd í danska
sjónvarpinu sem fjallaði um
líf móður Pútíns, nýkjörins
forseta Rússlands. Ekki
væri eðlilegt annað en ætla
að þessi mynd tengdist
kosningu sonar hennar, sem
fór fram sama dag og veitti
Pútín gott brautargengi
næstu fjögur árin með 70%
atkvæða. Ekki er svo að sjá,
að blessuð gamla konan lifi
við vellystingar, nei, síður en
svo, enda lífeyrisgreiðslur til
aldraðra rúmar 4.000 kr. ísl.
á mánuði.
Þessi mynd fjallaði m.a.
um móðurást. Pútín hefur
afneitað móður sinni, og
segist enga eiga lengur, né
föður sem lést fyrir nokkr-
um árum. Engin skýring
var gefin á ástæðu þess.
Móðirin grét mikið og skil-
ur ekki hvernig það má
vera að sonur hennar, æðsti
maður landsins, skuli af-
neita henni. Engin símtöl,
skeyti né bréf, hann vill
ekkert af henni vita, hún er
honum gleymd.
Móðir Pútíns býr í
Georgíu, sem mikið var í
fréttum sl. haust þegar að-
för var gerð að þáverandi
forseta Sevardnadze, fyrrv.
utanríkisráðherra, og hann
hrakinn frá völdum eftir
margra daga mótmæli og
útifundi víðsvegar.
Misskipt er veraldar
gæðum.
Svanur Jóhannsson.
Blöðin skila
sér ekki
MIG langar að vekja athygli
á að Fréttablaðið, sem
hreykir sér af að vera mest
lesna blaðið, kemst ekki til
skila í öll hús. Og hvernig
getur það þá verið mest
lesna blaðið? Það er eins og
blaðaburðarfólkið skili ekki
af sér öllum blöðunum.
Ég hef reynt í langan
tíma að fá blaðið borið heim
til mín en það virðist ekki
ganga upp.
Ein óánægð.
Sögur á snældur
HEFUR engum útgefanda
komið til hugar að gefa út
lestur fyrri ára í útvarpinu
á hljóðsnældu? Nefna má
bækur eftir Laxness, Þór-
berg og fleiri, einnig er-
lenda höfunda. Upp í hug-
ann koma nöfn lesara, svo
sem Laxness, Gísli Hall-
dórsson leikari, Pétur þul-
ur o.fl. Ekki væri verra ef
lesendur bættu við fleiri
nöfnum og nefndu bækur.
Hlustandi.
Dýrahald
Tígra vantar
nýtt heimili
VIÐ leitum að nýju heimili
handa Tígra vegna slæms
kattaofnæmis á heimilinu.
Tígri er glæsilegur svartur
köttur, tveggja ára, með
mikinn karakter. Hann er
barngóður og blíður, og
hans verður sárt saknað af
heimilismönnum öllum.
Sem dæmi um prakkara-
strik hans má nefna eyrna-
pinnaþjófnað, bílskúrs-
klifur, baðkarsdrykkju og
fleira.
Hann er mikill útiköttur
og þekkir eiganda sinn úr
mikilli fjarlægð.
Ef einhver getur hugsað
sér að taka Tígra að sér þá
vinsamlega hafið samband
við Berglindi í síma
898 7980.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 fara eftir, 4 hindra,
7 hakan, 8 veiðarfærum,
9 beita, 11 húsagarður,
13 blóðmörskeppur,
14 vafinn, 15 þvættingur,
17 klæðleysi, 20 mann,
22 malda í móinn,
23 muldrir, 24 dýrsins,
25 gegnsæir.
LÓÐRÉTT
1 aðstoð, 2 skerandi
hljóð, 3 kvenmannsnafn,
4 þyngdareining, 5 óða-
gotið, 6 sárar, 10 æða,
12 álít, 13 greinir,
15 orðasenna, 16 koma
að notum, 18 ólyfjan,
19 lifir, 20 fíkniefni,
21 numið
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 keimlíkur, 8 skinn, 9 aggan, 10 gil, 11 rella,
13 annar, 15 fagna, 18 ussar, 21 sýn, 22 stúta, 23 daunn,
24 ósannindi.
Lóðrétt: 2 ekill, 3 manga, 4 Ítala, 5 ungan, 6 ásar,
7 anar, 12 lin, 14 nes, 15 foss, 16 grúts, 17 asann, 18
undri, 19 stund, 20 röng.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html