Pressan - 27.10.1988, Side 18

Pressan - 27.10.1988, Side 18
18 Fimmtudagur 27. október 1988 sjúkdómar og fólk Magaverkir drengsins Leiðinlegar lœknabiðstofur Sem betur fer verð ég sjaldan veikur og þarf því lítið á læknis- hjálp að halda. Fyrir nokkru lenti ég þó í því að leita til lækna vegna smákvilla hjá dætrum mínum. Þá kynntist ég læknabiðstofum og andanum sem þar ríkir. Biðstofur lækna gegna stóru hlutverki í starf- seminni; þar er tekið á móti sjúkl- ingunum og þar verða þeir að bíða með kristilegri þolinmæði eftir því að læknirinn geti talað við þá. Oft eyða sjúklingar mun lengri tíma á biðstofunni en nokkru sinni hjá lækninum. Fæstir læknar skilja þetta mikilvægi biðstofunnar og sinna henni litið. Á hinn bóginn reyna þeir að gera læknisstofuna sína manneskjulegri; hengja upp eitt eða tvö dagatöl frá einhverju lyfjafyrirtæki, setja upp smekklega litmynd af miðeyranu eða melting- arfærum frá öðru lyfjafyrirtæki og setja jafnvel lítið blóm i gluggann til að lífga upp á tilveruna. Einstaka læknir skreytir stofuna sína með hauskúpu eða mynd af beinagrind, svona til að minna sjúklinga sína á það, hvar þetta lífsstríð allt endar. Á lækningastol'unni eru alls kyns tæki og tól til að auðvelda læknin- um vinnuna, bækur til að fletta í, blöð til að skoða og ótrúlegt úrval af pennum í réttu hlutfalli við heim- sóknir lyfjaumboðsmanna á liðn- um mánuðum. Furðulegt lesefni Biðstofan er eins og eyðimörk miðað við Gósenland þegar hún er borin saman við lækningastofuna sjálfa. Dæmigerð biðstofa hefur þó breyst lítillega með árunum; stól- arnir eru nýtískulegri, borðin öðru- vísi og liturinn á veggjunum orðinn hvítur, en annað er eins og það var. Einn haustdag í september sat ég á biðstofu og beið el'tir lækni með dóttur mína. Þetta var biðstofa, sem nokkrir læknar höfðu sameig- inlega. Við einn vegginn var gler- búr, þar sem símastúlkur sátu og tóku á móti pöntunum og vísuðu sjúklingunum inn á biðstofuna. Síminn hringdi látlaust og þær sögðu í sífellu að læknirinn sem spurt var eftir væri ekki við eða upptekinn. Biðstofan var máluð í gamaldags fölgrænum lit og máln- ingin lítilsháttar flögnuð al' veggj- unum í kringum ol'na og hurðir. Læknarnir höfðu greinilega ákveð- ið að lífga upp á þennan nærbuxna- græna lit með einhverjum litríku og hengt upp myndir úr almanökum frá einhverju lyfjaframleiðandan- um. Þannig voru á veggjunum þrjár myndir af exemútbrotum og ein af sóríasissjúklingi sem hélt á túpu ÓTTAR GUÐMUNDSSON LÆKNIR með einhverju kremi. Auk þess eft- irprentun af gömlu skónum eftir van Gogh og gömul smokkaauglýs- ing frá landlækni. Stólarnir voru nýlegir svartir leðurlíkisstólar frá þekktu ódýru sænsku fyrirtæki og lítið farnir að slitna ennþá. Á borð- unum var mikið af alls kyns lesefni sem er dæmigert fyrir biðstofur. Lestraefni biðstofa mótast einkum af tvennu. í fyrsta lagi hvaða tíma- rit eiginkona læknisins og börn kaupa og í öðru lagi hvað læknirinn fær mikið ókeypis af lesefni frá lyfjaframleiðendum og öðrum. Á þessari biðstofu höfðu eiginkonur viðkomandi lækna mikinn áhuga á dönskum kvennamálum, því þarna voru á borðuni Femina og Damern- as verden og Hjemmet. Einhver læknissonurinn hafði greinilega verið áskrifandi að Newsweek, því á borðinu voru nokkur margra ára gömul fréttablöð. Læknarnir höfðu í bríaríi glapist á að kaupa bæði Herópið og Varðturninn og skellt hvorutveggja á biðstofuna. Auk þess höfðu nokkrir auglýs- ingapésar um lyf, brunavarnakerfi, bila og High Desert slæðst með. Ég sat og las uppskrift að nýrri megr- unaraðferð með gulrótum og hvít- káli í Hjemmet, en dóttir min hafði haft með sér eigið lesefni og las í Andrési önd. Hressilegur kall Á biðstofunni sátu 8—9 manns og enginn sagði orð. Hver og einn var niðursokkinn í það sem hann var að lesa. Femina, Hjemmet, Varðturninn eða Newsweek. Allir voru með þennan þreytta raunasvip sem einkennir lölk sem bíður eftir einhverju sem enginn veit hvenær verður. Allt í einu snaraðist hressi- legur karlmaður inn á biðstofuna, fékk númer og settist. Hann var greinilega lítilsháttar drukkinn því af honum var þessi indæla kaup- staðarlykt, eins og alltaf var sagt í minni sveit. Hann teygði úrsér, rop- aði lítilsháttar og tók svo upp nef- tóbaksdós. Hann var þokkalega klæddur í blárri mittisúlpu og blá- um buxum með gráa derhúfu. — Ja, hér er nú meiri deyfðin sagði maðurinn og dæsti. Ég hef ekki upplifað svona rólegheit síðan í síð- ustu jarðarför. Hann hló við svo skein í gulleita tanngarðana og lor svo að blaða í bunkanum á tíma- ritaborðinu. — Þetta er nú ljóta hclvítis draslið, sagði hann. — Ekkert skil ég í þessum hátekju- mönnum, læknirunum, að geta ekki keypt eitthvað almennilegt að lesa. Þetta er alltaf sama tuggan, kellingablöð frá Danmörku og Herópið, ja svei því. ■*> Magakveisa og mjólkurþamb Andrúmsloftið hal'ði breyst á biðstofunni. Börnin lögðu frá sér Andrés önd og félaga og horfðu stóreyg á kallinn, en fullorðna fólk- ið þóttist ekki taka eftir neinu og grúfði sig niður í uppskriftir og megrunarkúra dönsku blaðanna af stakri samviskusemi. — Hvað er svo að þér, litli minn? spurði mað- urinn og vék sérað litlum, fölleitum 5—6 ára strák sem sat með ólundar- svip og starði á hann. — Mér er svo illt í maganum, sagði barnið. — Já, sagði kallinn, þér er illt í maganum. Borðarðu bara ekki alltof mikið sælgæti og drekkur svo kók allan daginn? Það er von að þú fáir í magann, þegar svo er, — svo get- urðu örugglegaekkert kúkað og allt er fast inni i þér. Ég man eftir þessu, þegar ég var til sjós; þá voru stund- um svona strákpjakkar um borð sem iifðu á kóki og sykri og voru alltaf með magakveisu. Þeim batn- aði ekki fyrr en þeir fóru að éta almennilega eitthvað sem matur var í og fóru að geta kúkað eins og menn. Það held ég nú, sagði kallinn og dæsti. Strákurinn setti upp snúð og sagði: „Ég borða alls ekki mikið nammi. Móðir hans vaknaði þá til lífsins og sagði: Víst gerirðu það, þetta er nákvæmlega það sem hann sagði síðast læknirinn, sem við vor- um hjá, en þú vilt baraaldrei borða neitt. Hann er svo matvandur, sagði hún við kallinn sem greinilega hafði unnið sig í áliti á biðstofunni með þessum ráðleggingum til stráksa. Aðrir höfðu nú lagt frá sér blöðin og fylgdust með samræðunum. — Ég skal segja þér eitt kona góð, sagði kallinn, matvönd börn eru ekki til, svangt barn borðar. Þessi svokölluðu matvöndu börn eru börn sem búin eru að belgja sig út af sælgæti og kóki og eru bara aldrei svöng þess vegna. Svo fá þau að drekka endalaust af mjólk í allri þessari helvítis framsóknar-bænda- rómantík og fá svo í magann af öllu saman. Láttu mig um þetta, ég hef fengist við magakveisur í börnum og unglingum í mörg ár bæði til sjós og lands. Þetta er allt helvítis pjatt og fyrirtekt. Taktu bara af honum mjólkina og sælgætið og Iáttu hann fara að éta almennilega brauð og kjöt og fisk og þá batnar honum eins og skot. Svo er hann fölur og ræfilslegur, svona myndarlegur strákur. Þetta er bara af mjólkur- þambi skal ég segja þér, börn fá ekki nóg af járni úr mólkinni. Kall- inn sneri sér nú að snyrtilegum eldri manni sem sat og var að lesa gamalt Newsweek. Á forsíðunni stóð: Will Robert Kennedy win the election? — Hvað segir þú um þetta, hættu að lesa þetta blað, Róbert Kennedy varð aldrei forseti, það get ég sagt þér. Þetta er alveg rétt, sagði maðurinn, gefðu stráknum sveskj- ur og rúsínur, þá fara hægðirnar af stað og honum batnar, og láttu hann vera meira úti. Áður en varði voru fleiri farnir að leggja orð í belg og maðurinn á bláa gallanum stjórnaði umræðunum. Konan við símann starði í Corundran á fólkið, sem allt í einu var farið að tala sam- an. Sjúkrasaga drengsins kom fram smátt og smátt. Hann var 5 ára, kvartaði mikið um magaverki, væri oft með hægðaklíning í buxunum, hann borðaði litið eða ekki á mat- málstímum, en nærðist þeim mun meira á mjólk eða mjólkurvörum, sælgæti og sætum drykkjum. Fólk- ið var á einu máli um að þetta mataræði gerði stráksa veikan, hann ætti að fara að éta almenni- lega og vera úti að leika sér, hætta með mjólkina og sælgætið. Gott sem gamlir kveða? Konan var nú kölluð til læknisins og var þar inni drykklanga stund með drenginn. Á meðan voru lífleg- ar umræður á biðstofunni um dap- urlegan blaðakostinn og ýmsa sjúk- dóma og fólkið var á einu máli um að biðstofan væri með dapurlegri herbergjum sem það hefði séð. Hver verður glaðari af þvi að horfa á myndir af exemi og gömlum skóm? spurði eldri kona með hneykslun í röddinni. Konan með drenginn kom svo út frá lækninum oggekk til kallsins sem hafði byrjað að tala við strákinn og sagði: Heyrðu, læknirinn sagði mér að gera nákvæmlega það sama og þú og þið hérna. Hann sagði að strák- urinn væri með hægðatregðu af mjólkurþambi og sælgætisáti, hægðaklíningurinn í buxunum væri út af þessu. Læknirinn sagði mér að halda að honum venjuleg- um trefjaríkum mat og láta hann hætta að drekka svona mikla mjólk og gosdrykki. Þakka þér kærlega fyrir. Ég hefði bara ekkert þurft að fara til læknis. Kallinn brosti og sagði: Oft er það gott sem gamlir kveða Ég var næstur til læknisins en hugsaði með mér á leiðinni inn: Kannski er það satt sem sagt var einu sinni, læknisfræði er 80% heil- brigð skynsemi og 20% kunnátta og verksvit. En þetta segir maður ekki nema í þröngum hópi innan fjögurra veggja og allir gluggar lok- aðir. Hafið það barasta ekki eftir mér. OG ÞYRNIGERÐID HÓF SIG HÁTT... Á jólatrésskemmtunum þykir mjög við hæfi að börnin syngi um þyrnigerðið sem hóf sig hátt. Þessi atburóur, sem gerðist endur fyrir löngu í fjarlægri konungshöll, er síóur en svo einsdæmi, ef marka má þessar myndir, sem Magnús Reynir tók af húsi vestur á Melum. Eins og sjá má eru gráóugar klifur- jurtir hreint og beint að gleypa húsið, gluggi á hlið- inni er horfinn inn i myrkvióið og rétt matar í glugga á fram- hlið. Hvað skal þá til ráða? Er nóg að fá óbreyttan garö- yrkjumann eóa er rétt að bíða eftir því að hann birtist „hinn ungi konungsson", sem líka er sungið um í kvæðinu.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.