Vísir - 24.09.1981, Page 1

Vísir - 24.09.1981, Page 1
ÍSLAND AFTUR I HEIMSFRÉTTUNUM - eftir jafntefli 1:1 gegn TéKkóslóvakíu í undankeppni neimsmeistara- keppninnar i knattspyrnu í gærkvöldi Það var mikil gleöi á Laugardalsvellinum i gærkvöldi þegar island gerði jafntefli við Tekkóslovakiu i undankeppni HM i knattspyrnu eins og þessar myndir Gunnars Andréssonar ljósmyndara okkar sýna. önnur sýnir Helga Danielsson formann landsliðsnefndarinnar I knattspyrnu og Atla Eðvaldsson faðm- ast i leikslok, og sú efri er frá fagnaðarlátum I áhorfendastúkunni, en þar gekk oft mikiö á. Visir er með fjórar Iþróttasiður i dag, á blaðsiðum 15, 16, 17 og 18, og þar segjum við nánar frá leiknum i máli og myndurn. -klD- Arnmundur Bachmann skipaður verjandi Gests Guðjóns Slgurbjörnssonar: Fellur ekki unflir realur um onintiera starfsmenn? Arnmundur Bachmann, lögfræðingur og að- stoðarmaður Svavars Gestssonar, félagsmálaráð- herra, hefur verið skipaður verjandi Guðjóns Gests Sigurbjörnssonar, banamanns Hans Wiedbusch. Samkvæmt reglum um málflutningsstörf manna i opinberu starfi frá 1971, mun leika nokkur vafi á, hvort Arnmundi er heimilt að taka slikan mál- flutning að sér. 1 reglugerðinni segir meðal annars:: „Lögfræðingur, sem starfar við embætti dómara, lög- reglustjóra, tollstjóra, rikisskatt- stjóra, saksóknara rikisins eða i stjórnarráði, er1 óheimilt að stunda málflytjendastörf eða gegna slikum störfum. Þetta á þó ekki við um málflytjendur, sem gegna fyrrverandi störfum um afmarkaðan stuttan tima, eða eru falin dómarastörf i einstöku máli...” Siðan segir: „Þeim.sem hér eftir taka við störfum, sem talin eru i fyrstu málsgrein fyrstu greinar... skal eigi heimilt að stunda málflutningsstörf, eftir að þeir hafa tekið við umræddum störfum”. Ólafur Walter Stefánsson i dómsmálaráðuneytinu sagði, að starf aðstoðarmanns ráðherra væri sérstætt fyrir þær sakir, að það væri miðað við starfstima ráðherra. „Það kann þvi að vera spurning, hvort reglurnar taka til þess”, sagði hann, „en ég vil ekki svara þessu nánar. Þetta hefur ekki komið til neinnar ákvörð- unar i ráðuneytinu, þar sem það hefur ekki verið borið upp þar”. —JSS Sérslæð kvörtun Húsvikings: BRUGGLEKI AF EFRI HÆÐINNI Húsvikingur einn kom að máli við lögregluna á staðnum siðdegis i gær með all-sérstæða kvörtun. Hann býr á neðri hæð i tveggja hæða timburhúsi og kvörtunin var þess efnis, að brugg læki af efri hæð hússins niður i stofu til hans og væri farið að gera þar mikinn óskunda. Lögreglan fór þegar á staðinn og viö athugun á vökvanum, sem draup niöur úr loftinu var talið fullvist, að hér væri um brugg að ræða. Bruggið haföi eyöilagt hátalara og ýmsan búnað i stofu mannsins á neðri hæöinni. Lögreglan gekk nú til atlögu á efri hæðinni og þurfti að brjótast inn, þar sem enginn var heipia. Er inn var komið, blasti við lög- reglumönnum vandaður brugg- búnaður, 5 plasttankar 40-60 litra hver og þvottapottur. sem breytt hafði verið i eimingartæki. Fjórir brúsanna voru tómir, en sá fimmti lá afvelta á gólfinu og var þar komin skýringin á brugg- lekanum á neðri hæöinni. Bruggið flæddi um öll gólf. Ibúinn á efri hæðinni kom skömmu siðar heim, þar sem hann var færður til yfirheyrslu á lögreglustöðinni. Þar játaði hann að hafa stundað bruggfram- kvæmdir til eigin nota frá þvi um siöustu áramót. Sagðist hann hafa lagt átta sinnum i, meö tvo brúsa i senn og hefur hann þvi bruggað um 800 litra frá áramót- um. Hins vegar mun vinahópur hans vera nokkuð stór. —AS

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.