Pressan - 27.10.1988, Page 15
Fimmtudagur 27. október 1988
15
spqm
vikuna 28. október — 3. nóvember
'* * (21. murs — 20.. upril/
Þú ert í nokkuó góðu skapi þessa dag-
ana, þar sem þú berð ekki lengur kala til
neins. Kunningjarnir eiga oft erfitt meö
að skilja framkomu þina. Þér er óhætt að
leita ráða i ákveðnu máli hjá persónu,
sem þú treystir. Vertu viðbúinn að þurfa
að færa fjárhagslegar fórnir.
i
r t * t /21, uprii _ 20. nmi)
A næstunni geta orðió einhverjar
breytingar, sem þú kærir þig ekki um, en
verðuraðsættaþig við. Það ereinaleiðin
til að fá þitt fram, þegar til lengri tima er
litið. Einhver, sem þú virðir mikils, gæti
valdið þér miklum vonbrigðum.
t (21. mui — 21. jiiní)
Þú ert glaður og vel fyrir kallaður
þessa dagana. Þess vegna taka ákveönir
atburðir mun minna á þig en þeir hefðu
ella gert. Gættu þess þó að verða ekki of
léttúðuguroggangaekki of langt i neinu.
En þú hefur fyllstu ástæóu til bjartsýni.
(22. jiiní — 22. jiili)
Það kemur upp ágreiningur í sam-
bandi, sem skiptir þig miklu máli.
Ástandið er hættulegt og um slit á þess-
um tengslum gæti orðið að ræða, en
raunsæ umræða um málió gæti gert
gagn. Gerðu þér far um að vera heiðarleg-
ur og stilla skap þitt.
(22. júli — 22. ágiisl)
Þú stendur þig Ijómandi vel við erfiðar
aðstæður og veröur þar með dýrmætri
reynslu rikari. Þetta mátt þú þakka fram-
sýni þinni. Ef þú þarft að taka ákvörðun
i flóknu máli á næstunni skaltu vega og
meta alla hugsanlega möguleika. Róm-
antikin gæti blómstrað í vikulok.
(23. ágiisl — 23. sepl.)
Þú ert svolitið kviöinn um þessar
mundir. Láttu það þó ekki verða til þess
að hafa áhrif á gjörðir þlnar og breyta
fyrri á'atlunum. Einn vina þinna viróist
hafa mikinn áhuga á skoðun þinni á
ákveðnu máli. Tjáðu þig þess vegna af
hreinskilni.
(24. sepl. — 23. okl.)
Þaö væri mun auöveldara fyrir þig aö
leysaýmis af þeim málum, sem þú gllmir
nú við, ef þú heföir sæmilega yfirsýn yfir
heildina. Fjárhagsstaðan er svolltió
óviss i augnablikinu og ófyrirséö útgjöld
gætu sett enn frekara strik f reikninginn.
Reyndu aö sjá spaugilegar hlióar máls-
ins.
í þessari viku:
GINGER
(kona) fædd 26.12.1947
Fingurnir:
Þetta er kona, sem vill njóta lífs-
ins og vera til. Þaó sést m.a. á fingr-
unum, sem eru svokallaðir Venusar-
fingur, og á þéttleika handarinnar.
Helst vildi hún ekki geraneitt, nema
það sem hun kærir sig sjálf um að
gera, og hún geturvel hugsað séraö
lifa í munaði.
1. Greindarlinan:
Þessi línaer bein til að byrjameð,
en fer svo I boga niður á við. Það
gæti bent til þess að kgnan færi
dálítið sinar eigin leiðir. I eðli sinu
gæti hún verið listræn.
Með árunum gæti þessi kona
breyst frá því að vera raunsæ, hag-
sýn og jaróbundin yfir i að lifa nokk-
urs konar listamanns- eða „bóhem-
lífi“. Hún verður nefnilega draum-
óragjarnari með árunum og söðlar
pressupennar
q|
(24. okl. — 22. nóv.)
Haltu þig á jörðinni — fjarri loftköstul-
um og draumórum. Þess i stað ættirðu
að einbeita þér að smávægilegum, en
nauðsynlegum, endurbótum, sem ekki
geta beðið lengur. Reyndu aö taka þér
góða hvlld i vikulok og slaka vel á. Vinur
þinn bióur þig um aóstoð, sem þú verður
að veita.
(23. nóv. — 21. des.)
Mikiö heppnistimabil fer nú i hönd hjá
þér og öll hætta á mistökum er i lág-
marki. Nú er rétti timinn til að gera rót-
tækar breytingarlfjár-, atvinnu-eðaásta-
málum — ef þú ert á annað borð að velta
þeim fyrir þér.
(22. des. — 20. junúur)
Þú ert öyrjaður á mjög stóru verkefni,
sem virðist ætla aö valda þér töluverðum
erfiðleikum. Láttu þetta þó ekki draga úr
þér kjark. Þetta verkefni býöur upp á ótal
möguleika, þegarallt kemurtil alls.Taktu
á honum stóra þinum og þá fer þetta bet-
ur en á horföist.
(21. junuur — 19. febrúur)
Brátt muntu komast i þá aöstöðu að
vitaekki alveg hvernig þú átt að snúaþér.
Það er lika einhver óróleiki yfir þér um
þessar mundir og fólk er sifellt aö gefa
þér góð ráð. Vertu ekki of fljótur að taka
afstöóu, en gerðu ekkert, sem striðir á
móti samvisku þinni.
(20. febrúur — 20. murs)
Gættu þess að valda ekki neinum leiö-
indum meðal fólks, sem þú veróur dag-
lega aö eiga samskipti við. Það er liklegt
að þú lendir i einhverjum deilum, en þér
mun takast að ná yfirhöndinni ef þú
hegðar þér skynsamlega og hugsar þig
vel um áður en þú tjáir þig.
Hjá granna þínum er svar
Eins og gorkúlur á mykjuhaug
hrannast upp tæknimötun sem
sögð er rjúfa einangrun okkar,
opna okkur leið inn á iðutorg
mannlífsins alls. Hrasi hoftróða
með auðnuleysingja í faðmi auð-
æfa úti í henni veröld í kvöld, þá
veiztu allt um það á morgun, og sál
þín verður barmafull af slúðrinu
næstu dægrin. Við stöndum sjálf
okkur að því, að taugar okkar
spennast af hanaslag um valdastóla
erlendra þjóða, þó svo að úrslitin
snerti líf okkar ekki á nokkurn hátt.
Hendi ólán einhvern sem fjölmiðlar
hafa gert að vini á skjá eða í blaði,
þá þarf ekki viðbit með þorskinum
næstu vikur. Þetta er eitthvað ann-
að en hér áður, þegar heimahlaðið
var svo smátt og lágt, að þaðan sá
aðeins út yfir kargaþýfi fárra
faðma. Bóndinn þóttist kóngur í
ríki, en þekkti í raun ekki annað en
kellu sína, krakkaormana, vinnu-
lýðinn og búsmalann. Skelfing hlýt-
ur sjónhringur hans að hafa verið
þrengri en minn, sem get gægzt
undir rekkjuvoðir fína fólksins,
sprangað um sali þess og gramsað í
klækjum þess við að sýnast menn.
Svo er blessaðri tækninni fyrir að
þakka. Beri gest að garði, þá þarf eg
ekki að spyrja um ætt eða stöðu,
eins og afdalalubbarnir gerðu forð-
um, því að náunginn skiptir jú ekki
nokkru máli, ef fjölmiðlatæknin
mín hefir ekki borið mér hrösunar-
mynd af honum í stofu.
En er þetta víst? Er þetta sann-
leikur eða lygi? Vissulega er eg á
iðutorgi heimsins, en hvað VEIT eg
í raun og veru um næsta mann? í
arfsögn kynslóðanna segir frá spek-
ingi einum, sem gekk um borgar-
strætið, á sólbjörtum degi, með log-
andi ljósker í hendi. Hann var
spurður, hverju sætti. Eg er að leita
að manni, svaraði heimspekingur-
inn, og olnbogaði sig áfram gegn-
um mannþröngina. Eg man, hve eg,
strákhvolpurinn, hló að þessari
sögu. Vera að leita að manni innan
um fólk! Líkast að drukknandi
maður hrópaði á vatn að drekka.
Og svo kölluðu hinir eldri náung-
ann speking. Marglitar virtust
fjaðrir vizkunnar.
En hlátur er mér ekki lengur í
hug, því að borgin mín og starf mitt
hafa undirstrikað dýptina i speki
arfsagnarinnar. Hvergi sem í borg
verður maðurinn jafn einn og yfir-
gefinn. I örtröð fjöldans vaknar
hróp hjartans til leitar að manni,
manni, sem einsemdina getur rofið.
Kannske ætti eg að setja hér hróp
hjartans í leit að vini? Þegar eg var
að alast upp, í sveit minni heima, þá
höfðu menn tima til þess að setjast
niður með granna, spyrja um hag
hans og líf, hlusta á sorg hans og
gleði, meira að segja höfðu þeir
tima til að gefa ráð eða rétta fram
hjálparhönd. Af þessu urðu sveit-
ungarnir firnafróðir um lífið, kröf-
ur þess og gjafir til þeirra og ann-
arra. En hverju kynnist eg hér í
borginni minni tæknivæddu?
Stundum krefst starf mitt þess, að
eg eigi erindi við fólk með tíðindi
þung. Oft kem eg þá að íbúð tómri
í erli dags þeirra er þar búa. Þá kný
eg á næstu dyr, þreifa þá þar á þeim
ískalda sannlcik, að um granna sína
veit fólk hér oftast sára, sára Iítið.
Það veit jú um gerð bílsins, hefir oft
mætt því í lyftu eða á gangi, kann
jafnvel tölu á böinum þeirra, en
spyrjir þú um starf, vinnustað eða
vini, þá verður erfiðara um svör. Því
stærri sem blokkin er, því fleiri dyr
verð eg að knýja á unz svör, er leiða
til lausnar, finnast. Þetta á við um
það fólk sem lifir lífi, er við köllum
eðlilegt. Sé fólkið hins vegar brengl-
að í háttum, veggir nægja ekki sem
hulstur um tryllidans þess, þá
kunna grannarnir allir svör. Svo þú
skiljir hvað eg er að fara, komdu þá
með mér inná skrifstofu mína og
horfðu á fólk með augun barmafull
af þjáning einsemdarinnar og
brjóst sem eru að rifna af þögn
hennar. Þá yrði þér ljóst, hvi eg dreg
í efa, að sjónhringur okkar hafi
víkkað við alla tæknimötun nútím-
ans. Oftar og oftar kemur mér í hug
lófalestur
eiginlega um, ef svo má aó oröi
komast. Og þá fara tilfinningarnar
að ráða meiru en áóur i einkalifi
hennar.
Þumalfingurinn:
Þessa konu gæti skort sjálfs-
traust og hún hefur áhyggjur af því
hvaö öórum finnst um hana.
2. Via Lasciva:
Persónur, sem hafa þessa línu í
lófanum, hafa margar mjög sterkt
ímyndunarafl og sumar hafa eitt-
hvert næmi — þ.e.a.s. dulrænt
næmi.
3. Lífslinan:
Konan heföi líklega þurft að fara
vel með sig, þegar hún var á bilinu
frá 27 ára til þrítugs. Þaö hefur ef til
vili staóiö í sambandi við barneignir
eöa þá aö hún hefur verið undir
miklu álagi af öörum sökum, sem
reynt hefur á heilsu hennar.
4. Tilfinningalinan:
Þaó er mjög líklegt að veruleg
breyting veröi á lífi þessarar konu
eftir aö hún verður sextug (u.þ.b.
65—67 ára). Þærgætu orðiö til þess
aö einkalíf hennar yrói þá töluvert
þægilegra en áður.
Fæðingardagur (26.12.47):
Konan hefur þörf fyrir að vera
mikið á hreyfingu og innan um
annað fólk. Oft á hún erfitt meö aö
gera upp hug sinn varðandi stefnu i
lifinu, en hún hefur mikla þörf fyrir
aö standa sig vel. Undanfarin ár
gætu hafa verið allóróleg hjá henni.
salur í ráðhúsi Oslóborgar. Þar hef-
ur listamaður málað lífstré á veggi.
Borginni lýsir hann sem býkúpu-
holum, að utan er skriðið um þær
allar, enginn gangur á milli. Nötur-
leg mynd, sem vekur spurnir um þá
göngu, sem við eruni á, tilgang,
innihald. Hún kallar meira að segja
fram i hugann spekinginn altína
með ljóskerið, sem sagðist vera að
leita að manni. En hvað veizt þú um
hann granna þinn, um líf hans,
gleði hans eða sorg, starf hans og
áhugamál? Hefir þú gripið lampa
til þess að leita hans? Kannske er
hann svarið við þinni eigin ein-
semd, brosið þitt dýrasta gjöfin,
sem hann hefir hlotið, spjall við
hann, spjall sem sannaði að þú
hefðir áhuga á lífi hans, ljósið sem
bæri hamingjuna á braut hans,
a.m.k. gerðu slíkar stundir líf þitt
innihaldsrikara, sælla. Afdalafólk-
ið þyrsti í fréttir frá þeim er um hlað
þess fóru, þyrsti í fréttir af fólki sem
stóð á akri lífsins eins og það sjálft,
vildi vita um háttu þess og siðu. Hið
sama þráum við, við sem í þéttbýl-
inu búum. Vilji grannar kynnast
þarf annar hvor að hefja samtalið,
þú eða hann. Af hverju ekki þú, áð-
ur en mötunartæknin hefir grafið
okkur undir fargi glánskorta af
fólki sem lífi okkar mun aldrei gefa
lit, kemur því ekki á nokkurn hátt
við? Skjámynd, blaðmynd eða fólk
af holdi og blóði, um það stendur
valið, valið rnilli einsemdar og lífs-
fyllingar. í einhverjum granna.
þinna liggur þitt svar.