Vísir - 11.11.1981, Síða 9
Miðvikudagur 11. nóvember 1981
9
VÍSIR
Raunsæi eða
hið falska
öpyggi
vopnanna
Arni Gunnarsson, alþingis-
maður beinir til min nokkrum
spurningum um friðarhreyfing-
arnar á meginlandinu i grein
hér I blaðinu 2. nóv. s.l. og bar
hún heitið „Rómantik eða raun-
sæi”.
Mér er ljúft aö verða við þess-
um tilmælum en verð samt að
játa það þegar i upphafi að itar-
legar upplýsingar um þær
hreyfingar, sem hann nefnir og
starfsemi þeirra austan járn-
tjalds eru mér á þessari stundu
ekki tiltækar i þeim mæli, sem
æskilegast heföi verið til að gera
spurningunum itarlegskil — en
til þess mun vafalaust heldur
ekki hafa verið ætlast.
En áður en lengra er haldið er
nauðsynlegt, að það sé nokkurn
veginn á hreinu um hvað málið
snýst hérna megin járntjalds og
hverjar þessar friðarhreyfingar
eru og hvert erindi þeirra út á
•^ötu kann að vera. Hér virðist
mér gæta nokkurs misskilnings
hjá þingmanninum og er hann
ekki einn um þann misskilning.
Misskilningurinn kemur eink-
um fram i orðunum einhliða af-
vopnun rétt eins og það væri
meginmálið og rétt eins og ein-
hliða afvopnun þurfi ekki frek-
ari skýringa við ef á annaö borð
er um einhliða afvopnun að
ræða. Friöarhreyfingarnar eru
ekki nein skipulögð samtök með
stefnuskrá heldur ótal félög og
hópar, sem hafa ýmis mál á
stefnuskrá sinni og ýmsar hug-
myndir um þaö, hvernig vinna
megi að friði i heiminum en það
er eitt mál sem þær sameinast
allar um og um það snýst málið,
sem friðarhreyfingarnar eru að
berjast fyrir.
Á gömlum merg
Fróðlegt er að kanna ofurlitið
nánar, hverjar þessar friðar-
hreyfingar eru áður en lengra er
haldið. Bezt er að lita til hinna
stóru friöargangna i
Vestur-Þýzkalandi. Fyrsta
gangan, sem var i Hamborg, en
þar voru þátttakendur um
100.000 fór fram i tengslum við
Kirkjudag evangelisk-lúthersku
kirkjunnar i V.-Þýzkalandi og
þar gengu biskupar og kirkju-
leiötogar fremstir i flokki en
einnig flokksbróðir Árna
Gunnarssonar, sósialdemókrat-
inn Erhard Eppler, sem er i
stjórn Kirkjudagsins. Til ann-
arrar friðargöngunnar var
boðað I Bonn 10.10. og þangaö
komu hópar svo hundruðum
skipti, samtals voru þarna
kvartmilljón manns. Það voru
tvenn samtök sem boðuðu til
þessa fundar og þau eru bæði
kristileg samtök sem eiga sér
nokkra sögu.sem sýnir á hvaða
grundvelli starf þeirra er byggt.
Samtök þessi heita Samtökin
Sáttartákn (á þýzku Aktion
Suhnezeichen) og Fram-
kvæmdasamtök i þjónustu
friðarins (Aktionsgemeinschaft
Dienst fur den Frieden). örstutt
kynning á þessum samtökum
báðum ætti ekki að skaöa.
Samtökin sáttartákn
Þau voru stofnuð i tengslum
við sýndóu lúthersku kirkjunnar
I V-Þýzkalandi 1958. Þá voru 8
ár liðin frá þvi endurhervæðing
Þýzkalands hófst og kjarnorku-
hervæöingin var aö hefjast þrátt
fyrir gifurleg mótmæli almenn-
ings um allt land og miklar
fjöldagöngur. Þá var kirkjan
einnig mjög virk I baráttunni og
meðal þekktra manna frá þess-
um tima er hinn kunni flokks-
bróðir Arna Gunnarssonar síra
Heinrich Albertz, fyrrv. borgar-
stjóri I Berlin, en hann var
einnig ræðumaður á fundinum i
Bonn nýlega. Samtökin sáttar-
tákn beittu sér fyrst og fremst
að þvi aö lækna sárin eftir seinni
heimsstyrjöldina. Þau unnu að
þvi að byggja upp sátt og
tryggja friöinn. Þau vildu eyða
tortryggni i garð Þjóðverja en
hún var mikil og er viða enn.
Þau hafa unniö gifurlega mikið
starf viðs vegar um heim, ég
nefni dæmi: þau byggöu skóla i
Rotterdam, sýnagógu I Belgiu,
kirkju sáttargjörðarinnar i
bænum Taizé i Frakklandi
(þangað koma árlega tugþús-
undir ungmenna), þau reistu
barnaheimili Skopje vatnsveitu
á Krit, blindraheimili i Israel,
kirkju og blindraheimili I
Noregi svo eitthvað sé nefnt.
Skömmu fyrir 1970 hófu sam-
tökin starf i Póllandi og þangað
fara nú um 30 hópar fólks árlega
til þess að vinna um lengri eöa
skemmri tima i þágu friðarins
t.d. hafa þeir viðhald fanga-
búðasafnsins i Auschwitz að
miklu leyti með höndum. Þeir
vinna einnig verulegt starf i
Bandarikjunum og Sovétrikjun-
um. En nú hefur barátta þeirra
gegn hinum stóraukna vig-
búnaði i eigin garðivakið mesta
athygli.
Framkvæmdasamtök i
þjónustu friðarins
Hin samtökin sem stóðu að
friðarfundinum i Bonn eru
byggð upp á annan hátt en
Sáttartákn, þau eru samtök um
15 friðarfélaga sem flest eru
pasifistisk(en pasifisti neitar að
bera vopn undir öllum kringum-
stæöum). Meðal þeirra félaga
sem mynda samtökin má nefna
Kirkju og frið (Church and
Peace), sem er alþjóðlegur
félagsskapur stofnaður 1950 af
þeim kirkjudeildum, sem eiga
það sameiginlegt að neita
vopnaburöi en þær eru kvekar-
ar, mennónitar og bræörakirkj-
an engin þeirra er til hér á
landi: allar eru þær sterkastar I
Bandarikjunum. Samtökin
Eirene, alþjóðleg friðarþjón-
usta (stofnuð 1957) eru meðal
aðildarfélaga svo og samtökin
Alþjóðleg samtök sáttar-
gjörðarinnar (International
Fellowship og Reconciliation).
Fleiri mætti nefna en öll eiga
þau það sameiginlegt að vinna
að þvi að byggja upp friöinn
með einhverjum félagslegum
verkefnum, t.d. með skipti-
nemaprógrömmum, vinnu-
búðum o.fl. o.fl. Meöan viö
erum aö fjalla um pasifista má
nefna samtök sem eru aöeins
ársgömul og hefur vaxið fiskur
um hrygg, það eru samtökin An
vígbúnaðar (Ohne Rustung
leben). Meginverkefni þeirra er
að fá fólk til að skrifa undir
þessa yfirlýsingu: „Ég er reiðu-
búinn til þess að lifa án verndar
vopna. Ég vil verja þau sjónar-
W kreierar
SSðprogratnmet ]
faksjon av ntytronvðW
m0 omgpr
SOVJEt stanser
miö i voru landi, aö friður verði
bezt varðveittur án vopna”.
Undirskriftir skipta nú tugum
þúsunda.
Þess ber aö geta, að samtök
friðarsinna (og þá er átt viö
pasifista) beita sér ekki endi-
lega fyrir einhliða afvopnun nú,
en að þvi komum við siðar.
Pax Christi
Hér hafa verið nefnd ýmis
samtök úr rööum kirkjudeilda
mótmælenda sem stóðu aö fund- —.
inum I Bonn. Arni Gunnarsson
spyr einkum um kaþólsku
friðarhreyfinguna Pax Christi.
neöanmals
Dr. Gunnar Kristjánsson,
Reynivöllum hefur orðið
við þeim tilmælum Árna
Gunnarssonar alþm. að
fjalla um friðarhreyfing-
una út frá sjónarhóli
kirkjunnar. Hann segir
m.a.: „Kirkjan er sam-
einuð beggja megin járn-
tjaldsins þrátt fyrir allt.
Þess vegna getum við
bundið vonir við hana og
allt það starf, sem unnið
er á hennar vegum".
Þessi hreyfing var stofnuö i
Frakkiandi við lok seinni
heimsstyrjaldarinnar i þeim til-
gangi aö vinna að sáttargjörö
milli Frakka og Þjóðverja.
Þessi samtök hafa unnið gifur-
lega mikið starf i þriöja heimin-
um viös vegar og árum saman
hafa þau haft verkefni með
höndum i Póllandi. En um
styrkleika kaþólsku kirkjunnar-
I Póllandi þarf ekki að fjölyröa
þar er kirkjusókn talin 56 pró-
sent, I sumum héruðum yfir 90
(hér á landi mun kirkjusókn
vera innan viö 5 prósent).
Fólk á öllum aldri
Séu friðargöngurnar nú born-
ar saman við mótmælagöngur i
V.-Evrópu frá 1967 og árunum
þar á eftir kemur i ljós, aö nú er
breiddin meiri en áöur. Yfir-
bragöiö er annað. Þá voru það
einkum stúdentar, sem mynd-
uöu uppistööuna (og fengu veru-
legu áorkað) en nú eru það hinn
almenni borgari húsfreyjur og
húsbændur, fermingarbörn og
gamalmenni, leikir sem læröir,
allt fólk, sem gerir sér grein
fyrir þeirri tortimingu sem
nálgast, fólk, sem varar við
þeirri stund gereyðingar, sem
viröist færast óðfluga nær. Og
þetta fólk er aöeins eins og
tindurinn á isjakanum, hver
einasti friðelskandi maður hlýt-
ur að taka undir með þeim, þeg-
ar hann gerir sér grein fyrir þvi,
sem þetta fólk er aö berjast
fyrir.
Um hvað snýst málíð?
Arni Gunnarsson gengur út
frá þvi aö friðarhreyfingarnar
hvetji til einhliöa afvopnunar.
En hvaðan eru þær upplýsingar
fengnar? Þetta er einfaldlega
misskilningur. Það, sem ein-
kennir friöargöngurnar á
meginlandinu, kemur fram á
þeirri stðru mynd, sem fylgdi
grein þingmannsins. Þar gefur
aö lita tvö stór spjöld sem fólkiö
heldur á auðveldlega má lesa
þetta á öðru: „Burt með kjarn-
orkuvopnin” og á hinu má lesa
þessa þriþættu kröfu: „Burt
meö SS-20. Engar meðaldrægar
eldflaugar verði settar upp.
Hættið framleiðslu nifteinda-
sprengjunnar”. Um þetta snýst
málið.
Krafan um einhliöa afvopnun
hefur einkum komið frá Friðar-
ráði hollenzku kirkjunnar og
snýst eftir þvi sem segir i hinu
þekkta hiröisbréfi hollenzku
sýnódunnar frá þvi I nóv. 1980
eingöngu um einhliða kjarn-
orkuafvopnun. Þaö er ekki ka-
ólsk, lúthersk eða reformert
hefð að neita vörnum þjóða,
vörnum i þágu saklaussra borg-
ar. En þegar talið snýst um
kjarnorkusprengjuna eða nift-
eindasprengjuna þá horfir mál-
ið öðru visi við. Alkirkjuráðið
(sem isl. kirkjan er aðili að)
hefur fordæmt ákvörðun
Bandarikjamanna um að hefja
smiöi nifteindasprengjunnar og
kallað hana „djöfullegt vopn”,
sem muni auka likur á kjarn-
orkustyrjöld. Nú þegar eru um
tiu þúsund kjarnorkuvopn i
Vestur-Evrópu. Þaö fannst
mönnum „i lagi” meðan yfirlýst
stefna risaveldanna og
hernaðarbandalaganna var að-
eins sú aö nota þau til að hræöa
hinn meö þeim. Þær kenningar,
sem nú er byggt á um tak-
markað kjarnorkustrlð breyta
stööunni: hver einstaklingur á
meginlandinu skynjar sjálfan
sig i dauðafæri hann er gisl I
brjálæöislegum vopnaleik risa-
veldanna. Evrópa hefur veriö
niðurlægð: „það á að fórna okk-
ur fyrst ef til styrjaldar kemur”
heyrist nú hvarvetna á megin-
landinu. En samt er vopnaleik-
ur risaveldanna barnaleikur sé
hugsað til framtiðarinnar og
þeirra 35 rikja sem SIPRI segir
munu geta hafiö framleiðslu
kjarnorkusprengjunnar meö
mjög skömmum fyrirvara. Það
er vissulega rétt, aö borið hefur
á kröfu um einhliöa kjarnorku-
afvopnun i friöargöngunum.
Hollendingar fara þá leið.
Veröur heimurinn verri? Er
ekki fordæmi þeirra ljós punkt-
ur I þessu vonleysislega máli?
Kirkjan og
austurblokkin
Kirkjan vel aö merkja er fólk
úr öllum stéttum, lika eðlis-
fræöingar, stjórnmálamenn,
þingmenn, þjóðarleiðtogar,
húsfreyjur, verkamenn. Þetta
er átt við þegar rætt er um
kirkjuna i þessu samhengi. Al-
þjóðleg kirkjusamtök standa á
bak við friðarhreyfingarnar,
sömuleiðis fjölmargar sýnódur,
kirkjan er I raun og veru friðar-
hreyfing. Þess vegna er það i
raun og veru ekki meginatriði,
hvort Pax Christi eða aðrar
friðarhreyfingar eða einstök
samtök innan kirknanna eru
sterkari eða veikari I austur-
blokkinni. Kjarni málsins er sá,
að I austurblokkinni er fólk i
milljónatali sem lifir I þeirri trú
að „framar beri að hlýða Guði
en mönnum”, þeirra leiötogi er
ekki „af þessum heimi” heldur
Jesús Kristur. Viö þekkjum
þrengingar bræðra okkar og
systra austantjalds, Berlinar-
fundurinn, sem Arni Gunnars-
son nefnir, er dæmi um þaö. Það
var áfall fyrir þá sem vonuðu að
austur-þýzk yfirvöld myndu
nota tækifæriö og sýna sam-
starfsvilja (en öll plaköt krist-
inna ungmenna voru eyöilögð
þegar þau voru lögö fram degi
fyrir fundinn til ritskoðunar).
En þetta fólk gefst ekki upp, það
megum við bóka. Pólverjar
hafa ekki gefizt upp — en: gef-
um viö þessa bræður og systur
ekki upp á bátinn: orð Guðs
þekkir ekkert járntjald kirkjan
er sameinuö beggja vegna járn-
tjaldsins þrátt fyrir allt. Þess
vegna getum við bundið vonir
viö hana og allt þaö starf, sem
unnið er á hennar vegum, hvort
sem það eru kaþólikkar eða
mótmælendur.
Framtíð friðar-
hreyfinganna
Allt bendir til þess aö friðar-
hreyfingarnar muni valda veru-
legum, varanlegum breytingum
á menningarlifi i V.-Evrópu.
Starf þeirra nú er ávöxtur
mikils undirbúnings. Árlega
hafa verið friðarvikur I öllum
lútherskum söfnuöum
V.-Þýzkalands þar sem menn
koma saman i þúsundum
safnaöa og setja sig inn i friðar-
og afvopnunarmál. Þessi vika
(8.-15. nóv) er einmitt friðar-
vika lúthersku kirkjunnar i þvi
landi á bak við hana stendur
kirkjustjórnin sjálf. Næsta vika
þar á eftir er einnig friöarvika
sem nær til alls landsins, skipu-
lögð af Samtökunum sáttar-
tæákn. Þannig mætti lengi telja.
Almenningur hefur gefizt upp á
vonlausum viðræðum risaveld-
anna. Afvopnunarviðræður hafa
engan árangur borið hvorki Salt
I né Salt II, þvi aö vigbúnaöur
heldur áfram tryllingslegri en
nokkru sinni fyrr. Leiöin fram
hjá hyldýpinu er kannski annars
staðar og hennar er nú ákaft
leitaö.
Hvort er svo rómantík eða
raunsæi að berjast gegn aukn-
um vigbúnaði eða vera honum
fylgjandi? Er leiðin til að
tryggja friöinn sú að fjölga
vopnum? Er ekki leiðin heidur
sú að vinna gegn orsökum
ófriöar, vinna að þvl aö fjarlæga
orsakirnar, tortryggni, hungur,
misrétti, mannréttindabrot,
hatri, ótta, o.s.frv. En allt þetta
virðist þvert á móti fara vax-
andi. Er aukinn vigbúnaður
ekki einmitt flótti frá raunveru-
leikanum, flótti inn í hið falska
öryggi vopnanna sem að lokum
kann að gera út af við okkur öll.