Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 43 Laugavegi 32 sími 561 0075 WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 FÉLAG FASTEIGNASALA Sumarhús í Skorradal Vorum að fá í sölu virkilega vand- að 70 fm sumarhús sem er tilbúið að utan en einangrað og plast- klætt að innan, án milliveggja. Grindin í húsinu er 200 mm þykk úr kjörvið, samtals 300 mm vegg- þykkt. Allt gler er þrefalt k-gler. Steyptur sökkull undir húsi. Vatn er tengt og rotþró frágengin, raf- magn komið á húsvegg. Húsið er staðsett í landi Dagverðarness, lóðnr. 72c, Skorradal, sem er 1 klst. akstur frá Reykjavík. Lóðin er ca 4966 fm, leigulóð til 25 ára. Lóðarleiga er 98.000 kr. á ári. Áhv. 5,0 m. Verð 10,5 m. Nánari uppl. gefur Jón í síma 892-0999 og 566-8862 einnig á skrifstofu Eignavals. Rangt nafn Í blaðinu í gær misritaðist nafn eins fermingarbarns sem fermist í Þor- lákskirkju í dag, skírdag, kl. 13.30. Rétt nafn er Ester Ósk Gestsdóttir Waage, Eyjahrauni 2, Þorlákshöfn. LEIÐRÉTT Endurhæfing og úrræði fyrir at- vinnulausa og öryrkja Morg- unverðarfundur um endurhæfingu og úrræði fyrir atvinnulausa og ör- yrkja verður miðvikudaginn 14. apríl kl. 8.30–10.30 á Grand hóteli Reykja- vík og Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri (notaður verður fjarfundabún- aður). Fræðslunefnd Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa stendur fyr- ir fundinum. Fjallað verður almennt um gildi vinn- unnar og hvaða afleiðingar það hefur fyrir einstakling þegar hann er at- vinnulaus eða missir vinnuna. Sagt frá stöðu mála í dag og fjallað um þau úrræði sem eru til staðar og aðlokum verður fjallað um framtíðarsýn end- urhæfingar. Erindi halda: Guðbjörg Linda Rafns- dóttir, félagsfræðingur hjá Vinnueft- irlitinu og lektor í HÍ, Hugrún Jó- hannesdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Vinnumiðlunar, Þor- björg Ásgeirsdóttir, forstöðufreyja Menntasmiðjunnar á Akureyri, Geir- laug G. Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Félags- og skólaþjónustu Þing- eyinga, Hulda Gunnarsdóttir frá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík, Sverrir Óskarsson hjá TR, félagsráðgjafar og Sigurður Thorlacius yfirlæknir hjá TR. Fundarstjóri: Guðrún Ög- mundsdóttir, félagsráðgjafi og al- þingismaður. Skráning á netfangið: margr- etj@fel.rvk.is og audurog@fel.rvk.is Námskeið um boð og bönn í mark- aðssetningu Fimmtudaginn 15. apríl verður Endurmenntun Háskóla Íslands með námskeið sem ber heitið Boð og bönn í markaðssetningu. Námskeiðið er ætlað starfsmönnum og stjórnendum sem koma að innri og ytri markaðsmálum fyrirtækja og stofnana. Farið er yfir helstu boð og bönn sem gilda á Íslandi og almennt við- urkennd viðmið á alþjóðlega vísu. Vikið er að helstu stofnunum sem takast á við þessi mál eða láta sig þau varða og tekin dæmi um algeng mis- tök o.fl. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái innsýn í hvað megi í markaðssetningu og hvað ekki. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Endurmenntunar að Dunhaga 7 kl. 8.30–12.30. Nánari upplýsingar eru á vef Endurmenntunar www.end- urmenntun.is. Á NÆSTUNNI Sýning Kvart- míluklúbbsins um páskana KVARTMÍLUKLÚBBURINN stendur fyrir sinni árlegu sýningu um páskana í húsnæði B&L á Grjót- hálsi 1. Sýndir verða sportbílar, fornbílar, mótorhjól af öllu tagi og fjöldi kvartmílubíla, þar á meðal einn sem er yfir 2.000 hestöfl. Frítt er inn á sýninguna fyrir 12 ára og yngri en fullorðnir greiða 1.000 kr. Sýningin verður opnuð í dag, fimmtudag, og stendur til 12. apríl. Opið verður alla dagana kl.11– 19 nema á páskadag, þá verður opið frá kl. 13. HIN árlega Songkran-hátíð Taí- lensk-íslenska félagsins verður haldin á Broadway, Hótel Íslandi laugardaginn 10. apríl, húsið verð- ur opnað kl. 18.30. Boðið er uppá fimm rétta taílenska máltíð sem hefst kl. 19.30. Skemmtiatriði eru tveggja tíma dagskrá frá Taílandi þar sem taílenskur dans og söngur verða í fyrirrúmi. Einnig mun Kalli Bjarni IDOL-sigurvegari skemmta. Taílensk hljómsveit frá Noregi spil- ar fyrir dansi, einnig verður happ- drætti þar sem í vinning er m.a. ferð fyrir tvo, til áfangastaðar Flugleiða að eigin vali í Evrópu. Verð aðgöngumiða er kr. 3.000. Nánari upplýsingar eru veittar í miðasölu Broadway. Songkran-hátíð Taílensk-ís- lenska félagsins Á DÖGUNUM var haldinn á Hótel Flúðum árlegur samráðsfundur hjá verslunarkeðjunni Samkaupum hf. Guðjón Stefánsson framkvæmda- stjóri sagði það venju að kalla saman alla verslunastjóra fyrirtækisins á́r- lega til skrafs og ráðagerða, fara yfir veikleika og styrkleika fyrirtækisins og bera saman bækurnar. Starfs- menn Samkaupa hf. enduðu daginn á að heimsækja garðyrkjubændur á Flúðum en verslunarkeðjan selur mikið af afurðum þeirra. Samkaup hf. rekur 27 verslanir á landinu og sagði Guðjón að vegna opnunar versl- unarinnar á Flúðum á síðasta ári hefði þessi staður orðið fyrir valinu nú. Afkoma Samkaupa hf. var góð á síðasta ári, 218 milljónir eftir skatta. Nú á næstu dögum verður hafist handa við að byggja við verslunina Strax á Flúðum. Þar er um að ræða einskonar sólstofu þar sem hægt verður að setjast niður, fá kaffi og meðlæti auk annarrar þjónustu fyrir ferðamenn. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Samráðsfundur hjá Samkaupum FASTEIGNIR mbl.is Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.