Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ LISTASAFN REYKJAVÍKUR HAFNARHÚS Opi› daglega 10-17 Frost Activity - Ólafur Elíasson (til 25. apríl) Egill Sæbjörnsson – Sófinn (til 18. apríl) LISTASAFN REYKJAVÍKUR KJARVALSSTA‹IR Opi› daglega 10-17 Liti› lengra – Horft í gegn Sams‡ning barselónskra listamanna. Corpus lucis sensitivus -   Erla fiórarinsdóttir Myndir úr Kjarvalssafni LISTASAFN REYKJAVÍKUR ÁSMUNDARSAFN Opi› daglega 13-16 Píramídarnir – Gu›n‡ Gu›mundsdóttir Ásmundur Sveinsson - Nútímama›urinn Einn a›gangseyrir gildir samdægurs í hús Listasafns Reykjavíkur; Hafnarhús, Kjarvalssta›i og Ásmundarsafn. Frítt er fyrir börn undir átján ára aldri og fyrir alla safngesti á mánudögum. Listasafn Reykjavíkur ver›ur opi› alla páskadagana á hef›bundnum opnunartíma. Lei›sögn í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstö›um annan í páskum kl. 15.00. Opi› alla páskana í Listasafni Reykjavíkur Kjarvalssta›ir vi› Flókagötu Hafnarhús, Tryggvagata 17 Ásmundarsafn vi› Sigtún TRYGGINGASTOFNUN ríkisins birti í gær viðmiðunarverðskrá sam- bærilegra lyfja en frá og með næstu mánaðamótum verður tekið upp við- miðunarverð lyfja með sambærileg klínísk meðferðaráhrif í þremur kostnaðarsömustu lyfjaflokkunum; magalyfjum, blóðfitulækkandi lyfj- um og geðdeyfðarlyfjum. Aðgerðirn- ar eru hluti af ráðstöfunum sem heil- brigðisráðuneytið, TR og lyfjaverðsnefnd kynntu um mánaða- mótin í þeim tilgangi að lækka lyfja- kostnað á árinu um 450 milljónir króna. Saman í viðmiðunarflokk fara jafngild lyf í sambærilegum styrk- leika og lyfjaformi en leyfð eru ákveðin vikmörk í styrkleika og pakkningastærð að því er getið er um í viðmiðunarverðskrá. Sam- kvæmt reglugerð sem heilbrigðis- ráðherra hefur staðfest er TR ætlað að miða greiðslur við útreiknað við- miðunarverð lægsta smásöluverðs í hverjum viðmiðunarflokki. Í tilkynn- ingu frá Tryggingastofnun segir að með breytingunni sé vonast til að aukin samkeppni leiði til þess að verð lyfja sem séu fyrir ofan viðmið- unarverð lækki og læknar hagi ávís- unum sínum þannig að sjúklingar greiði ekki meia en þörf sé á. Geta komist hjá hækkun með því að skipta um lyf Í flestum tilvikum skiptir ekki máli fyrir sjúkling hvaða lyf hann notar innan viðmiðunarflokks, þó geta verið undantekningar þar á. Læknir getur sótt um lyfjaskírteini út á brýn læknisfræðileg rök. Ef sjúklingur er að nota ódýrasta lyfið í viðkomandi lyfjaflokki breytist hlut- deild hans ekkert með reglugerðar- breytingunni. Ef sjúklingurinn hefur notað dýrara lyf og heldur því áfram eftir breytinguna verður hann að greiða hærri hlutdeild því þátttaka Tryggingastofnunar miðast við ódýrasta lyfið í flokknum. Sem dæmi um hámarksgreiðslu sjúklings fyrir lyf í tilteknum flokki magalyfja hækkar hlutur sjúklings fyrir Nexium 20 mg, 56 stk. úr kr. 4.950 í kr. 6.306 frá og með 1. maí eða um 1.356 krónur. Hlutur lífeyrisþega í sama lyfi hækkar um sömu krónu- tölu, er nú 1.375 kr. en verður 2.731 kr. um næstu mánaðamót. Hækkun- in nemur tæpum 99% hjá lífeyris- þega en rúmum 27% hjá öðrum. Sjúklingur getur hins vegar komist hjá þessari hækkun með því að nota í staðinn lyfið Lanser sem hefur sam- bærilega virkni og Nexium. TR birtir viðmiðunarverðskrá sambærilegra lyfja í þremur flokkum Dýrari lyfin lækki með aukinni samkeppni                        !"     #  $! !%   #" # #" # ' %% ( !)  *+!%  ' %% ( !)           #"" " # #"      "  "   ! " ! " RÍKISSTJÓRN Íslands hefur sam- þykkt að senda flutningavél með hjálpargögnum til Afganistan, þegar Ísland tekur við stjórn alþjóðaflug- vallarins í Kabúl 1. júní næstkom- andi. Ríkið mun standa straum af kostnaðinum við flugið og hafa ís- lensk hjálparsamtök þegar hafist handa við að safna hjálpargögnum. Meðal þess sem verður sent eru sjúkrarúm, hjólastólar, lyf og annar sjúkrabúnaður. Þorbjörn Jónsson, sendiráðunaut- ur í utanríkisráðuneytinu, segir að umfang verkefnisins sé ekki ljóst enn, þar sem það liggi ekki fyrir hversu mikið af hjálpargögnum verði safnað. Hjálparstofnun kirkj- unnar og Rauði kross Íslands séu byrjuð að safna hjálpargögnum, auk þess sem Barnaheill hafi sýnt verk- efninu áhuga. Einnig er í athugun hvort Pharmaco taki þátt í að senda lyf til landsins. „Hugmyndin er að stjórnvöld kosti flug á gögnum sem hjálparsam- tök leggja til. Ég veit að Hjálpar- stofnun kirkjunnar hefur fengið lof- orð fyrir gömlum sjúkrarúmum, hjólastólum og hækjum og öðru sem er til í miklu magni á hjúkrastofn- unum hér á landi, en kæmi að miklu betra gagni annars staðar,“ segir Þorbjörn. Þá sé einnig verið að safna búnaði á fæðingarstofu, eins og ný- burakassa, fæðingarrúmi og öðru. Hann segir að verkefnið sé í burð- arliðnum og því sé ómögulegt að segja til um hversu stóra vél þurfi að leigja, en að íslenskt flugfélag muni sjá um flutninginn. Ekki sé hægt að segja til um kostnaðinn á þessu stigi þar sem hann fari eftir umfanginu. Miðað er við að flogið verði með hjálpargögnin um svipað leyti og þegar Íslenska friðargæslan tekur við stjórn flugvallarins í Kabúl 1. júní. Þeir starfsmenn sem héðan verða sendir munu þegar verða komnir til Afganistan til að undirbúa starfið á flugvellinum, áður en Ísland tekur formlega við yfirstjórninni. „Okkur finnst ágætt að nota tæki- færið þegar við tökum við stjórn á þessum flugvelli að koma með öðrum hætti inn í uppbyggingu í landinu,“ segir Þorbjörn. Stjórnvöld kosta flug með hjálpargögn til Afganistan ÞRIÐJU umferð í undanrásum í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands lauk í gærkvöld í OR-húsinu þannig að Helgi Áss Grétarsson vann Braga Þorfinsson og Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson gerðu jafntefli. Fjórmenningarnir eru því allir með einn vinning og tefla til þrautar í bráðabana í dag kl 13. Í kvenaflokki vann Anna Björg Þorgrímsdóttir Elsu Maríu Þor- finnsdóttur og Lenka Ptácniková vann Júlíu Rós Hafþórsdóttur. Harpa Ingólfsdóttir vann Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur og Guðlaug Þorsteinsdóttir og Sigurlaug Reg- ína Friðþjófsdóttir gerðu jafntefli. Staðan er þannig að Harpa er með 3½ vinning, Anna Björg og Lenka eru með 3 vinninga, Sigurlaug 2½ vinning, Guðlaug og Hallgerður með 2 vinninga og Elsa María og Júlía engan vinning. Morgunblaðið/Ómar Yngsti keppandinn á Íslandsmóti kvenna í skák, Hallgerður H. Þorsteinsdóttir, 11 ára, hefur náð 2 vinningum eftir 4 umferðir. Á þriðjudag sigraði hún Önnu Björgu Þorgrímsdóttur. Hér teflir hún við Guðlaugu Þorsteinsdóttur. Bráðabani tefldur í dag LANGFLESTAR hálendisleiðir eru lokaðar allri umferð vélknúinna ökutækja þar sem hætta er á vega- skemmdum vegna aurbleytu, sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni. Akstur er þó heimilaður inn í Þórsmörk, um Uxahryggi og Kalda- dal en þessar leiðir eru einungis fær- ar jeppum. Fyrir þá sem vilja kom- ast á snjó til aksturs er jeppafært upp að Langjökli um Kaldadalsveg og á Suðausturlandi er jeppafært upp á Skálafellsjökul. Norðanlands er hægt að komast í snjó á Trölla- skaga með því að fara upp á Lágheiði sem er fær öllum bílum. Langflestar hálend- isleiðir lokaðar TÆPLEGA fertugur maður var dæmdur í 50.000 króna sekt í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa látið það viðgangast á vinnustað sem hann var verkstjóri á, að maður stjórnaði þar vinnuvél án þess að hafa tilskilin réttindi. Verkstjórinn var fundinn sekur um brot á lögum um öryggi á vinnu- stöðum, en auk þess að hafa látið við- gangast að réttindalaus maður stjórnaði tilgreindri vinnuvél þótti hann hafa gerst brotlegur við sömu lög með því að hafa ekki séð um að vinnuvélin væri þá búin öryggisbelti og veltigrind, en stjórnandi vélarinn- ar varð undir henni þegar hún valt ofan í skurð í nóvember árið 2002. Verkstjórinn var auk sektarinnar dæmdur til að borga allan sakar- kostnað málsins, þar með talin 80.000 króna málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns. Sektaður vegna brots á lögum um öryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.