Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8, og 10.10. Stranglega bönnuð innan 16.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16.
Gamanmynd eins og þær
gerast bestar!
Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke
og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki.
Hann mun gera allt
til að verða þú!
Rafmagnaður erótískur tryllir
Án efa einn besti spennu-
hrollur sem sést hefur í bíó.
„The Dawn of the Dead“ er
hressandi hryllingur,
sannkölluð himnasending.
Þá er húmorinn aldrei
langt undan.
Semsagt, eðalstöff. ”
Þ.Þ. Fréttablaðið.
AKUREYRI
Kl. 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.
B.i. 16 ára
Stranglega bönnuð innan 16 ára.
Hann mun gera allt
til að verða þú!
Hágæða spennutryllir með Angelinu
Jolie, Ethan Hawke og Kiefer
Sutherland í aðalhlutverki.
FULLT HÚS HJÁ ÖLLUM HELSTU
GAGNRÝNENDUM LANDSINS!
„Bráðfyndin“
HJ. MBL
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 6, 8 og 10.
„Stórkostlegt
kvikmyndaverk“
HL. MBL
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.05.
Sýnd kl. 10.05.
Vann Óskarinn sem BESTA ERLENDA MYNDIN
og tilnefnd fyrir BESTA HANDRIT. Algjör perla!
Sýnd kl. 8.10. B.i. 16. Sýnd kl. 6. Kl. 5.45.
KNATTSPYRNUSTJARNAN David Beckham er
sagður hafa haldið framhjá Viktoríu, eiginkonu
sinni, með 26 ára gamalli spænskri aðstoðarkonu
sinni, að því er fram kom í breskum dagblöðum í
gær.
Á hann að hafa átt í ástarsambandi við konuna,
Rebeccu Loos, fyrst eftir að hann fluttist til Madríd
á Spáni en þá bjó Viktoría enn í Englandi ásamt
tveimur sonum þeirra, Brooklyn og Romeo.
Birtu bresku blöðin berorð SMS-skeyti sem þau
Beckham og Loos eiga að hafa sent hvort öðru.
Bróðir Rebeccu, John, segir að systir sín hafi játað
að hafa átt í ástarsambandi við Beckham og fyrrver-
andi lífvörður hans segist hafa séð þau kyssast.
Beckham sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem
hann sagðist vera orðinn vanur því að lesa æ fárán-
legri fréttir um einkalíf sitt. „Það sem birtist í
morgun er enn eitt dæmið. Sannleikurinn er sá að
ég er hamingjusamlega giftur, á dásamlega eig-
inkonu og tvö einstök börn. Enginn þriðji aðili getur
breytt þessu.“ Yfirlýsingin nægði ekki til að draga
úr vangaveltunum. „Fáránlegt er ekki sama orðið
og ósatt,“ sagði Max Clifford, sem vinnur í auglýs-
ingageiranum. „Þetta hefur gert illt verra vegna
þess að margir fjölmiðlamenn hugsa með sér: Hann
sagði ekki að fréttin væri algerlega ósönn.“
Götublöðin birtu öll fréttir um málið á forsíðum í
gær en virðulegri blöð birtu fréttina á innsíðum.
Beckham er sennilega einn frægasti Bretinn um
þessar mundir og án efa frægasti knattspyrnumaður
heims og hann og kona hans njóta mikillar virðingar
í heimalandi sínu, m.a. vegna þess að litið hefur ver-
ið á Beckham sem tryggan eiginmann og ástríkan
föður.
Nokkrir fjölmiðlar veltu því fyrir sér í gær hvort
þetta mál gæti haft áhrif á tekjur Beckhams, því
auk launa sem hann fær fyrir að leika knattspyrnu
hefur hann gert gríðarháa auglýsingasamninga.
Blaðið Guardian sagði í fyrirsögn að málið geti
skaðað markaðsvirði Beckhams og The Times sagði
að fallið hefði á geislabaug Beckhams.
Beckham
sagður hafa
haldið framhjá
REUTERS
Viktoría og David Beckham hafa þótt fyrirmyndarhjón.
SUÐRÆN stemning ræður ríkjum á
tangókvöldi sem haldið verður í Iðnó í
kvöld. Húsið verður opnað kl. 20 en
fyrsta klukkutímann gefst fólki kost-
ur á að fá leiðsögn í hinum seiðandi
dansi. Kl. 21 stígur svo Tangósveit
lýðveldisins á svið og dansinn hefst.
„Það geta allir dansað á sinn hátt
og svo eru líka margir sem koma bara
til að hlusta og horfa á dansinn,“ segir
Hjörleifur Valsson fiðluleikari sem
spilar með Tangósveit lýðveldisins.
Þetta er sjötta tangókvöldið sem
haldið er í Iðnó en hljómsveitin hefur
haldið þau í samstarfi við Kramhúsið
og Tangófélagið, að sögn Hjörleifs.
„Okkur langaði mikið til að fá fast-
an samastað fyrir áhugafólk um
þennan seiðmagnaða dans. Það er
erfitt að lýsa því hvað er svona
heillandi við tangó, þetta er einhvers
konar innri kraftur sem brýst þarna
fram. Svo er þetta ákveðinn spuni,
maður reynir að skynja það sem fram
fer á gólfinu og spila dálítið eftir því.“
Dansar bara í stofunni
Tangósveit lýðveldisins spilar bæði
hefðbundinn argentínskan tangó og
konsert-tangó, en hana skipa auk
Hjörleifs, þeir Tatu Kantomaa harm-
ónikuleikari, Vignir Þór Stefánsson
píanóleikari og Gunnlaugur T. Stef-
ánsson kontrabassaleikari.
Hjörleifur segir að hver sem er
geti mætt, hvort sem menn kunna
dans eða ekki. Svo er einnig misjafnt
hvort fólk mætir með félaga eða ekki.
Hann segist eingöngu halda sig við
spilamennskuna en fer sjálfur aldrei
út á gólfið. „Ég dansa ekkert sjálfur,
sveifla kannski í mesta lagi konunni
minni um stofugólfið annað slagið,“
segir hann að lokum.
Tangókvöld í Iðnó
Morgunblaðið/Golli
Fólkið er einbeitt í dansinum í Iðnó.
Seiðmagn-
aður dans
Húsið verður opnað kl. 20 og
kostar 1.000 krónur inn.
Í KVÖLD hefst Blúshátíð í Reykja-
vík, þriggja daga blúshátíð sem
Blúsfélag Reykjavíkur stendur að.
Á meðal þeirra sem troða upp
eru Blúskompaníið (Maggi Eiríks
og Pálmi Gunnarsson), Blúsmenn
Andreu, Mikki og Danni Pollock og
að sjálfsögðu hin langlífa sveit Vin-
ir Dóra, sem um leið heldur upp á
fimmtán ára afmæli sitt. Sveitin
steig fyrst á svið á skírdag árið
1989 og átti þá að tjalda til einnar
nætur. En kvöldið gekk það vel að
það var endurtekið aftur og aftur –
og aftur. Og hér eru þeir enn.
Alls staðar er blús
Leiðtogi sveitarinnar, Halldór
Bragason, er eins konar listrænn
stjórnandi hátíðarinnar. Hann seg-
ir að það hafi verið settur mikill
kraftur í þessi mál eftir að Blús-
félag Reykjavíkur var stofnað í
haust. Upp sé komin heimasíða,
www.blues.is, og að sjálfsögðu sé
stefnt að því fullum fetum að hátíð
sem þessi verði árleg.
„Það hefur lengi verið draumur
að vera með blúshátíð í Reykjavík,“
segir Dóri. „Enda er sagt við mann
núna; „Af hverju voruð þið ekki
búnir að þessu fyrr?“
Halldór hefur í fleiri ár verið
óþreytandi talsmaður blússins og
staðhæfir fullum fetum að allir tón-
listarpælarar eigi fyrr eða síðar
eftir að enda þar. M.a. hafa hann og
Guðmundur Pétursson heimsótt
grunnskóla og kynnt blúsinn fyrir
nemendum þar á aðgengilegan
máta.
Meiri blús
„Allt byrjar í blúsnum,“ segir
Dóri. „Og af hverju þá að sætta sig
við afrit af afriti? Svo kemur þetta
alltaf aftur. Sjáðu t.a.m. White
Stripes sem eru að vinna með lög
Roberts Johnson t.d.!?“
Halldór verður heldur aldrei
þreyttur á því að spila og segir að
það sé hugleiðslu líkast að fara upp
á svið og taka í gítarinn.
„Fyrir nokkrum árum komu
hingað Norðmenn að spila á
blúshátíð úti á landi,“ heldur hann
áfram. „Þeir sögðu mér að þar
væru 160 blúsklúbbar og 30 blúshá-
tíðir. Blúsinn á þannig sterkar ræt-
ur og algert þjóðþrifamál að það sé
haldin svona hátíð í höfuðborginni.“
Halldór segir að endingu að það
sé fínt að halda hátíð sem þessa um
páskana. Fólk sé komið í frí og eigi
þá mögulega betra færi á því að
kíkja á tónleika. Svo sé þetta jafn-
framt ansi blúsað tímabil í sögunni!
Blúshátíð í Reykjavík hefst í kvöld
Málum bæinn bláan
Morgunblaðið/ Jón Svavarsson
Þeir félagar, Gummi P og Dóri, ætla
að opna hátíðina með því að spila
frumblús á kassagítara, lög eftir Ro-
bert Johnson og fleiri frumkvöðla.
Allir tónleikar hefjast klukkan
21.00.
Aðgangseyrir á staka tónleika er
1.800 krónur en einnig er hægt
að kaupa sérstakan Blúsmiða
sem gildir á alla tónleikana.
Kostar hann 4.000 krónur.
Hann veitir einnig aðgang að
sérstakri setningarathöfn sem
verður klukkan 17.00 í dag á
Hótel Borg.
Forsala almennra miða og Blús-
miða er á Hótel Borg. Einnig er
hægt að panta með tölvupósti á
bluesfest@blues.is og í gegnum
síma, 697-5410 eða 660-2058.
www.blues.is
BANDARÍSKA söngkonan Pink,
sem ætlar að skemmta Íslendingum
síðar á árinu, mun leika söngkonuna
Janis Joplin í
væntanlegri kvik-
mynd, að sögn
tímaritsins Var-
iety.
Pink mun einn-
ig syngja mörg af
þekktustu lögum
Joplin í myndinni
en tökur eiga að
hefjast í sumar.
Þetta er önnur
tveggja mynda
sem í undirbún-
ingi eru um Jopl-
in en Renée
Zellweger mun
að öllum líkindum leika Joplin í
hinni.
Pink viðurkenndi nýlega í viðtali
að hana langaði til að leika í kvik-
myndum, helst þó einhverjar per-
sónur sem væru gjörólíkar henni
sjálfri. „Fólk vill sjá mig í hlut-
verkum vændiskvenna, fíkla,
kvenna á flótta, stelpu með bein í
nefinu ... En mér þætti afar gaman
að leika saklausa og ljúfa persónu.
Ég vil vera lítill túlípani,“ sagði hún
í viðtalinu.
Til stendur að Pink haldi tónleika
í Laugardalshöll 10. og 11. ágúst í
sumar.
Pink
leikur
Janis
Pink þykir held-
ur óstýrilát, rétt
eins og Joplin
heitin.