Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 37 ✝ Sigrún Júlíus-dóttir fæddist að Hofi á Kjalarnesi 12. október 1920. Hún lést á Droplaugar- stöðum 28. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingunn Magnúsdótt- ir, f. 1891, d. 1937, og Júlíus Sveinsson, f. 1890, d. 1969. Systk- ini Sigrúnar voru Ás- geir, f. 1916, Sigríð- ur, f. 1918, Ársæll, f. 1919, og Magnús, f. 1926. Öll eru systk- inin nú látin utan Ársæll. Árið 1939 giftist Sigrún Þór- oddi Eyjólfi Jónssyni stórkaup- manni, f. 6. maí 1905, og stóðu samvistir þeirra allt til andláts hans hinn 13. ágúst 1976. For- eldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Þóroddsstöðum í Ölfusi, f. 1863, d. 1937, og kona hans Vig- dís Eyjólfsdóttir, f. 1872, d. 1928. Börn Sigrúnar og Þórodds eru: 1) Jón Þóroddsson, f. 25.3. 1942, kona hans var Ásta Þ. Ragnars- dóttir, f. 1.3. 1945, þau slitu sam- vistum. Sonur þeirra er Þóroddur Elmar, f. 27.12. 1969. Fyrir átti Jón dótturina Sigrúnu, f. 14.2. 1964, með Guðrúnu Hönnu Guð- mundsdóttur, f. 13.12. 1945. 2) Sverrir, f. 3.6. 1944, maki Ingi- björg Gísladóttir, f. 16.6. 1945. Synir þeirra eru Gísli Þór, f. 4.10. 1972, Þóroddur, f. 28.5. 1977, og Sverr- ir Ingi, f. 8.11. 1982. Fyrir átti Sverrir dótturina Maríu Björk, f. 13.7. 1963, með Sigurdísi Sigur- bergsdóttur, f. 16.2. 1945. 3) Ingunn Helga, f. 11.9. 1949. Fyrri maður hennar var Steingrímur Blöndal, f. 19.2. 1947, d. 19.6. 1970, sonur þeirra er Steingrímur Þórarinn, f. 31.1. 1968. Síðari maður hennar Ingi- mundur Gíslason, f. 24.2. 1945, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Ari, f. 29.6. 1972, Ingibörg, f. 23.5. 1975, og Gísli Halldór, f. 13.5. 1982. 4) Sigrún Þórdís, f. 17.9. 1959, maki hennar er Magn- ús Jónsson, f. 22.5. 1955. Börn þeirra eru Hrönn Margrét, f. 20.12. 1980, Dóra Björk, f. 12.6. 1985, og Ástríður, f. 12.3. 1991. Langömmubörn Sigrúnar eru átta talsins. Sigrún og Þóroddur áttu heim- ili á Hávallagötu 1 í Reykjavík og helgaði Sigrún eiginmanni og börnum og síðar barnabörnum krafta sína alla tíð. Útför Sigrúnar var gerð í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Elsku amma. Í gegnum árin hugs- aði ég oft hvernig dæmigerð amma væri. Ég hafði hugmyndir um ömmu sem var alltaf heima, helst prjón- andi og byði manni upp á kökur og kleinur. Ömmu sem hefði lítið að segja annað en að spyrja hvernig gengi í skólanum. Ekkert kemur á óvart í fari slíkrar ömmu. Núna veit ég að þú varst ekki dæmigerð amma enda ekki dæmigerð kona og ég er fegin að hafa kynnst þér eins og þú varst. Ég man þegar ég var krakki og við fórum saman suður á Keflavík- urflugvöll, inn á svæði bandarísku hermannanna og fengum okkur Wendy’s hamborgara, fórum í búð- ina sem þar var eða skoðuðum svæð- ið. Þetta gerðum við oftar en einu sinni. Hvað gat verið meira spenn- andi að gera með ömmu sinni? Þetta var eins og að koma í annað land. Við fórum líka í Hvassahraunið þar sem þú leyfðir barnabörnunum þín- um að keyra. Oft bauðst þú mér út að borða og ég man sérstaklega eftir ferðum okkar á Lauga-ás þar sem við fengum okkur lambakjöt með béarnaise-sósu. Það ömmulegasta sem ég man eftir að þú gerðir var þegar þú komst í Rauðagerðið (sem þú gerðir reglulega) og bakaðir stór- an stafla af pönnukökum sem við systkinin úðuðum í okkur. Þú áttir fallegt heimili en líka spennandi vegna þess að þú áttir mikið af hlutum frá fjarlægum lönd- um. Þið afi ferðuðust mikið. Þegar ég kom í heimsókn fékk ég oft að skoða í risastórt skartgripaskrín sem þú áttir. Í því voru m.a. skart- gripir frá Arabalöndum og gull- stangir. Þetta var eins og að skoða fjársjóð og ég mun aldrei gleyma því frekar en persónuleika þínum. Þú varst tilfinningarík og gladdist þeg- ar mér og öðrum gekk vel. Ég man ekki eftir einni útskrift þar sem þú ekki grést af gleði og stolti. Húmor þinn var ótrúlegur og ég man eftir mörgum setningum sem þú skaust inn á skemmtilegum tíma- punktum. Ég gleymi þeim aldrei. Nokkrum dögum áður en þú lést var húmorinn enn til staðar þrátt fyrir að þú værir mjög veik. Þótt þú gætir ekki lengur borðað þá gast þú drukkið. Ég reyndi að fá þig til að drekka eins mikið og þú gast, bauð þér næringardrykki, súpu, vatn og maltöl eða að sjúga súkkulaðibita (þú elskaðir súkkulaði). Þú sást hve mikið ég reyndi og sagðir því við mig: ,,Hvað, ertu með bar hérna fyr- ir mig?“ Ég hló ásamt hinum sem þar voru. Þú vissir alveg hvað var að gerast og vildir að ég slakaði á og reyndi ekki alveg svona mikið. Þú varst glæsileg kona, alltaf vel til fara. En þar kom að veikindin báru þig ofurliði. Ég er ánægð með að hafa kynnst þér jafn vel og ég gerði því þú gafst mér svo mikið. Mig langaði að vera eigingjörn og hafa þig lengur hjá mér en þú varst orðin svo lasin og þér leið ekki vel. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín. Ég veit að þér líður betur núna. Þín Ingibjörg I. Elsku amma er dáin. Horfið er at- hvarf í tilverunni og viti til leiðsagn- ar. Ótæmandi uppspretta ástúðar án skilyrða. Hvergi leið mér betur en hjá þér. Það eru ljúfar minningarnar frá Hávallagötunni þar sem þú bjóst mestalla ævi. Margar nætur gisti ég þar sem barn og unglingur. Alltaf hafðir þú tíma og þolinmæði fyrir mig. Við tefldum, við spiluðum á spil, við spjölluðum, fórum í bíltúr og í sund. Þú varst gjafmild, margar rausnar- legar gjafir fengum við á jólum og afmælum. En það sem stendur upp úr núna eru samverustundirnar. Á yngri árum var Hávallagatan undraheimur. Allir kimar fullir af munum frá heimsins hornum. Þú hafðir ferðast mikið, séð meira af heiminum en flest fólk af þinni kyn- slóð. Núna þegar ég sjálfur hef flakkað dálítið um heiminn skil ég ekki hvernig þú fórst að í útlöndum þar sem þú talaðir ekki mikið önnur tungumál. En slíkir smámunir hefðu aldrei stöðvað þig. Þegar ég á síðari árum hef haft verkum að sinna í útlöndum þá hef- ur það verið fastur liður að koma heim og fá álit þitt á hlutunum. Engu verki lokið áður en þú hafðir skoðað afraksturinn og lagt blessun þína yfir. Mín bestu verðlaun var vitneskjan að þú værir stolt af mér. Á síðustu árunum hrakaði heilsu þinni jafnt og þétt. Þú tókst breyt- ingunum með jafnaðargeði þótt þú gætir gert minna og minna af því sem þér var kært eins og að heim- sækja börn og barnabörn eða að hafa reiðu á hlutunum í kringum þig. Ég man þegar ég kom síðast í heimsókn til þín í janúar þegar þú varst orðin mjög veikburða. Hversu glaður ég varð þegar þú skipaðir mér að girða mig þegar þú sást í stutterma bolinn undir peysunni. Ennþá var amma gamla til staðar þótt veikburða líkaminn virtist vera svo brothættur. Þú lást ekki á skoð- unum þínum. Maður gat aldeilis reiknað með að þú segðir það sem þér lá á hjarta. Það var margt sem þú kenndir mér. Margt sem þú gafst mér. Ein- stök gæfa var það að hafa átt þig að. Þú ert og verður mér fyrirmynd í mörgu. Megir þú hvílast núna og líði þér sem allra best. Þinn dóttursonur, Ari Ingimundarson. SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR steini og láta hugann reika í frjálsu flugi við fjörðinn og fjöllin. Með virðingu og hlýju kveð ég Ástu Ketilsdóttur. Með þeim sömu hugtökum og minning hennar mun lifa í huga og hjörtum sona minna. Emil Thóroddsen. Öldruð heiðurskona hefur haldið í sína hinztu för, hvíldinni ugglaust fegin eftir langan, verkadrjúgan dag og erfið síðustu ár. Ásta Ketilsdóttir var traust í verkum sínum, trú í öll- um gjörðum, trygg þeim sem eign- uðust vináttu hennar, rausnarkona sem átti yljandi viðmót og glaðan hlátur. Önn móður og bóndakonu var hennar hlutskipti sem hún rækti með mikilli prýði, þar var margt verkið sem vinna þurfti og þar stóð hún Ásta sína góðu vakt, rösk til verka og myndvirk vel, vannst afar vel, enda fóru saman höndin hög og hugur góður. Ástu kynntist ég fljótlega eftir að þau Gunnar, eiginmaður hennar Víg- lundsson, fluttu að Sómastaðagerði 1962 og þeim var gott að kynnast, um margt voru þau ólík en samhent einnig og búnaðist vel. Yngsta barnið, hún Katla, kom til mín í skóla og þannig hófust kynni okkar Ástu, hún var vakandi yfir vel- ferð dóttur sinnar og lét sér einkar annt um nám hennar, sjálf hafði hún aðeins nokkurra mánaða skólagöngu að baki, hefði svo gjarnan viljað afla sér menntunar, en til þess engin efni eða möguleikar. Hún sagði líka einu sinni við mig: Ég öfunda unga fólkið af öllum þeim tækifærum sem bíða þess, en svo er bara að nýta þau rétt. Ásta var afar eðlisgreind kona sem fylgdist mjög vel með og var víða heima, íslenzkan hennar var hrein og tær og oft gat hún kveðið fast að orði ekki síður en Gunnar maður hennar, sanngjörn var hún og vildi skoða mál frá fleiri en einni hlið, lagði aldrei illt til nokkurs manns, en var fljót til varnar ef henni þótti ómaklega að einhverjum vegið, heillynd og hrein- lynd, sannur vinur vina sinna, vönd- uð til orðs og æðis eins og sagt var. Ásta var gestrisin og ekki sízt áttu þeir athvarf hjá henni og þeim hjón- um sem af einhverjum ástæðum höfðu orðið undir í lífsbaráttunni eða áttu undir högg að sækja, þeim bjó Ásta hið bezta skjól. Ásta var söngv- in og hafði mikla ánægju af tónlist, ung var hún mikið fyrir að dansa og naut þess að svífa um gólfið eftir dill- andi tónum. Það var í góðu samræmi við lunderni hennar og lífsviðhorf öll, félagslynd var hún og naut þess að blanda geði við aðra, svo glaðlynd sem hún var. Draumur hennar sem ungrar stúlku var að verða hjúkrunarkona, á ævileiðinni hafði hún af því unun að sinna slíkum verkum, hvort sem um var að ræða fólk eða dýr, þótti afar lagin og natin við slík verk og því oft til hennar leitað. Ásta tók á efri árum þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara í Norðfirði og komu þá listrænir hæfileikar hennar, vandvirkni og næmi fyrir allri fegurð vel fram og þar um hana sagt að hún væri sannur fagurkeri í vænum verkum sínum. Þetta mun rósaskrúðið í gróðurhúsinu hennar í Norðfirði einnig hafa sýnt einkar vel. Öll okkar góðu kynni sýndu heil- steypta og vel gjörða konu, sjálf- stæða í hugsun allri og skoðanafasta og þó leitandi, en máske var það hressileiki glettninnar sem er mér minnisstæðastur. Katla varð mikil vinkona eldri dóttur minnar, Helgu Bjarkar, og öll umsögn Helgu um Ástu er á eina lund, þar fór sönn og gegn kona og þakklátum huga kveð- ur hún Ástu sem ævinlega var henni svo góð, hugstæðust er henni glað- værðin góð og gjöful hlýjan. Sómakona er hinztu kveðju kvödd og samfylgdin góð þökkuð að verð- leikum af okkur hjónum um leið og börnum hennar eru færðar einlægar samúðarkveðjur. Ásta var trúkona og einlægni hennar þar í góðu sam- ræmi við lífstrú alla. Megi vegferð hennar verða vafin þeirri birtu kær- leikans sem megi lýsa henni leiðina á ókunnum vegum eilífðarinnar. Blessuð sé minning mikillar sóma- konu. Helgi Seljan. ✝ Sigvaldi Péturs-son fæddist í Jón- asarbæ í Stykkis- hólmi 26. júní 1923. Hann lést á Drop- laugarstöðum 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Einar Einars- son, f. í Ási í Stykk- ishólmi 19. maí 1885, d. 12. jan. 1961, og Jó- hanna Jóhannsdóttir, f. í Öxney á Breiða- firði 24. nóv. 1889, d. 31. des. 1970. Þau bjuggu lengst af á Ökrum í Stykkishólmi. Systkini Sigvalda eru: Svava Halldóra Pét- ursdóttir, f. 8.1. 1915, d. 15.1. 1992; Guðrún Sigríður Pétursdóttir, f. 14.8. 1916; Jóhann Pétursson, f. 18.2. 1918; Ásgerður Ágústa Pét- ursdóttir, f. 11.4. 1919; Einar Jón Pétursson, f. 6.7. 1920, d. 5.5. 1998; Guðrún Arnbjörg Pétursdóttir, f. 30.9. 1921; Ingibjörg Eygló Pét- ursdóttir, f. 17.1. 1927, d. 23.3. 2000, og Lára Karen Pétursdóttir, f. 6.10. 1931. Fjögurra ára flutti Sigvaldi með foreldrum sínum og systkinum að Ökrum í Stykkishólmi. Hann ólst upp hjá foreldr- um sínum og hjálpaði til við dagleg störf. Árið 1954 flutti hann til Reykjavíkur til Svövu systur sinnar og manns hennar Hróbjarts. Sigvaldi vann í Fiskiðjuveri Reykjavíkur í þrjú ár og við sorphreinsun hjá Reykja- víkurborg í 16 ár. Árið 1971 flutti Sigvaldi að Arn- arholti á Kjalarnesi sem vistmaður og vann þar við hin ýmsu störf og dvaldi þar til 2003. Um haustið 2003 flutti hann að Droplaugar- stöðum. Útför Sigvalda fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Valdi minn. Þínir dagar eru víst taldir núna hér í þessari jarðvist. Þú varst mér og mínum ætíð svo góður. Ég sakna þess að hafa ekki getað verið búin að flytja þig í Hólminn, þar sem þú ólst upp. Ég náði ekki að vera hjá þér þeg- ar þú kvaddir þennan heim en ég veit að það síðasta sem þú heyrðir var kveðja frá mér. Hlíf systir mín kom og kvaddi þig, þá nýdáinn þar sem þú veiktist svo snögglega þennan morgun. Þú hafðir oft verið veikur áður svo þetta var fyrir bestu fyrir þig, Valdi minn, því þú saknaðir alltaf foreldra þinna og systkina sem far- in voru úr þessu lífi. Ég veit að þau hafa tekið á móti þér með útbreidd- an faðminn. Hólmurinn heillaði þig alltaf, þú og ég vorum fyrir löngu búin að ákveða það að þú kæmist allavega heim í Hólminn til að vera jarð- settur þar hjá foreldrum þínum og systkinum, með fallegan Breiða- fjörðinn í augsýn. Ég sé þig síðar, Valdi minn, og ég veit að þú tekur á móti mér þegar ég kem. Ástkær kveðja. Þín systurdóttir Hafdís Berg Gísladóttir. SIGVALDI PÉTURSSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, frú MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR HJALTESTED, lést miðvikudaginn 31. mars. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 14. apríl kl. 13.30. Fjölskylda hinnar látnu. Ástkær frændi okkar og bróðir, SIGVALDI PÉTURSSON frá Ökrum í Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 10. apríl kl. 13.30. Hafdís Berg Gísladóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, VÖGGUR JÓNASSON, Sunnuhlíð 21c, Akureyri, sem lést á heimili sínu föstudaginn 2. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrakirkju mið- vikudaginn 14. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Rúnar Svan Vöggsson, Pálína Sigurbjörg Buch, Fanný Jóna Vöggsdóttir, Svanfríður Jónasdóttir, Jóhann Sigurðsson, Steinun Sigríður Jónasdóttir, Brynjar Jónsson, Bjarni Jónasson, Svava Gunnarsdóttir og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.