Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 55

Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 55
Íframhaldsmyndinni The WholeTen Yards. hefur „Túlípaninn“(Bruce Willis), fyrrum leigu-morðingi, komið sér fyrir und- ir fölsku flaggi á ný, að þessu sinni í Mexíkó. Lífið orðið friðsælt uns einn sólríkan sumardag að fortíðin bankar upp á með látum. Ekki er langt síðan Bruce Willis var ein helsta stjarna harð- hausamyndanna. Því kom á óvart er hann skaut upp kollinum sem fyrrum leigumorðinginn „Túlípani“, í The Whole Nine Yards. Gamanmynd sem er ekki á sömu nótum og fyrri myndir þessa ofursvala tákns karlrembunnar. Enn meira kemur á óvart að nú er hann aftur kominn á kreik í fram- haldsmynd þar sem „Túlípan- inn“ er sestur að í Mexíkó, osfrv. Fyrri myndin gekk ekkert of vel í kvikmyndahúsunum, tók innan við 60 milljónir dala – upphæð sem hefði ekki dugað til að hrinda af stað framhaldinu – The Whole Ten Yards. En þá er ógetið 75 milljóna til viðbótar, sem frum- myndin halaði inn á mynddiski og myndbandaleigum og sölu. Þær gerðu útslagið og Willis greip auðsjá- anlega feginn við. Harðhausahetjan er því að verða myndbandaskúrkur, eitthvað hefur farið úrskeiðis. Willis er rétt innan við fimmtugt, sem er kjöraldur spennu- myndastjarna og á hann fjölda að- sóknarmynda og a.m.k. eina slæma kollsteypu á ferlinum - sem hann reif sig upp úr - og var snöggur að því. Willis er einn sárafárra sjónvarps- stjarna (Moonlightning), sem náð hafa langvarandi stjörnustöðu á hvíta tjaldinu. Ferillinn hófst rólega í tveimur heldur dapurlegum myndum eftir Blake Edwards en svo kom Die Hard, besta mynd Willis á ferlinum. Þar túlkaði hann New York lögguna John McClane óaðfinnanlega, gerði hann að einum besta og eft- irminnilegasta harðjaxli kvikmynda- sögunnar. Á einni nóttu var Willis orðinn eftirsóttur leikari. Tvær næstu myndir voru vondar en fram- haldsmyndin, Die Hard 2, fylgdi kjöl- farið og Willis aftur í góðum málum. Eftir að hafa samið um óheyrilega prósentu af innkomu Look Who’s Talking, gamanmyndar sem þótti ekki líkleg til stórræða, lét Willis til leiðast að taka að að mæla fyrir hug- renningar ungabarns. Það ótrúlega gerðist. Look Who’s Talking sló hressilega í gegn, sömuleiðis fram- haldsmyndin; Willis varð moldríkur. Adam stóð stutt við í Paradís því næstu myndir brugðust þ.á m. Hud- son Hawk, The Bonfire of the Van- ities og North. Þá var röðin komin að annarri smá- mynd sem átti eftir að endurreisa Willis á nýjan leik, Pulp Fiction og í kjölfarið sigldu Die Hard 3 og Twelve Monkeys, toppmyndir báðar tvær og allt í fínu standi hjá Willis um sinn. Þar til enn fór að halla undan fæti með Armageddon, The Jackal, Hart’s War, Tears of the Sun, osfrv. Síðasta áratuginn er fátt um fína drætti aðra en The Sixth Sense, sem sannar að enginn skyldi afskrifa Brúsa. Ef áætl- anir hans takast, að koma á koppinn fjórðu Die Hard-myndinni (Die Hardest), þá kemst hann enn og aftur í góð mál á tjaldinu. Ef hann þá ekki býður sig fram til forseta. Bruce Willis snýr aftur í The Whole Ten Yards saebjorn@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 55 Harðhaus í hremmingum ALLUR PAKKINN THE WHOLE TEN YARDS. Leikstjóri: Howard Deutch. Með Bruce Willis, Matthew Perry, Natöshu Henst- ridge, Amöndu Peet og Kevin Pollak. Laug- arásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri. Miðasala í síma 555-2222 theater@vortex.is Fös. 16. apríl Lau. 24. apríl Síðustu sýningar eftir Bulgakov eftir Jón Atla Jónasson Mið. 14. apríl Fim. 15. apríl Fantagott stykki...frábær skemmtun sem snerti margan strenginn -Ómar Garðarsson Eyjafréttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.