Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Steinunn Þor-steinsdóttir fæddist i Ólafsvík 28. júní 1924. Hún lést á Landsspítalanum í Fossvogi sunnudag- inn 28. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Sigríður Sigurgeirs- dóttir, f. á Arnar- stapa 8.10. 1898, d. 10.5. 1976, og Þor- steinn Guðmundsson, f. í Fróðárhreppi 16.10. 1895, d. í Ólafsvík 22.5. 1957. Systkini Steinunnar eru: Guðrún, f. 8.10. 1920, d. 18.7. 1921, Sig- urður Ríkharð, f. 16.1. 1926, d. 28.9. 1998 og Geir, f. 13.9. 1931. Steinunn giftist árið 1941 Lár- usi Guðmundi Sveinssyni, f. 19.3. 1919, en hann drukknaði 27.9. 1947. Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 24.3. 1942, maki Snæbjörn Að- alsteinsson, börn þeirra eru; a) Steinunn, f. 30.12. 1960, maki Magnús Þórarinsson, börn þeirra Steinar Bjarki, f. 30.7. 1983 og Kristín, f. 16.4. 1987. b) Aðal- steinn, f. 29.10. 1962, maki Elsa Sigurbjörg Bergmundsdóttir, synir þeirra Snæbjörn, f. 21.4. 1987 og Hólmkell Leó, f. 12.3. 1991. c) Lára Guðmunda, f. 28.6. 1969, maki Magnús Þorsteinn Magnússon, synir þeirra eru Nikulás Snær, f. 14.2. 1995 og Pat- rekur Snær, f. 15.3.2004. 2) Þór- heiður, f. 10.1. 1945, búsett í Dan- mörku, maki Kurt Christian Hilbrecht. Börn þeirra eru: a) Lárus Bjarne, f. 13.9. 1966, b) All- an, f. 5.10. 1971, maki Helle Have, dóttir þeirra er Ellen, f. 14.1. 2003 og c) Thor, f. 21.4. 1975, unnusta Krestina Skirl. Seinni eiginmaður Steinnunnar var Haukur Sig- tryggson, f. 1.9. 1924, d. 21.3. 1998. Börn þeirra eru: 1) Lára Guðmunda, f. 15.7. 1950, d 17.5. 1951. 2) Þorsteinn Reynir, maki Kristín Bjargmundsdóttir. Börn þeirra eru: a) Steinunn, f. 12.11. 1972, dóttir hennar Anna Kristín Krist- insdóttir, f. 30.8. 1996, og b) Haukur, f. 2.8. 1978. 3) Guð- björn Smári, f. 12.12. 1953. 4) Rut, f. 10.1. 1960, búsett i Danmörku, maki Peter Lund. Börn þeirra eru Heiða Kristín, f. 31.8. 1983, Jenný Lára, f. 17.5. 1985 og Lína Katrín, f. 14.11. 1994. 5) Hilmar Þór, f. 18.3. 1961, maki Sigurbjörg Jóns- dóttir. Börn þeirra eru Helga, f. 18.6. 1985, Fannar, f. 17.4. 1988 og Jón Haukur, f. 12.10. 1992. Steinunn, eða Steina Þorsteins eins og hún var venjulega kölluð, ólst upp hjá foreldrum sínum í Efstabæ í Ólafsvík. Á unglingsár- um eftir að hún lauk barnaskóla- námi stundaði hún bæði fiskvinnu og vann sem vinnukona í Reykja- vík í fáein ár. Rétt fyrir tvítugt kynntist hún fyrri manni sínum og hófu þau búskap í Garðarshúsi í Ólafsvík. Árið 1946 byggðu þau sér einbýlishús sem þau nefndu Arnarhvol nú Ennisbraut 8 í Ólafsvík. Steina bjó alla sína ævi í því húsi eða þar til haustið 1998 er hún fer á Dvalarheimilið Jaðar nokkrum mánuðum eftir að hún missti seinni mann sinn Hauk Sig- tryggsson. Útför Steinunnar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 10. apríl og hefst athöfnin klukk- an 14. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku mamma, blessuð sé minn- ing þín. Smári. Þó látinn sért, þú lifir nú á landi hans er gaf þér trú. Þar munu vinir mæta þér á meðan biður eftir mér. Þó sorgin heim mig sækir nú þá samt ég bíð í von og trú. Ó, vilt þú Guð mér vera hjá og vota mína þerra brá. Á kveðjustund við komun nú og krjúpum öll í þökk og trú. Við biðjum hann, sem alheim sér um eilífð vaka yfir þér. (Elínborg B. Vagnsdóttir.) Okkur langar að minnast móður okkar, ömmu og langömmu Steinu, eins og hún alltaf var kölluð, nokkr- um orðum. Mamma var alltaf glöð og hress, alveg sama hversu erfitt lífið var fyrir hana. Við minnumst alla tíð heimsókna hennar og pabba til Dan- merkur og hversu gaman var fyrir okkar börn að kynnast þeim þó að þau ættu heima langt í burtu. Alltaf voru þau tilbúin að taka á móti okkur og barnabörnunum er við komum til landsins. Við þökkum fyrir allt, mamma mín. Þín verður sárt saknað. Rut og Heiða. Kær mágkona okkar hefur nú kvatt. Það var stutt á milli Miðbæjar og Efstabæjar í Ólafsvík og náin tengsl á milli barnanna sem ólust upp í þeim húsum á millistríðsárunum og tengdust traustum vináttuböndum í leik og störfum við þær þjóðfélags- aðstæður sem víðast tíðkuðust í sjáv- arþorpum á Íslandi. Börnin uxu úr grasi og gerðust fullorðið fólk og hún Steina í Efsta- bæ, eins og hún var jafnan kölluð á þeim tíma, varð konan hans Lárusar bróður okkar. Við fylgdumst með hvernig þau um tvítugt hófu búskap af miklum dugnaði og myndarbrag, reistu sér fljótlega glæsilegt ein- býlishús, í næsta nágrenni við heim- ili okkar, og eignuðust tvær yndis- legar dætur, sem voru fyrstu systkinabörn okkar og gleðigjafar allra í föðurfjölskyldunni. Lárus stundaði sjóinn af miklu kappi sem skipstjóri, en Steina sá um dæturnar og heimilishaldið. Efnahagurinn fór ört batnandi og lífið virtist brosa við þessu unga fólki með fögur fyrirheit um framtíðina í þessu vaxandi sjáv- arþorpi. En þá skall örlagaaldan yf- ir. Lárus drukknaði ásamt bróður sínum Sigurði og öðrum skipverja við innsiglinguna að Ólafsvíkurhöfn og Steina var orðin ekkja með 2 dæt- ur, 2ja og 4 ára, aðeins 25 ára að aldri. Bjartsýni og létt lund Steinu fleytti henni yfir hina miklu erfið- leika, og naut hún samheldni fjöl- skyldunnar. Hóf hún þá störf utan heimilisins. Eftir fá ár naut hún þeirrar gæfu að kynnast góðum manni Hauki Sigtryggssyni, útgerð- armanni í Ólafsvík, og gengu þau í hjónaband. Var það okkur öllum fagnaðarefni að þar tókst vel til og hve vel hann reyndist dætrum Lár- usar. Mikil og góð tengsl voru alla tíð milli heimilis foreldra okkar og Steinu og Hauks, enda stutt á milli. Ekki aðeins dætur hennar og Lár- usar voru þar tíðir gestir heldur einnig börn hennar af síðara hjóna- bandi, sem voru jafn kærkomin á heimili foreldra okkar. Það var líka gaman að umgangast Steinu. Hún bjó yfir smitandi gleði og átti auðvelt með að umgangast fólk á öllum aldri, náði alls staðar tengslum og var afskaplega vinsæl. Heimili hennar og Hauks stóð nán- ast um þjóðbraut þvera, þar var ávallt opið hús fyrir vini og kunn- ingja, auk þess fjölda sjómanna og aðkomumanna sem störfuðu við út- gerð Hauks og áttu við hann erindi. Einnig stóð heimili þeirra í næsta nágrenni við hús héraðslæknisins, þangað sem margir áttu erindi en að- eins lítil og þröng biðstofa þar fyrir hendi. Fóru því margir til Steinu og sátu þar á eins konar biðstofu og þáðu kaffi og uppörvandi spjall með- an beðið var þar viðtals við lækninn. Að leiðarlokum kveðjum við kæra mágkonu með virðingu og þökk eftir langa samleið. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við inni- lega samúð. Blessuð sé minning Steinunnar Þorsteinsdóttur. María, Solveig og Sæunn. Það fyrsta sem ég man eftir voru kökurnar, kleinurnar, mikið af þeim og alltaf heitar. Mikill fjöldi fólks í mat og kaffi alla daga ársins og mörgum sinnum á dag, alltaf fullt af fólki. Þarna dvaldi ég ungur löngum stundum, alltaf með mjólkurglas og borðaði heita kryddköku, núna verð ég að baka sjálfur mínar kryddkökur eftir uppskrift þinni, Steina mín, sem ég fékk hjá þér í fyrra. Á seinni árum var alltaf stoppað hjá Steinu og var þá mjólkurglas sett á borðið og kryddkaka við hliðina. Núna hugsar maður með undrun til baka hvernig þú, Steina mín, hafð- ir bæði krafta og tíma til að taka á móti öllu þessu fólki sem datt inn í mat eða kaffi. Alltaf vissir þú, Steina, margt um ættfræði, hverjir voru skyldir okkur, hvernig þeir tengd- ust. Hafði ég gaman af að hlusta og spurði margt um eldri tíma. Steina hafði ákveðnar skoðanir og var hún ekki að fela þær ef hún var spurð. Elsku frænka, þakka þér fyrir all- ar þær stundir sem ég átti hjá þér. Fjölskyldu þinni sendum við innileg- ustu samúðarkveðjur. Ómar og fjölskylda. STEINUNN ÞORSTEINSDÓTTIR Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, EGILÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, lést föstudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 10. apríl kl. 14.00. Baldur Konráðsson, Guðrún Agnarsdóttir, Sigríður Baldursdóttir, Kjartan Valdimarsson, Líney Baldursdóttir, Óskar Guðjónsson, Sævar Baldursson. Ástkær stjúpfaðir minn og bróðir, PÉTUR PÁLSSON, Skálahlíð, áður Túngötu 39, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 10. apríl kl. 14.00. Birgir Steingrímsson, Gunnar Pálsson, Páll Pálsson, Gísli Pálsson, Jóhannes Pálsson, Sigrún Hansdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN JENSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 4. apríl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 13. apríl kl. 13.30. Kristján Stefánsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Antonío Orpínell, Kristján Kristjánsson, Sigrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og móðursystir, ELÍSABET HALLGRÍMSDÓTTIR, Eyjaseli 3, Stokkseyri, lést á Ljósheimum, Selfossi, þriðjudaginn 30. mars sl. Útförin fer fram frá Kotstrandarkirkju laugar- daginn 10. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Ljósheima. Högna Sigurðardóttir, Móeiður Sigurðardóttir, Andrea Oddsteinsdóttir. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, BJARNA EINARSSONAR fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og aðstoðarforstjóra Byggðastofnunar, Brekkugerði 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Jóni Snædal lækni og hjúkrunarfólki á Landa- koti fyrir frábæra umönnun og stuðning við okkur í veikindum hans. Gíslína Guðrún Friðbjörnsdóttir, Anna Margrét Bjarnadóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Einar Björn Bjarnason, Guðrún Þóra Bjarnadóttir, Gunnlaugur Jón Rósarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.