Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HJÚKRUNARFRÆÐINGUR- INN Ana (Sarah Polley), hefur á tilfinningunni að ekki sé allt með felldu á næturvaktinni og ekki tek- ur betra við þegar hún kemur heim. Litla krúttið, dóttir nágrannanna, birtist með hálfétið andlitið, ræðst á unnusta Önu og bítur. Vírussjúk- dómur hefur breiðst út á ógnar- hraða um borgina; Þeir sem eru bitnir, sýkjast. Ana sér sitt óvænna og forðar sér undan á flótta upp á líf og dauða. Kemst eftir miklar hremmingar í verslanaklasann þar sem safnast hefur saman hópur ósýktra einstaklinga. Löggan Kenn- eth (Ving Rhames), Andre (Mekhi Phifer), ásamt Ludu (Inna Korobk- ina), konu sinni sem komin er á steypirinn og Michael (Jake We- ber). Í klasanum finna þau fyrir ör- yggisverði undir stjórn C.J. (Mich- ael Kelly). Hefst hópurinn fljótlega handa að leita flóttaleiða á öruggan stað úr byggingunni, sem er umset- in glorsoltnum uppvakningum. Skynsamlegast að hlífa lesendum við fræðilegum vangaveltum um eðli og háttu hinna lifandi dauðu, læt nægja tilvitnun, sem höfund- arnir nota: „Þegar ekki er meira pláss í Helvíti munu hinir dauðu heltaka jörðina.“ Svo mörg eru þau orð. Dögunin er byggð á samnefndri, sígildri hrollvekju Georges A. Ro- mero frá 1978, sem er miðhluti sögufrægs þríleiks um fyrirbrigðið og er fyrir margt löngu komin á stall með helstu költmyndum sög- unnar. Frummyndin hans Romero var í aðra röndina harkaleg ádeila á neysluþjóðfélagið, en Snyder er greinilega ekki síður undir áhrifum 28 Days Later, gæðamyndar sem Danny Boyle sendi frá sér ’02. Út- koman er samflétta groddalegrar kaldhæðni og ógnvekjandi hryllings og spennu sem tekst það ótrúlega, að skemmta áhorfandanum svika- laust. Sjálfsagt ofbýður einhverjum hrottaskapur háðsins og svo mikið er víst að uppvakningarnir eru ekki fögur sjón. Öllu máli skiptir hröð og hug- myndarík (í þessum geira) leik- stjórn, þéttur leikhópur og viðun- andi hlutfall ógeðs og gálgahúmors sem kemur sálinni á heldur ósmekklegt en undarlega gáskafullt draugahúss-rússíbanaflug. Hurðar- laust helvíti KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Zack Snyder. Handrit: James Gunn, byggt á kvikmyndahandriti Georges A. Romero. Kvikmyndatöku- stjóri: Matthew F. Leonetti. Tónlist: Tyler Bates. Aðalleikendur: Sarah Polley, Ving Rhames, Jake Weber, Mekhi Phifer , Inna Korobkina, Ty Burrell, Michael Kelly. 97 mín. Bandarísk. Universal Pictures 2004. Dögun hinna dauðu (Dawn of the Dead)  „Svikalaus skemmtun,“ segir Sæbjörn Valdimarsson um hina „groddalegu“ Dögun hinna dauðu. Sæbjörn Valdimarsson HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 10.30. B.i. 16.Sýnd kl. 8 og 10.30. Síðasta sýning „Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“ Þ.Þ. Fbl. Sýnd kl. 3.20, 5.40 og 8. Með ensku tali Sýnd kl. 3.20 og 5.40. Með íslensku tali Páskamynd fjölskyldunnar Sýnd Í LÚXUSSAL kl. 4. Sýnd kl. 3.40. Fleiri börn...meiri vandræði! (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í USA! Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust! kl. 8 og 10.40. B.i. 16. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 16.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.50. Með ísl. tali Stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Leikin ævintýramynd eins og þær gerast bestar! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Páskamynd fjölskyldunnar Sýnd kl. 6, 8 og 10. Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í USA! Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust! Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16. Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk KENNARI við kaþólskan skóla í Kaliforníu hefur verið rekinn úr starfi fyrir að hafa boðið nem- endum sínum í sjöunda bekk hærri einkunnir fyrir að horfa á Písla- sögu Krists. Kennarinn, Stephen Hatorn, hafði kennt við St. Lawr- ence skólann í úthverfi Sacra- mento í fimm ár en var rekinn í síðustu viku. Myndin umdeilda, sem gerð er af Mel Gibson, er bönnuð innan 17 ára þar sem hún þykir afar ofbeldisfull og sumir telja hana ala á gyðingahatri. Marilyn Fleming, skólastjóri St. Lawrence skólans, sagði það ganga gegn stefnu skólans að hvetja börn til þess að horfa á myndir bannaðar innan sautján ára en í skólanum eru börn frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk. Hathorn segir myndina hins vegar algerlega trúa guðspjöll- unum og segist sjálfur hafa horft á hana með syni sínum sem sé í sjö- unda bekk. „Fyrir suma krakka gengur hún of langt en fyrir aðra á þessum aldri er ofbeldið ekki of mikið, miðað við allt ofbeldið sem við sjáum í dag.“ Kennari í Kaliforníu rekinn Píslasaga Krists er bönnuð innan sautján ára í Bandaríkjunum. Hærri einkunn fyrir að horfa á Píslasögu Krists ÞAÐ var mikið djassað í Reykjavík um helgina og Ungdjass 2004 þar í fararbroddi. Maðurinn á bak við þessa tveggja daga djasshá- tíð er saxófón- og klarínettuleikarinn Haukur Gröndal, sem hefur búið í Danmörku undanfar- in ár. Honum tókst að afla fjármagns til að flytja hingað fjölda norrænna ungdjassista og bauð upp á tveggja daga hátíð um síðustu helgi á Hótel Borg þar sem sex hljómsveitir komu fram. Þrjár alíslenskar utan að í einni lék Erik Qvick hinn sænski sem hér býr, ein dönsk, önn- ur norsk og sú er Haukur stýrði sjálfur, Rod- ent, samnorræn. Það þarf ekki að kvíða framtíð djassins á Íslandi þegar slíkir orkuboltar og skipuleggjendur koma úr röðum þeirra ungu. Fyrsta hljómsveitin af þremur er stigu á sviðið á föstudagskvöldið var Angurgapar, sem skipuð er Ívari Guðmundssyni trompet, Finni Ragnarssyni básúnu, Sigurði Rögnvaldssyni gítar, Agli Antonssyni wurlitzer, Sigurdóri Guðmundssyni rafbassa og Kristmundi Guð- mundssyni trommur. Þetta eru strákar sem enn eru í námi og tónlist þeirra af bræðingsætt- inni sem örlitlum endurómi af frjálsum spuna, stundum af ætt samspunans, er bætt við. Tón- listin var nokkuð tamin og hefði að ósekju mátt verða villtari þótt villimennsku brygði fyrir, sér í lagi í gítarsólóum Sigurðar. Drengirnir eru dá- góðir hljóðfæraleikarar og blásararnir stóðu fyrir sínu. Ívar oft með Miles í farteskinu. Stundum brá hann fyrir sig hálftakkatækninni sem Rex Steward og Clark Terry notuðu svo mikið, en samlíking við þá endar þar. Finnur básúnuleikari á framtíðina fyrir sér, oft skemmtilega rytmískur í fraseringum sínum. Hrynsveitin komst bærilega frá sínu, en það var ekki mikill frumleiki í tónskáldskapnum sem var allur hennar. HOD er stórskemmtilegt tríó og ekki að undra þar sem það skipa nokkrir af helstu orku- boltum íslensks djass. Davíð Þór Jónsson á hammondorgel, Ómar Guðjónsson á gítar og Helgi Svavar Helgason á trommur. Þarna skiptust á bopskotnir ópusar og ljúfar ballöður með sálmaívafi í lokin á stundum, reggískotið kalýpsó og vælandi orgelsólóar af klassíska skólanum. Fyrst og fremst var þetta fyrsta- flokks skemmtimúsík og það er alltaf nokkurs virði. Þriðja hljómsveitin sem kom fram á föstu- dagskvöldinu var danskt píanótríó, Refleks, skipað píanistanum Matthiasi Grove Madsen, Morten Lundsby bassaleikara og Jesper Uno Kofoed trommara. Þessir strákar hafa starfað saman í rúm tvö ár og eru því ágætlega samspil- aðir. Segja má að þeir séu á hefðbundnu línunni og sæki bæði í klassískan djass og danska þjóð- lagasjóðinn. Impressjónismi og fljótandi píanó- leikur í anda Jarretts og félaga setti svip á leik- inn, en þó brá fyrir ómstríðari hljómum og einstaka sinnum skaut dulítill monkismi upp kollinum og meira að segja Someday my prince will come og Elvehøj. Norðurlandadjass Seinna Ungdjasstónleikakvöldið hófst á leik norsku rafhljómsveitarinnar Jogujo circit sem hefur starfað saman síðan árið 2000. Hana skipa Gunnar Halle, trompet og hljóðgervla; Joakim Frøystein, rafgítar og hljóðgervla, og Knut Finsrud, trommur og hljóðvinnslu. Tón- list þeirra er í stjörnumerki rafmagnsins, en á því sviði hafa Norðmenn náð einna lengst í Norðurlandadjassi. Sér í lagi þegar trompetinn hefur verið í hásæti og má þar nefna menn á borð við Nils Petter Molvær og Per Jørgensen. Hljóðgervlatónlist hættir til að vera heldur einhæf, enda leikurinn oft til þess gerður að sefja. Það sem léði tónlist þeirra félaga lífi og lit var trompetleikur Gunnars Halle. Hann er að sjálfsögðu af ætt Davis eins og allflestir djass- trompetleikarar nútímans, hvort sem þeir eru bopparar, kúlarar eða rafhestar, en stundum brá fyrir tónabreidd og krafti í anda Red All- ens. Laglínur þeirra félaga voru oft fallegar, endurtekningar tíðar og dramatík nokkur og meira að segja skaut Grieg upp kollinum. Ekki óskemmtilegt skamma stund. B3 voru næstir á svið. Þeir hafa leikið mikið að undanförnu og farið mjög fram frá því sam- nefndur diskur kom út. Hér mátti heyra gömul lög eins og „Fes es“ blúsinn hans Ásgeirs Ás- geirssonar gítarista í bland við nýja ópusa og einnig léku þeir lag eftir kanadíska tropmpet- leikarann Ingrid Jensen sem var gestur þeirra á djasshátíðinni í fyrra. Ásgeir hefur náð sér- lega fallegum tóni á gítarinn og verður æ öruggari í einleiksköflum sínum. Agnar Már er einn af fremstu píanistum okkar, en maðurinn lifir ekki af píanóleiknum einum saman og þótt manni þætti hann ekki burðugur organisti þeg- ar hann var að byrja ferilinn á það hljóðfæri hafa framfarirnar orðið miklar og grúfið verður æ sterkara. Þar nýtur hann trausts stuðnings Eric Qvick. Ungdjassi lauk á leik samnorrænu hljóm- sveitarinnar Rodent þar sem Haukur Gröndal og Helgi Svavar eru innanborðs. Ég skrifaði fyrr í vetur um tónleika þeirra á Kaffi List og mun bráðlega fjalla um nýju skífuna þeirra, Beautiful monster, á þessum vettvangi svo best er að þakka fyrir sig og vonast eftir ferskum ungdjassi að ári. Ungdjass 2004DJASSHljómleikar Föstudagskvöldið 26. mars 2004 á Hótel Borg. Fram komu íslensku sveitirnar Angurgapar og HOD og danska tríóið Refleks. Laugardagskvöldið 27. mars 2004 á Hótel Borg. Fram komu norska sveitin Jogujo circit, íslenska sveitin B3 og samnorræna sveitin Rodent. UNGDJASS 2004 Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.