Vísir


Vísir - 30.10.1981, Qupperneq 9

Vísir - 30.10.1981, Qupperneq 9
Föstudagur 30. október 1981 VÍSIR Sir Freddie Laker bregður á leik, en nú er leikurinn farinn aö grána. Flugrisarnir með sfriðsaxlr á lofli Fargjaldastriðiö i Noröur- Atlantshafsfluginu hefur bloss- að upp aftur og stefnir i al- gleyming núna upp úr þessum mánaðamótum. Hlutverkum er að visu skipt. Stóru flugfélögin eru sóknar- aðilinn að þessu sinni og bjóða stórum lægri fargjöld, en áður. Hafa þau boðað að nýju far- gjöldin taki gildi 1. nóv. Sir Freddie Laker, sem árum saman barðist fyrir lækkun far- gjalda, hefur orðið að snúast til varnar, enda hin boðuðu far- gjöld risanna lægri en fargjöld „skýjalestarinnar” hans. Það hljómar undrlega, að heyra sir Freddie berja lóminn fyrir breskum yfirvöldum, sem af- greiöa eiga umsóknir risanna um leyfi til lækkunar fargjalda. Heyra hann mæla gegn leyfis- veitingu og vitna til alþjóða- samninga, sem kveði á um, að fargjaldalækkanir skuli tak- markast við eðlileg viðskipta- lögmál um mörk arðsemi og tapreksturs. — Það var tals- maður Laker-flugfélagsins, sem lét eftir sér hafa i breska blaðinu „Daily Mail”, að boðuð fargjöld stóru félaganna gætu ómögulega verið heilbrigð, við- skiptalega séð, og að risarnir væru þar að leika sér með fjár- muni skattgreiðenda. Hlusta ekki á kveinstafi Það var Pan American World Airways, sem i annarri viku þessa mánaðar dró sverð að nýju úr sliðrum i fargjaldastrið- inu með þvi að boða allt að 59% lækkun fargjalda á annarri leið- inni milli ýmissa stórborga i Bandarikjunum annarsvegar og London hinsvegar. — Hinn nýi stjórnarformaður PanAm, Ed Acker, dró enga dul á striðsyfir- lýsinguna: „PanAm mun nú ekki draga af sér i samkeppn- inni, hvar sem er i heiminum. Við , munum ekki lengur liða neinum samkeppnisaðila að undirbjóða okkur, og skellum skollaeyrum við, hversu sárt sem hann kveinar,” sagði Ed Acker, þegar breskir blaða- menn báru undir hann viðbrögð sir B'reddie Laker. Lággjaldastríö Trans World Airlines og Brit- ish Airways svöruðu hólm- gönguáskorun PanAm nær strax með boðun á lækkun eigin fargjalda. British Airways boðar 522 dollara fargjald fram og til baka yfir Atlantshafið, sem er jöfnun á tilbo.ði PanAm. — Gerry Draper, einn af aðal- forstjórum British Airways, sagði i viðtali við „Daily Mail” þann 10. október: „Þetta er lág- gjaldastrið, sem sir Freddie Laker er upphafsmaður að. En eins og honum sjálfum er svo tamtaö segja: „Ef þú þolir ekki við i velgjunni, þá hypjaðu þig út úr eldhúsinu.” PanAm miðar sin nýju far- gjöld við sölu i Bandarikjunum og hefur sótt um og fengið sam- þykki bandariskra yfirvalda fyrir þvi, að þau taki gildi 1. nóvember og er þá miðað við fargjald frá Bandarikjunum til London. Um leið sóttu þeir um leyfi til nýrra fargjalda, sem taki gildi 15. nóvember, og miðast við flugleiðina frá Bandarikjunum til B'rankfurt i V-Þýskalandi. Stðrfelldar lækkanlr Lækkun fargjalda risafélag- anna hafði legið i loftinu, en engin hafði búist við, að hún yrði jafnmikil sem raun bar vitni. Búist er við þvi, að bresk yfir- völd veiti samþykki fyrir sitt leyti á leyfi til lækkunar far- gjalda BA á leiðinni frá London til Bandarikjan/ia. Heyrst hefur, að i umsoknunum um lækkanir sé gert ráð fyrir i sumum tilvikum allt að 66% lækkun. — PanAm boðaði 50% lækkun á flugmiða frá New York til London (úr 526 doll- urum i261)ogfarmiðinnfrá San B'rancisco til London á að lækka úr 961 dollar i 396 dollara en frá öðrum stórborgum i Banda- rikjunum er lækkunin minni. B'arseðlakaupendur á þessum flugleiðum núa saman lófum — ekki óeðlilega — yfir þessum tiöindum og þykir að vonum hafa vænkast hagur strympu. Hafa fæstir þeirra neinar á hyggjur af þvi að hirða um þótt risarnir „vegi þar hver annan”. Gleymist þá mörgum sú gamla sorgarstaðreynd að strið bitnar oftast eigi siður á saklausum sem sjálfum hólmgöngubersun- um. Gæti það fullt eins átt við fargjaldastrið þótt það komi kannski ekki fram fyrr en siðar. Boðar erflða tíma Hér heima á lslandi gefa menn þessum tiðindum mikinn gaum vegna umræðunnar um stöðu B’lugleiða og hugsanlegan efnahagsstuðning rikisins is- lenska flugfélaginu til handa, en Atlantsflugið hefur ekki verið minnsti þátturinn i erfiðleikum þess. Um tima jókst bjartsýni manna á þvi, að úr kynni að rætast, en þessar fréttir um striðsskap stóru flugfélaganna geta breytt þeim viðhorfum. Kennslu- bðkardæmi Timaritið „B’light Internati- onal”, sem út kom helgina 17. og 18. október, segir frá þvi, að hagfræðiprófessorarséu farnir i fyrirlestrum sinum að skýra fræðin út fyrir stúdentum sinum með dæmum úr raunverulegum atvinnurekstriyfir til dæmis tiu ára timabil. B’lugreksturinn hefur þeim þótt sérlega skýrt dæmi, sem spanni um leið yfir flest lögmál hagfræðinnar. Timaritið segir, að hag- fræðingunum sé þá tamast i munni dæmið um flugrekst- urinná Norður-Atlantshafinu og byrji söguna með atlögu Lakers að klafabundnum fargjalda- reglum IATA. — Þykir stúdent- um þetta lifleg kennsla og meira bragð að lýsingum á forstjórum flugfélaga með striðsaxir reidd- ar um öxl heldur en bardaga- lausum guðspjöllum hag- fræðinnar, eins og hún var áður lesin þeim. Þeim er kennd lexian um of- framboð á sætum, sem stafi yfirleitt af öðru tveggja: B'ækkun farþega eða samdrætti i vöruflutningum, eða hinsvegar of stórum flugvélakosti, sem sé kominn til vegna þess, að flug- ■félag hafi ekki ætlað sér af. B'yrir þeim er skýrt út, að mar- tröðin i Atlantshafsfluginu um þessar mundir sé komin af þvi, að nú hafi hvorutveggja farið saman. Hagfræðingarnir benda stúdentum sinum á, að PanAm hafi nú forgöngu um að skera niður hið daglega lifibrauð sitt, sem sé normal-fargjaldiö, og það langt niður fyrir það, sem hljóti að vera kostnaðarverð, ef eitthvað megi marka fyrri far- gjöld þeirra og endaiaust tap á Atlantshafsfluginu. — Stúdent- unum er ráðlagt að fylgjast með framvindunni, eins og hverjum öðrum æsandi sjónvarpsþætti. Þá muni þeir sjá, hvernig lög- mál hagfræðinnar leiði þetta til lykta. Eftir örfá ár megi sjá flugfélög liggja eins og strand- rekna hvali á fjörum Atlants- hafsins, meðan örmagna eftir- lifendur nýti sér aukið olnboga- rými skýjum ofar til þess aö hækka fargjöld aftur i skynsam- legra horf. (Jafnvel British Air- ways lýsir nýju fargjöldunum sem „crazy” þótt félagið ætli aö íylgja þeim sjálft.) Snerllr okkur Þannig sjá hagfræðilektor- arnir fargjaldastrið flugfélag- anna i likingu við helgöngu læmingjanna, sem geta ekki að sér gert, en renna i þúsundatali i blindni fram i átt til sjálfstor- timingar. Þeir skoða þetta köld- um og yfirveguðum fagmanns- augum. En það er eitt að horfa úr hæfilegri fjarlgæð á fram- tiðarsýn af nokkrum dauðum hvalskrokkum liggjandi á fjöru og snertir ekki óviðkomandi. Annað væri ef skyndileg nær- mynd leiddi i ljós, að við hér á Islandi værum nánir aðstand- endur eins liksins. Helst viidum við bægja þeirri voðahugsun frá okkur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.