Vísir - 27.08.1981, Page 8
8
Fimmtudagur 27. ágúst 1981
vtsm
r-v-vjP
Urgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
'Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarf réttastjóri: kjartan Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen-
,drup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna
Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena
Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaðamaöurá Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig-■
mundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. utlitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eirikur
Jónsson. ..
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrif stofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Áskrif targjald kr. 80 á mánuði innanlands og verð i lausasölu
5 krónur eintakið.
Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Húsnæðismiðlun fllDVðudandaiagsíns
Umræður um mikinn húsnaeð-
isvanda í Reykjavík hafa valdið
miklu írafári í herbúðum Al-
þýðubandalagsins í borginni. Nú
á að rjúka upp til handa og fóta,
kaupa 20 notaðar íbúðir og breyta
þeim í leiguhúsnæði sem borgin
leigi síðan út. Jafnframt vill Al-
þýðubandalagið koma á fót
leigumiðlun á vegum Reykjavík-
urborgar og helst fasteignasölu
líka. Alþýðubandalagið hefur
þegar tekið að sér að skammta
félögum verkalýðshreyf ingar-
innar laun og íbúðarhúsnæði að
stórum hluta með sívaxandi
áherslu á byggingu verkamanna-
bústaða. Nú vill Alþýðubanda-
lagið líka yf irtaka leigumiðlun og
fasteignasölu og eflaust vill
flokkurinn þá einnig taka að sér
úthlutanir á fatnaði og mat til
borgarbúa. Kerfiðskal vera með
nefið ofan í hvers manns koppi.
í sjálf u sér er ekkert við það að
athuga, að Reykjavíkurborg festi
kaup á 20 íbúðum og leigi út til
viðbótar þeim 900 íbúðum sem
borgin á fyrir. Það er í hæsta
máta eðlilegt að borgin eigi íbúð-
irog leigi sínum skjólstæðingum.
En það er hins vegar í hrópandi
mótsögn við hið ríka einstakl-
ingseðli Islendinga, að ætla að
leggja æ meiri áherslu á að al-
menningur búi í leiguhúsnæði eða
sérstökum verkamannablokkum,
einsog Alþýðubandalagið stefnir
að. islendingar hafna siikri kerf-
isforsjá.
Eftir að farið var að verð-
tryggja lán geta menn ekki leng-
ur látið verðbólguna um að eyða
þeim skuldum sem stofnað er til
við kaup á íbúðum eða byggingu
nýrra. Fyrir nokkrum árum var
það engum áhyggjuefni að
steypa sér í skuldir langt um-
f ram það sem skynsamlegt sýnd-
ist þegar íbúðarkaup voru annars
vegar. Vextir voru stórlega nei-
kvæðir og fáir gerðu sér rellu út
af þvi, þótt aldraðir væru á fáum
árum rændir öllu því,sem nurlað
hafði verið saman til elliáranna.
AAikið var byggt á kostnað spari-
fjáreigenda, sem að miklum
hluta voru gamalt fólk. AAeð
raunvöxtum og verðtryggingu
útlána gerbreyttist þetta í einu
vetfangi og nú óar fólki við að
steypa sér í stórskuldir, hefur
hreinlega ekki efni á því. Al-
mennar íbúðabyggingar dragast
því óhjákvæmilega saman nema
gripið verði til ráðstafana í því
skyni að létta undir með þeim er
kaupa eða byggja sér íbúðir.
Alþýðubandalagið vill leysa
þessi mál með því að hið opin-
bera byggi leiguíbúðir upp á líf
og dauða fyrir þá. sem ekki geta
byggt. Hinir sem vilja byggja
eiga að fá langtímalán er nemur
80 - 90% af kaupverði, svo fremi
að kaupendur séu svo illa launað-
ir að þeir hafi vart til hnífs og
skeiðar. AAeð þessu móti hyggst
Alþýðubandalagið halda óánægju
láglaunafólks í skef jum. Það fær
ekki keypta íbúð nema það sé á
sultarlaunum og mætti halda að
þeir hjá Vinnuveitendasamband-
inu haf i hvíslað þessu snjallræði í
vinstra eyra Alþýðubandalags-
ins.
Auðvitað verður að breyta
þessu kerfi á þann veg að allir
sem vilja kaupa íbúð eða byggja,
fái lán til 30 - 40 ára er nemi allt
að 90% af kaupverði eða bygg-
ingarkostnaði. AAeð fullri verð-
tryggingu þessara lána verður
f jármagnsútveg un ekkert
vandamál. Hafði raunar verið
mörkuð stef na í þessa veru þegar
Svavar Gestsson settist í stól fé-
lagsmálaráðherra. Beið hann
ekki boðanna, heldur knúði í gegn
breytingar í anda Alþýðubanda-
lagsinstil þessað koma í veg fyr-
ir eflingu Byggingarsjóðs ríkis-
ins. AAeð því að svelta hið al-
menna veðlánakerfi hyggst rík-
isstjórn Alþýðubandalagsins
herða tökin á verkalýðnum með
því að skammta honum íbúðir
gegn því að hann sætti sig við lág
laun. Þeir sem brjótast undan
láglaunaokinu geta svo valið um
það að leggja á sig drápsklyfjar
skammtímalána við ibúðakaup,
eða leita á náðir leigumiðlunar
Alþýðubandalagsins.
Biasiö iii
orrustu
AAagnús Bjarnfreðsson
skrifar um væntanlegt
formannskjör á næsta
landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins og spáir endur-
kjöri Geirs Hallgrímsson-
ar. En erfiðleikarnir bíði
samt bak við næsta horn.
„Það er nú einu sinni svo
að það er erfitt fyrir
mann að reka af sér
slyðruorð í pólitík, hvort
sem hann á það skilið eða
ekki", segir AAagnús í
grein sinni.
Um hclgina birtist grein i
Morgunblaöinu eftir Gisla Jóns-
son, menntaskólakennara á
Akurcyri um væntanlegt for-
mannskjiir i Sjálfstæöisflokkn-
um. Þetta er merkileg grein
fyrir margra hluta sakir. i
fyrsta lagi er hún hreint
sniildarverk, hvaöa skoöun sem
menn hafa á þvi máli, sem um
er fjallaö. Það þarf raunar eng-
um aö koma á óvart, þvi Gisli er
mikill snillingur I meöferö is-
lensks máls og þar aö auki
húmoristi og baráttumaöur i
senn. Kollegar hans i kennara-
stétt mættu gjarna láta nem-
endur sina lesa þessa grein
aftur og aftur til þess aö sýna
þeim, hvernig setja má skoö-
anir fram hispurslaust og tæpi-
tungulaust og setja kjarna skoö-
ananna i dagsljósiö án þess aö
vefja hann i þungar umbúðir.
En trúlega er Gísli ekki aö
skrifa um formannskjör i rétt-
um flokki til þess aö svo megi
veröa!
Herhvöt
í öðru lagi er grein Gísla
merkileg fyrir þá sök að hann
blæs til orrustu, kastar striös-
hanskanum fyrir landsfund
Sjálfstæðismanna. Margar
greinar hafa verið skrifaöar um
sama efni af fólki, er hefur svip-
aðar skoðanir og GIsli á Jieim
vandamálum, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn á viö að glima, án
þess að þær hafi komið sliku róti
á hugi manna og hans grein.
Þær hafa einhvern veginn verið
loömullulegar lofritgerðir,
flestar hverjar, hallelúja án
þess að menn vissu fyrir
hverju væri hrópaö. Þar skilur
á milli snillingsins og hinna
viljugu og velmeinandi flokks-
puðara.
Hér skal ekki fleiri orðum
farið um grein Gisla. Hún er
listaverk, sem verður aö tala
fyrir sig sjálft.
Fleira mun þó þurfa til en
greinina eina til þess aö leiöa
vandamál Sjálfstæðisflokksins
til lykta. Ekkert formannskjör
er heldur eitt fært um það, hver
svo sem kosinn veröur og
hversu mikil samstaða sem
kann aö myndast um nýjan for-
mann á landsfundinum. Það
viðurkenna að ég held allir
Sjálfstæðismenn. Hinum ný-
kjörna formanni verður mikill
vandi á höndum, hver sem hann
verður.
Geir vafalausf formaður
Þótt ég taki svona til orða er
ég þó næsta viss um að Geir
verði áfram formaður flokksins.
1 fyrsta lagi hefur æðsta stjórn
flokksins svo mikil völd við val
fulltrúa á landsfund aö vonlitiö
er fyrir menn, sem ganga i ber-
högg við hana, að smala þangað
miklu fylgi. í ööru lagi verður
ekki komið auga á það að for-
mannsskipti myndu ein sér
leysa nokkur vandamál flokks-
ins. Eftir sem áður rikir djúp-
stæður ágreiningur um afstöðu
til rikisstjórnarinnar og það er
fásinna að sleppa þvi að ágrein-
ingurinn er lika um afstöðu til
málefna, framtiðarþróunar
þjóðfélagsins. Um margt virð-
ast andstæðingar og stuðnings-
menn rikisstjórnarinnar innan
raða Sjálfstæöisflokksins vera
sammála, en þaö dylst engum
að þeir eru lika ósammála um
marga hluti.
Báðir þessir armar eru
ihaldssamir. Þeir vilja hægfara
breytingar á ýmsum sviðum
þjóðlifsins, ef nokkrar. Að
stjórna er að veita viðnám, gætu
veriö einkunnarorð þeirra
beggja. Þeir virðast samstiga i
þvi að láta úrelt lög og reglur
halda sér í þjóöfélaginu og vilja
miklu heldur loka augunum
fyrir þvi að þau séu þverbrotin
en breyta þeim, og eiga þvi ekki
svo litla sök á þvi upplausnar-
ástandi og litilsvirðingu fyrir
lögum og rétti, sem vaða uppi i
þjóðfélaginu. 1 efnahagsmálum
greinir þessa arma þó verulega
á. Annar armurinn er sjálfum
sér samkvæmur þar og vill láta
allt dóla i hefðbundnu fari en
hinn er mun róttækari og vill
gera harkalegar breytingar. Sá
armur styður Geir, en skoðanir
hans i efnahagsmálum hafa
ekki fengið hljómgrunn meðal
kjósenda. Er ekki fráleitt að
formaðurinn gjaldi þess nokk-
uð, þegar rætt er um endurkjör
hans.
Hvernig formaöur?
En hvernig formaöur hefur
Geir reynst og hvernig mun
hann reynast? Fortiðin er ljós.
Honum hefur ekki tekist aö
sætta striðandi öfl innan flokks-
ins, en sennilega er rangt að
kenna honum einum um það.
Liklega hefur það veriö á einsk-
is manns færi, eins og allt er i
pottinn búið. Hann hefur leitt
flokkinn til mikilla sigra, en
einnig verið leiðtogi hans, þegar
illa hefur gengið. Hvoru tveggja
hefur hann tekið með jafnaöar-
geði. Um heiðarleika hans og
einlægni sem manns verður
ekki deilt. Um hitt má fremur
deila, hvort hann hafi til að bera
þá snerpu og á stundum hörku,
sem formaður stórs stjórnmála-
flokks þarf að geta beitt hvenær
sem er. Þá leikur einnig vafi á
þvi að hann hafi ávallt valið sér
heppilega ráðgjafa,.hvort held-
ur er varðandi almannatengsl
eöa stjórnarathafnir. „Pýra-
midakerfiö”, sem gafst vel i
í#)orgarstjóratið hans, þegar
hann gat alltaf reitt sig á mjög
vel hæfa skoðanabræður i
embættismannastétt, gafst ekki
eins vel, þegar hann þurfti að
skipta við andstæöinga i hinum
ýmsu stéttum þjóðfélagsins sem
forsætisráðherra.
Úr þvi hvernig formaður Geir
reynist, verður framtiðin að
skera. Vafalaust hefur hann
margt lært, enda maðurinn vel
greindur og þar að auki sáttfús
að eðlisfari. Erfiðleikarnir biða
samt á bak við næsta horn, rétt
eins og þeir hafa verið. Það er
nú einu sinni svo að það er erfitt
fyrir mann aö reka af sér
slyöruorð i pólitik, hvort sem
hann á það skilið eða ekki. Geir
hefur óneitanlega fengið það á
sig, bæði vegna hikandi aðgeröa
i eigin flokki og i stjórnarat-
höfnum, þegar ólöglegum aö-
geröum og óheiðarlegum áróðri
var miskunnarlaust beitt til
þess að brjóta niður það, sem
hann freistaði aö byggja upp. i
þeirri gagnrýni sameinuöust
bæði fylgismenn og andstæö-
ingar.
Vafalaust fær Geir nokkur at-
kvæði i formannskjöri út á þaö
eitt, að engin önnur lausn sé
sjáanleg. En það er spá min að
þrátt fyrir allt muni honum
takast sem endurkjörnum for-
manni að rétta nokkuð viö það
álit sem hann með réttu eða
röngu nýtur. Til þess hefur hann
bæði hæfileika og buröi, ef hann
lætur sjálfstæða dómgreind sina
eina ráða gjörðum sinum.
Magnús Bjarnfreðsson