Vísir - 24.08.1981, Page 32
Mánudagur 24. ágúst 1981.
síminner86611
Veöurspá
dagsins
Við strönd Grænlands vestur
af Snæfellsnesi er 990 mb. lægð
og lægðardrag úti fyrir Norður
landi þokast norður. Heldur
kólnar i veðri.
Suðurland til Breiðafjarðar:
Sunnan eða suðaustan kald
og rigning i fyrstu, suðvestan
stinningskaldi með allhvössum
skúrum, þegar kemur fram á
daginn.
Vestfirðir:
Sunnan kaldi og siðar suð-
vestan stinningskaldi. Skúrir.
Strandir og Norðurland vestra:
Sunnan og siðar suðvestan
kaldi, en sums staðar stinnings-
kaldi, einkum þegar kemur
fram á daginn. Skúrir.
Norðurland eystra til Aust-
fjarða:
Suðvestan kaldi, bjart veður
að mestu, en skúrir á stöku stað
siðdegis.
Suð-Austurland:
Suðvestan kaldi og siðar
stinningskaldi. Rigning fram
eftir morgni. Siðar skúrir, en
bjart með köflum til landsins.
VeöPiö hér
og Uar
Kl. 6 i tnorgun:
Akureyriskýjað 9, Bergenskýj-
að 11, Helsinki alskýjað 10,
Kaupmannahöfn léttskýjað 14,
Osló léttskýjað 10, Reykjavik
rigning 8, Stokkhólmurléttskýj-
að 11, Þórshöfn alskýjað 11.
Kl. 18 i gær:
Aþenaheiðskirt 27, Berlinskýj-
að 14, Chicago mistur 26, Fen-
eyjar skúr á siðustu klukku-
stund 18, Frankfurt skýjað 16,
Nuukskýjað6, Londonléttskýj-
að 20, Luxemburg skýjað 15,
Las Palmasléttskýjað 23, Mall-
orka léttskýjað 25, Montreal’-.;
hálfskýjað 26, New York létt-
skýjað 26, París léttskýjað 19,
Róm skýjað 25, Malaga heið-
skirt 23, Vinskúr 15, Winnipeg
skýjað 26.
LOki
segir
Viö unnum Nigeriumenn I
landsleiknum, en KSl tapaði -10
milljónum gkróna á leiknum.
En kannski að þetta snúist við,
þegar landsliðiö mætir Dönum á
miövikudaginn.
.Þetta er ðskhyggla
h|á ráðamönnum ISAL’
- seglr Hlörleitur Gullormsson um ummæii Ragnars Haiidórssonar, aö coopers
og Lybrand hafl mötmælt túikun ráðherra
„Þetta er óskhyggja hjá for-
ráöamönnum isal þvi eftir þvi
sem ég best veit hefur engin at-
hugasemd borist hingaö til ráöu-
neytisins frá Coopers og Lybrand
varöandi túlkun okkar á þeim
gögnum, sem þeir hafa látiö okk-
ur i té,” sagöi Hjörleifur Gutt-
ormsson, iönaöarráöherra, þegar
Visir bar undir hann frétt, er birt-
ist á baksiöu Visis á laugardag-
inn, þar sem haft var eftir Ragn-
ari Halldórssyni, forstjóra ísal,
aö hann vissi til þess aö slik at-
hugasemd heföi verið send ráöu-
neytinu.
1 fréttinni er meðal annars haft
eftir Ragnari: „Mér er kunnugt
um, að endurskoðunarfyrirtæki
Coopers og Lybrand hefur mót-
mælt skriflega vissum atriöum,
sem iðnaðarráðherra hafði gefið
opinberar yfirlýsingar um.” Enn-
fremur kemur fram að Coopers
og Lybrand hafi ekki viljað stað-
festa ummæli, sem fram hafi
komið I fréttatilkynningu frá
iðnaðarráðuneytinu sem send var
fjölmiðlum 16. júli siöastliöinn, og
sagt að þar hafi verið um ranga
túlkun iðnaðarráðherra að ræða.
„Ég hef þessar upplýsingar frá
fulltrúum Coopers og Lybrand,
sem hér voru á ferð i byrjun
ágúst. Þessir fulltrúar, Mr. Gil-
bert og Mr. Weiss, lýstu þessu yf-
ir munnlega við endurskoðendur
isals,” sagði Ragnar þegar hann
var nánar inntur eftir heimildum
frásagnar hans.
„Það er ekki venja endurskoð-
enda að gefa fjölmiðlum upp það
sem þeim fer á milli i einkasam-
tölum,” sagði Eyjólfur K. Sigur-
jónsson, annar endurskoðenda
Isals, þegar Visir bað um stað-
festingu á ummælum Ragnars,
,,en ég get sagt það að það kom
fram i máli fulltrúa Coopers og
Lybrand að þeir voru mjög undr-
andi yfir þvi hvernig skýrsla
þeirra hafði verið notuð af ráðu-
neytinu. Þar hefði vissum atrið-
um verið slegið upp án þess að
gera grein fyrir nauðsynlegum
forsendum.” —TT.
Enn stendur stríöiö um lokunartíma verslana og bregða kaupmenn á ýmis ráð til
að sinna þörfum viðskiptavina sinna. Verslunarmaðurinn Árni Einarsson i sam-
nefndri verslun í Vesturbænum tók upp það nýmæli á laugardag að lána viðskipta-
vinunum vörur út um dyrnar, en lögreglan, sem hélt vörð í dýrum verslunarinnar,
fékk ekkert að gert og lokaði því augunum fyrir lánaversluninni. KÞ/Vísism. Þráinn.
Kaninn sækir
sjúkan Rússa
Þyrla frá Varnarliðinu sótti
sjúkan sovéskan sjómann um
borð i sovéskan verksmiðjutog-
ara um hádegi i gær. Skipið var
statt um 250 sjómilur SV af
Reykjanesi og eftir rúmlega
fimm stunda flug lenti þyrlan
klukkan 17.15 á þyrluvellinum við
Borgarspitalann. Sjómaðurinn
var með alvarlegan nýrnasjúk-
dóm, en ekki fengust upplýsingar
um liðan hans i morgun.
Ósk um að sækja sjómanninn
barst Slysavarnarfélaginu
klukkan hálf þrjú á laugardaginn.
Skipið Vyborgskaja Storona var
þá statt um 450 sjómilur SV af
Reykjanesi. Vegna veðurs var
aðgerðum frestað þangað til á
hádegi i gær og fór sem fyrr
sagöi, þyrla frá varnarliöinu og
með henni læknir. Veður var þá
þokkalegt, þar sem skipið var,
utan þaö að öldugangur var mik-
ill, en vel gekk að flytja manninn i
þyrluna.
Eldsneytisvél af Herkules gerð
fylgdi þyrlunni, en hún þurfti að
taka eldsneyti tvisvar á leiðinni.
__________________— HPH.
Bakkið gengur
slysalaust
Hallgrimur Marinósson hefur
haldið ótrauður áfram hringferð
sinni um landið á öfugum bil og i
nótt gisti hann á Hótel Reynihlið
við Mývatn. 1 morgun hélt hann
áfram til Akureyrar og verður
þar um hádegisbil. A morgun
verður Blönduós áfangastaðurinn
en ferðinni mun ljúka I höfuð-
borginni á föstudag. —TT.
Upptökur á kvennamyndinnl að hefjast:
„HLAKKA TIL ÞESSA VERKEFNIS
- segir Julíe Chrlstle
Hingaö til landsins er kominn
hópur enskra kvikmyndageröar-
rnanna, sem dveljast mun hér-
lendis til mánaöarloka til aö taka
upp hluta úr kvikmynd, sem fjall-
ar um konur. Allt starfsfólk
myndarinnar eru konur. En þaö
sem mesta athygli kann aö vekja
hér, er aö annaö aöalhlutverkiö er
i höndum leikkonunnar Julie
Christie og er hún með i förinni
nú.
Hópurinn kom á laugardaginn
og ók samdægurs ppp I Húsafell i
Borgarfiröi, en þar verður gist
meðan á dvölinni stendur.
Hópurinn hélt blaðamannafund
i Reykjavik strax eftir komuna til
landsins. Þar var Sally Potter,
leikstjóri og einn þriggja höfunda
handrits i forsvari. Sagði hún
myndina segja frá tveimur kon-
um, Ruby, leikin af Julie Christie
og Celeste (leikin af Colette La-
font).
Sá hluti myndarinnar, sem tek-
inn verður hér, er gullæðishlutinn
meö Julie Christie i öndvegi.
Hvers vegna var ákveðið að
mynda þann hluta hér? Kvik-
myndatökumaðurinn, Babette
Mangolte, varö fyrirsvörum.
Landslagiö hér minnti á þær
auðnir, sem veriö hefðu sögusvið
gullæðisins, andstæður birtu og
skugga þjónuðu enn fremur til-
gangi þess táknmáls, sem þær
óskuðu eftir.
Fyrst sinnar tegundar
A blaðamannafundinum kom
fram, að þetta yrði fyrsta enska
kvikmyndin i fullri lengd, sem
gerð er eingöngu af konum.
Sally Potter var spurð, hvers
vegna Julie Christie heföi orðið
fyrir valinu,til þess aö trekkja
áhorfendur eða vegna tengsla
hennar við málstað kvenna?
Svarið var skýrt og skorinort:
„Við völdum frk. Christie vegna
þess, aö hún er góð leikkona, en
einnig vegna þess, að andlitið er
vel þekkt og myndar þannig eina
af þeim tilvitnunum, sem viö
leituðum eftir.”
Julie Christie var spurð, hvort
hún hefði þegar rekiö sig á mun-
inn á þvi að vinna með konum að-
eins, og sagði hún hann vera aug-
ljósan. „Maður þarf ekki að út-
skýra viðhorf sin sem konu, þau
eru tekin sem sjálfsagður hlut-
ur.” Hún sagðist hlakka til þessa
verkefnis, það yrði kærkomin til-
breyting frá þvi sem hún væri
vön. Julie Christie hefur nýlokið
við gerð franskrar myndar og
hefst handa að nýju strax aö lok-
inni töku kvennamyndarinnar við!
aðra. „Ariö framundan er full-■
bókaö”, sagði hún. —MS.