Vísir - 17.08.1981, Blaðsíða 12
12
Mánudagur 17. ágúst 1981
VÍSIR
Matseöill
helmillsins
llún erönfiröingur, hann er Vestmanaeyingur — pau eru hjón og
búa ásamt börnum sinum i Kópavogi. Þegar þið Iltið á matseðil
þeirra Jóhönnu Ingimundardóttur og Hóberts Granz, þarf hcldur
ekki að fara i grafgötur um það að leita uppruna þeirra hjónanna.
Við fögnum þvi að fá matseðil, þar sem báöir aðilar leggja sitt af
mörkum og þökkum hjónunum kærlega fyrir.
—ÞG
Mánudagur
Djúpsteikt stórlúða Orly
Hrásalat
Kartöflur
Remolaði-sósa
Eftirréttur:
Bláber með rjóma.
Þriðjudagur
Lundi —
reyttur, sviðinn steiktur og soð-
inn.
Brúnaðar kartöflur
Grænar gaunir
Steiktur ananas
Asfur
Tómatar — agúrkur
Lundasósa.
Lundinn á morgun á að vera
reyttur, sviðinn, steiktur og soð-
inn. Undirbúningur hafinn og
hér eru þau Jóhanna og Róbert
að byrja á byrjuninni að reyta
lundann.
Eftirréttur:
Is og eldur
1 þennan eftirrétt má nota
hvaða ís sem er, en við kjósum i
þetta sinn vanilluis. Setjum
fyrst ávaxtabita- helst appel-
sinubita — i botninn á eldföstu
móti, þá er isinn settur i miðj-
una. Eggjahvitum og sykri
þeytt vel saman og sett yfir is-
inn og i kringum hann i mótinu.
Siðan bakað i 200 gr. heitum ofni
þar tilljósbrúntaðofan (ca. 7-10
minútur).
Miðvikudagur
Sigin grásleppa
Kartöflur
Smjör
Heimabakað seytt rúgbrauð.
Eftirréttur
Þykkur hrisgrjónagrautur.
Lifrapylsusneiðar.
Uppskrift:
Seytt rúgbrauð
1 kg rúgmjöl
400 g heilhveiti
4 tsk. lyftiduft
1 1/2 bolli sykur
Bleytt vel i þessu með volgu
vatni og mjólk, sem er blandað
til helminga. Bleytt i þar til
deigið er orðiö þykkt. Þá er
komið aö bakstrinum. Brauöiö
verður aö baka i lokuðu formi,
járnbox er ágætt, annars hefur
llka tveggja litra mjólkurferna
reynst afar heppileg fyrir þenn-
an bakstur. Þá er deigiö sett að
ofan i tóma fernuna og henni
siðan lokað aftur. Bakaði^Ogr.
heitum ofni I rúman sólarhring.
Fimmtudagur
Bútungur
— heilsaltaður soðinn smá-
þorskur —
Kartöflur
Jóhanna lngimunaaraottir og Kóbert Granz ásamt börnum sinum tveimur.
Soðnar gulrófur og gulrætur
Agúrkur
Hangiflot.
Eftirréttur
Skyr meö berjasaft.
Föstudagur
Heimalagaöar steiktar ýsuboll-
ur
Kartöflur
Grænar baunir
Brún sósa
Rabarbaramauk (sulta)
Eftirréttur:
Blómkálssúpa.
Laugardagur
Kæst skata
Kartöflur
Gulrófur
Hamsatólg.
Eftirréttur:
Rabarbaragrautur
Tvibökur.
Sunnudagur
Heilsteiktur lambabógur
Bakaðar kartöflur
Rauðrófur
Hrásalat
Maiskorn
Asiur
Tómatar — agúrkur
Avaxtamauk
Sveppasósa
Eftirréttur:
Heitur rommbúðingur
Niðursoðnir ávextir
Hindberjasaft eða rjómi.
P.S.
Hrásalatið, sem verður með
lambasteikinni, er vinsælt á
heimilinu og ákaflega einfalt að
búa það til. Salatblöð og epla-
bitar sett i skál, majones og
þeyttum rjóma blandað saman
og hellt yfir.
Blómkálstíminn gengur í garð
- hvernlg frystum við káiið?
Hratt flýgur timinn, gúrku- og
tómatatfðin liðin og grænmetisal-
manakið sýnir að timi blómkáls-
ins sé i hlaöinu. Þá er að nýta þá
tið áður en sú rennur úr greipum
okkar, kiló af blómkáli kostar i
dag kr. 29.50. Margur hefur ef-
laust hug á að kaupa meira en eitt
meira cn tvö kiló af blómkáli til
að stinga í frysti og geyma til
mögru dagana, þegar upskeruhá-
tfðir eru langt að baki. Því ætlum
við ofurlítið að fjalla um frystingu
blómkáls og grænmetis almennt.
Heimildir okkar sækjum við I litiö
kver um frystingu matvæla sem
gefið er út af Kvcnfélagasam-
bandi tslands.
Þá snúum viö okkur fyrst að
frystingu grænmetis.
Flestþað grænmeti, sem venju-
lega er soðið, er vel fallið til að
Umsjón:
Þórunn
Gestsdóttir
geyma i frosti, en siöur þaö sem
borðað er hrátt. Best er að sjálf-
sögðu að grænmetið sé fyrsta
flokks vara og nýupptekið. Þegar
um heimaræktað grænmeti er að
ræöa, ætti ekki að þurfa að liða
meira en 2-3 klukkustundir frá þvi
að það er tekið úr garði (helst að
morgunlagi) og þar til það er
komið i frystinn. Margar teg-
undir grænmetis missa mjög
fljótt ferskleika sinn og
næringargildi, einkum ef- það er
geymt i heitu herbergi, svo að æt-
ið ætti að geyma það I kulda, ef
ekki er hægt að frysta það strax.
Veljið hæfilega þroskað grænmeti
til frystingar, fullþroskað en ekki
ofþroskað.
Af grænmetistegundum, sem
eru taldar vel fallnar til
frystingar má nefna: blómkál,
grænkál, rósakál, spinat, ýmsar
tegundir af baunum og ertum.
Auk þess niðurskornar gúrkur,
niðurskoriö hvitkál og rauökál.
tómatmauk, sveppi, lauk og gul-
rætur (meö öðru grænmeti) og
einnig kryddjurtir svo sem stein-
selju, dill, kjörvel, graslauk og
fleira.
Grænmetiö á aö hreinsa og út-
búa áöur en það er fryst, svo aö
þaö sé tilbúiö i pottinn. Til þess að
grænmetið varðveitist sem best
og næringargildi þess haldist,
þarf að sjóða upp á flestum teg-
undum og kæla snögglega, áöur
en búiö er um það i frost. Astæðan
til þessarar upphitunar er marg-
þætt.meðal annars stöðvast starf-
semi gerhvata, sem annars valda
óæskilegum efnabreytingum i
grænmetinu i frosti (bragð og
litarbreytingar) einnig er hún
gerð til að reka út loft (súrefni),
sem örvar skemmdir, og til að lit-
urinn verði bjartari og sterkari.
Allt grænmeti.sem venjulega er
soðið, áður en það er borið fram,
verður að hita eða sjóða og kæla
áður en þaö er fryst. Nákvæmni
verður aö hafa við þessa suðu,
þar sem of langur eða of stuttur
timi getur eyöilagt gæði græn-
metisins eftir frystingu, breytt
bragði, útliti og næringargildi
þess. Best er aö þessi suða fari
þannig fram: Hafið riflegt
sjóðandi vatn i potti (um 6 litra
fyrir 1 kg af grænmeti), setjið
grænmetið i gatasigti eða vir-
körfu niður i sjóöandi vatni, svo
að bæði gangi fljótt aö koma þvi
niöur i og taka það upp. Fylgist
siðan nákvæmlega með suðutim-
anum og reiknið frá þvi augna-
bliki, er suðan kemur upp aftur.
Taki það of langan tima að suðan
komi upp aftur, má stytta suðu-
timann litið eitt. Það þykir
reynast betur að hafa suðuvatnið
ósaltað. Nota má sama vatnið til
að sjóöa upp á fleiri skömmtum
af sömu tegund grænmetis. Sé bú-
ið um margar tegundir af græn-
meti i einu (til dæmis blandaö
grænmeti i súpu eða jafning),
verður að sjóba upp á hverri teg-
und um sig, svo að þær fái allar
rétta meðferð og nákvæman
suðutima, eftirþvi sem best á við.
Grænmetið er siðan tekið beint
upp úr suðuvatninu, þegar tíminn
er kominn og sett I kælivatn,
annaö hvort vatn með Ismolum
eða rennandi vatn. Nauðsynlegt
er að kæla vandlega, þvl að
annars heldur grænmetiö áfram
að meyrna og tapar bragöi og
næringargildi sinu. Aætla má á-
lika langan tima til að kæla það
og suðutiminn er. Þegar græn-
metiðer vandlega kælt, er vatniö
látið siga vel af þvi, áður en búið
er um það I frystiumbúðunum.
Frystiö grænmetið siðan svo
fljótt sem hægt er eftir aö búið
hefur verið um það.
Frysting blómkáls
Blómkál má frysta i heilum
hausum eöa i smáhrislum og
geymist það mjög vel i frosti, sé
það ekki laust i sér. Þægilegra er
að áætla suðutlmann og búa um
það, ef það er tekið i sundur, en
vill missoöna ef það er I heilu lagi.
Suðutimi fyrir frystingu er 6-8
minútur.ef um heila hausa er að
ræða, en 2-3 mfnútur I smáhrisl-
um, og svo soðiö i 4-5 minútur við
notkun aftur eftir frostið, en 5-10
minútur ef þaö er heilt. Sé blóm-
kál fryst heilt, má hola út stilkinn
áður, svo það soðni jafnara.
—ÞG