Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ENDA þótt kontrabassinn hafi unnið sér sjálfstæðan þegnrétt í strengjahljómsveitum allt frá 16 öld og verið ómissandi grunnrödd í kammersveitum og sinfóníuhljóm- sveitum, þá hefur hljóðfærið ekki fengið að njóta þeirra eiginleika sem það býr yfir sem leiðandi einleiks- hljóðfæri í klassískri tónlist. Í djass- inum hefur þó kontrabassinn verið jöfnum höndum burðarás samleiks og einleiks. Kontra- bassinn er af gömbuætt og göfug fiðlufjölskyldan ekki tekið hann fyllilega í sátt. Þannig eru strengjakvartett- ar nær alltaf skipaðir tveim- um fiðlum, víólu og sellói. Skýringin á þessum skorti á frumsömdum einleiksverk- um fyrir kontrabassa er trúlega sú hversu vandasamt er að leika á hljóð- færið, því löng stökk á milli tóna geta orðið yfrið vandasöm á löngum hálsi svo að leikið sé hreint, eins og sagt er. Tónskáldið Saint Saens lét til að mynda í Karnevali dýranna kontra- bassann túlka þunglamalegar fíls- hreyfingar og reyndar á mjög áhrifa- mikinn hátt. Kontrabassaleikarar verða oft að sætta sig við að leika verk sem hafa verið umskrifuð, endurútsett, frá öðru hljóðfæri, þannig er með ein- leikssvítur J.S. Bach svo eitt dæmi sé tekið. Mesta athygli vekja kontra- bassar hjá tónskáldum þegar sá sem á hann leikur sýnir snilldar- takta, þannig var t.d. með Dú- óið fyrir selló og kontrabassa, sem flutt var á tónleikunum. Rossini heillaðist af leik mesta snillings þess tíma á Ítalíu, Domenico Dragonetti, og sá að kröfuhörðu verki yrði vel í hans höndum borgið. Verk- inu var líka vel borgið í hönd- um Þóris og Örnólfs. Falleg laglína og vel mótuð hljómaði til skiptis frá báð- um hljóðfærum í byrjun og pizzicato- hljómar vel samstilltir og grípandi. Í andante þættinum skorti helst meiri tilfinningu og dýpri tjáningu, stund- um eins og sagt er í hestamennsku, að sleppa meira fram af sér beislinu. Í lokaþætti beitir Rossini skemmtilegri notkun þrástefja, og tæknikröfur eru þar einnig miklar. Styrkur Örnólfs er hreinn tónn og næm tilfinning í samspili, en hann þarf stundum að vera djarfari og meir afgerandi þar sem hann á sviðið einn. Að vissu leyti fannst mér að Hlíf og Sigurlaug hefðu þurft að leika Prokofiev sónötuna, þ.e. seinni þátt- inn, allegro, af meiri eldmóði og leik- gleði. En verkið er tæknilega mjög vandasamt, en er ekki jafngrípandi í fyrstu eins og mörg verk Prokofiev. Enda þótt Rossini hafi aðeins verið 12 ára, þegar hann samdi 6 sónötur fyrir strengjakvartett fyrir 2 fiðlur, selló og kontrabassa voru snilldartök hans slík að undrum sætir. Sónöturnar nr. 1 og 2. , sem fluttar voru á tónleik- unum voru í senn heillandi verk og af- skaplega vel flutt. Tónleikarnir báru í heild vott um vönduð vinnubrögð og góðan samleik. Þórir hreif mann öðrum fremur með næmum leik og einstaklega öruggri tækni, þessir eiginleikar nutu sín ekki síst í svítunni eftir Glíer, þar sem leik- ur Þóris, hvort sem var í djúpum eða háum legum, var mjög sannfærandi. Góður kontrabassaleikari í sviðsljósi. En hvar voru hinir mörgu tónlistar- unnendur á Akureyri? Þeir sem mættu fögnuðu vel og innilega. Kontrabassi í sviðsljósinu TÓNLIST Deiglan á Akureyri Strengjakvartett og dúó úr kvartettinum lék: Sónötur fyrir strengjakvartett nr. 1 og 2 eftir Rossini, þætti úr Svítu f. fiðlu og kontrabassa (upphaflega samið fyrir fiðlu og selló) eftir Gliér, Sónötu fyrir tvær fiðlur eftir Prokofiev og Dúó fyrir selló og kontrabassa eftir Rossini. Tónleikarnir voru haldnir í samstarfi Félags íslenskra tónlistarmanna og Menningardeildar Akureyrarbæjar. Í kvartettinum eru: Hlíf Sigurjónsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlur, Örnólfur Kristjánsson á selló og Þórir Jóhannsson á kontrabassa. Laugardag- inn 3. apríl 2004 kl. 16.00 KAMMERTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson Þórir Jóhannsson Listasafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur er op- ið yfir alla páskana á hefðbund- unum tíma. Söfnin í Hafnarhús- inu og á Kjarvalsstöðum eru opin daglega kl. 10–17. Ásmund- arsafn er opið daglega kl. 13–16. Enn fremur að boðið er upp á leiðsögn í Hafnarhúsi og á Kjar- valsstöðum annan dag páska kl. 15.00. Einn aðgangseyrir gildir samdægurs í hús Listasafns Reykjavíkur; Hafnarhús, Kjar- valsstaði og Ásmundarsafn. Alltaf er frítt fyrir börn undir átján ára aldri og fyrir alla safn- gesti á mánudögum. Listasafn Íslands Lokað föstudaginn langa, páskadag og lokað annan í pásk- um. Aðra daga opið frá kl. 11–17. Söfnin um páskana TÓNLEIKAR verða haldnir í Skálholtsdómkirkju föstudag- inn langa kl. 20.30. Kammerkór Biskupstungna ásamt hljóðfæraleikurum flytur trúarlega tónlist í anda dagsins, þar á meðal Stabbat Mater eftir Pergolesi og Ave Verum eftir Mozart. Sellóleikari er Guðný Jónasdóttir og flautuleikari Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir. Stjórnandi er Hilmar Örn Agn- arsson organisti í Skálholti. Kammerkór Biskupstungna verður 10 ára á næsta ári. Með- limir kórsins eru á aldrinum 12– 16 ára flestir í tónlistarnámi í Tónlistarskóla Árnesinga.. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Kórsöngur í Skálholti ÁGÚST Elvar Vilhjálmsson og Birgir Freyr Birgisson hafa opnað ljósmyndasýningu í Smáralindinni sem ber heitið ,,Sjá þar er maðurinn“. Mynd- irnar sýna samspil manns og náttúru við virkjanasvæði á Ís- landi og voru myndirnar allar teknar árið 2003. Sýningin stendur til 23. apríl og er opin á afgreiðslutíma Smáralindar. Frekari upplýsingar um verk- efnið er að finna á vefsíðunni www.icelandic-photos.com. Ljósmyndir í Smáralind HINN nýstofn- aði sönghópur Rinascente mun halda sína fyrstu tónleika í Nes- kirkju við Haga- torg á laugardag kl. 17. Þar verður flutt tónlist frá endur- reisnartímabilinu sem tengist passíunni og föstudeginum langa. Þar ber hæst frumflutn- ing á verkinu Missa pro defunct- is eftir Orlando di Lasso. Söngvararnir sem skipa Rinascente eru allir ungt söng- fólk, sem hefur stúderað endur- reisnartónlist sérstaklega. Þau eru Hallveig Rúnarsdóttir sópr- an, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Steingrímur Þórhallsson, tenór og organisti, og Hrólfur Sæ- mundsson baríton. Steingrímur, sem er organisti Neskirkju er upphafsmaður Rinascente- hópsins, og valdi í hann raddir sem hann taldi að henta til flutn- ings endurreisnartónlistar. Frumraun sönghóps Hallveig Rúnarsdóttir Á SAMSÝNINGUNNI „Spásser- að í gegnum spegilinn eða lautar- ferðir á óþekktum stöðum“ er boðið upp á margt hnýsilegra verka. Lista- mennirnir fjórir sem þarna eru sam- an komnir eru allir búsettir í Ham- borg í Þýskalandi en koma upphaf- lega úr ólíkum áttum; Íslandi, Kóreu og Þýskalandi. Fyrst ber að telja hér verk Ragn- ars Gestssonar í gryfjunni en það er mjög vel heppnað. Verkið, sem teyg- ir sig frá götum og bakgörðum Kaupmannahafnar til Íslands, er af- rakstur tveggja gjörninga sem Ragnar framdi á götum borgarinnar, væntanlega íklæddur búningi þeim sem sýndur er í gryfjunni (sem greinilega er einkennisbúningur ruslasafnara miðað við myndina á bakinu). Ragnar bjó á götunni, safn- aði þar saman drasli og bjó til úr því klukku sem hangir í miðju rýminu. Klukkan er haganlega gerð miðað við efniviðinn, en er að sama skapi fátækleg. Verkið ber með sér anda liðinna tíma þegar Íslendingar voru fátæk þjóð undir stjórn Dana, kot- bændur sem urðum að gera okkur flest að góðu. Myndbyggingin í Gryfjunni er vel heppnuð, litir og uppröðun styðja hugmyndafræði verksins sem kemst vel til skila. Í öðru verki, sem reyndar tengist verkinu í gryfjunni, er upptaka af Ragnari þar sem hann er í gervi Jóns Sigurðssonar að reyna að stauta sig fram úr þjóðsöng Íslendinga; Lof- söng. Ragnar, eða persónan í mynd- bandinu, heldur engan veginn lagi, hann kann ekki textann og þaðanaf- síður kann hann nokkuð á dragspilið sem hann grípur þegar stutt er liðið á sönglið. Í þessu verki eins og hinu í gryfj- unni, túlkar listamaðurinn sjálfs- mynd Íslendinga. Við erum að reyna að vera þjóð meðal þjóða en það vill ganga brösuglega. Á efri hæð er Ragnar með teikn- ingar af felgum, en þær kallar hann uppskrift að nýrri náttúru. Hug- myndin er áhugaverð en verkið í heild sinni nær ekki þeirri sömu vigt og þau tvö fyrrnefndu klárlega hafa. Barnsleg sýn Hildur Jónsdóttir vex með hverri sýningunni. Í haganlega gerðum tré- litamyndum og meðfylgjandi texta gefur hún okkur innsýn í það hvern- ig barnið í sakleysi sínu upplifir und- ur náttúrunnar. Hún birtir okkur leifturmyndir sem flestir ættu að kannast við, fífla undir húsvegg og skordýr m.a. Verkin eru lágstemmd en virka á mann eins og falleg tónlist gerir. Erlendu listamennirnir eru ekki eins sterkir á þessari sýningu og þau Ragnar og Hildur. Besta verk Stephans Weissflog eru GSM-símar úr gipsi. Símarnir líta mjög raun- verulega út og þeim hefur listamað- urinn dreift nánast handahófskennt um allt safnið. Þeir fylla mann ein- kennilegri tilfinningu. Lögun þeirra og sú staðreynd að GSM-símar standa nú á dögum hverjum manni nálægt eins og skyldmenni eða vin- ur, gerir það að verkum að símarnir eru eins og útburðir, eins og börn sem skilin hafa verið eftir umkomu- laus. Mann langar til að taka símana upp og fóstra þá. Weissflog vinnur meðal annars með raunveruleikann og umsnúning hans og það tekst honum svo sann- arlega í þessu verki. Jeong-Eun Lee birtir okkur verk sem unnið er samkvæmt aldagamalli aðferð við bókagerð. Hún býr til landakort og leiðarlýsingu, en eins og sagt er í sýningarskrá þá eru verkin ekki leiðir um lönd og höf, heldur leiðarvísir til að finna minn- ingar. Á kortinu eru atburðir, rann- sóknir og smásögur. Hugmynd Lee er falleg, róman- tísk jafnvel, en verkið á sýningunni sem slíkt nær ekki að grípa mann. Þóroddur Bjarnason Sjálfs- mynd MYNDLIST Listasafn ASÍ Opið frá kl. 13–17 alla daga nema mánudaga. Til 10. apríl JEONG-EUN LEE RAGNAR GESTSSON STEPHAN WEISSFLOG HILDUR JÓNSDÓTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar Gestsson spreyjar hár sitt og skegg hvítt og býr sig undir að söngla þjóðsönginn. Verkið er eitt af mörgum góðum verkum á samsýningunni Spásserað í gegnum spegilinn. AÐDRÁTTARAFL hippatímans er ótvírætt, og það birtist meðal annars í tíðum uppfærslum á leik- ritum, eða allavega söngleikjum, sem sýna tíðaranda tímabilsins. Sýning Sauðkindarinnar er önnur uppfærslan á hinu gallaða verki Cartwrights á nokkrum vikum, og Hárið bíður handan vorsins. Það er einhver háði blandin fortíðarþrá sem stýrir þessu verkefnavali, og ef hægt er að segja að einhver kjarni sé í lausbeislaðri revíu á borð við Stone Free þá er það einmitt svolít- ið angurvær söknuður eftir sakleysi hippatímans, meðan enn var hægt að tala um Ást og Frið með stórum stöfum, og trúa því að heimurinn hefði í raun breyst til hins betra. Þessi skilningur kemur alveg skýrt fram í sýningu Kópavogsmanna, jafnvel svo að boðskapnum var á köflum ýtt óþarflega kröftuglega að áhorfandanum. Sauðkindin tekur djarfa ákvörð- un þegar leikstjórn sýningarinnar er falin tveimur jafnöldrum hópsins sem hafa enga leikstjórnarreynslu, og varla mikla leikreynslu heldur. Því miður eru vankantar sýning- arinnar augljósir og skrifast að miklu á reikning þessarar stefnu. Reyndar komast þeir vel frá um- ferðarstjórn verksins, mikill fjöldi aukaleikara er ágætlega nýttur til að skapa útihátíðarstemmningu og staðsetningar almennt fumlausar. Hins vegar hafa þeir ekki haft for- sendur til að styðja leikarana við að skapa sterkar persónur eða hjálpa þeim sem minnsta reynslu hafa til að stíga sín fyrstu skref. Fyrir vikið verða fæstar persónurnar eftir- minnilegar eða skýrar hjá hópnum. Einna best koma þau út Unnur Einarsdóttir Blandon sem hefur sterka sviðsnærveru sem nýttist henni vel í hlutverki kynnisins og Egill Viðarsson sem hinn ungi og ástfangni Al. Tónlistin er í forgrunni í verkinu, enda gerist það á tónlistarhátíð. Hljómsveitin var kröftug og vel heima í þyngri hluta efnisskrárinn- ar, Steppenwolf og Jimi Hendrix, en tókst ekki að bregða sér á sann- færandi hátt í hlutverk mýkri spá- manna á borð við Bítlana eða Small Faces, heldur bræddi þá í sama þungarokksmótið. Stone Free er kröftug og litrík sýning hjá Sauðkindinni, en fer ekki á flug í meðförum hópsins, sem skrifast einkum á reikning reynsluleysis leikstjóranna. Þeir hafa vafalaust lært manna mest af þessari vinnu, og ekki annað að ætla en að næsta verkefni þeirra verði betur af hendi leyst, enda benda kostir sýningarinnar til þess að þeir hafi ýmislegt til brunns að bera. Öld sakleysisins LEIKLIST Sauðkindin, leikfélag Mennaskólans í Kópavogi Höfundur: Jim Cartwright, þýðandi: Magnús Geir Þórðarson, leikstjórn: Sverrir Árnason og Arnar Ingvarsson. Félagsheimili Kópavogs miðvikudaginn 31. mars 2004. STONE FREE Þorgeir Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.