Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 12
ERLENT
12 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
TUGIR manna biðu bana í hernaðar-
aðgerðum Bandaríkjamanna í borg-
inni Fallujah, vestur af Bagdad, en
þar geisuðu í gær blóðugir bardagar
milli íraskra vígamanna og Banda-
ríkjahers. Hermdu óstaðfestar fréttir
að meira en fjörutíu manns hefðu beð-
ið bana þegar Bandaríkjamenn gerðu
loftárás á byggingu við mosku í borg-
inni en þar voru vígamenn sagðir haf-
ast við. Staðfest var að fimm banda-
rískir hermenn hefðu fallið í aðgerð-
unum.
Bardagar geisuðu víðar í Írak í
gær; í Fallujah tókust Bandaríkja-
menn á við súnníta en víða annars
staðar stóðu yfir bardagar á milli liðs-
manna hersveita bandamanna, sem
Bandaríkjamenn fara fyrir í Írak, og
fylgismanna sjítaklerksins Muqtadas
Sadrs.
Bandaríkjamenn hétu þess í síð-
ustu viku, í kjölfar þess að fjórir
bandarískir verktakar voru drepnir í
Fallujah, að þeir myndu hafa uppi á
ódæðismönnunum. Þeir hafa undan-
farna daga reynt að taka völdin í Fall-
ujah, þar sem andstaðan við veru
bandaríska setuliðsins í Írak hefur
verið hvað mest, og í gær sögðust þeir
vera komnir inn í miðborgina. Um tvö
þúsund bandarískir hermenn tóku
þátt í aðgerðunum í gær en frétta-
maður AFP sagði að allar moskur
borgarinnar hefðu útvarpað tilmæl-
um til íbúanna um að hefja heilagt
stríð gegn bandarískum hermönnum í
Írak. Var gerð loftárás á byggingu við
mosku í borginni eftir að þrír banda-
rískir hermenn særðust í skotbar-
daga. „Við viljum drepa þá sem eru
þarna inni,“ sagði Brennan Byrne, yf-
irmaður í Bandaríkjaher um aðgerð-
irnar.
Hvetja Sadr til að
gefa sig fram
Bandaríkjamenn hafa lengi átt erf-
itt með að ráða niðurlögum and-
spyrnuafla í súnní-þríhyrningnum
svokallaða, vestur af Bagdad, en verst
hefur ástandið verið í Fallujah. At-
burðir undanfarinna daga, þar sem
sjítar í Bagdad og suður af höfuð-
borginni hafa risið upp gegn setulið-
inu, hafa hins vegar komið þeim nokk-
uð í opna skjöldu, að sögn frétta-
skýrenda.
Yfirmenn bandaríska setuliðsins
hétu því í gær að þeir myndu uppræta
vopnaðar sveitir sjítaklerksins
Muqtadas Sadrs en meira en eitt
hundrað manns hafa fallið í átökum
milli Bandaríkjamanna og Mehdi-
hers Sadrs síðustu þrjá dagana. Ótt-
ast margir að þessir atburðir geti orð-
ið til að kveikja enn stærra ófriðarbál
í Írak.
Mark Kimmitt, hershöfðingi í
Bandaríkjaher, sagði að unnið væri að
því að ráða niðurlögum Medhi-hers-
ins, vopnaðra sveita Sadrs, og hann
hvatti klerkinn til að gefa sig fram við
yfirvöld til að svara morðákærum,
sem bornar hafa verið upp. Þá hvatti
hann Sadr, sem er þrítugur að aldri,
til að hjálpa til við að koma á ró í Írak
á nýjan leik. „Sókn okkar verður vel
útfærð og nákvæm, við munum beita
miklu afli og okkur mun takast ætl-
unarverkið,“ sagði Kimmitt.
Í borginni Kut, um 180 km suður af
Bagdad, neyddust úkraínskar her-
sveitir til að draga sig frá borginni eft-
ir harða bardaga við fylgismenn
Sadrs. Eru þeir nú sagðir ráða lögum
og lofum í Kut. Talið er að nokkrir
tugir Íraka hafi fallið í átökunum, auk
eins Úkraínumanns en Úkraína hefur
tekið þátt í aðgerðum Bandaríkja-
manna í Írak eftir að stríðinu lauk í
fyrra. Fylgismenn Sadrs eru einnig
sagðir ráða yfir borginni Najaf og ná-
grannabænum Kufa.
Einn af aðstoðarmönnum Sadrs er
sagður hafa fallið, auk tveggja ann-
arra, í bardögum við bandaríska her-
menn í fyrrinótt í borginni Karbala.
Fimm Íranir féllu einnig en þeir voru
staddir í rútu sem skotið var á fyrir
mistök, að sögn íraskra embættis-
manna í Karbala.
Þá féllu átta Írakar og tólf særðust
í skothríð í borginni Kirkuk en þar
hafði hópur fólks safnast saman til að
mótmæla aðgerðum Bandaríkja-
manna í Fallujah.
Rólegra var hins vegar um að litast
í Nasiryah í gær en þar höfðu fimm-
tán Írakar fallið á þriðjudag þegar
ítalskir hermenn lentu í átökum við
íraska vígamenn.
Bandaríkjamenn heita því að uppræta vopnaðar sveitir sjítaklerksins Sadr
Harðir bardagar í
nokkrum borgum
Bagdad. AFP.
AP
Íraskir vígamenn úr röðum súnníta gráir fyrir járnum í borginni Fallujah í Írak, þar sem stríðsástand ríkti í gær.
* !! !
" # ,%-*
./%-
$
%
&
'
, %- !
01'2
340&
'1',0' 56$789
()*+
,:!*;+%%
+%% !! :! <%- ! ) "9/<%-! %%> %% -
, 9!0! ,%-* +
?!0%!<!<%;)
0) ! %% <! !) ! ! % !<;!%%!
*
?! %! %%
<!<%<- ! !!
#
?! %0>; ! %%:< +7!%%+% >;
!:< '
%
$
&
-
"
.
(
/
0 " "
12
3
'&3(
/"
BRESKIR og bandarískir
leyniþjónustumenn komu upp
um áætlanir um að sprengja eit-
urefnasprengju í Bretland. Er
þessu haldið fram í breskum
fjölmiðlum en lögreglan hefur
ekki staðfest það enn.
Sagt er, að flett hafi verið of-
an af þessu með því að hlera
fjarskipti hóps, sem er hlynntur
hryðjuverkasamtökunum al-
Qaeda, en þeir hugðust
sprengja sprengju, sem átti að
vera sambland af sprengiefni og
osmín-fjórsýringi, sem er mjög
eitrað efni. Átti að gera það þar
sem margt fólk væri saman-
komið á litlu svæði. Ekki er tal-
ið, að hópurinn hafi verið búinn
að verða sér úti um efnið.
Bandaríska sjónvarpsstöðin
ABC telur, að hryðjuverkahóp-
urinn, sem var handtekinn í
Bretlandi í síðustu viku, hafi
haft þetta á prjónunum en yf-
irvöld segja ekkert um það.
Skortir að-
stoð gegn
al-Qaeda
PERVEZ Musharraf, forseti
Pakistans, varaði í gær við því
að áframhaldandi átök í Írak
grafi undan baráttunni gegn
al-Qaeda-hryðjuverkasamtök-
unum en
helstu leið-
togar þeirra
eru taldir í
felum í Pak-
istan og í
Afganistan.
Musharr-
af, sem frá
árásunum á
Bandaríkin
11. septem-
ber 2001 hefur verið einn mik-
ilvægasti bandamaður Banda-
ríkjastjórnar, kvartaði undan
því í viðtali við SBS-sjónvarps-
stöðina áströlsku að sú aðstoð
sem ríkisstjórn hans fengi við
að ráða niðurlögum al-Qaeda-
liða, sem hafast við í landa-
mærahéruðum Pakistans og
Afganistans, væri í „algeru lág-
marki“. Þegar hann var spurð-
ur hvort Íraksstríðið ylli því að
menn hygðu ekki nægilega vel
að baráttunni gegn al-Qaeda og
talibanahreyfingunni afgönsku
svaraði Musharraf svo: „Já, svo
sannarlega.“
„Það þarf að leggja fjármuni í
baráttuna á ættflokkasvæðum
Pakistans þar sem þessir al-
Qaeda-liðar [...] eða útsendarar
talibanastjórnarinnar hafast
við,“ sagði forsetinn.
Danir vilja
evruna
MEIRIHLUTI Dana er nú
hlynntur því að taka upp evruna
og hafa fullt samstarf við önnur
Evrópusambandsríki í varnar-
og dómsmálum. Það þýðir í
raun, að Danir láti af fyrirvara-
pólitíkinni innan sambandsins,
sem þeir sömdu um í tengslum
við Maastricht-sáttmálann fyrir
áratug. Var könnunin gerð fyrir
dagblaðið Børsen og sýnir tölu-
verð umskipti frá því á síðasta
hausti. Þá var mikil umræða
um, að það hallaði á smáríkin í
ESB en eftir hryðjuverkin í
Madríd á Spáni er ekki lengur
um það talað, heldur að aðild-
arríkin standi sameinuð í bar-
áttunni gegn morðingjalýðnum.
STUTT
Komið upp
um eitur-
efnaárás
Pervez Musharraf
ÞÝZKI seðlabankastjórinn Ernst
Welteke hefur vikið í bili úr embætti
á meðan ásakanir um spillingu á
hendur honum eru rannsakaðar.
Stjórn bankans tilkynnti þetta í gær.
Eftir bráðafund bankastjórnar-
innar lýsti hún
því yfir að hún
sæi að svo komnu
máli enga ástæðu
til þess að kalla
eftir því að
Welteke yrði rek-
inn úr embætti.
Þó myndi Jürgen
Stark, varafor-
stjóri bankans,
gegna störfum
aðalbankastjórans að sinni.
Hneykslið upphófst um síðustu
helgi, er Welteke staðfesti tímarits-
frétt um að hann hefði þegið fjögurra
nátta lúxusdvöl fyrir sig, eiginkon-
una, son og tengdadóttur á Hotel
Adlon í Berlín um „evru-áramótin“
2001–2002, í boði viðskiptabankans
Dresdner Bank.
Welteke
víkur
Frankfurt. AFP.
Ernst Welteke
SVIPTINGAR eru á eignarhaldi á
frönskum fjölmiðlum þessa dagana.
Tvær fyrirtækjasamsteypur í her-
gagnaiðnaði, Lagardère og Dass-
ault, og aðrar tvær í lúxusvörufram-
leiðslu, Moët Hennessy Louis
Vuitton (LVMH) og Pinault Prin-
temps Redoute (PPR), ráða nú þeg-
ar yfir stórum hluta dagblaðamark-
aðarins í Frakklandi. Og nú stefnir í
að sá hluti verði enn stærri. Serge
Dassault, einn ríkasti maður Frakk-
lands og aðaleigandi Dassault, er um
það bil að eignast meirihluta í Soc-
presse, fjölmiðlasamsteypu sem á
um 70 blöð og tímarit í Frakklandi
og Belgíu; flaggskipið er Le Figaro,
eitt virtasta dagblað Frakklands.
Socpresse hefur á síðustu árum
átt í fjárhagskröggum. Í janúar 2002
eignaðist Dassault 30% hlut í sam-
steypunni, í óþökk fjölskyldu stofn-
andans, Roberts Hersant, en hann
féll frá árið 1996. Síðar á árinu 2002
þáði Socpresse lán af Dassault upp á
230 milljónir evra, andvirði rúmlega
20 milljarða króna. Samkvæmt skil-
málum lánsins breyttist það sjálf-
krafa í 50% hlutafjár í fyrirtækinu
nú um nýliðin mánaðamót. Allir erf-
ingjar Hersants, nema einn, hafa
þegar fallizt á að selja Dassault hin
50 prósentin.
Fulltrúum franskra blaðamanna
lízt ekki alls kostar á blikuna. „Serge
Dassault hefur, rétt eins og faðir
hans Marcel, afstæða sýn á sjálf-
stæði fjölmiðla,“ hefur vikuritið The
Economist eftir Francois Boissaire,
framkvæmdastjóra SNJ, stærstu
samtaka franskra blaðamanna.
Á sjöunda áratug 20. aldar eign-
aðist Marcel Dassault, stofnandi
Dassault, nokkur héraðsdagblöð og
reyndist mjög afskiptasamur um rit-
stjórnarstefnu þeirra. Sjálfur hefur
Serge Dassault látið þau orð falla, að
hann líti á eignarhald sitt á Soc-
presse sem tækifæri til að útbreiða
það sem hann kallar „heilbrigðar“
hugmyndir. Hann hefur jafnframt
ítrekað tekið mjög illa gagnrýni í
fjölmiðlum á sig og fyrirtæki sitt.
Áhyggjur samtaka blaðamanna
Ýmsir óttast að fyrir frönsku
pressunni kunni að fara svipað og
hinni ítölsku. Flestir áhrifamestu
fjölmiðlar Ítalíu eru nú í eigu um-
svifamikilla viðskiptajöfra sem hika
ekki við að beita áhrifavaldi sínu.
Ber þar mest á veldi Berlusconis
forsætisráðherra, sem ræður yfir
svo að segja öllum einkareknum
sjónvarpsstöðvum landsins og mörg-
um öðrum miðlum.
Frönsk blaðamennska er nú þeg-
ar, að því er Boissaire tjáir The
Economist, áberandi „laus við þá
óskammfeilni“ sem einkenni brezku
pressuna. Með tilkomu nýs fjöl-
miðlakóngs sé líklegt að hún verði
enn tillitssamari við þá sem mest
áhrif hafa í stjórnmálum og við-
skiptalífi.
Samþjöppun á eignarhaldi
franskra fjölmiðla