Pressan - 27.10.1988, Síða 4

Pressan - 27.10.1988, Síða 4
 litilræði De senectute Stundum þegar ég er aö ráöfæra mig við æöri máttarvöld um lífsins gagn og til- verunnar á ég það til aö bera fram þá frómu ósk aö ég þurfi ekki í ellinni að búa viö van- líðan eðaheilsuleysi umfram það sem sann- gjarnt getur talist. Ennþá er ég sæmilegur til líkamsheils- unnar, lof sé guöi fyrir þaö, og fylgist sæmi- lega meö, þó ég að vísu sé hættur aö lesa gleraugnalaust. Ég klæöi mig sjálfur, geng óstuddur aó matarboröinu og hátta mig hjálparlaust. Er semsagt ekkert farinn aö gefa mig líkamlega. Því miðurerekki hægt aö segjaþaö sama um andlegu hliöina. Geðheilsunni fer hrak- andi og satt aö segja er sálarástandið stundum harla bágboriö. Ég kemst stundum í mikið uppnám af minnsta tilefni og er lengi aö ná mér. Mér er nær aö halda aö þessi ósköp séu, illu heilli, aö ágerast meö aldrinum. Það eru einkum öll óregla og óvæntar uppákomur sem setja mig uppaf standin- um. Ég vil helst vakna, borða og sofna, án þess aö mikið sé um aö vera á milli þátta. Ég vil hafa „fasta liði einsog venjulega" og stundvíslega. Mér er eins fariö og kúnni í fjósinu. Ef óregla kemst á mjaltir missir hún nytina. Ég hef að undanförnu verið í miklu upp- námi. Þetta byrjaöi allt á því aö ég fór að skrifa í Alþýðublaðið og hugsaði í leiöinni sem svo: — Aö flestra dómi talið rólegra aö vera krati en kommi. Svo vaknaöi ég einn góöan veöurdag vió það aö ég sá ekki betur en greinarnar mínar væru farnar að koma í Helgarpóstinum þó hann væri löngu kominn á hausinn. Þegar ég spuröi í sakleysi mínu aó því, hvernig í ósköpunum stæöi á því aö ég væri farinn aö skrifa í blað sem væri fyrir löngu hætt aö koma út, var mér sagt aö þaö væri af því aö þetta væri ekki Helgarpósturinn heldur „Pressan" og Pressan væri í raun og veru Alþýöublaöið, en Alþýðublaðið væri samt ekki Pressan og Pressan ekki Alþýöublaöiö og þaðanafsíður Helgarpósturinn. Og nú er svo komið að ég veit í raun og veru ekkert um þaö, hvaöa blað ég er aö skrifa í, og þessvegna hef ég ekki grænan grun um þaö hvar ég á aö vera í pólitík, eöa hvers taum ég á aö draga í þjóðmálaum- ræðunni. Ofaná þetta bætist að fylgifiskurellinnar er mikið kjarkleysi, sem lýsir sér í því aö ég þori ekki fyrir mitt litla líf aö styggja nokkurn mann, síst af öllu krata. Ég læt aöra um aö gera kaldhæðnislega úttekt á landsins gagni og nauðsynjum, en hef á þessum merkilegu tímamótum þetta aö segja: Mikiö lifandis skelfingar ósköp er nú unaðslegt að eldast. Þaö hálfa væri nóg. Vakna, fara framúr, fara uppí aftur og svo afturframúr, klæöa sig, fara uppí aftur, áður en maður fer í skóna, fara svo aftur framúr og í skóna, gangasvo aö matboröinu, boröa, fara svo aftur úr skónum og leggja sig eftir matinn, vaknaaftur, fara afturí skóna, ganga niðurá Hressó og aftur heim, fara aftur úr skónum og leggja fæturna uppá borö og lesa blöðin, fara svo aftur í skóna og labba framí eldhús, fá sér kaffisopa í krús, labba meö hana aftur inní stofu, þar sem blöðin eru, fara aftur úr skónum, leggja fæturna uppá borö aftur, halda áfram aö lesa blöðin, sofna kannske, vakna aftur, fara aftur í, skóna, labba á klóið, pissa, labba svo aftur inní stofu, fara úr skónum, leggja fæturna uppá borö og klára kaffið og komast, svona einsog snöggvast, í geðshræringu útaf því aö kaffiö er orðið kalt, hugsa sem svo: — Ef ég heföi drukkið kaffið áöur en ég sofnaði, þá heföi það veriö heitt. Nú er þaö afturámóti orðið kalt, af því ég drakk það ekki meðan þaö var heitt. Fara svo aftur í skóna, labba framí eldhús og ná sér í heitt kaffi. Koma svo inn aftur, fara úr skónum, leggjafæturnauppá boröog haldaáfram aö lesa blööin. Svona líða dagarnir. Alltaf eitthvaö aö ske. AA, Alcoholics Anonymus, eru öflugustu sjálfshjálpar- samtök landsins. Opinn kynningarfundur í Háskólabíói kl. 14 á sunnudag. AA-deildirnar í Reykjavík PRESSU MOJLAR f járlögin eru í burðarliönum þessa dagana. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og embættismenn hans i fjármála- ráðuneytinu hafa nú samið drög að fjárlögum sem kynnt hafa verið stjórnarflokkunum. Samstarfs- flokkar Alþýðubandalagsráðherr- ans munu hins vegar hafa rekið upp nokkuð stór augu þegar þeir börðu drögin augum, því áberandi þykir að aukin fjárframlög eru til ráðu- neyta Alþýðubandalagsins en nið- urskurðurinn situr í fyrirrúmi til ráðuneyta Franrsóknarflokks og Alþýðuflokks. Þannig mun Ólafur Ragnar hafa gert ráð fyrir mikilli aukningu fjár til dagvistar, tón- listarskóla, þjóöarbóklilöóti, þjóö- leikliúss, vegageröar og skóg- og landræktar. Alþýðubandalagið stjórnar auk fjármálaráðuneytisins menntamálaráðuneytinu, Iandbún- aðarráðuneytinu og samgöngu- ráðuneytinu... - 'rslita forsetakosninga í Bandaríkjunum er beðið með eftir- væntingu um allan heim, en kosn- ingarnar hefjast 8. nóvember næst- komandi. Miklu máli er talið skipta fyrir starfsmenn bandarískra stjórnvalda á íslandi og annars staðar hvor þeirra George Bush og Michacl Dukakis ber sigur úr být- um. í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík og í Menningarstofnun Bandarikjanna vinna um 20 íslend- ingar. Þeir og bandarískir starfs- bræður þeirra eru sagðir velta því fyrir sér hvaða breyting gæti orðið á högum þeirra eftir kosningarnar. Talið er að Dukakis vilji meiri menningarpólitík en ríkt hefur í tíð Reagan-stjórnarinnar. Bush er hins vegar sagður leggja meiri áherslu á að rækta bein pólitísk tengsl í gegn- um bandariskar stofnanir erlendis. Það er því talið víst að kosningarn- ar þýði töluverðar mannabreytingar viðar en í Hvíta húsinu...

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.