Vísir - 14.11.1981, Side 21

Vísir - 14.11.1981, Side 21
Laugardagur 14. nóvember 1981 VÍSIR 21 Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur í Helgarviðtali Þeim var talin trú um aöReykjavik væri full af kommúnistum.... þetta einkennilega samfélag sem þarna er. Svo feröu burt af Suöurnesjum tii að komast i Menntaskdlann á Laugarv^tni og veröur stúdent 1967. Var listaáhuginn þá þegar kominn upp? — Ég veit ekki hvemig stendur á listhneigðum kannski er hér um aö ræða erfðir, pabbi teiknaði mikið og málaði og átti margt góðra bóka, það hefur haft sin áhrif. Ég var alltaf að teikna og lita, man eftir að ég kóperaðir listaverk upp úr bdkum. Einu sinni líktiég eftir Kandinsky. Svo kom einhver i heimsdkn sem varð óskaplega hrifinn af teikningun- um og mér þótt feykilega mikið varið i það hrós. Þorði þó ekki að viðurkenna að þetta væri eftir- mynd. Nú, svo var maður síles- andi, mérer sagt að ég hafiverið læs 3 ára — en bækur hafa alla vega átt mikið i mér. Svo var þetta venjulega, skrif i skólablað- ið o.s.frv. Þó vissi ég ekki alveg hvað ég átti að gera að loknu stúdents- prófi esi afréð að fara til Skot- lands aö lesa enskar bókmenntir. I Skotlandi var ég i St. Andrews, fæðingarstað golfsins. Siðan hef- urmérávalltfundist fyndið aö sjá golfspilarana skeiða út á Sel- tjarnames i norðangarranum, klæddir tartanbuxum og golfhúf- um með 25 kylfur i poka til að berjast viö veðurguðina. En ég var sem sagt 4 ár i St. Andrews og lauk M A prófi þaðan. Þar var þá býsna stór íslendinga- nýlenda. 1 miðju námi vildi svo til að þarna var stofnuö deild i lista- sögu og aö gamni minu sótti ég fyrirlestra i henni. Ég held það hafi alltaf blundað i mér forvitni um eðli sköpunar og skynjunar. Hvað liggur að baki myndlistar- verki og hvað er það sem gerir það virkt. Mig dauðlangaði svo til að steypa mér Ut í þetta af fullum krafti en fannst þó púkalegt aö hætta i bókmenntunum i miðju kafi og lauk þvi námi 1971. — Og hafði gott af. Þá var ég bUinn að lofa sjálfum mérþvi', að fara á suðurslóðir til að hvíla mig á akademiunni, hvað ég og gerði. Fór til Flórens á Italiu, lærði itölsku, skoðaði söfn, vann á bókasafni og kenndi it- ölskum liðsforingjum ensku, sem varbrandariútaffyrirsig. Já,og svo kynntist ég Janet, konunni minni, á Italiu. Ég lit alltaf á þetta sem besta ár lifs mins. Og þarna var ég i 10 mánuði og sneri aftur til London. Var þá svo lUs- heppinn að komast inn á Court- auld Institute i framhaldsnám i listasöguogþarvarég frá 1972-74 hjá þeim voðalega manni Blunt. Þá fluttum við til tslands. Er þetta ekki nóg af kronologiunni? Jú! Þú sagöir áöan, Aöaisteinn, aö þér hefði þótt forvitnilegt að reyna að komast aö þvi hvaö valdi sköpunarþránni. Hefuröu komist nokkru nærri svörum viö því? — Engum endanlegum svörum. E.t.v. er sköpunarárátta lista- manns tilraun til að finna sér fót- festu i' tilverunni, finna reglu i ó- reglunni, — þetta hljómar nU skelfing háfleygt! Sjáðu, þetta er eflaust árátta sem allir eru haldnir, bara mismunandi sterkri og á mismunandi sviðum. Að safna frimerkjum, það getur ver- iðvottur um slika sköpunarþörf. Þar ersafnarinn að raða sfnu eig- in kerfi og i samræmi við vissa sjónvitund. Finnst þér goðgá að tala um listamanninn og fóndrar- ann i sömu andrá? Sko — trúir nokkur á gömlu goðsögnina um listamanninn lengur, að hann sé af guði sendur eða eins og Shelley orðaði það: sendiboði guðanna til að vera löggjöf fyrir samkynið? — Ég held fæstir geri það, a.m.k. ekki listamennirnir sjálfir. Þeir eru farnir að lita d sig sem nýta þjóðfélagsþegna og þeirra framlag er þjóðfélaginu eins nauðsynlegt og það sem bregða má mælikvarða hagsýninnar á. Þeirra hlutverk er að halda þjóð- félaginu menningarlega heil- brigðu. Við erum að nálgast hlut gagn- rýnandans. — Já,ætli það ekki. Við erum aö tala um þessa hvöt til að skapa og túlka sem er i sjálfu sér af hinu góða og svo aftur um þá list sem sköpuð er, sem er jú allt annar handleggur.A Islandi finnst mér stundum sem gagngert sé verið að draga i efa, að hugtakið gæði sétil—jafnvelaf fólkisem gegnir ábyrgðarmiklum stöðum i þjóðfé- laginu. Að reynt sé jafnvel að gera þá sem sliku hugtaki halda fram, tortryggilega i augum al- mennings. Min skoðun er alveg eins gjaldgeng og þin er viðkvæð- ið. Enskoðanireru alls ekki allar jafn gjaldgengar. Gildi þeirra hlýtur að byggjast á þeirri þekk- ingu og reynslu sem að baki búa. En það er erfitt að segja hvernig áþessu viðhorfi stendur, e.t.v. er hér á ferðinni gamla góða ein- staklingshyggjan íslenska — is- lenskur annmarki? — Sá sem leggur mat á mynd- list hlýtur að gefa sér sögulegar og persónulegar forsendur. Hann verður t.d. að geta séð sögulegt mikilvægi, jafnvel þótt hann myndi ekki endilega vilja hafa viðkomandi verk hangandi inni i stofu hjá sér. — Annars ferég alltaf hjá mér þegar ég er spurður háfleygra spurninga um gildi gagnrýni. Ég er yfirleitt að reyna að skýra hlutina fyrir sjálfum mér fyrst og fremst. Hafieinhver annar gagn eða gaman af þeim hugleiðing- um, gott og vel. Viö vorum áöan aö tala um þró- un og sögu.. — hver er skýringin á þeim krafti sem er i islenskri myndiist, hún sem á sér svo stutta sögu aö baki. Og hún er svo fjölbreytt og alþjóöleg. — Það errétt, að islensk mynd- list sem slik á sér tiltölulega stutta hefð ef við erum að ræða evrópska meginstrauma og i rauninni makalaust hvað hún hef- ur náð miklum þroska. En hún hefur ætið verið i tengslum við umheiminn, sjáðu, Asgrim til dæmis, hann er i upphafi ferilsins kominn i'bein tengsl við þýska ex- pressjónismann. Einar Jónsson gekk beint inn i symbolisma sem _ var efst á baugi er hann hóf Bst- nám... Ég hef oft velt fyrir mér þessari grósku imyndlistinni, það liggur eiginlega nærri núna að tala um að íslendingar séu mynd- listarþjóð fremur en bókmennta- þjóð. Mér finnst fróðlegt að tala við framámenn i norrænni myndlist þvi i þeirra augum er Island bók- staflega nafli Noröur-Evrópu, hvaö nútimamyndlist snertir — alla vega Norðurlandanna. Ef þetta er satt, hvernig stend- ur á því? Er þetta einstaklings- hyggjan? — E.t.v. höfum við sterkari þjóðarvitund en Norðurlöndin, e.t.v. ýtir forn frægð undir þvi — þó heldur Magnús vinur minn Tómasson þvi fram að þessi glæsta fortið hafi staðið okkur fyrir þrifum i myndlist! Nú, en svo hafa Islendingar löngum ver- ið haldnir óstjórnlegri forvitni, þeir hafa ferðast mikið, skoðað allt mögulegt, eru alltaf að leita að nýjungum — allt ýtir þetta undir frumlega sköpun. En ráðamenn virðast ekki enn átta sig hversumikil landkynning myndlist getur orðið. Ég hitti um daginn Jugóslava, sem kunni tvö orð i islensku: Suðurgata sjö. Sem er nú fyrir bi, þvi miður. En mér finnst viö ættum að steypa okkur út i það að kynna okkar myndlist og þar með land- ið. T.d. ættum við hiklaust að fá okkur bás á næsta biennal i Fen- eyjum. Það yröi þá I fyrsta sinn sem viö tslendingar veröur þar með fullum stuðningi islenska rikisinsfráþvi 1972: Við ættum að tefla fram okkar fólki, myndlist með alþjóölegu yfirbragði fyrir alla muni. Flest lönd hafa vitá að gera slikt. Islensk myndlist er eftirsókn- arverð — það er verið að bjóða okkur til sýninga hér og þar I Evrópu og það er grátlegt að slik boð skuli ekki vera nýtt að fullu. Vikjum aftur aö þér sjálfum. Um hvað ætlaröu að skrifa dokt- orsritgerðina? 1 fyrstu ætlaði ég að skrifa um islenska myndlist siðustu 20 árin. Enþaö erauðvitað gifurlega yfir- gripsmikið og þegar ég fór að ræða þetta við prófessorinn minn kom okkur saman um að best væri að afmarka sviðiö betur, og ég reyndi þá frekar að gera bók úr þessum tveim áratugum. Svo ég ákvað að skrifa um það sem kallað er „artists books”, það hefur varla fengið-gott nafn á is- lensku — bókverk er ein tillagan. En sem sagt, bækur sem mynd- verk, þar sem bókformið er notað án þess úr veröi bók í heföbundn- um skilningi. Það skemmúlega við þetta er, að þetta nýja lifsform, bókformið, á sér rætur hér á Islandi, Dieter Roth byrjar á þessu hér og hann, ásamt með Ed Ruscha, telst til frumkvöðla á þessu sviði. Það mætti svosem skoða bækur myndlistarmanna allt frá dögum Williams Blake, en þetta sér- staka hugtak, artists books, verður ekki til fyrr en um 1960. Ég skoða það frá og með Dieter. Þetta hefur verið mjög i' tisku sið- astliðinn áratug, hins vegar hefur engin úttekt verið gerð á þessu fyrirbæri. Mr finnst ég vera staddur i einskismannslandi hvað það snertir. Mörgum hefur þótt þaö kostu- legt uppátæki að búa til bökverk — ég er alls ekki viss um aö allir sjái I þvi tilgang! — Bókverk hefur ýmsa ágæta kosti. Það höfðar ekki aðeins til sjónskynjunar eins og hefðbundið myndverk — heldur lika til snertiskynjunar. Bókverk verður heldur ekki skoðað i einni svipan, það tekur sinn tima aö fletta siö- um og menn hafa einmitt notað sér þann eiginleika. Bókverkið getur einnig verið afar ódýrt og lýðræðislegt listform og þarf alls ekki á gallerium eða safnastofn- unum að halda. A Islandi má e.t.v. segja að virðing fyrir bók- inni sem hlut, hafi ýtt undir gerð svona verka. Héreru flestar bæk- ur bundnar inn, hlutgeröar, þótt innihaldið sé vita ómerkilegt. Sjálfur vissi ég ósköp litiö um þetta listform þangað til fyrir svona 3-4 árum. Mér finnst þetta afskaplega spennandi, kannski vegna þess lika aö ég hef alltaf verið veikur fyrir bókum og bók- menntum. Þetta sameinar þætti sem togast á i mér. Ég hef það á tilfinningunni, aö nýlist, t.d. btíkverk, séu meira i hávegum höfð erlendis en hérna heima? — Æ, blessað nýlistarhugtakið, þaö fer i taugarnar á mörgum. Sjálfur nota ég það svona svipað og menn nota hugtakið „modem- ismi’ ’.Nýlist er handhægt orð yfir nýja strauma, s.l. 20 ár eða svo. En i hávegum höfð? Ég veit ekki. Það tekur ætið talsverðan tima fyrirný viðhorf að siast inn i vitund fólks. Það tók likasttii ein 15 ár fyrir septembermennina að fá þann hljómgrunn meðal fólks sem þeir hafa nú. Annars sakna ég þess örlitið hversu li'tið nýlistamenn virðast gera sér far um að skirskota til humaniskra eða siðferðislegra gilda i verkum sinum, að vega upp á móti þvi sem er ómann- eskjulegt i heiminum. Tökum sem dæmi þann fræga þýska listamann, Beuys. Um hann má endalaust deila, en hann er þó að höfða til manneskjulegra viö- horfa. Nýlistamenn eru dálitið of mikið fyrir það aö dútla i sinum eigin hugarheimi — það vottar fyrir þvi hugarfari að listin sé bara fyrir Kstina. Allt sé að fara tilfjandanshvorteöerog taki þvi varla að nefna hugsjónir. Reynum enn aö halda okkur viö þig sjálfan! Legguröu mikið upp úr þvi að verða doktor? — Nei. En upp úr þvi að læra meira, já. Annars er það senni- lega rétt, sem sagt er, að skóli lifsins kennir mest og best. An reynslunnar lokast menn inni i eigin hugarheimi. Til allrar ham- ingju eru Islendingar þó það heil- brigöir aö þora aö rifast um list — utanlands er það oft þannig að fæstir þora að opna munninn um það sem þeir hafa ekkilært i skól- . um. Hér er það öfugt — og oft eins og þörf sé á að minna fólk á að upplýst skoöun sé e.t.v. æskilegri. Ef þú leggur ekki metnaö í gráöuna, hvar liggur þinn mesti metna ður? Persónulega vildi ég geta oröið dætrum minum góður faöir. Pró- fessjónelt vildi ég koma islenskri myndlist á blaö þannig aö eftir henni verði tekið. Og gera skil i bókum listamönnum okkar, sem enn liggja óbættir hjá garöi. Stundum er sagt aö gagnrýn- endur séu ftílk, sem ekki treystir sér eöa getur skapaö sjálft? A þetta við um þig? Nei, þaö held ég ekki. Og þó. Ég myndi þá notfæra mér eina hand- verkiö sem ég hef lært, logsuðu. Logsuöu!? — Já, ég lærði að logsjóða i sumarvinnunni i' gamla daga. Ef ég færiað skapa eitthvaö.ætli þaö yröu ekki einhverjar þriviðar uppákomur. En ég geri siður ráð fyrir þvi. Persónuleg kynni og sköpun hafa innprentaö mér virð- ingu fyrir listinni. Ég er að vona að ég hafi ekki þótt alvondur gagnrýnandi og ég geri ráð fyrir að halda þvi' og blaðamennskunni áfram seinna. Það er ekki svo langt á miili málefnalegrar um- fjöllunar á list og listarinrir sjálfrar —ogþetta þarfnast hvors annars. Ms

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.