Vísir - 24.08.1981, Síða 12

Vísir - 24.08.1981, Síða 12
12 Mánudagur 24. ágúst 1981 MATSEBILL VIKUNNAR Nú er naö nýja kjöllð og grænmellð Berta snorradóitir leggur tn seðllinn Berta Snorradóttir leggur okkur til matseOil vikunnar aO þessu sinni, en hún rekur verslunina Peysudeiidina i MiObæjarmarkaOi. Matargerö hefur löngum veriö mikiö áhugamál Bertu og hæfni hennar rómuö af þeim sem til þekkja. Nú þegar nýtt kjöt og nýtt grænmeti er óöum aö koma I versianir er alveg upplagt aö nota þaö sem mest, enda sjáiö þiö aö á matseöl- inum er mikil áhersla iögö á grænmeti. Berta heldur heimili með syni sinum Vigni og þó fjölskyldan sé litil er mikiö lagt upp úr matseld og henni hollri. Undirstööugóöur morgunverður sem samanstendur af grófu brauöi, eggjum, græn- meti og góöum osti er mikilvægur f augum þeirra og síðan góö, næringarrik máltfö aö kvöldi. Viö látum hér fylgja hugmyndir frá Bertu og þá áskorun hennar að misbjóöa ekki þvf góöa hráefni sem nú er fáanlegt meö of mikilii suðu. Þetta á jafnt viö um grænmeti sem kjöt og fisk. Soðiö græn- meti á að vera þaö stinnt aö nota þurfi hnif og gaffal á það, en ekki mauksoðiö. — JB. Mánudagur: Soðinn silungur nýjar kartöflur gulrætur isl. smjör Súrmjólk m/rifnum eplum Þriöjudagur: Soðið lambakjöt m/karrýsósu og hrisgrjónum, Nýtt grænmeti flæöir inn i verslanir þessa dagana og ærin ástæöa til aö nýta sér þaö meöan þaö er sem ferskast. soðnar rófur og gulrætur (og fyrir alla muni passið nú að mauksjóða hvorki grænmetiö né kjötið!) Miðvikudagur: Ýsuflök steikt i isl. smjöri m/léttsteiktum lauk og græn- kálsjafningi, tómötum og agúrkum. Aprikósugrautur m/rjóma Fimmtudagur: Sænskar kjötbollur blómkálshaus m/smjöri og raspi soðnar kartöflur tómatar eða hrásalat Ferskir ávextir Sænskar kjötbollur — uppskrift: 250 g nautahakk 250 g kindahakk 1 dl rasp 1 1/2 dl mjólk l egg hvitlaukssalt köd- og grill krydderi (Knorr) salt og pipar. Raspið er bleytt upp i mjólk- inni, eggið þeytt og hakkið hnoðað saman við. Mótaðar litl- ar bollur (ca. á stærð viö jarðar- ber) og steikt i isl. smjöri. Blómkálshausinn er soðinn heill. Gróft fiskirasp er hitaö I Isl. smjöri og þvi hellt yfir kálið. Þetta hljómar einfalt, en smakkast alveg frábærlega vel. Föstudagur: Kjötsúpa úr nýja kjötinu m/grænkáli, hvítkáli, gulrófum, lauk og rófum. Grænmetið er aðeins léttsoðið. Ef ég nota grjón i kjötsúpu, vel ég kurlað bygg sem fæst i Náttúrulækningabúðinni. Laugardagur: Lambasmásteik m/hvitkáli og grænkáli hrásalat hrisgrjón, heitt snittubrauð Ef einhver hefur enn pláss eftir þennan saðsama rétt, er upp- lagt aö bjóöa ferska ávexti. Lambasmásteik — uppskrift: 1 kg. lambakjöt, má vera úr læri eöa framhrygg 2 laukar 1—2 hvitlauksrif smátt saxað hvitkál smátt saxað grænkál 1/2—1 tsk timian 1/2—1 tsk rósmarin 2 msk isl. smjör 2 msk hveiti Þaö telst vist ærinn starfi yfirleitt aö reka verslun, en Berta Snorra- dóttir á fleiri áhugamál eins og til dæmis matargerö, útivist og annaö til viöhalds heilsunni. Skerið kjötið i gúllasbita og veltið upp úr hveitinu. Steikið siðan upp úr smjörinu og sjóðið i litlu vatni i ca. 30 minútur. Þegar suðan er rúmlega hálfnuð þek ég kjötið með söx- uðu grænkáli og það aftur með hvitkálinu og leyfi þessu að malla með það sem eftir er timans. Gott er aö bæta i þetta smávegis af sýrðum rjóma. Sunnudagur: Lambakótilettur, grillaðar ef veður leyfir, annars snögg- steiktar á pönnu. Soðið broccoli hrásalat soðnar kartöflur Creme fraiche sauce Oriental (Knorr) Súrmjólkurfromage Uppskrift: 800 g súrmjólk 200 g sykur 2 tsk vanilla 12 blöð matarlim 4 egg 1/2 1 rjómi saxað súkkulaði og vinber. Til hátiðabrigða þær helgar sem veður hamlar útiveru, er upplagt að bjóða upp á gott rauðvin og kaffi og kóniak á eft- ir matnum, eða þennan heita drykk, sem ég læt uppskrift fylgja að og þykir hinn ljúffengasti bætir á heimilinu. 100 g súkkulaði á móti einum pela af rjóma Eg nota til helminga suðu- súkkulaði og átsúkkulaði. Það er brætt i rjómanum við vægan hita. Setjið einfaldan koniak i hvert glas og fyllið upp með heitu súkkulaði. FER ARNAR Margir þjást af þvi vandamáli að svitna undir öllum mögulegum og ómögulegum kringumstæöum, sjálfum sér og oft á tiðum öðrum til ama. Það telst þó mjög eölilegt að svitna og er oft hreinlega bráðnauösynlegt, til dæmis þegar fólk er með mikinn hita, dvelst i heitu loftslagi eöa er undir andlegri pressu. Flestir svitna mest þegar þeir eru spenntir á taugum og kviönir eða áhyggjufullir. Þá streymir vatnið út um allar svitaholur, þó sérstaklega undir höndum og fót- um. Margs konar efni eru á SVIT- TAUG- A ÞÉR? markaðnum sem stilla eiga svitanum i hóf. Sum gera litiö annað en halda svitalyktinni i skefjum, en önnur eiga hreinlega að koma i veg fyrir að við svitn- um um of. Lyktarefni ýmiss konar geta verið ágæt til sins brúks, en ef vandamálið er stórt er áhrifarikara að nota sterkari efni, og þá sjaldnar. „Aluminium klórið” i vatnslausn er tilvaliö til sliks. Þaö fæst i litlum glösum i mörgum apótekum og er kallað alurona. Er þaö lyktarbætt og ágætt að nota einu sinni til tvisvar i viku á þá staði sem hvaö erfiðast gengur aö halda þurrum. — JB. Fótraki getur oft á tiöum veriö mikiö vandamál og erfitt. Efni þaö sem getiö er um i greininni er upplagt til aö halda honum i skefjum. Er þá Alurono boriö á fæturna reglulega einu sinni til tvisvar i viku. Og svo er náttúru- lega dagiegur þvottur og tiö sokkaskipti númer eitt, tvö og þrjú! Gætíð vel að grænmetinu Nýtt grænmeti er i sviðsljósinu á siðunni i dag og þvi gripum við niður i nokkrar ráöleggingar Sig- rúnar Daviðsdóttur um meöferð þess: 1. Grænmeti er best að geyma á svölum stað, gjarnan i rúmum plastpokum, þannig að hvergi þrengi aö þvi og það missi ekki raka sinn. Þið getið t.d. sogið loft úr pokanum. 2. Margs konar aukaefni eru oft notuð við ræktun grænmetis og þvi er áriðandi að þvo það mjög vel fyrir notkun, þaö sem ekki er afhýtt. 3. Grænmeti er best aö gufusjóða, sé það soðiö a annaö borð. Það má gera með þvi að nota sérstakan pott, en einnig er hægt að láta grænmetið i sigti, setja þaö yfir sjóðandi vatn, láta lok yfir og sjóöa i gufunni. Ef þið sjóðið þaö I vatni, er best að skella þvi út i bullandi vatn og helst sem mest, þvi að þá er suðan fljótari að koma upp aft- ur og suðutiminn styttri. Gætið þess að sjóða grænmetið ekki of lengi, þvi annars missir það af næringargildi sinu og verður auk þess hálfleiöinlegur matur. 4. Sumir mæla með að grænmeti sé soðið i léttsöltuöu vatni, 1 tsk i hvern litra, þvi það hindri út- streymi efna úr grænmetinu. Einnig er bragðið sagt vera betra og liturinn fallegri. 5. Ef rótarávextir eru orðnir þurrir eða skorpnir er upplagt að taka blöðin af og leggja ávextina i kalt vatn. 6. Ekki er ráðlegt að hita græn- meti, þvi i flestum tegundum er köfnunarefni, nitrat, sem getur breyst i skaðlegra efni. Best er að kæla grænmeti sem fyrst eftir suöu og geyma sem stystan tima á köldum staö, áður en það er borðað.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.