Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 33 r af fengu nur 3.363. kuréttind- li punkta- 72. Þar af r. Þá voru r ökurétt- 20 ára eða ð árlegur rslysa og milljörðum 68 þúsund ra manna ur þessa banaslysa sem valda alvarlegum meiðslum. Benda höf- undar á að fyrir 20 milljarða króna mætti reka Háskóla Íslands og alla framhaldsskóla landsins í eitt ár. Frá 1996 til 2001 voru skráð um- ferðaróhöpp hjá tryggingafélögun- um rúmlega 99 þúsund eða um 16.500 á ári. Tæplega 206 þúsund bílar skemmdust í þessum óhöppum eða tæplega 34 þúsund á ári. Á þessu tímabili slösuðust um 14 þúsund ein- staklingar í umferðarslysum eða tæplega 2.350 á ári. Tryggingafélög- in könnuðu sérstaklega hversu margir hlutu varanlegan skaða og reyndust þeir vera að minnsta kosti 4.249 eða um 708 á ári. þjóðaheilbrigðisdeginum 7. apríl    '==?@335 7   " /  6@% $@% $@%% %$@$% $$@&% &%A G G G G G G  G  G  G G G G G G G  G G G G  G G Morgunblaðið/Golli en samgönguráðherra og landlæknir vel spennt- prófa nýlegan árekstrarhermi á blaðamanna- mferðinni og raun ber vitni,“ sagði Sturla SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ tók um síðustu áramót við umferð- armálum af dómsmálaráðuneyt- inu og stefnir að því að innan tíð- ar verði öllum þeim sem fá ökuskírteini í fyrsta sinn gert að að æfa sig sérstaklega á sérhönn- uðum æfingasvæðum, svoköll- uðum ökugerðum. Sturla Böðv- arsson sagði í gær að þetta fyrirkomulag væri við lýði í mörgum löndum og hefði gefið góða raun. Í ökugerðum öðluðust nemendu skilning á því hversu bjargarlausir þeir væru í hálku ef ekið væri hraðar en aðstæður leyfðu. Sturla sagði nauðsynlegt að samgöngu- og menntamálaráðu- neytið tækju höndum saman um að veita umferðarfræðslu aukið vægi í námskrá eldri bekkja grunnskólanna. Varaformaður Ökukenn- arafélags Íslands, Snorri Bjarna- son, fagnaði þessu framtaki mjög og sagðist í samtali við Morgun- blaðið binda vonir við að efling ökunámsins fækkaði slysum. „Þetta er mikill sigur í baráttu- málum ökukennara, við höfum barist fyrir þessu í í 20–30 ár og höfum fylgst með þróuninni er- lendis, einkum á Norðurlönd- unum,“ sagði Snorri. Meðal annarra stefnumála hjá samgönguráðuneytinu má nefna endurskoðun umferðarörygg- isáætlunar, aukið eftirlit með ökuhraða með því að fjölga hraðamyndavélum um landið. Þá er stefnt að því í haust að taka á lausagöngu búfjár og halda áfram að fækka einbreiðum brúm auk þess að bæta merkingar á vegum. Mikill sigur að fá ökugerði „HÉR er um að ræða úttekt sem segir okkur að orsakir umferð- arslysa megi rekja fyrst og fremst til okkar sjálfra,“ segir Sigurður Guðmundsson land- læknir sem sæti á í samstarfs- hópnum sem stendur að skýrsl- unni um afbrot í umferðinni. „Vissulega skiptir miklu máli að við lagfærum hið ytra umhverfi með betri bílum með örygg- isbeltum og loftpúðum og sem betur fer nota flestir þennan ör- yggisbúnað, þótt víða sé pottur brotinn. Þá höfum við lagfært umferðarmannvirki og lagt betri vegi en staðreyndir máls- ins eru samt sem áður þær að langflest alvarlegustu umferð- arslysin þar á meðal banaslysin, verða vegna þess að við sjálf gerum ekki eins og okkur er uppálagt. Við ökum of hratt, notum ekki bílbeltin og ökum drukkin. Það finnst mér vera meginskilaboðin, bæði frá þess- ari skýrslu og því sem við í heil- brigðiskrefinu viljum koma á framfæri; við verðum að reyna að rísa undir þessari ábyrgð sjálf í stað þess að varpa henni frá okkur,“ sagði landlæknir. Megum ekki varpa frá okkur ábyrgðinni sem egna al- sem Al- nunin u fnana nna, Fé- enda, a- kn- nd ís- nan, arslysa, slög- reglustjórinn, Samband íslenskra tryggingafélaga, samgöngu- ráðuneytið, Sjóvá-Almennar, Slysavarnafélagið Landsbjörg, slysavarnaráð, Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins, Trygginga- miðstöðin, Umferðarráð, Umferð- arstofa, Vegagerðin, Vinnueftirlit ríkisins, VÍS og Ökukennarafélag Íslands. Í skýrslunni kemur fram að það heyri til tíðinda að allir þessir að- ilar skuli nú taka höndum saman í því skyni að vekja athygli á um- ferðaröryggismálum og vonast er til áframhaldandi samstarfs. samstarf 23 aðila A far fjölbreytt menning- ar- og skemmti- dagskrá fer fram í kringum þau skíða- svæði sem verða opin yfir páskana, þ.e. á Ísafirði, í Skagafirði og á Siglufirði, Dalvík, Ólafsfirði, og Akureyri. Íbúafjöldi á þessum stöðum mun margfaldast því samkvæmt samtölum Morg- unblaðsins við talsmenn staðanna er búist við fjölda gesta, eða allt frá 14–18 þúsund manns þegar allt er talið saman. Eru þá ótalin landssvæði sem ekki geta státað af skíðaaðstöðu og -færi en bjóða engu að síður upp á margs konar menningarviðburði. Messuhald er einnig fjölbreytt, jafnt innandyra í kirkjum landsins sem og undir berum himni á skíðasvæðum. Flugeldasýning á Akureyri Von er á mestu fjölmenni til Ak- ureyrar og nágrannabyggða, þar sem dagskránni Halló páskar 2004 er haldið úti. Aðstandendur skíða- svæðisins í Hlíðarfjalli gera ráð fyrir 1.500 til 2.000 gestum í fjall- inu daglega yfir páskana og Berg- þór Erlingssson hjá SBA- Norðurleið, sem unnið hefur ásamt fleirum að skipulagningu Halló páskar, reiknar með 5–6 þúsund manns á svæðið yfir páskahelgina. Miðar hann það m.a. við upplýs- ingar um að fullbókað sé í gisti- rými eins og hótel, gistiheimili, or- lofsíbúðir og sumarbústaði. Margs konar afþreying er í boði á svæð- inu, s.s. tónleikar, leiksýningar, hreystikeppni, dansleikir og að kvöldi páskadags verður flug- eldasýning í miðbæ Akureyrar. Þá standa ferðaþjónustuaðilar í Mý- vatnssveit að Halló páskum með margvíslegri dagskrá, m.a. písl- argöngu um Mývatn, snjósleða- keppni og tónleikum. Gist á tjaldstæðum á Dalvík Júlíus Júlíusson, skipuleggj- andi sameiginlegrar dagskrár Dalvíkinga og Ólafsfirðinga, reiknar með alls um fimm þúsund gestum um helgina. Þegar um síð- ustu helgi hafi fólk farið að streyma í bæina og þannig hafi nokkrir húsbílar verið á tjald- stæðinu á Dalvík í gær. Skíðafær- ið sé gott í Böggvisstaðafjalli sem og göngufærið á Ólafsfirði. Nóg verði um að vera en meðal við- burða utan skíðasvæða má nefna sýningu Leikfélags Dalvíkur á Svarfdælasögu, sem er nýtt ís- lenskt verk, sérsamið fyrir leik- félagið á 60 ára afmæli þess, og á laugardag verður haldið upp á 30 ára kaupstaðarafmæli Dalvíkur. Mestur snjór á Siglufirði Hjörtur Hjartarson, félags- málastjóri á Siglufirði, segir Sigl- firðinga geta státað af mestum snjó á skíðasvæðinu í Skarði og besta færinu á landsvísu. Bærinn sé að fyllast af brottfluttum Siglfirðingum, skíðahópum og fleiri gestum. „Hér er gist í hverj- um krók og kima,“ segir Hjörtur og reiknar með tvö til þrjú þús- und gestum í bæinn. Auk skíða- dagskrár í Skarði, m.a. Týróla- kvölds nk. laugardag, eru ýmsir viðburðir í gangi. Má þar nefna einsöngstónleika Hlöðvers Sig- urðssonar í Siglufjarðarkirkju í kvöld, ljósmyndasýningu Sillu Páls í Ráðhúsinu og sýningar á leikriti Ragnars Arnalds, Silfri hafsins. Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli, á von á fjölmenni um páskana og reiknar með að til Skagafjarðar komi 1.000 til 1.500 gestir yfir hátíðina. Skíða- færið sé mjög gott og veðurútlitið sömuleiðis. Fyrir utan margs kon- ar uppákomur á skíðasvæðinu verður Karlakórinn Heimir með söng- og leiksýningu í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki að kvöldi laugardags og páskadags og á annan dag páska býður Geir- mundur Valtýsson til tónleika og dansleiks í íþróttahúsinu í tilefni af 60 ára afmæli sínu og útgáfu nýs geisladisks. Einnig verður dansleikur í Miðgarði á laugardag með hljómsveitinni Á móti sól. Rokkhátíð á Ísafirði Hin árlega Skíðavika á Ísafirði fer fram þrátt fyrir að skíðafærið í Tungudal hafi oft verið betra. Í Seljalandsdal er hins vegar gott göngufæri og margt um að vera þar. Björn Helgason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðar, seg- ist reikna með um 2.500 gestum til Ísafjarðar og nágrannasveit- arfélaga og virðist svonefnd rokkhátíð alþýðunnar, „Aldrei fór ég suður“, draga flesta gesti til sín. Fer hún fram á laugardag í húsnæði Sindrabergs við smábáta- bryggjuna á eyrinni. Nálgast má nánari upplýsingar um dagskrá á þessum skíðastöðum á neðantöldum vefsíðum. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Þótt færið í skíðabrekkunum sé misgott er víðast gott göngufæri. Myndin er frá keppni í skíðagöngu á Ísafirði um síðustu helgi. Fjölbreytt dagskrá í kringum skíðasvæði um páskana Búist við 18.000 gestum TENGLAR .................................................. www.skidavikan.is www.skagafjordur.is www.siglo.is www.julli.is/paskar2004.htm www.nordur.is/paskar2004.htm Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Skíðavikan á Ísafirði var sett með pompi og prakt á Silfurtorgi í gær. Fjölmenni var í miðbænum og fagnaði upphafi páskahaldsins. Lúðrasveit lék og Benedikt búálfur skemmti börnunum, auk þess sem boðið var upp á tónlistarflutning og leiklist. Til að undirstrika skíðavikustemmninguna var borið fram rjúkandi heitt kakó. Þó að nóg væri af kakói mætti vera meira af snjó í bænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.