Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ný þýsk-íslensk / íslensk-þýsk
orðabók eftir Steinar Matthíasson
BÓKAÚTGÁFA
BRAUTARHOLTI 8 • 105 REYKJAVÍK
SÍMI 562 3370 • FAX 562 3497 • idnu@idnu.is
ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra telur að
fara eigi varlega í breytingar á jafnréttislögum,
inntur eftir viðbrögðum við ummælum dómsmála-
ráðherra í Morgunblaðinu í gær. Þar var haft eftir
dómsmálaráðherra, Birni Bjarnasyni, að jafnrétt-
islögin væru barn síns tíma. Tilefni ummælanna
var niðurstaða kærunefndar jafnréttismála, sem
heyrir undir félagsmálaráðuneyti, um að dóms-
málaráðherra hafi brotið gegn jafnréttislögum
með því að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson í embætti
hæstaréttardómara en ekki Hjördísi Hákonar-
dóttur.
„Það má kannski segja það um alla skapaða
hluti, öll mannanna verk, að þau séu börn síns
tíma. Annars eru þetta tiltölulega ný lög, fjögurra
ára gömul. Án þess að ég vilji útiloka það með öllu
að það kunni að vera þörf á því að þróa þessa lög-
gjöf þá tel ég að þetta mál sem slíkt kalli ekkert
sérstaklega á það. Mér finnst þetta mál ekki kalla
á neina sérstaka endurskoðun laganna,“ segir
Árni.
Hann segir álitið endanlegt í stjórnsýslunni, en
það sé svo undir málsaðilum
komið hvort málið verður rek-
ið fyrir dómstólum. Árni
kveðst enga skoðun hafa á því
hvort niðurstaða kærunefnd-
arinnar hafi verið rétt. „Það
hefur verið mitt mottó í sam-
skiptum mínum við þær úr-
skurðarnefndir sem undir fé-
lagsmálaráðuneytið heyra að
ég hvorki skipti mér af starfi
þeirra né niðurstöðunni. Þær eiga að vera sjálf-
stæðar í stjórnsýslunni og það er mikilvægt að þær
séu það,“ segir Árni.
Eigum talsvert í land í jafnréttismálum
„Ég er hvorki hneykslaður né hissa á þessum
ummælum dómsmálaráðherra. Það eru skiptar
skoðanir á þessu ákvæði laganna og það hefur svo
sem komið upp áður að menn hafa velt fyrir sér
hvort þetta er réttasta framsetningin. Menn hafa
velt fyrir sér þessari túlkun laganna að það beri að
beita jákvæðri mismunum ef karlar í viðkomandi
starfi eru fleiri en konur eða öfugt.
Það hefur hver sína skoðun á því. Þessum lögum
er hins vegar ætlað að tryggja jafnrétti kynjanna.
Það er meginmarkmiðið með þeim. Ég tel að við
eigum talsvert í land í jafnréttismálum og vil fara
mjög hægt í allar breytingar sem gætu orðið til
þess að draga úr árangri á því sviði,“ segir Árni.
Í fullu samræmi við nágrannalöndin
Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmda-
stýra Jafnréttisstofu, segir löggjöf um jafnan rétt
og stöðu karla og kvenna vera í fullu samræmi við
það sem gerist í nágrannalöndunum. „Þessi lög
eru frá 2000, löggjöfin var í heild sinni endurskoð-
uð þá og hún er í samræmi við það sem er að gerast
í kringum okkur. Auðvitað má alltaf endurskoða
lögin, en aðrar þjóðir eru ennþá með sína jafnrétt-
islöggjöf sem gengur út á sértækar aðgerðir. Við
stöðuveitingu ber að líta til kynja- og jafnréttis-
sjónarmiða. Álit kærunefndarinnar virðist vera af-
dráttarlaust í þessu tilviki,“ segir Margrét María.
Félagsmálaráðherra um gagnrýni dómsmálaráðherra á jafnréttislöggjöfina
Málið kallar ekki á
sérstaka endurskoðun
Árni Magnússon
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær 45 ára karlmann í eins
árs skilorðsbundið fangelsi fyrir
stórfellda líkamsárás í Básum í Þórs-
mörk í fyrra.
Maðurinn var ákærður fyrir að
kýla annan mann, hrinda honum í
jörðina, slá og sparka í hann
liggjandi með þeim afleiðingum að
hann kinnbeins- og kjálkabrotnaði
auk þess sem tennur hans brotnuðu.
Að mati dómsins var árás ákærða
óvænt og stórfelld og afleiðingar
hennar gríðarmiklar fyrir brotaþola.
Þurfti hann að gangast undir að-
gerðir vegna beinbrota í andliti og
glíma við sjóntruflanir vegna árás-
arinnar. Var ákærði dæmdur til að
greiða fórnarlambi sínu 300 þúsund
krónur í bætur.
Eins árs fangelsi fyrir
stórfellda líkamsárás
BÍLALEIGAN Hertz ætlar að
bæta um 20–25% við bílaflota
sinn frá síðasta sumri til að
anna mikilli eftirspurn næsta
sumar. Vilhjálmur Sigurðsson,
sölu- og markaðsstjóri Hertz,
segir að bókanir séu að berast
óvenju snemma þetta árið og
allt stefni í metár hjá fyrir-
tækinu.
Í fyrrasumar var bílaleigan
með um 850 bíla en í sumar
mun flotinn telja yfir þúsund
bíla. „Við gætum eflaust bætt
við okkur fleiri bílum yfir
sumarið, eftirspurnin er það
mikil.“ Hann segir ferðamenn
frekar hafa tilhneigingu til að
ferðast á fólksbílum en í hóp-
ferðabílum.
Stefnir í
metsumar hjá
bílaleigum
VIÐRÆÐUM Samiðnar og Rafiðn-
aðarsambands Íslands (RSÍ) við
vinnuveitendur hefur verið frestað
fram yfir páska. Eru viðræðurnar
mislangt komnar varðandi horfur á
samningsundirskrift.
Finnbjörn Hermannsson, formað-
ur Samiðnar, segir að ákveðið hafi
verið að hitta samninganefnd Sam-
taka atvinnulífsins næst á fundi
þriðjudaginn 13. apríl. Telur hann
ágætar líkur á að samningar takist í
þeirri viku án þess að til átaka komi.
Að því loknu verði gengið til viðræðna
við ríkið og aðra viðsemjendur iðn-
aðarmanna. Samningur Samiðnar við
Reykjavíkur gildir fram í október í
haust.
Samninganefnd Rafiðnaðarsam-
bandsins átti sinn annan fund með
Félagi íslenskra stórkaupmanna í
gærmorgun eftir að þeim viðræðum
var vísað til sáttasemjara. Sá hópur
nær yfir vel á annað hundrað raf-
virkja og tæknimanna hjá heildsölum
og þjónustufyrirtækjum í kringum
þá.
Þrýst á viðræður við ríkið
Guðmundur Gunnarsson, formaður
RSÍ, segir að í þessum viðræðum sé
unnið að lausn nokkurra sérkrafna.
Skýr krafa sé uppi um að halda í
markaðslaunakerfið og deilt sé um út-
færslu á því.
Rafiðnaðarmenn hafa einnig verið í
viðræðum við Orkuveitu Reykjavík-
ur. Þeim hefur ekki verið vísað til rík-
issáttasemjara en að sögn Guðmund-
ar eru önnur sjónarmið uppi en í
viðræðum við stórkaupmenn og heild-
sala. Til greina komi að gera samning
aðeins til eins árs og komast að hlið
rafiðnaðarmönnum hjá öðrum orku-
og fjarskiptafyrirtækjum en samn-
ingar þeirra renna út síðar á þessu
ári.
Þá hefur samninganefnd RSÍ verið
í viðræðum við Reykjavíkurborg og
beðið er eftir viðræðum við samninga-
nefnd ríkisins, vegna starfsmanna á
Landspítalanum og RÚV. „Við mun-
um þrýsta á að þessar viðræður fari í
gang eftir páska,“ segir Guðmundur.
Viðræðum við félög
iðnaðarmanna frestað
KANÍNUR hafa til margra
ára hreiðrað um sig í Öskju-
hlíðinni. Nú, eftir til-
tölulega mildan vetur,
koma þær sprækar fram á
sjónarsviðið og fanga at-
hygli þeirra sem erindi eiga
um Öskjuhlíðina.
Margir tengja kanínur
við páskahátíðina fram-
undan en skyldu kanínur yf-
irleitt hafa nokkrar áhyggj-
ur af hátíðarhöldunum?
Þessi sem hér er virtist í
það minnsta sallaróleg og
sat á steini í vætunni og
skoðaði nánasta umhverfi
sitt athugulum augum.
Kafloðin
kanína í
Öskjuhlíð
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
VINNA við Fáskrúðsfjarðar-
göng, jarðgöng milli Fá-
skrúðsfjarðar og Reyðarfjarð-
ar, er á áætlun. Göngin eru
orðin 3.762 metra löng, eða
um tveir þriðju af heildar-
lengd ganganna sem er 5.694
metrar.
Að sögn Ásgeirs Loftsson-
ar, staðarstjóra Ístaks, hefur
gengið hægar að komast í
gegnum jarðlög í þeim enda
ganganna sem liggur frá
Reyðarfirði. Undanfarnar vik-
ur hafi hins vegar gengið
álíka hratt að komast í gegn-
um jarðlög beggja vegna. Sá
endi ganganna sem liggur frá
Fáskrúðsfirði er orðinn 1.942
metra langur en Reyðarfjarð-
arhlutinn er 1.820 metrar. Ás-
geir segir að göngin séu á
áætlun. „Við reiknum með
gegnumslagi í haust,“ segir
Ásgeir og á við að gangaend-
arnir nái saman í haust.
Vinnu við
göngin
miðar vel
áfram
HLÉ hefur verið gert á við-
ræðum grunnskólakennara og
samninganefndar sveitarfélaga
fram yfir páska og næsti
fundur er boðaður miðvikudag-
inn 14. apríl hjá ríkissáttasemj-
ara.
Á vefsíðu Kennarasambands
Íslands segir Finnbogi Sig-
urðsson, formaður Félags
grunnskólakennara, að „him-
inn og haf“ skilji samningsaðila
að en kjarasamningar kennara
hafa verið lausir frá síðustu
mánaðamótum.
Finnbogi segir að hingað til
hafi viðræður einkum snúist
um túlkun á gildandi kjara-
samningi. Á samningafundi sl.
föstudag hafi aðilar þó lýst sig
sammála um að reyna til
þrautar að ná samkomulagi í
vor.
Lagði sáttasemjari fram
hugmyndir um viðræður sem
miðast við að ljúka samningum
við grunnskólakennara fyrir
miðjan maí.
Aðeins sex málum vísað
til sáttasemjara
Deila kennara og sveitarfé-
laga er aðeins eitt af sex mál-
um sem vísað hefur verið til
ríkissáttasemjara frá áramót-
um. Að sögn Elísabetar S.
Ólafsdóttur, skrifstofustjóra
hjá embætti sáttasemjara, eru
þetta óvenjufá mál miðað við
svipaðan tíma í fyrri kjaradeil-
um og hve margir samningar
eru lausir. Bendir hún á að eft-
ir páska sé aðeins einn og hálf-
ur mánuður þar til sumarfrí
hefjist á vinnumarkaðnum.
Mikið ber á
milli í við-
ræðum
kennara