Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Helgafell Goðafoss Pascoal og Atlantico fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Karacharov kemur í dag. Tinno kemur á morgun. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju daga kl. 16–18, sími 867 7251. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif stofa s. 551 4349, fax. 552 5277, mataraðstoð kl. 14–17. Fjölskylduhjálp Íslands Eskihlíð 2–4, í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun matvæla og fatnaðar, þriðjudaga kl. 14–17. Sími skrifstofu er 551 3360, netfang dalros@islandia.is, gsm hjá formanni 897 1016. Mannamót Félag eldri borgara, Ásgarði, Glæsibæ. Fé- lagsstarfið fellur niður um páskana, hefst aftur þriðjudag 20. apríl. FEB óskar öllum eldri borgunum gleðilegra páska. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Reyk- holtsferð miðvikudag- inn 4. maí kl. 13. Skoðuð Snorrasýning og Kirkj- an undir leiðsögn, kaffi, og síðan ekið að Hvann- eyri og skoðuð ull- arvöru- og búvélasýn- ing. Skráning og upplýsingar í Hraunseli í síma 555 0142. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Starfsfólk sendir öllum þátttak- endum samstarfs- aðilum og velunnurum bestu óskir um gleði- lega páskahátíð. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud.: Kl. 18.15, Sel- tjarnarneskirkja, Sel- tjarnarnes. Miðvikud.: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur og Eg- ilsstaðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud.: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ard.: Kl. 10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Gler- árkirkja, Akureyri. Kl. 19.15 Seljavegur 2, Reykjavík. Neyðarsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Samtök lungnasjúk- linga. Opið hús alla mánudaga frá kl. 17–18 í SÍBS-húsinu að Síðu- múla 6 (baka til). OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tartan- brautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl. 10–11.30 alla virka daga. Blóðbankabílinn. Ferð- ir blóðbankabílsins: sjá www.blodbankinn.is. Minningarkort Samúðar- og heilla- óskakort Gídeonfélags- ins er að finna í anddyr- um eða safnaðarheim- ilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrifstofu KFUM&K og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) s. 588 8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minning- arkort Grafarvogs- kirkju eru til sölu í kirkjunni í s. 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykja- vík. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar, minning- arspjöld seld hjá kirkju- verði. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Í dag er fimmtudagur 8. apríl, 99. dagur ársins 2004, skírdagur. Orð dagsins: Þá tók Pétur til máls og sagði: „Sannlega skil ég nú, að Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverj- um þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er.“ (Post. 10, 34–35.)     Á vefnum 200milur.iser fjallað um orð nóbelsverðlaunahafans F.A. Hayeks, um að eftir því sem ríkið geri meiri áætlanir, verði erfiðara fyrir einstaklinginn að gera þær: „Þessi sígildi boðskapur […] birtist í Leiðinni til ánauðar, sem kom út árið 1944. Ráða- gerðir ríkisins draga úr ráðagerðum einstakling- anna. Hayek taldi að stjórnmálamönnum gengi venjulega gott eitt til þegar peningum skattgreiðenda væri var- ið í þágu göfugra mark- miða. En hann benti jafnframt á, að nið- urstaðan yrði oftar en ekki önnur en stefnt væri að í upphafi. Einu gilti þótt ásetningurinn væri góður. Ríkið hefði ekki sömu yfirsýn yfir þarfir fólksins og hinn frjálsi markaður, þess vegna tækist því sjaldn- ast vel upp. Ástæðan fyrir því að þetta er rifjað upp hér, er nýlegt ríkisátak í at- vinnumálum. […] Kald- hæðnislegt að á sama ári og til stendur að styrkja nýsköpun í atvinnulífi á landsbyggðinni með sér- stöku átaki, stendur líka til að veikja öflugustu at- vinnufyrirtækin á lands- byggðinni með sérstöku átaki. Arðbær sjáv- arútvegsfyrirtæki, horn- steinn byggðar um allt land, verða skattlögð sérstaklega með auð- lindaskatti á meðan Byggðastofnun kaupir hlutabréf og rekur „vel mótuð stuðningsverk- efni“ fyrir stórfé. Þver- sagnakennt í meira lagi!     Sérstaka athygli vekurað Byggðastofnun ætlar að kaupa hlutabréf í sjávarútvegsfyr- irtækjum fyrir 90 millj- ónir. Með öðrum orðum: Ríkið hyggst taka sneið af hagnaði sjávarútvegs- fyrirtækjanna í ríkissjóð með auðlindaskatti. En jafnframt að taka pen- inga úr ríkissjóði til að kaupa hlutabréf í sjáv- arútvegsfyrirtækjum! Telja stjórnmálamenn í alvöru að þeir séu betur til þess fallnir að ráð- stafa hagnaði fyrirtækj- anna en stjórnendur og eigendur þeirra?     Markmið stofnunar ogeinkavæðingar Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hf. (FBA), með samruna og sölu at- vinnugreinasjóða rík- isins, var að draga ríkið út úr sögu óarðbærra fjárfestinga og lánveit- inga, sem jafnframt buðu heim hættu á pólitískri spillingu og fyr- irgreiðslu. Hið þver- sagnakennda lands- byggðarátak er skref í öfuga átt. Hér er ekki verið að gagnrýna ein- stök fyrirtæki sem njóta styrkjanna eða halda því fram að óreyndu að ein- stakar styrkveitingar byggi á pólitískri spill- ingu eða fyrirgreiðslu. Megintilgangurinn er að benda á að orð Hayeks eiga jafnvel við í dag og fyrir 60 árum.“ STAKSTEINAR Orð Hayeks Víkverji skrifar... Víkverji skrifaði á dög-unum um umferð- armenningu í Þýskalandi og bar hana saman við þá um- ferðarmenningu eða ómenn- ingu sem oft tíðkast hér á landi. Svo virðist sem sú ábending hafi fundið hljóm- grunn hjá mörgum og meðal annars barst Víkverja bréf frá þýskri konu, sem búið hefur á Íslandi frá árinu 1949, sem þakkaði Víkverja skrifin og sagði m.a. að í Þýskalandi væru menn aldir upp við það frá unga aldri að sýna kurteisi og taka tillit til annarra og þetta birtist í um- ferðarmenningunni. Þjóð- verjar geti vissulega virst frekir – rétt eins og margir Íslendingar. Reynsla Víkverja er sú að ákaflega gott er að sækja Þjóðverja heim og ferðast þar. Þjónusta og hjálpsemi alls staðar til fyrirmyndar þótt þeir þyki einhverra hluta vegna fyr- irferðamiklir þegar þeir sjálfir eru í útlöndum. Þar er þó oftar en ekki um misskilning að ræða þar sem það sem telst vera ágeng framkoma í einu landi þarf alls ekki að vera það í Þýskalandi. Þá er það kostur að Þjóðverjar þekkja oft vel til Íslands og taka Ís- lendingum vel – og leggja sig stund- um fram um að skilja íslensku, eins og íslenskur sjómaður í Hamborg fékk að reyna þar sem hann var staddur í bókaverslun og vildi fá keypt frímerki og umslag. Ekki skildi afgreiðslukonan orð á borð við stamp og envelope eða leikræna tilburði sem gripið var til. Loks brást Íslend- ingnum þolinmæðin og hreytti út úr sér í bræði á eigin tungu hvort konan gæti ekki aulast til að láta hann fá frí- merki og umslag. Sú þýska varð þá öll eitt bros og svaraði: „Aha, Frei- marke und Umschlag. Kein Problem.“ x x x Ein þeirra borga semVíkverji heimsótti af- ar oft á Þýskalands- dögum sínum var Berlín eða Vestur-Berlín í þá daga. Tók ferðalagið á bíl um Austur-Þýskaland reyndar allt frá tveimur tímum og upp liðlega tuttugu tíma mest. Berlín var og er einstaklega lif- andi borg enda margt af ungu fólki þar og alþjóð- legur og frjálslegur blær á borginni og hún um margt ólík öðrum borgum í Þýska- landi. Víkverji er því hæstánægður með að Icelandair hefur ákveðið að fljúga beint til Berlínar í sumar og því hægt að komast þangað fyrir hóflegt verð og án þess að ferðast langar leiðir í bíl eða lest. Gaman er að dveljast í borginni, þar er ákaflega líflegt og fjöl- breytilegt næturlíf, mikið um að vera í listum endalaus söfn sem hægt er að skoða o.s.frv. Eða þá bara að eyða dögunum á rölti um borgina, kíkja inn á kaffihús eða bari. Reuters Frá ástargöngunni í Berlín sem haldin hefur verið árlega frá falli Berlínarmúrsins. Jacques Prévert – fyrirspurn ÉG er að svara fyrirspurn um sýninguna „Paris at Night“ sem verið er að setja á svið í Borgarleik- húsinu. Þar er lögð fram spurningin hverjum hafi dottið í hug að gefa sýning- unni nafnið sem það ber. Svarið er Jacques Pré- vert sjálfum, því þó að ljóð- ið sé ort á frönsku ber það enskan titil frá hendi höf- undarins sjálfs. Þar sem sýningin dregur nafn sitt af ljóðinu verður auðvitað að notast við nafnið sem höf- undurinn gaf því. Þannig að þetta er ekki enn eitt dæmið um áhrif enskrar tungu á íslenskt þjóðlíf, þó svo að í því máli verð ég að vera sammála höfundi bréfsins. En auð- vitað er þetta ekki vel þekkt og óvenjulegt í sjálfu sér að ljóðið beri enskan tit- il en er skrifað á frönsku, þannig að ekki má ljá nein- um fyrir að bera fram slíka fyrirspurn. Það eru aðeins þeir sem lesið hafa ljóðið á frönsku sem vita það og ef við horfumst í augu við staðreyndir eru þeir örugg- lega ekki mjög margir. Í fyrsta lagi kunna flestir best við að lesa ljóð á sinni eigin tungu til að njóta þeirra sem best og svo er það líka að franskan er flókið tungumál, ekki allra að ná fullkomnri stjórn á henni og flest ungmenni í dag kjósa heldur að læra þýsku. Ljóðunnandi. Hvað er Kaupás að gera? ÉG er ein af viðskiptavin- um Krónunnar á Hvaleyr- arbraut í Hafnarfirði. Mig langar að vita hvað varð um unga verslunarstjórann. Að mínu mati og margra ann- arra hefur hann staðið sig frábærlega vel og laðað að marga nýja viðskiptavini með sínu góða viðmóti og þjónustulund. Ég vil hann aftur! Hans er sárt saknað. Hildur, 180964-5929. Tapað/fundið GSM-sími týndist NOKIA 3310 með bláu glæru fronti í mosgrænum vasa týndist sl. mánudag á leiðinni frá Pizza Hut, Sprengisandi meðfram Elliðaánum og upp í Heið- mörk. Skilvís finnandi hafi samband í síma 588 4880, Jóhanna eða 860 1206, Hildur. Leðurveski týndist BRÚNT lítið leðurveski týndist líklega í leið 150 milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sl. þriðjudag. Í veskinu voru m.a. ferm- ingarpeningar eigandans. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 565 1050 eða 659 4443. Leðurjakki týndist SVARTUR kvenleður- jakki, stuttur, týndist á Vegamótum laugardags- kvöldið 3. apríl. Jakkinn er sérrenndur og sérsaumað- ur. Um er að ræða uppá- haldsflík sem er sárt sakn- að. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar hafi samband í síma 697 9975 eða 581 2146. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 saggi, 4 deila, 7 heið- ursmerkið, 8 báran, 9 nöldur, 11 grassvörður, 13 hæðir, 14 ákveðin, 15 listi, 17 jurt, 20 bók- stafur, 22 eldstæði, 23 rotnunarlyktin, 24 japla, 25 fæddur. LÓÐRÉTT 1 eklu, 2 hagnaður, 3 duglega, 4 snúra, 5 odds, 6 korns, 10 vænan, 12 skjót, 13 flóns, 15 vind, 16 rásar, 18 talaði um, 19 kvendýrið, 20 egna, 21 nota. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hrakyrðin, 8 kofan, 9 tómur, 10 nón, 11 terta, 13 afræð, 15 skarf, 18 hraks, 21 jór, 22 árita, 23 elgur, 24 tillöguna. Lóðrétt: 2 refur, 3 kenna, 4 rotna, 5 ilmur, 6 skot, 7 gráð, 12 Týr, 14 far, 15 smáð, 16 aðili, 17 fjall, 18 hregg, 19 angan, 20 sorg. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.