Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 28
DAGLEGT LÍF
28 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG heyrði kenningu um daginn
sem segir að ef karlmenn og
konur myndu skiptast á að
eignast börn, þá myndu hjón
aldrei eignast nema þrjú börn,
þ.e. fyrst væri það konan, síðan
maðurinn, síðan konan en svo
stopp: karlmaðurinn gæti þetta
aldrei aftur! Ég heyrði líka
kenningu um að það væri af
náttúrunnar völdum að nýfædd
börn væru alltaf líkust föður
sínum, þetta væri til að efla og
tryggja tengslin við þá (eða til
að forða þeim frá efasemd-
um?!). Svo hef ég heyrt að
hugsanlega væru gen annars
foreldris svo ráðandi að barnið
líktist bara öðru þeirra. Hvað
sem þessu öllu líður þá bíð ég
alla vega spennt eftir því að sjá
hvernig þú átt eftir að þróast
og þroskast í útliti.
Annað sem ég þóttist reynd-
ar viss um áður en þú fæddist
var að þú yrðir í meyjarmerk-
inu. Ég las mér því allt til um
það merki og talaði við tvær
konur sem báðar eiga börn í
Meyjunni. „Hlý, kelin, vandlát,
þrjósk og reglusöm voru lýs-
ingarorð sem báðar konurnar
notuðu.“ Allt þarf að vera í röð
og reglu sagði önnur og há-
vaðasamt fólk eða mikill mann-
fjöldi á ekki mikið við Meyjuna,
sagði hin. Allt þetta sagði ég
við pabba þinn að væri trygg-
ing fyrir því að þú yrðir eins og
hann. Ætli það verði ekki þann-
ig, sagði ég við hann, að þar
sem ég get verið svo mikil
skvetta, munu allir halda að ég
ráði öllu hér á heimilinu, en hið
rétta verður að ég verð með
Meyju og Vog og þið munuð
stjórna þessu öllu!
Við förum bara fínna í hlut-
ina sagði pabbi þinn. Honum
leist greinilega ágætlega á
þessa lýsingu. Þú fæddist hins
vegar tíu dögum fyrir áætlaðan
fæðingardag og ert því lítið
ljón.
DAGBÓK MÓÐUR
Meira eftir viku.
F
ullorðnir eiga það til að spyrja ung-
linga: „Hvenær átt þú að fermast?“
Líkt og það sé skylda eða lögmál að
fermast. Nær væri að spyrja: „Ætlar
þú að fermast?“ En þar sem flestir
fermast gleymist oft að orða spurninguna á þennan
hátt.
Félagslegur þrýstingur á fermingar er töluverð-
ur, en nauðsynlegt er að virða ákvarðanir þessara
ungmenna. Ferming felst m.a. í því að ganga í full-
orðinna manna tölu og fylgja henni gjafir sem gera
unglinginn fjárhagslega sjálfstæðari en áður.
Ákvöðun um að fermast ekki hefur því oft hlið-
armerkingu: „Að tapa af gjöfunum“ eins og það
hefur verið orðað. Þeir sem vilja ekki fermast á
trúarlegum forsendum, hafa möguleika á að
fermast borgaralega. Þeir fara á nám-
skeið og fá fræðslu sem á að nýtast
þeim í lífinu og þeir geta haldið veislu
við útskrift.
Nokkrir unglinga ákveða að
fermast hvorki trúarlega né borg-
aralega eða að halda veislu. Um-
hverfið gerir samt ráð fyrir að
flestallir fermist. Fjölmiðlar gefa
út sérstök fermingarblöð og í ótal
auglýsingum eru freistandi ferm-
ingartilboð. Það þarf því sennilega
að vera með sterk bein í nefinu til að
standast allan þennan þrýsting og
ganga gegn straumnum.
Kemur mörgum á óvart
Þórhildur Stephensen er fædd
1990 og gæti því fermst núna í
vor ef hún vildi. Hún hefur
aftur á móti ákveðið að ganga ekki til prests til að
fermast. Hún er í 8. K. í Hvassaleitisskóla og hún
veit ekki annað en öll bekkjarsystkini hennar muni
fermast í Grensáskirkju.
„Ég er ekki alin upp í kristinni trú og er ekki
skírð, þannig að ég sé ekki tilganginn í því að vera
að fermast,“ segir Þórhildur.
Ef hún hefði viljað, hefði hún mátt fermast, fjöl-
skyldan hefði ekki staðið gegn því, en hún ætlaði
sér aldrei að fermast. „Margir skólafélagar eru
hissa á því að ég ætli ekki að fermast, m.a. vegna
þess að maður fær mikið að gjöfum,“ segir Þórhild-
ur og að flestir virði ákvörðun hennar, bæði jafn-
aldrar og fullorðnir.
Mikil umræða er meðal skólafélaga um allt
það sem tengist fermingum, eins og
veislur, fatnað og gjafir. „Stelpur
tala t.d. mikið um hárgreiðslur og
annan undirbúning en ég tek
eðlilega ekki þátt í því,“ segir
Þórhildur og að ef til vill finn-
ist henni það pínuleiðinlegt
að geta það ekki. „Mér
finnst of mikið gert úr
þessu í samfélaginu,“ seg-
ir hún.
Umræður um
tilvist Guðs
Þórhildur segist taka
þátt í umræðum um tilvist
guðs, en sjálf hafi hún
aldrei trúað á guð. Henni
finnst aftur á móti at-
hyglin á gjafirnar sem
fylgi ferming-
unni vera of mikil og getur ekki hugsað sér að ferm-
ast bara til að fá gjafir.
Þetta er hennar afstaða og aðrir verða að virða
hana. Einhverjir fermast ef til vill fyrst og fremst
vegna gjafanna, en það er einnig skiljanlegt því
mikið er í húfi. Aukabónusinn er í flestum tilfellum
betra fjárhagslegt sjálfstæði. En þess ber að geta
að sum börn hafna þeim hluta fermingarinnar og
einbeita sér fyrst og fremst að hinum trúarlega
þætti. Ástæðurnar á bak við ákvarðanir um að
fermast eða fermast ekki geta því verið nokkrar.
Færri fermast í Svíþjóð
Þórhildur gerir sér þó dagamun í páskafríinu, því
hún fær ferð til Svíþjóðar frá foreldrum sínum. „Ég
ætla að heimsækja vinkonur mínar þar,“ segir hún
og að hún hafi búið í Svíþjóð milli fimm og tólf ára
aldurs. „Það eru mun færri sem fermast í Svíþjóð
heldur en á Íslandi,“ segir hún og að engin af vin-
konum hennar ætli að fermast.
Þórhildur fylgir ákveðinni hefð því fermingar eru
sjaldgæfar innan fjölskyldu hennar; foreldrar
hennar eru ekki fermd og fæst systkini þeirra.
Henni þótti aftur á móti gaman að læra krist-
infræði í skóla. „Mér fannst ágætt að læra um
þetta, og ég hefði einnig vilja læra meira um önnur
trúarbrögð, siði og venjur,“ segir hún.
Þórhildi finnst skólinn ágætur og af áhugamálum
hennar má nefna funk-dans sem hún lærir í Kram-
húsinu, hestamennsku og fótbolta. Eftir grunn-
skóla áformar hún að fara í Menntaskólann við
Hamrahlíð þar sem hún ætlar í kórinn. „Seinna
gæti ég svo hugsað mér að læra fatahönnun,“ segir
hún að lokum.
Ákvað að fermast ekki
guhe@mbl.is
UNGLINGAR | Þórhildur er á fermingaraldri en velur að fermast ekki. Hún tekur þátt í
umræðum um tilvist Guðs og hún virðir ákvarðanir jafnaldra sinna um að fermast.
Vinakaka nokkur, sem geng-ur undir nafninu Hildur,fer nú eins og eldur í sinuum landið. Ekki er ljóst
hvar eða hvenær loginn var tendr-
aður, hér heima eða erlendis, en þessi
leikur sem er ekki ólíkur keðjubréfa-
leiknum, gengur út á það að vinur eða
vinkona kemur í heimsókn til ein-
hvers sem er honum kær, spjallar og
færir viðkomandi deig að gjöf, sem
gert er eftir sérstakri uppskrift. Við-
takandinn skal annast deigið í tíu
daga, hræra í því og hugsa um leið fal-
lega til gefandans. Einnig skal „gefa
Hildi að borða“ svo hún vaxi og dafni
á þessum tíu dögum. Hún gerjast því
á „náttúrulegan hátt“. Á tíunda degi
er svo komið að því að viðtakandinn
uppsker fyrir erfiðið, og skal hann þá
baka úr aðeins einum fimmta af deig-
inu en hina fjóra hlutana skal færa
vinum að gjöf, sem halda áfram að
bera Hildi áfram á milli vina. Þetta
hefur á sér blæ hins kærleiksríka
boðskapar að margfalda og gefa og á
vissan hátt er sama deigið alltaf gefið
áfram, barasta endalaust ef enginn
hættir að gefa deig af sinni hræru!
Og þeir sem hafa smakkað segja
Hildi vera óvenju bragðgóða og safa-
ríka súkkulaðiköku.
Hildur
Hildur á ekki að vera í ísskáp.
Hildur dafnar best við stofuhita.
1. dagur: Þú færð Hildi frá vini þín-
um.
2. dagur: Hrærðu í Hildi 2–3 sinnum
yfir daginn.
3. dagur: Hrærðu aftur í Hildi 23
sinnum yfir daginn.
4. dagur: Hildur er svöng. Gefðu Hildi
2 dl af hveiti, 2 dl mjólk og
2,5 dl af sykri.
5. dagur: Hrærðu í Hildi 2–3 sinnum
yfir daginn.
6. dagur: Hrærðu í Hildi 2–3 sinnum
yfir daginn.
7. dagur: Hrærðu í Hildi 2–3 sinnum
yfir daginn.
8. dagur: Hrærðu í Hildi 2–3 sinnum
yfir daginn.
9. dagur: Hildur er aftur svöng.
Gefðu henni það sama og síðast.
Deildu Hildi síðan í 5 jafna hluta (ca
2 dl hver hlutur). Gefðu fjóra hluta
ásamt uppskriftinni. Fimmti hlutinn
verður eftir hjá þér.
10. dagur: Hildur nr. 5 er svöng.
Gefðu Hildi 1,5 dl olíu,
2,5 dl sykur
3,5 dl hveiti,
1 tsk. salt,
100 g hakkaðar hnetur
100 g saxað súkkulaði,
2 tsk. lyftiduft,
3 egg
2 rifin epli,
2 msk. kanil.
Hrærðu vel saman. Settu Hildi í form
og bakaðu við 170 °C í u.þ.b. 50
mín.–1 klst. (miðað við blástursofn).
Góða skemmtun með Hildi!
Með kærri kveðju frá vini.
BAKSTUR|Vinur gefur deigið og viðtakandi annast það og hugsar fallega til gefandans
Kærleikskakan Hildur
Kökugerð: Bakstur getur verið skemmtilegur og ekki spillir fyrir þegar
vináttan er látin koma þar við sögu.
khk@mbl.is
Örfáar hitaeiningar
Gómsæta bökunardufti› frá
- einfaldlega létt og gott!