Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 53

Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 53 HK OG FH mætast í tveimur auka- leikjum um sæti í 8-liða úrslitakeppn- inni um Íslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik í vikunni. Fyrri leikurinn verður í Kaplakrika klukkan 19.15 annað kvöld og síðari leikurinn í Digranesi klukkan 16.30 á föstudag- inn langa. Keppt er samkvæmt Evrópureglu þannig að samanlagður árangur gildir. Úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn hefst svo þriðjudaginn 13. apríl. Fimmtudaginn 15. apríl verða síðari leikirnir og þurfi að grípa til oddaleikja fara þeir fram laugardaginn 17. apríl. Í 8-liða úrslit- unum eigast við: Haukar – ÍBV Valur – HK/FH ÍR – Grótta/KR KA – Fram Tveir leikir hjá HK og FH AUSTURRÍSKA handknattleikskona Sylvia Strass, sem leikur með Íslands- og bikar- meisturum ÍBV í handknattleik, meiddist í hné í upphitun fyrir fyrri leik ÍBV og Þór/KA á laugardaginn. Gat hún af þeim sökum ekk- ert tekið þátt í leikjunum tveimur við Þór/ KA í átta-liða úrslitunum. Við skoðun kom í ljós að liðþófi í hné skaddaðist og vonast Eyjamenn til að Strass verði ekki nema eina til tvær vikur frá æfingum og keppni. ÍBV er komið í undanúrslit Íslandsmótsins og mætir FH eftir um hálfan mánuð en leikir liðsins í undanúrslitunum hafa ekki verið ákveðnir ennþá sökum Evrópuleikja ÍBV. Vonast er til Strass, sem er leikstjórnandi, hafi jafnaði sig þegar kemur að fyrri leik ÍBV og Nürnberg í undanúrslitum Áskorenda- keppni Evrópu í handknattleik, en liðin mæt- ast í Nürnberg 17. apríl og viku síðar í Eyj- um.Sylvia Strass hefur leikið vel með ÍBV. Strass úr leik um tíma  MARC Baumgartner, þekktasti handknattleiksmaður Sviss, hefur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik í vor þegar Sviss leikur við Grikkland um sæti í undan- keppni HM. Baumgartner, sem leik- ur með Lemgo, hætti að leika með svissneska landsliðinu fyrir tveimur árum en hefur ákveðið að gefa kost á sér á nýjan leik eftir að leikstjórn- andi landsliðsins, Robbie Kostadin- ovich, sleit krossband í hné nýlega og var frá keppni fram á haust.  STAFFAN Olsson, einn þekktasti handknattleiksmaður Svía, æfir með Kiel í Þýskalandi um þessar mundir og hyggst gera það þar til í lok maí að Svíar leika tvo leiki við Pólverja í undankeppni HM. Bengt Johansson, sem þá stýrir sænska landsliðinu í síðasta sinn, hefur óskað eftir kröft- um Olssons í leikjunum. Hammarby, lið Olssons, er úr leik í sænsku deild- arkeppninni en til þess að halda sér í æfingu fram að leikjunum í vor fékk Olsson tækifæri til að æfa með sín- um gamla félagi í Þýskalandi sem hann lék með í nærr einn áratug.  GRÉTAR Ólafur Hjartarson, framherji Grindavíkurliðsins í knatt- spyrnu, gat ekki farið í æfingaferð liðsins til Serbíu. Ástæðan er sú að unnusta hans ól honum stúlkubarn rétt áður en Grindvíkingar héldu í ferðina.  ANDRI Ólafsson og Atli Jóhanns- son halda næskomandi sunnudag til æfinga hjá enska liðinu Crewe Alex- andra. Ferð tvímenninganna er hluti af samstarfi ÍBV og Crewe en í fyrra léku tveir liðsmenn enska liðsins með Eyjamönnum, Toms Betts og Ian Jeffs en sá síðarnefndi verður með ÍBV í sumar. Andri og Atli eru báðir á langtímasamningi hjá ÍBV, Andri til ársins 2006 og Atli til 2007.  ÞAÐ er ljóst að 1,5 millj. knatt- spyrnuáhugamanna gera sér sér- staklega ferð til Portúgals í sumar til að upplifa Evrópukeppni lands- liðs, sem stendur yfir frá 12. júní til 4. júlí. „Hér er um að ræða þrefalt fleiri knattspyrnuáhugamenn en við reiknuðum með að kæmu til lands- ins. Ég og fleiri eiga mjög erfitt með að trúa þessu – áhuginn er geysi- legur“ sagði Gilberto Madail, tals- maður portúgalska knattspyrnu- sambandsins. 1,2 millj. aðgöngumiða hafa verið settar í sölu í hinum ýmslu Evrópulöndum.  CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, telur að til að stöðva Arsenal verði að taka fyrirliðann Patrik Vieira úr umferð, þannig að hann nái ekki að dæla knettinum til Robert Pires og Thierry Henry. Scott Parker mun fá það hlutverk að vera yfirfrakki á Vieira, en hann átti mjög góðan leik á miðjunni þegar Chelsea lagði Tottenham að velli í úrvalsdeildinni um sl. helgi. FÓLK Undirritaður hefur fylgst nokkuðnáið með heimaleikjum Lakers eftir stjörnuleikinn fyrir sjö vikum. Flestir héldu að kannski væri mesti dampurinn farinn úr liðinu eftir meiðsl margra stórstjarna þess, en Phil Jackson, þjálfarinn snjalli, náði að halda mannskapnum saman. Þar að auki hafði Lakers ekki afnot af Staples Center vegna und- irbúnings Emmy-verðlaunahátíðar- innar og síðan stjörnuleiksins í febr- úar. Af þeim sökum lék liðið sjö útileiki í röð, sem þýddi að heimaleik- irnir hlóðust upp. Þá mætti Karl Mal- one loks aftur til leiks eftir erfið hné- meiðsli og endurkoma hans hefur orðið liðinu meiri lyftistöng en margir héldu. Malone hefur náð að binda saman leka vörn Lakers og Phil Jack- son hefur tekið til þess ráðs að senda hann í stöu Shaquille O’Neal í byrjun sóknar, sem hefur leitt til þess að O’Neal hefur teygt úr vörn andstæð- inganna og skapað svigrúm fyrir aðra sóknarleikmenn í teignum. Malone hefur einnig haft mjög jákvæð áhrif á liðsandann með óeigingjörnum leik og hvatningum innan vallar. Í leik helgarinnar tók Lakers á móti San Antonio, en meistararnir hafa einnig tekið við sér undanfarið og höfðu unnið síðustu fimm leiki sína. Þetta var hörkuleikur sem líkist einna helst leik í úrslitakeppni. Bæði liðin léku mjög vel og barist var um hvert einasta frákast. Spurs náði frá- bærum kafla í lok fyrri hálfleiks og þrátt fyrir hetjulega baráttu Lakers stöðvuðu meistararnir sigurgöngu Los Angeles, 95:89. Toni Parker var maður leiksins með 29 stig fyrir Spurs og Tim Dunc- an var traustur að venju. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 26 stig. Það sama má segja um San Anton- io og Los Angeles. Meistararnir hafa átt erfitt lengst af vegna meiðsla og komu nýrra leikmanna, en þjálfarinn Gregg Popovich, sem er einn skemmtilegasti persónuleikinn í deildinni, hefur enn einu sinni sýnt hversu snjall hann er og stýrir meist- araskipinu af röggsemi. „Þetta var frábær sigur gegn liði sem hefur ver- ið ósigrandi undanfarið. Það sem skiptir mestu máli fyrir okkur er að nú erum við aftur komnir í baráttuna um toppsætið og heimavallarrétt- inn,“ sagði Popovich ánægður eftir leikinn. Sacramento náði aftur toppsætinu í Vesturdeildinni eftir góðan sigur í Houston, 99:94, en Lakers hafði náð því eftir sigurleikinn gegn Seattle á föstudag í kaffibænum við Kyrrahaf- ið. Minnesota er einnig inni í mynd- inni eftir góðan sigur gegn Memphis Grizzlies, 90:82. Birnirnir úr suðrinu hafa komið skemmtilega á óvart í sterkri keppninni í Vesturdeildinni eftir að gamli riffillinn Hubie Brown tók við stjórnartaumunum. Jerry West, framkvæmdastjóri Memphis, veit enn hvað hann er að gera. Brown hafði ekki þjálfað í fimmtán ár – eða síðan hann stjórnaði New York og Atlanta á sínum tíma, en hann var einmitt rétti maðurinn til að móta ungt lið Memphis. Brown þjálfar enn eftir gamla skólanum og hefur fengið hið unga lið til að spila af óeigingirni og með miklum keppnisanda. Í Austurdeildinni hefur Indiana náð afgerandi forystu, en Detroit spilar einnig mjög vel, sérstaklega í varnarleiknum. Þessi lið mættust í bílaborginni á sunnudag og fór Pistons létt með forystulið Indiana, 79:61. Aðeins einn leikmaður Indiana náði að skora svo mikið sem tíu stig vegna frábærs varnarleiks Detroit. Rasheed Wallace hefur fallið mjög vel inn í leik Pacers eftir að hann yf- irgaf Portland fyrr í vetur og hefur Detroit unnið 16 af 21 leik sínum síð- an að hann skipti um lið. „Pistons er gjörbreytt lið síðan Walace kom til okkar,“ sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana. „Við hefð- um kannski getað leikið betur í sókn- inni, en varnarleikur þeirra hafði mikið með það að gera. Ég vona bara að við fáum annað tækifæri til að spila við þá aftur á keppnistímabilinu.“ AP Tony Parker átti mjög góðan leik með San Antonio Spurs gegn Los Angeles Lakers. Hér tekst þeim Derek Fisher og Slava Medvdenko ekki að koma í veg fyrir að hann skori. DEILDARKEPPNIN er óvenju skemmtileg um þessar mundir hjá NBA-liðunum. Fjögur lið berjast um toppsætið í Vesturdeildinni og gæti sú barátta á næstum tveimur vikum gefið vísbendingar um hvert meistartitillinn stefnir. Los Angeles Lakers hefur verið á mik- illi siglingu undanfarið – eftir ellefu sigra í röð, en San Antonio Spurs og Sacramento Kings eru almennt talin þau lið sem muni veita Lakers hörðustu keppnina það sem eftir lifir af keppnis- tímabilinu. Í Austurdeildinni hefur Indiana Pacers tekið afgerandi forystu og er talið langsigurstranglegast, þó er aldrei hægt að van- meta Detroit Pistons þegar á hólminn kemur. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Los Angeles Meistarar Spurs vakna til lífsins EIÐUR Smári Guðjohnsen sagði við Morgunblaðið í gær að það myndi ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir leikinn hvort hann yrði í byrjunar- liðinu en Eiður og félagar hans í Chelsea-liðinu sækja Arsenal heim í Meistaradeildinni í knattspyrnu á Highbury í kvöld. „Það er ómögulegt að spá fyrir um það hvort ég verði í liðinu en innst inni vonast ég eftir því að fá að spila. Ég er kominn með fiðring en eins og alltaf er erfitt að rýna í hvað Ranieri er að hugsa, En ég verð klár ef kallið kemur. Ég skoraði í síðustu tveimur leikjum á móti Arsenal og vonandi hjálpar það eitthvað til,“ sagði Eiður Smári við Morgunblaðið í gær. Eiður segir að undirbúningur Chelsea fyrir leikinn hafi byrjað um leið og flautað var til leiksloka gegn Tottenham á laugardaginn. „Öll okkar orka og hugarfar síð- ustu daga hefur farið í þennan leik og ég held að við séum geysilega vel einbeittir og tilbúnir í þennan erfiða leik. Vonandi hefur tapið á móti Manchester United eitthvað slegið á sjálfstraust leikmanna Arsenal og komi okkur þannig til góða en við verðum samt fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa. Það sem við þurfum að gera er að fara nógu já- kvæðir inn í leikinn. Við megum ekki fara of geyst í hlutina en staða okkar býður ekki upp á neitt annað en að við verðum að skora. Við verð- um að hafa trú á því sem við gerum inni á vellinum og að við getum lagt Arsenal að velli. Það er ekki ósigr- andi en eins og sannaðist um helgina. Leikirnir fjórir sem við höf- um spilað við Arsenal á tímabilinu hafa allt verið hörkuleikir og ég held að engin undantekning verði á í þessum leik. Þetta verða 90 mínútna brjáluð barátta. Það er mikið í húfi svo eðlilega verður mikil spenna í loftinu. Við leikmenn finnum ekki fyrir neinni sérstakri pressu á okkur enda held að það séu miklu fleiri sem spá Arsenal sigri,“ segir Eiður. Eiður segist hafa fundið fyrir stíf- leika í náranum eftir leikinn við Tottenham en Eiður gat ekki tekið þátt í landsleiknum við Albaníu í síð- ustu viku vegna meiðslanna. „Von- andi kemur þetta ekki til að há mér en ég er þakklátur þeim Ásgeiri og Loga fyrir að hafa haft skilning á að sleppa mér frá leiknum við Albaníu. Ef ég hefði verið með þar hefði ég bara gert illt verra. Ég er ávallt tilbúinn að spila fyrir Ísland og ég býst við að fara í leikinn við Eista í lok mánaðarins nema eitthvað komi upp á.“ Eiður Smári klár ef kallið kemur KLAUS Augenthaler, þjálfari Bayern Leverkusen, var staddur á Villa Park í Birmingham um helgina, til að sjá leik Aston Villa og Manchester City. Hann mætti á völlinn til að fylgjast með Thomas Hitzlsperger, leikmanni 21 árs liðs Þýskalands, sem leikur með Aston Villa. Augenthaler sér Hitzlsperger sem leikmanninn til að fylla upp í skarðið á miðjunni, sem Michael Ballack skildi eftir er hann var seldur til Bayern München fyrir tveimur árum. Þess má geta að Rudi Völler, lands- liðsþjálfari Þýskalands, hefur sagt að möguleikar Hitzlsperger á sæti í landsliðinu séu meiri ef hann hefur leikið í Þýskalandi. Hitzlsperger hefur sagt að hann vilji leika með þýska landsliðinu á HM í Þýskalandi 2006. Augenthaler á Villa Park

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.