Vísir - 24.09.1981, Blaðsíða 2
2
Hvernig list þér á að
konur gegni prests-
störfum?
Guftrún Sigurjónsdóttir
hjúkrunarnemi: Mjög vel!!
Margrét Asgeirsdóttir
hjiikrunarnemi: Kvenfólk er
alveg jafn hæft til prestsstarfa
og karlmenn. Það er bara
göm ul bábilja að eingöngu
karlar geti gegnt þessum störf-
Pálina Asgeirsdóttir,
hjúkrunamemi: Kvenprestarn-
ir eiga eftir að standa sig jafn
vel og karlarnir, ef ekki betur.
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrr-
verandi menntamálaráðherra:
Ég hef aldrei veriö i kirkju hjá
kvenprestum en trúi þvi að gott
sé að hlýða á þá engu siður en
aðra presta.
Sveinn Sigmundsson gjaldkeri:
Ég hef allt gott um þá aö segja.
Engin ástæða er til að gera
greinarmun á kynjum i þessu
starfi.
VÍSZR
Fimmtudagur 24. september 1981
„Eg lek námlð eins
og tómslundagaman'
- segir flnna Kristín
Traustadóttir, nýráðinn
fjármálafulltrúi
Félagsstofnunar stúdenta
,,Ég kann vel við þetta starf,
enda hef ég áður unnið svipuð
störf”, sagði Anna Kristin
Traastadóttir, sem nýlega var
ráöin f jármálafulltrúi hjá
Félagsstofnun stúdenta. Anna
Kristin hefur nú haft þetta starf
með höndum i mánuð og er að
komast inn i hina fjölbreytilegu
starfsemi Félagsstofnunarinnar.
„Starfið felst i bókhaldi, um-
sjón með greiöslum, greiðsluá-
ætlunum, rekstraráætlunum og
ýmislegt fleira hef ég með hönd-
um
Anna Kristin er i fullu starfi hjá
Félagsstofnun, en aðhennar sögn
eru milli þrjátiu og fjörutiu
manns i' fullu starfi hjá stofnun-
inni.
Umsvifin hjá Félagsstofnuninni
eru orðin býsna mikil. Þar má
nefna bóksöluna, matsöluna,
Stúdentakjallarann, þrjár kaffi-
stofur, Gamla- og Nýja Garð,
Hjónagarða og ferðaskrifstofu.
Þar sem reksturinn er orðinn
þetta umfangsmikill.þá er nóg að
gera.
Mér finnst spennandi að starfa
við svona rekstur og ég hef gert
það áður. Ég starfaði til dæmis
hjá FrjáLsu framtaki sem gjald-
keri i' þrjú ár.”
Anna KrLstin gerir meira en að
sjá um fjárreiöur Félagsstofn-
unar. Sjálf stundar hún nám við
Háskóla tslands — i Viðskipta-
deild.
,,Ég byrjaði i viðskiptafræöinni
i fyrravetur, en ég tek námið
meira eins og tómstundagaman.
Ég geri ráð fyrir að taka tvö
fyrstu árin á þremur árum, ég er
ekkert að flýta mér neitt sérstak-
lega.”
— Er ekki erfitt að stunda há-
skólanám með fullri vinnu?
„Jú, það verður feykinóg að
gera, en þó ekkert óþægilega
mikið”.
Anna Kristin Traustadöttir er
fædd i Hafnarfirði, og þar býr hún
ennþá, þvi hún keypti sér ibúð i
Hafnarfirði fyrir tveimur árum.
Hún hefur starfað töluvert að
félagsstörfum, var meðal annars
kosin i' stjórn Sambands ungra
Sjálfstæðismanna á siðasta þingi
sambandsins. Anna Kristin er ó-
gift og barnlaus.
—ATA
Anna Kristin Traustadóttir á skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta.
Páll Heiðar með
Morgunvöku...
Aðstoðarmenn
Svo sem greint var frá i
Sandkorni á sinum tima,
verður Páll Heiðar Jóns-
son meö „Morgunvöku” i
hljóðvarpi i vetur. Verður
hver „vaka" tveggja
tima prógram og mun
vafalaust kenna þar
ýmissa grasa. Páll Heið-
arhefur iní fengið aðstoð-
armeun til liðs við sig, þá
önund Björnsson, sem
eiunig nemur guðfræði
við Háskóla íslands og
Bjarna Sigtryggs son
fyrrverandi Alþýðublaðs-
maun. Mun Bjarni verða
starfsmaður „Morgun-
vökunnar” fyrir noröan.
Bjarui vcrður
aðstoðarmaður fyrir
norðan.
„Siör”
markaður?
Það siöasta sem- frést
hcfur af fyrirtækjakaup-
um KEA er, að nú mun
Búvélaverkstæðið vera
komiö algerlega undir
K EA-hattinn.
Þórshamar hcitir bila-
verkstæði, sem KEA á
stærstan hluta i. Er það i
nýlegum, rúmgóðum
húsakynnum. Hefur sú
hugmynd komið til tals,
að flytja verkstæðið í hús
Búvéla verkstæðisins,
enda stendur nýbygging
véladeildar KEA þar viö
lilið. Hugmyndin niuu sið-
an vera sú, að nota stór-
hýsi Þórshamars fyrir
stórmarkað, þó ekki veröi
séö að mikil þörf sé fyrir
slikan inarkaö, þjónustu-
lega séð. Enda annar
slikur fyrir ibænum, sem
er Hagkaup.
Ingi R. Jóhannsson.
Skákskýrlngar á skjánum
íslcuskir skákáhuga-
menn fá siiui skammt af
heimsmeistaraein vígi
þeirra Karpovs og
Kortsnojs, sem á að hefj-
ast í byrjun næsta mán-
aðar ef allt fer eftir áætl-
un. Hvort sá skammtur
verður nógu stór, er svo
annaö mál. En útvarps-
ráð hefur ákveðið að
sýndur verði i sjónvarpi
skákskýringaþáttur, þar
sem teknar verða fyrir
skákir frá einviginu.
Verður þátturinn klukkan
sjö á sunnudögum og
umsjónarmaöur hans
verðiir Ingi R. Jóhanns-
son.
Valur i
veiðihug
A ineðan flestar at-
vinnugreinar lands-
manna berjast i bökkum,
blómstrar KEA á Akur-
eyri undir stjórn Vals
Arnþórssonar. Hefur Val-
ur verið i veiðihug á
undaiiföruum árum og
keypt eitt fyrirtækið i dag
og annað á morgun. Er
skemmst að minnast þess
þegar KEA keypti Kjör-
búð Bjarna, helsta keppi-
nautinn i' smásöluversl-
uniiini. Fyrr hafði KEA
keypt Bústólpa, skæðan
Valur kaupir og kaupir...
keppinaut i fóðursölu og
nýverið keypti KEA vöru-
skemmur BTB á togara-
byggjunni og yfirtók um
leið afgreiðslu Hafskips.
Þá standa yfir viðræður
um að KEA kaupi eignir
Kaupfélags verkamanna,
sem lokaði verslun sinni
um siðustu mánaðamót.
Skriðdýr eða
punklur?
Sigurjón Pétursson
óskapaðist yfir þvi i sjón-
varpsumræðunum i
fyrrakvöld að menn hefðu
ekki fengið úthlutað lóð-
um i tfð ihaldsins uema
sýna skriðdýrshátt.
Menn voru fljótir að gripa
þetta á lofti og nú er farið
að flokka fólk eftir þvi
hvenær þeir hafi fengið
úthlutað lóð. A skrifstofu i
borginn byrjaði fólk á því
að spyrja: Ert þú skrið-
dýr eða punktur?
Sigur jon
m enn hefðu o
skriðdýrshátt.
að
sýna
S