Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 29
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 29 1 4 4 4 Ertu að leita þér að nýjum skóm? Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir útskriftarhópa og alla sem vilja upplifa ævintýr Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s JAPANSKI hönnuðurinn Miki Fukai var í hópi þeirra fjölmörgu fatahönnuða sem sýndu hönnun sína á fatnaði fyrir næsta haust á tískuvikunni í London, sem haldin var seinni hluta febr- úarmánaðar. Fukai valdi sér hins vegar efni- við sem ekki er vitað til að er- lendur fatahönn- uður hafi áður kosið að sýna á tískuviku í London, íslensku ullina, sem finna mátti í peysum, kjól, hatti, hönskum og prjónaðri kápu. Íslenska fyrirtækið Ístex var meðal helstu stuðningsaðila hönn- uðarins, og að sögn Karin Atlason, markaðsstjóra Ístex, er það hluti af stefnu fyrirtækisins að vinna með ungum hönnuðum í þeim tilfellum þar sem sérkenni íslensku ullar- innar falla vel að hugmyndum hönn- uðarins. „Við unnum með Miki og hennar fólki allt frá því snemma í haust við að prófa mismunandi gerðir af garni og ræddum hönn- unina út frá því,“ segir Karin og tel- ur línu Fukai gefa fyrirtækinu tækifæri á að nálgast hóp ungra tískuunnenda víða um heim. Fukai sjálf hefur verið önnum kafin frá því tískuvikunni lauk, m.a. við að kynna línu sína í París og eins við að útbúa kynningarlínu fyr- ir Japansmarkað. „Ég vildi senda frá mér línu sem einkenndist af þykkum og efnismiklum klæðum og þegar ég sá íslensku ullina fyrst þá féll ég samstundis fyrir þyngdinni og olíukenndri áferðinni,“ er haft eftir Fukai í fréttatilkynningu frá Ístext. En þetta er þriðja árið sem Fukai, sem áður starfaði fyrir hönn- uðinn Justin Oh, sýnir eigin hönn- un.  TÍSKA | Íslensk ull á tískuviku í London ca tw al ki ng .c om Hnésíður kjóll, þykk og hlýleg peysa og kápa, allt úr íslenskri ull. Féll fyrir olíu- kenndri áferð ullarinnar Hönnuðurinn: Miki Fukai.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.