Vísir - 24.09.1981, Síða 8
8
Fimmtudagur 24. september 198l'
VÍSIR
útgefandi: Reykjaprenth.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aöstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen-
drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna
Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi-
marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaöur á Akureyri: Gisli
Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd-'
ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson.
Útlitsteiknun: Magnús Olaf sson, Þröstur Haraldsson.
Safnvöröur: Eiríkur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stetansson.
Preifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Ritstjórn: Síðumúli 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla 8, simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, simi 86611.
Askriftarqjald kr. 85 á mánuði innanlands
og verð í lausasölu 6 krónur eintakið.
Visir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúla 14.
Um aldir bjuggu (slendingar
við einokun danskra kaupmang-
ara. Þjóðinni var haldið í heljar-
greipum náðar og miskunnar er-
lendrar verslunar og það ástand
á ekki síst þátt í þeirri fátækt og
örbirgðiSem hér ríkti allt fram á
þessa öld. Það var ekki fyrr en
verslunin komst í hendur okkar
sjálfra, Islendinga, að þjóðin
rétti úr kútnum. Afnám einokun-
arinnar var einn mikilvægasti
áfanginn í sjálfstæðisbaráttu (s-
lendinga.
Þetta er hér rifjað upp vegna
þess, að enn eru þeir menn til,
sem telja aðeinokun, ef ekki allr-
ar verslunar, þá einstakra þátta
hennar, geti verið farsælust fyrir
hagsmuni okkar. í flugrekstri
hafa margir áhuga á, að eitt
flugfélag annist alla farþega-
flutninga til og frá landinu. ( út-
flutningi á freðfiski eru einnig
tilhneigingar til einokunar fárra
aðila, í grænmetisverslun hefur
framleiðsluráð landbúnaðarins
einokunaraðstöðu og i dreifbýlis-
verslun hafa kaupfélögin náð yf-
irburðarstöðu, sem í reynd hefur
einkenni einokunar.
Auðvitað er það víðs f jarri að
þessi dæmi séu hliðstæð við það
sem áður þekktist í tíð dönsku
verslunarinnar, og sá er regin-
munurað nú er verslun og þjón-
usta, sem meðal annars er talin
hér upp að framan, í höndum Is-
lendinga sjálfra. Þess vegna er
ástæðulaust að leggja núverandi
ástand að jöfnu við kúgunarvald
erlendrar einokunar. En ef tak-
mörkuðeinokun eða tilburðir í þá
átt felur í sér einhvern stigsmun,
þá er eðii hennar hið sama. Af-
leiðingarnar sömuleiðis. Einokun
fylgir hnignun, valdnfðsla, verri
þjónusta. Hver sá, sem ekki þarf
að etja við samkeppni, slakar á,
slævist og f yllist jaf nvel hroka og
yfirlæti. Honum stendur á sama
um gæði þeirrar vöru eða þjón-
ustu, sem hann býður upp á,
neytandinn getur ekki snúið ser
annað, aðstaðan og hagur fyrir-
tækisins er tryggður, á hverju
sem gengur. Flugfélag getur
seinkað flugi, jafnvel aflýst því
án þess að hafa áhyggjur af því,
að ferðalangurinn komist leiðar
sinnar með öðrum. útflutnings-
aðilinn getur sett framleiðandan-
um stólinn fyrir dyrnar, þvi
ráðuneytið gefur ekki öðrum út-
flutningsleyfi, og grænmetis-
verlunin þarf ekki að hafa fyrir
því að panta f jölbreyttar tegund-
ir grænmetis, því neytandinn
verður að eta það.sem að honum
er rétt.
Það skal viðurkennt, að marg-
víslegir hagsmunir og sterk rök
mæla með því, að ótakmörkuðu
frjálsræði séu settar einhverjar
skorður. Óheft samkeppni getur
komið öllum í koll eins og dæmin
sanna, þegar bæði Flugfélag Is-
lands og Loftleiðir flugu með
hálftómar vélar til sömu áfanga-
staða, báðum til tjóns. Það þjón-
ar heldur ekki hagsmunum (s-
lendinga,að þeir séu innbyrðis að
undirbjóða hver annan á erlend-
um mörkuðum. Vitaskuld þarf að
vernda íslenska grænmetis- og
kartöfluframleiðslu með einum
eða öðrum hætti. Hitt ber þó að
varast að einblína á þá einu leið,
að einokun, lagabönn og ráðu-
neytisvald sé lausnarorðið. I
þessum efnum verður að finna
skynsamlega málamiðlun og
hafa fast í huga, að heilbrigð
samkeppni, frjálsræði í verslun
og viðskiptum, er hvati að betri
þjónustu, nýjungum og framför-
um. Samkeppnin er eina svarið
við stöðnun, besta svarið við
valdahroka og værukærð. (slend-
ingar geta aldrei komist langt.
hvorki í viðskiptum sínum út á
við, né heldur í framförum inn á
við, ef þeir skýla sér á bak við
einokunina.
( landi okkar eru starfandi
áhrifamikil pólitísk öfl, sem vilja
frjálsræðið feigt. Þau lifa eftir
þeirri trúarkenningu, að mið-
stýring og ríkisforsjá sé það sem
koma skal. Allir þeir, sem skilja
hættuna af þessum hugsunar-
hætti verða áð standa vörð um
frjálsa verslun, berja niður til-
burði til einokunar í hvaða mynd
sem er.
Ferðalag Steingríms Her-
mannssonar sjávarútvegsráð-
herra til Grænlands á dögunum
er ánægjulegur vottur um si-
aukin samskipti okkar og þess-
ara næstu granna okkar. Jafn-
framt er eölilegt að það leiöi
huga okkar að þvi hver eigi að
vera framtiðarstefna okkar i
samskiptum viö Grænlendinga
og þá ekki siður Færeyinga.
Báðar þessar þjóðir eiga það
sameiginlegt með okkur að eiga
miklar auðlindir i sjó, báðar
ráða yfir miklum hafsvæöum
eftir aö 200 milna fiskveiðilög-
sagan hefur hlotið viðurkenn-
ingu og báöar búa i harðbýlum
löndum eins og við.
Breytt við-
horf okkar
Um leið og viö ihugum fram-
tiöina skulum við skyggnast
ofurlitið til baka og lita i okkar
eigin barm. Það er ekki langt
siöan að Islendingar litu niður á
báöar þessar þjóðir. Mönnum er
kannski ekki vel við að viður-
kenna það i dag, skammast sin
fyrir það og mega gera það.
Samt var þetta svona. Græn-
lendingar voru uppnefndir
skrælingjar, og á meðan við
vorum að drepastúr berklum og
vesöld I torfhúsunum, fannst
okkur þeir mörgum þrepum
neðarokkur isnjóhúsunum. Þar
eimdi raunar eitthvað eftir af
fornum sögum, þegar frum-
byggjar landsins voguöu sér að
eyða hinum göfuga hvita kyn-
stofni, sem gert hafði innrás i
land þeirra. Við litum á Græn-
lendinga sem frámunalega
frumstæöa þjóð, sem varla tæki
að ræöa um i sömu andrá og
venjulega menn.
Viðhorf okkar til Færeyinga
var raunar nokkuð annað. Þeir
voru þóaltént hvitir og bjuggu i
húsum, en ósköp fannst okkur
litið til þeirra koma. Við vor-
kenndum þeim og héldum að
þeir myndu aldrei verða þjóð
meö þjóðum.
Norðumkl
Nú er allt þetta breytt sem
beturfer. Til þess liggja margar
orsakir, en fyrst og fremst höf-
um viö kynnst þessum þjóðum
betur og vitum þá um leið að all-
ir þessir fordómar voru bull og
vitleysa. Raunar er ákaflega
fróðlegt að bera saman okkar
gömlu viöhorf og viöhorf útlend-
inga.sem sóttuokkurheim fyrir
öld eða svo. Ef þeir gerðu gys að
okkur eöa fóru niðrandi orðum
um okkur urðum við sárir og
höfum alla tið siðan verið
neöanmóls
Magnús Bjarnfreðsson
skrifar um löndin þrjú í
norðri og segir: „Æski-
legt væri að þessar þrjár
þjóðir, Grænlendingar,
Færeyingar og við, tækj-
um upp miklu nánara
samstarf en nú er. Hin
voldugu markaðsbanda-
lög kunna að verða þar
óþægur Ijár í þúfu til þess
að byrja með, en þá erfið-
leika munu þessar þjóðir
yfirstiga".
óskaplega montnir yfir þvi, ef
einhver útlendingur hefur látið
hlýleg orð falla i okkar garö. Til
skamms tima hefur það þótt
efni i myndarlega frétt i fjöl-
miðlum, ef einhver merkur Ut-
lendingur hefur hælt okkur.
Við erum
viða á undan
011 þessi þrjú lönd lutu sömu
herraþjóðinni, Dönum. Við urð-
um fyrstir til þess aö rifa okkur
lausa og þeir einu, sem enn hafa
fengið fullt sjálfstæði. Viö höf-
um þvi'neyöst til þess að standa
á eigin fótum og það hefur haft
marga kosti i för með sér. Við
höfum kappkostaö aö flytja alla
menntun inn i landið, bæði verk-
menntun og bóklega menntun.
Við höfum einnig eignast mynd-
arlegan hóp góðra visinda-
manna, sem rannsakað hafa
auðlindir okkar i sjó og á landi
og höfum þannig eignast dýr-
mæta reynslu, sem gæti komið
þessum grönnum okkar i góðar
þarfir. Þeir hafa orðið að
treysta meira og minna á Dani,
sem alls ekki hafa talið þaö á
eftir sér að hjálpa þeim, eftir
þvi sem þeir best kunnu. Sann-
leikurinn er sá aö Dönum hefur
á ýmsanhátt farist höfðinglega
við þessar þjóðir og þeir hafa
með ráðum og dáð stutt þær til
betra mannlifs, að minnsta
kosti að þvi er þeir best vissu.
Það, að sú hjálp hefur vakið upp
miklar efasemdir, að minnsta
kosti i Grænlandi, er svo önnur
saga, sem ekki verður farið út i
hér.
Náið
samstarf?
Æskilegt væri aö þessar þrjár
þjóðir, Grænlendingar, Færey-
ingar og við, tækjum upp miklu
nánara samstarf en nú er. Hin
voldugu markaðsbandalög
kunna að verða þar óþægur ljár
i þúfu til þess að byrja með, en
þá erfiðleika munu þessar þjóð-
ir yfirstiga. Sameiginleg hags-
munamál okkar eru mörg. Þar
ber hæstnúna verndun sameig-
inlegra fiskistofna. Ef þessar
þjóðir ná samstarfi á þvi sviði
verða þær stórveldi á matvæla-
markaði Vesturlanda. Þær hafa
mjög sterka samningsaöstöðu
sameiginlega við granna sina i
austri og vestri. Norðmenn og
Kanadamenn. Þær geta sam-
eiginlega komið upp mjög öfl-
ugu sölu- og dreifingarkerfi á
matvælaframleiöslu sinni og ef
samstaða næst með þeim um
skynsamlega nýtingu þess hrá-
efnir, sem sjómenn þeirra afla
úr sjónum, geta þær margfald-
að verömæti þess. í dag eru þær
sundraðar og sú sundrung kem-
ur i veg fyrir að þær geti hver
um sig sett kaupendum stólinn
fyrir dyrnar og framleitt dýra
iðnaðarvöru úr matvælunum, i
stað þess að selja hráefni.
Islendingar geta miðlað þess-
um þjóðum þekkingu og niður-
stöðum visindarannsókna á
mörgum sviöum. Við höfum
þegar gert það i nokkrum mæli
til Grænlendinga á sviöi land-
biínaðar og iðnaðar, en við get-
um gert miklu betur en hingað
til.
Hvað er
íramundan?
Ekki er gott að segja hvað er
framundan. Allarlikurbenda til
þess að Grænlendingar segi sig
úr Efnahagsbandalagi Evrópu
nú i vetur. Það myndi auövelda
þessi samskipti að miklum
mun, en þótt svo færi að þeir
yrðu þar áfram, megum við
ekki láta það koma 1 veg fyrir
vinsamleg samskipti. Við eigum
hiklaust að taka frumkvæöi i
þessum málum og stórefla sam-
skipti okkar við granna okkar.
Við eigum þar auðvitað ekki að
hugsa um veraldlegan hagnaö
fyrst og fremst, en smæö okkar
og fátækt kemur i veg fyrir að
við getum eingöngu verið veit-
endur. 'Sannleikurinn er llka sá
að slik einhliða aðstoð er ekki
það sem þessar þjóðir þarfnast.
Þær hafa fengið mikið af henni.
Þær þurfa fyrst og fremst að-
stoö viðað standa áeiginfótum.
Þar höfum viðað minnsta kosti
nóg af vitum til þess að vara
þær við!
Lega lands okkar milli Fær-
eyja og Grænlands auöveldar
þetta samstarf fyrir okkur. Hér
gæti orðið mikilvæg miðstöð
margháttaðrar starfsemi i
þessum löndum öllum, en enn
skal itrekað að við þurfum að
miða alla okkaraðstoðviöþessa
granna okkar við þaö að þeir
verði sem best færir um að
standa á eigin fótum.