Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 43 Laugavegi 32 sími 561 0075 WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 FÉLAG FASTEIGNASALA Sumarhús í Skorradal Vorum að fá í sölu virkilega vand- að 70 fm sumarhús sem er tilbúið að utan en einangrað og plast- klætt að innan, án milliveggja. Grindin í húsinu er 200 mm þykk úr kjörvið, samtals 300 mm vegg- þykkt. Allt gler er þrefalt k-gler. Steyptur sökkull undir húsi. Vatn er tengt og rotþró frágengin, raf- magn komið á húsvegg. Húsið er staðsett í landi Dagverðarness, lóðnr. 72c, Skorradal, sem er 1 klst. akstur frá Reykjavík. Lóðin er ca 4966 fm, leigulóð til 25 ára. Lóðarleiga er 98.000 kr. á ári. Áhv. 5,0 m. Verð 10,5 m. Nánari uppl. gefur Jón í síma 892-0999 og 566-8862 einnig á skrifstofu Eignavals. Rangt nafn Í blaðinu í gær misritaðist nafn eins fermingarbarns sem fermist í Þor- lákskirkju í dag, skírdag, kl. 13.30. Rétt nafn er Ester Ósk Gestsdóttir Waage, Eyjahrauni 2, Þorlákshöfn. LEIÐRÉTT Endurhæfing og úrræði fyrir at- vinnulausa og öryrkja Morg- unverðarfundur um endurhæfingu og úrræði fyrir atvinnulausa og ör- yrkja verður miðvikudaginn 14. apríl kl. 8.30–10.30 á Grand hóteli Reykja- vík og Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri (notaður verður fjarfundabún- aður). Fræðslunefnd Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa stendur fyr- ir fundinum. Fjallað verður almennt um gildi vinn- unnar og hvaða afleiðingar það hefur fyrir einstakling þegar hann er at- vinnulaus eða missir vinnuna. Sagt frá stöðu mála í dag og fjallað um þau úrræði sem eru til staðar og aðlokum verður fjallað um framtíðarsýn end- urhæfingar. Erindi halda: Guðbjörg Linda Rafns- dóttir, félagsfræðingur hjá Vinnueft- irlitinu og lektor í HÍ, Hugrún Jó- hannesdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Vinnumiðlunar, Þor- björg Ásgeirsdóttir, forstöðufreyja Menntasmiðjunnar á Akureyri, Geir- laug G. Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Félags- og skólaþjónustu Þing- eyinga, Hulda Gunnarsdóttir frá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík, Sverrir Óskarsson hjá TR, félagsráðgjafar og Sigurður Thorlacius yfirlæknir hjá TR. Fundarstjóri: Guðrún Ög- mundsdóttir, félagsráðgjafi og al- þingismaður. Skráning á netfangið: margr- etj@fel.rvk.is og audurog@fel.rvk.is Námskeið um boð og bönn í mark- aðssetningu Fimmtudaginn 15. apríl verður Endurmenntun Háskóla Íslands með námskeið sem ber heitið Boð og bönn í markaðssetningu. Námskeiðið er ætlað starfsmönnum og stjórnendum sem koma að innri og ytri markaðsmálum fyrirtækja og stofnana. Farið er yfir helstu boð og bönn sem gilda á Íslandi og almennt við- urkennd viðmið á alþjóðlega vísu. Vikið er að helstu stofnunum sem takast á við þessi mál eða láta sig þau varða og tekin dæmi um algeng mis- tök o.fl. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái innsýn í hvað megi í markaðssetningu og hvað ekki. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Endurmenntunar að Dunhaga 7 kl. 8.30–12.30. Nánari upplýsingar eru á vef Endurmenntunar www.end- urmenntun.is. Á NÆSTUNNI Sýning Kvart- míluklúbbsins um páskana KVARTMÍLUKLÚBBURINN stendur fyrir sinni árlegu sýningu um páskana í húsnæði B&L á Grjót- hálsi 1. Sýndir verða sportbílar, fornbílar, mótorhjól af öllu tagi og fjöldi kvartmílubíla, þar á meðal einn sem er yfir 2.000 hestöfl. Frítt er inn á sýninguna fyrir 12 ára og yngri en fullorðnir greiða 1.000 kr. Sýningin verður opnuð í dag, fimmtudag, og stendur til 12. apríl. Opið verður alla dagana kl.11– 19 nema á páskadag, þá verður opið frá kl. 13. HIN árlega Songkran-hátíð Taí- lensk-íslenska félagsins verður haldin á Broadway, Hótel Íslandi laugardaginn 10. apríl, húsið verð- ur opnað kl. 18.30. Boðið er uppá fimm rétta taílenska máltíð sem hefst kl. 19.30. Skemmtiatriði eru tveggja tíma dagskrá frá Taílandi þar sem taílenskur dans og söngur verða í fyrirrúmi. Einnig mun Kalli Bjarni IDOL-sigurvegari skemmta. Taílensk hljómsveit frá Noregi spil- ar fyrir dansi, einnig verður happ- drætti þar sem í vinning er m.a. ferð fyrir tvo, til áfangastaðar Flugleiða að eigin vali í Evrópu. Verð aðgöngumiða er kr. 3.000. Nánari upplýsingar eru veittar í miðasölu Broadway. Songkran-hátíð Taílensk-ís- lenska félagsins Á DÖGUNUM var haldinn á Hótel Flúðum árlegur samráðsfundur hjá verslunarkeðjunni Samkaupum hf. Guðjón Stefánsson framkvæmda- stjóri sagði það venju að kalla saman alla verslunastjóra fyrirtækisins á́r- lega til skrafs og ráðagerða, fara yfir veikleika og styrkleika fyrirtækisins og bera saman bækurnar. Starfs- menn Samkaupa hf. enduðu daginn á að heimsækja garðyrkjubændur á Flúðum en verslunarkeðjan selur mikið af afurðum þeirra. Samkaup hf. rekur 27 verslanir á landinu og sagði Guðjón að vegna opnunar versl- unarinnar á Flúðum á síðasta ári hefði þessi staður orðið fyrir valinu nú. Afkoma Samkaupa hf. var góð á síðasta ári, 218 milljónir eftir skatta. Nú á næstu dögum verður hafist handa við að byggja við verslunina Strax á Flúðum. Þar er um að ræða einskonar sólstofu þar sem hægt verður að setjast niður, fá kaffi og meðlæti auk annarrar þjónustu fyrir ferðamenn. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Samráðsfundur hjá Samkaupum FASTEIGNIR mbl.is Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.