Pressan - 27.10.1988, Síða 9

Pressan - 27.10.1988, Síða 9
8861 isdöWo AS iuR6butmmR Fimmtudagur 27. október 1988 9 Sáróánœgðir borgarfulltrúar um embœttismenn borgarinnar PÓLITÍSK HJÖRÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Fyrrverandi og núverandi borgarfulltríiar allra minnihlutaflokkanna setjafra/n a/var/egar ásakanir á œðstu embœttismenn Reykjavíkurborgar. Fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur setja nú fram gífurlega harða gagnrýni á embættiskerfið í borginni. Þeir halda þvi fram að æðstu embættis- menn borgarinnar og forstöðu- menn borgarstofnana séu meira og minna litaðir af sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins, séu margir hverjir eða flestir fremur pólitískir embættismenn en faglegir. Sjálf- stæðisflokkurinn hafi raðað „sinum mönnum“ í allar áhrifa- stöður í borgarkerfinu í áranna rás. Það er gömul saga en gagnrýnin ryðst nú fram í kjölfar yfirlýsinga Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrv. borgarfulltrúa, í viðtali við timaritið Veru, þar sem hún heldur því fram að nánustu samstarfs- menn borgarstjóra „tefli þá ref- skák, sem flokkurinn þarf á að halda“. Kristján Benediktsson, fyrrver- andi borgarfulltrúi Framsóknar til margra ára, segir í samtali við PRESSUNA að flestallir sem skipa yfirmannsstöður hjá borginni séu sjálfstæðismenn og þess sé vand-! lega gætt. „Þetta er gamalkunnugt. Ég notaði það einu sinni í kosninga- baráttu fyrir allmörgum árum og þóttist hafa kannað það vel, að halda því fram að af 40 æðstu embættismönnum borgarinnar væru aðeins einn eða tveir sem ekki tilheyrðu Sjálfstæðisflokknum. Það urðu uppi miklar vangaveltur í borgarkerfinu út af þessu yfir því hverjir þessir tveir menn væru eigin- lega. Ég verð hins vegar að segja að það rýrir ekki störf flestra þessara manna að vera sjálfstæðismenn, því mér hefur alltaf fundist að borgin hefði mörgum afbragðs- embættismönnum á að skipa,“ segir hann. Annar fyrrv. borgarfulltrúi, Sigurður G. Tómasson, segist taka af heilum hug undir gagnrýnina á embættiskerfið. „Ég er sannfærður um að með nokkrum undantekn- ingum settu æðstu embættismenn borgarinnar skyldur sínar við Sjálf- stæðisflokkinn á oddinn. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur séð til þess að engir séu ráðnir til borgarinnar nema þeir tilheyri flokknum og því er embættismannakerfið og hið pólitíska valdakerfi flokksins svo samofið sem raun ber vitni,“ segir hann. Á vinstristjórnarárunum hreyfði nýi meirihlutinn lítið við vaida- kerfinu í borginni, en þó eru á því undantekningar. T.d. var Gunnar Eydal, sem þá var yfirlýstur alþýðu- bandalagsmaður, ráðinn í stöðu skrifstofustjóra borgarinnar þegar sjálfstæðismaðurinn Jón G. Tómasson var ráðinn í embætti borgarritara. Þá var alþýðuflokks- maðurinn Björn Friðfinnsson ráð- inn frá Rafmagnsveitunni til að gegna stöðu framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar. Borgarfulltrúum minnihluta- flokkanna ber reyndar ekki saman um hvort það hafi gert vinstri meiri- hiutanum erfitt fyrir að koma að þessu embættiskerfi Sjálfstæðis- flokksins á árunum 1978—1982. Öllum ber saman um að þarna hafi starfað og starfi enn margir góðir og gegnir embættismenn og að ekki hafi komið til alvarlegra árekstra á milli vinstristjórnarinnar og þeirra en Sigurður G. Tómasson segir þó: „Það er alveg ljóst að á valdatíma vinstrimanna vann hluti af embættismannakerfinu með Sjálf- stæðisflokknum beinlínis og lét sig hagsmuni borgarinnar engu skipta. Ég nefni sem dæmi Ólaf Guð- mundsson hjá borgarverkfræðingi, sem var bersýnilega að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég hika ekki við að segja að maðurinn var bara að hjálpa flokknum sínum. Þetta átti einkum við skipulags- málin, sem oft voru hart deiluefni meirihlutans og sjálfstæðismanna. Hins vegar er ekki réttmætt að tala um embættismannakerfið sem eina samstæða heild. Og þrátt fyrir allt er ég ekki þeirrar skoðunar að embættismannakerfið hafi verið þess valdandi að vinstri menn misstu meirihlutann," segir Sig- urður. Sigurður E. Guðmundsson, fyrrv. borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins, segir að hann fái ekki betur séð en að gagnrýnin á embættismanna- kerfið sé á rökum reist. „Ég hef að vísu alltaf viljað bera skjöld fyrir embættismenn borgarinnar og ekki draga upp jafndökka mynd af þessu og alþýðubandalagsmenn og Kvennalistinn. Þessir menn eru sjálfsagt upp til hópa sjálfstæðis- menn, en ég held að þeir leggi fyrst og fremst 'áherslu á embættis- skyldur sínar. Það er þó misjafn sauður í mörgu fé, en sumir þeirra hafa sýnt gott samkomulag og sam- starf við alla. “ í viðtali við Alþýðublaðið sl. þriðjudag sagði Sigurjón Péturs- son, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lags: „...það er algert einræði Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn. Flokkur sem hefur það sameigin- legt að hafa flokksbundna fulltrúa sína í meirihluta í sveitarfélagi og flokksbundna embættismenn allt í kringum sig, hann er kominn með samtengingarkerfi sem er þéttara en bestu net annars staðar." í viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu á rás 2 á dögunum staðhæfði hún að embættismenn borgarinnar hefðu oft á tíðum beitt vísvitandi blekk- ingum og þá sérstaklega í sambandi við ráðhúsmálið. Hefðu embættis- menn sagt að af 750 milljónum færu 500 í ráðhúsið en 250 milljónir í bílageymslu. Mörgum mánuðum síðar hefði komið út framkvæmda- og‘fjármögnunaráætlun frá borg- arhagfræðingi þar sem kæmi fram að í raun væri þessu öfugt farið. „Þetta voru vísvitandi blekkingar," sagði Ingibjörg Sólrún. Þegar þessar ásakanir sem hér koma fram frá borgarfulltrúunum voru bornar undir embættismenn hjá borginni varð fátt um svör. Eins og fram kemur hjá Jóni G. Tómas- syni er erfitt að svara þungum ásök- unum þegar ekki eru nefnd ákveðin dæmi eða nöfn. Þess ber að geta að ekki náðist til Davíðs Oddssonar borgarstjóra sem er erlendis í fríi. í samtölum við borgarfulltrúa hafa morgunfundir borgarstjóra með sínum nánustu embættis- mönnum oft borist i tal. „Þessir fundir eru haldnir á þriðjudags- morgnum og þar eru örugglega tekin fyrir mörg mikilvægustu málin sem varða borgarbúa,“ segir einn af viðmælendunum. Þarna er farið yfir dagskrá borgarráðs og ákveðið hvaða mál fara á hana og hvaða meðferð þau skuli fá. í dag sitja nær eingöngu sjálf- stæðismenn þessa fundi. Undan- tekningin er þá Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarinnar. Auk Gunnars og borgarstjóra sitja þarna Jón G. Tómasson borgar- ritari, Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur „og valda- mesti maður borgarinnar fyrir utan sjálfan borgarstjóra", segir einn viðmælandi. Þorvaldur S. Þor- valdsson, forstöðumaður borgar- skipulags, Ágúst Jónsson, skrif- stofustjóri borgarverkfræðings, Eggert Jónsson borgarhagfræð- ingur, Hjörleifur B. Kvaran, fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjórn- sýsludeildar, Jón G. Kristjánsson starfsmannastjóri og Stefán Her- mannsson aðstoðarborgarverk- fræðingur. Einn viðmælandi PRESSUNN- AR sem fylgist vel með borgarmál- efnum segir að ásakanir minni- hlutaflokkanna séu töluverðar ein- faldanir. Vissulega sjái Sjálfstæðis- flokkurinn fyrir því að yfirleitt komist ekki aðrir að en þeir einir sem hafa skírteini flokksins upp á vasann. En á því séu mikilvægar undantekningar sem segi allt aðra sögu sbr. þá Gunnar Eydal og Björn Friðfinnsson, sem lengi starfaði sem fjármálastjóri borgarinnar. „Davíð er að þvi leyti frábrugðinn Þorsteini Pálssyni að hann treystir mjög á eigin hæfni og enginn getur efast um að hún er mikil. Hann treystir á að starfsmenn hans fram- fylgi því sem Sjálfstæðisflokkurinn ákveður og það má ekki gleyma því að þegar einn flokkur er við völd verða embættismennirnir að fram- fylgja pólitískri stefnu hans. Hinu er ekki að leyna að oft hafa faglegar kröfur verið sveigðar til að þóknast pólitískum vilja sjálfstæðis- manna.“ FÆ LÖGFRÆÐILEGT ÁLIT ÚTI í BÆ segir Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins. „Ég vil taka undir að það gerir starf borgarfulltrúa minnihiutans erfitt að vita að meira og minna allir œðstu embœttismenn borgarinnar eru sjálfstœðismenn og trúnaðar- menn borgarstjóra. Þetta vitum við og það er ekkert leyndarmál, “ segir Guðrún Ágústsdóttir, borgarfult- trúi Alþýðubandalagsins. „Ég get nefnt sem dœmi að ef mig vantaði lögfrceðilegt álit á máli sem meiri- hlutinn vceri að fást við og ég teldi að vœri e.t.v. ekki í samrœmi við lög, þá myndi ég ekki geta snúið mér til lögfrœðinga borgarinnar. Ég get nefnt skipulagsmál vegna þess að ég starfa í skipulagsnefnd og það hefur staðið yfir deila á milli borgarstjóra og félagsmálaráðu- neytisins I þeim málum. Mér finnst ég ekki eiga aðgang að lögfræðing- um borgarinnar til að fá aðstoð í því, vegna þess að þeir hafa verið borgarstjóra til aðstoðar. Ég hef prófað þetta og hef þurft að leita annað. Þessir menn eru að vinna fyrir borgarstjóra Sjálfstæðis- flokksins og geta þá ekki farið að benda mér á einhverja lagakróka sem brjóta í bága við stefnu meiri- hlutans. Þegar svona er komið neyðist ég til að leita álits úti í bæ. Það er alveg á hreinu, enda hef ég oft gert það,“ segir Guðrún. Guðrún segir að ekki sé hægt að segja að embættismenn borgarinn- ar sýni minnihlutanum beina and-| stöðu. „Þeir svara öllum þeimj spurningum sem þeir eru spurðir| um en ekkert meira. Það er heldur ekki hægt að setja alla undir einn hatt því ég hef þá reynslu að a.m.k. einn embættis- maður hefur reynst mér ákaflega vel en hitt er meginreglan. Við vit- um líka að það hafa verið ráðnir fleiri en sjálfstæðismenn til borgar- innar. Það má nefna Gunnar Eydal skrifstofustjóra og Björn Frið- finnsson sem starfaði yfir lögfræði- og stjórnsýsludeild. En það eru líka til menn sem hefur verið þrýst í burtu eins og Ingibjörg Sólrún nefnir í viðtalinu við Veru. Ég hef reyndar lent í því að biðja embættismann unt vissar upplýs- ingar á fundum um fjárhagsáætlun borgarinnar en ekki fengið, því þessir embættismenn eru svo upp- teknir við að þjóna meirihlutanum. Þeir eru ekkert að stjana við okkur á borgarstjórnarfundum. Þeir hlaupa til og aðstoða borgarstjór- ann og meirihlutann ef þeir eru að verða undir í umræðum, en þetta gera þeir aldrei fyrir okkur. Þetta er ekkert leyndarmál. Þetta er bara svona. Þessu kynnast menn afar fljótt þegar þeir koma til starfa í borgarkerfinu," segir Guðrún. SUMUM FINNST ÞEIM BERI AÐ ÞJÓNA BORGARSTJÓRA í ÖLLU segir Bjarni P. Magnússon, borgarfuUtrúi Alþýðuflokks- ins. „Þarna eru vissulega háttsettir embœttismenn sem ég treysti futt- komlega og þá nefni ég t.d. Jón G. Tómasson borgarritara. En þarna eru líka menn sem ég treysti engan veginn, “ segir Bjarni P. Magnús- son, borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins. „Það er alveg rélt hjá Ingi- björgu Sólrúnu að í œðstu embcett- um borgarinnar eru menn sem eiga mjög erfitt með að draga mörkin á milli hlutlausrar embcettismennsku og Sjálfstœðisflokksins. “ Bjarni segir að á þessu séu þó heiðarlegar undantekningar eins og fyrr segir. „Það er held ég ekki rétt að allir yfirmenn í borgarkerfinu séu sjálfstæðismenn, ég held að sumir séu ranglega stimplaðir Sjálf- stæðisflokknum,“ segir hann, „en hitt er vissulega rétt að það er hinn rauði þráður í borgarkerfinu að þar starfi embættismenn sem finnst að þeim beri að þjóna borgarstjóra fyrst og fremst og gæta þess að hann fái að vita um allt sem fram fer. Ég tel,“ segir Bjarni, „að þetta veki upp spurninguna um hvort það ætti að koma á „róterandi“ kerfi hjá starfsmönnum borgarinnar. Það er margt sem mælir með því og annað á móti. Á vinstristjórnarárunum voru menn hræddir við að breyta til en við erum óhrædd við það í dag. Við höfum lært af reynslunni og það er alveg klárt mál að við höfum áhuga á að breyta ýmsu í þessu skipulagi ef nýr meirihluti myndast. Það eru alveg hreinar línur,“ segir Bjarni. FULLTRÚAR MINNIHLUTANS TREYSTA ÞEIM EKKI segir Alfreð Þorsteinsson, vara- borgarfulltrúi Framsóknar. „Ég er sammála Ingibjörgu Sól- runu um það að ceðstu embœttis- menn borgarinnar starfa margir hverjir sem pólitískir embœttis- menn. Þessir embcettismenn eru mjög áhrifamiklir og lúta i einu ög öllu vilja borgarstjórans, “ segir Alfreð Þorsteinsson, fyrsti vara- fulltrúi í borgarstjórn fyrir Fram- sóknarflokkinn. „I raun treystir borgarstjórinn meira á þessa embcettismenn en sjálfa borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, því embœttismennirnir hugsa og starfa eins og borgarstjórinn vill og eru meiri bógar. “ „Þegar þaðhendir," segir Alfreð, „að borgarstjórinn fer út af línunni eins og gerðist nýlega með færslu Hringbrautarinnar, þá eru embætt- ismennirnir fljótir að laga kompás- inn hjá borgarstjóra. Þeir sann- færðu hann um að það væri veik- leikamerki að viðurkenna ábend- ingar Framsóknarflokksins um fjársóun sem stefnt væri í með færslu Hringbrautar. Embættismenn, hvort sem þeir starfa hjá ríki eða borg, þurfa að vera heiðarlegir og kjörnir fuiltrúar þurfa að geta treyst þeim. Því miður er það svo hjá Reykjavíkurborg að fulltrúar minnihlutans treysta þeim ekki og það gerir þeim miklu erfið- ara fyrir að rækja starf sitt. Þar með skekkist lýðræðið í Reykjavík. Ég er þeirrar skoðunar að miklu heilbrigðara væri að þessum felu- leik væri hætt. Borgarstjóri á hverj- um tíma ætti að hafa sér við hlið pólitíska embættismenn sem ynnu fyrir hann, en það lögmál gilti jafn- framt að þeir yrðu að hætta störf- um ef nýr meirihluti yrði myndað- ur, alveg eins og á sér stað með að- stoðarmenn ráðherra við ríkis- stjórnarskipti. Ég vil þó segja að ég tel flesta æðstu embættismenn borgarinnar hæfa á sinn hátt nema hvað þeir vilja gleyma að þeim ber að þjóna fleiri herrum en borgar- stjóranum einum,“ segir Alfreð Þorsteinsson. EKKI EINLIT PÓLITÍSK HJÖRÐ . segir Jón G. Tómasson borgarritari „Ég hef ekkiséð viðtalið við Ingi- björgu Sólrúnu og það er erfitt að svura þessum ásökunum borgar- fulltrúanna þar sem ekki eru til- fœrð dcemi. Af löngu starfi mínu hér þekki ég ekki annað en að embættismennirnir vinni á fagleg- um grundvelli og óháð þvi hverjir skipa meirihluta og minnihluta í borgarstjórn, “ segir Jón G. Tómas- son, borgarritari og œðsti embœtt- ismaður borgarinnar aö borgar- stjóra undanskildum. Jón sagði jafnframt að á morg- unfundum borgarstjórnar sæti fastur hópur en þar væri alls ekki einlit pólitísk hjörð enda hafa setið þarna menn sem eru yfirlýstir fylg- ismenn annarra flokka. „Þetta er því fráleitt að pólitík markist þarna á þessum morgunfundum,“ segir hann. „Auðvitað er oft rætt um pólitík á morgunfundunum eins og um allt annað á milli himins og jarðar. Það er erfitt að svara svona ásök- unum en hitt er annað mál að það er hlutverk embættismanna að framfylgja þeirri stefnumörkun sem borgarstjórn hefur tekið og sú stefnumörkun getur oft verið póli- tísk á sviði skipulagsmála, fram- kvæmda og fjármála og okkur ber að framkvæma hana. Ég skal hins vegar ekki neita því að ég býst við að meirihluti þessara embættismanna hallist að stefnu sjálfstæðismanna en hvort þeir eru flokksbundnir hef ég ekki hug- mynd um.“ ÞEIfl ERU EINS 0G MÝS UNDIR FJALAKETTI „Embœttismennirnir í kringum Davíð eru eins og mýs undir fjala- ketti. Þetta er vissulega einlit hjörð en vesálings mennirnir eiga ekki annarra kosta völ því þeir Uta svo á að þeirra húsbóndi sé borgarstjór- inn í Reykjavík, “ segir Össur Skarphéðinsson, varaborgarfull- trúi Alþýðubandalagsins. „Það ríkir ekki fullur trúnaður á milli embœttismanna borgarinnar og fulltrúa minnihlutans í borgar- stjórn. Það verður hins vegar að taka það fram að sumir eru þeir mjög hœfir starfsmenn en svo eru hins vegar aðrir svo lélegir að þeir kœmust hvergi í ábyrgðarstöður fyrirtœkja ef þeir hættu hjá borg- inni. “ Það er líka mín reynsla að þá sjaldan minnihlutinn fær tillögur samþykktar í nefndum borgarinnar þá gengur það oft ótrúlega seint að fá embættismennina til að fram- kvæma þær,“ segir Össur Skarp- héðinsson. ÓMAR FRIÐRIKSSON

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.