Pressan - 27.10.1988, Page 12

Pressan - 27.10.1988, Page 12
12 Fimmtudagur 27. október 1988 JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR Það eru myndir ó borð við þessa, sem eiga sök á minnimáttarkennd margra kvenna. Kona góð — ertu óánægð, þegarþú lítur i eigin barm? Það gæti verið vegna þess að þú imyndaðir þér að aðrar konur væru undantekningarlitið með brjóst eins og Piayboy-fyrirsæt- ur. Sú er bara ekki raunin! Brjóst eru likamshluti, sem ekki er mikið til sýnis á al- mannafæri. Það er helst í karla- timaritum og á djörfum dagatöl- um, sem nakin kvenmanns- brjóst ber fyrir augu. Skilyrði fyrir þvi að konur þyki gjald- gengar fyrirsætur á sllkum myndum er að barmur þeirra sé þokkalega stór og fagurlega lagaður. Það verður þess vegna sú ímynd, sem menn (þará með- al konur, auðvitað) fá af þessum hluta kvenlíkamans. Þannig „eiga" brjóst að vera. Margar konur eru með minnimáttar- kennd af þessum sökum. Þeim finnst þær ekki standast sam- anburð. Þær athuga hins vegar ekki að útlit berbrjósta fyrir- sætu er kannski frekar undan- tekningin en reglan. Athugaðu t.d. myndirnar hérna á síðunni. Þær birtust í sumar I breska tímaritinu Looks og sýna hvað brjóst geta verið óskaplega mis- munandi. Af erlendum skoðanakönn- unum að dæma vilja langflestar konur — eða allt að95% — hafa öðruvísi brjóst en þæreru með. Þær, sem eru tiltölulega flat- brjósta, þrá stóran barm. Öðrum finnst þærhafa fengið meira en nóg í sinn hlut og vilja gefa mik- ið til að vera með minni brjóst. Sumareru óánægðar með litinn eða stærðina á geirvörtunum. Enn aðrar konur halda að þær séu þær einu i heiminum, sem eru með misstór brjóst. Og svo framvegis, og svo framvegis. En hvað er til ráða fyrir konur með slíkar áhyggjur? VITLAUS STÆRÐ: Ef þú ert raunverulega á barmi örvænt- ingar vegna þess að þér finnst brjóstin á þér of lítil eða of stór er sá möguleiki auðvitað fyrir hendi að gangast undir skurð- aðgerð. Lýtalæknar geta bæði sett silikon-púða ismá brjóst og minnkað stór brjóst með því að fjarlægja nokkur hundruð grömm. Þetta eru hins vegar örþrifa- ráð — algjört neyðarúrræði — fremuren val, sem sérhver kona stendur frammi fyrir að taka afstöðu til. I mörgum tilvikum geta konurnar hjálpað sér sjálf- ar, t.d. með því að grennast. Aukakílóin eru jú á brjóstunum eins og öðrum stöðum líkam- ans. Það sama gildir um þær flatbrjósta. Oft eru þær full- grannar og mættu vel við því að bæta á sig örfáum kílóum i til raun til að fá þýstnari barm (Pe.a.s. efþeim erþettaáannac borð mikið kappsmál.) EKKI NÓGU STINN: Brjós flestra kvenna missa stinnleiki sinn og síga með aldrinum. Þac er hins vegar mögulegt ac hægja á þessari óheillaþróur með því að gera æfingar til ac styrkja vöðvana á efri hluti líkamans. Þær konur, sen stunda leikfimi eða likamsrækt geta eflaust fengið góð ráð hjí kennurum sínum, en við kunn lega að hafa tilhneigingu til að koma í Ijós á brjóstum kvenna. >Línurnargeta verið mismunandi á litinn, allt frá þvl að vera mjög Ijósar upp í það að vera dökk- fjólubláar. Slitför verða til á þann hátt að húðin strekkist og þar getur ýmsu verið um að kenna. Stund- um er það vegna þess að líkam- inn vex mjög hratt, en offita og barnsburður verða lika gjarnan til að slitför myndast á húðinni. Það eru mjög skiptar skoðanir um það hvort hægt er að koma í veg fyrir þessar leiðinlegu línur. Sumir segja að mýkjandi krem geti haldið húðinni svo rakri að hún slitni síður, en margir lækn- ar segja þá kenningu ekki eiga nokkra stoð i raunveruleikan- um. LODNAR GEIRVÖRTUR: Það er ekki allt fengið með réttri stærð eða lögun brjóstanna. Sumar konur eru miður sín vegna þess að þær hafa hárvöxt í kringum geirvörturnar. Það ermikilvægt að slíta ekki þessu litlu hár og háreyðingar- krem eru alltof sterk fyrir hina viðkvæmu húð á brjóstunum. Mun skynsamlegra er að klippa hvert einstakt hár með litlum naglaskærum eins nálægt rót- inni og unnt er. Svo erlíka hægt að snúa sér til snyrtisérfræó- inga með þetta vandamál, því þeir eru margir með tæki, sem eyða hárum niður við rót án nokkurs sársauka. HEILBRIGÐI brjóstanna hlýt- urþó ávallt að skipta meira máli en nokkuð annað. Allaráhyggjur af stærð og lögun hljóta t.d. að vera hégómi einn í augum þeirra kvenna, sem fengið hafa brjóstakrabbamein. Það er mörgum hollt að muna. Hver einasta kona ætti að verða sér úti um bækling Krabbameinsfélagsins um hvernig fara á að því að þukla brjóstin (helst mánaðarlega) til að fylgjast með heilbrigói þeirra. Og svo er auðvitað nauð- synlegt aó fara ekki sjaldnar en annað hvert ár i krabbameins- skoðun. um eitt gamalt ráð: Stattu bein I baki, haltu handleggjunum fyrir framan brjóstkassann og leggðu lófana saman þannig að fingurnir beinist upp (olnbog- arnirsnúa nú út til beggja hliða). Þrýstu nú lófunum fast saman svona tuttugu sinnum og endur- taktu þetta kvölds og morgna. Ef þú gerir þetta rétt finnurðu greinilega hvernig tekur i vöðv- ana í brjóstkassanum. MISSTÓR: Það eru eflaust fá- ar konur með tvö nákvæmlega jafnstór brjóst. Þetta er ekkert skrltið og á við um ýmsa aðra likamshluta, svo sem fætur, eyru og hendur. Oft vaxa brjóst- in mishratt á ungum stúlkum og jafnast þá stærð þeirra að lok- um, en fullvaxta konurgeta auð- vitað leitað til lýtalæknis ef munurinn er gífurlegur og þær líða miklar sálarkvalir af þeim sökum. SLITFÖR: Þessar óreglulegu línur geta birst viða á likaman- um. Oft eru þær t.d. á maga og lærum og svo þurfa þær endi-

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.