Pressan - 27.10.1988, Síða 31

Pressan - 27.10.1988, Síða 31
i.u ); fO fclI •' \.\ » ■ K)i. % •**^%TT%v*%% % % % % i tt. r ir f: T/T.i Fimmtudagur 27. október 1988 31 sjonvarp FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER STÖÐ 2 kl. 22.25 Kristín Christine * * Bandarísk 1983. Leikstjóri: John Carpenter. Aðalhlutverk: Keith Gordon, John Stockwell, Alex- andra Paul og Harry Dean Stanton. Þessi mynd er gerð eftir metsölu- bók hrollvekjukóngsins Stephens King. Kristín lítur út fyrir að vera ósköp sakleysislegur bíll, Plymouth árgerð ’58. Hún er þó ekki öll þar sem hún er séð, þvi djöfullinn hefur tekið sér bólfestu í henni og áhyggjulaust líf unglinganna í myndinni snýst upp í martröð þegar Kristín leikur lausum hala. STÖÐ 2 kl. 00.35 Vig í sjónmáli A View to a Kill ** Bresk 1985. Leikstjóri: John Glen. Aða/hlutverk: Roger Moore, Grace Jones og Christopher Walken. Ein af slöppustu myndunum um James Bond einkaspæjara nr. 007, þar sem Grace Jones leikur einhæft ævintýrakvendi, sem reynir að klekkja á Bond. Mynd sem virðist aldrei ætla að taka enda. Einstaka skemmtileg áhættuatriði hleypa Iífi í myndina öðru hverju. FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER STÖÐ 2 kl. 22.00 Táldreginn A Night in Heaven ** Bandarísk 1983. Leikstjóri: John G. Avildsen. Aðalhlutverk: Christoph- er Atkins, Lesley Ann Warren og Robert Logan. Lesley Ann Warren er kennari að atvinnu. Hún lætur til leiðast að fara með vinum sínum á nýstárlega fatafellusýningu þar sem karlar sjá um að afklæðast og sýna á sér kroppinn. Aðalstjarna kvöldsins og helsta aðdráttarafl sýningarinnar er nemandi hennar. Sniðug hugmynd, sem býður upp á marga möguleika sem greinilega voru skildir eftir á gólfinu í klippiherberginu. Alveg þess virði að horfa á þó ekki væri nema fyrir góða takta hjá Warren. STÖÐ 2 kl. 23.20 Pixote ★ ★ ★ ★ Brasilísk 1981. Leikstjóri: Hector Babenco. Aðalldutverk: Fernando Ramasde Silva, Marilia Pera, Jorge Juliao og GHbert Moura. Hrollvekjandi mynd um 10 ára glæpamann, sem er melludólgur, sniffar lím og myrðir þrjá menn áður en yfir lýkur. Stórkostlegur Ieikur hins barnalega de Silva, og Pera er jafngóð í gervi mellunnar. Ekki mynd fyrir viðkvæmar sálir. RÍKISSJÓNVARPIÐ föstudag 28. kl. 22.30 Falin i ásýnd allra Hide in Plain Sight * * * Bandarísk 1980. Leikstjóri: James Caan. Aðalhlutverk: James Caan, Jill Eikenberry, Robert Viharo og Kenneth McMillan. Caan vann virkilegan sigur sem leikstjóri með þessari mynd, sem byggir á raunverulegum atburðum. Hún lýsir baráttu fráskilins manns til að fá að hitta börnin sín, þegar bandarísk stjórnvöld nema þau á brott eftir að dómsmálaráðuneytið fjarlægir stjúpföður þeirra vegna óþægilegra mála sem hann er flæktur í. LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER STÖÐ2 kl. 13.35 Min kæra Klementina Bandarísk 1946. Leikstjóri: John Ford. Aðalhlutverk: Henrv Fonda, Victor Mature, Walter Brennan. Úrvals vestri um Wyatt Earp (Fonda) og Doe Holliday (Mature), sem eigast við í stórkostlegum skot- bardaga. Einafbestu myndum leik- stjórans, virkilega klassísk. STÖÐ 2 kl. 21.50 Réttlætinu fullnægt And Justice for All * *'h Bandarísk 1979. Leikstjóri: Norm- an Jewison. Aðalhlutverk: Al Pac- ino, Jack Warden, John Forsythe og Lee Strasberg. Ótrúlegri kaldhæðni blandað óþægilega saman við sársaukafull- ar, sorglegar senur. Tilraun til að gera skarpa ádeilu á kaup og sölu réttlætisins. Góður leikur og snilld- arleg myndataka geta ekki komið í staðinn fyrir gott handrit. STÖÐ 2 kl. 00.10 Sex á einu bretti Six Pack * * Bandurísk 1982. Leikstjóri: Daniel Petrie. Aðalhlutverk: Kenny Rog- ers, Diane Lane, Erin Gray og Barry Corbin. Sendibílstjóri ættleiðir meira eða minna sex munaðarleysingja, sem eru fullvissir um að besta skemmt- un sem færi gefst á sé að keyra nið- ur bíla annarra. Ekki eins slæm og efnið gefur til kynna, en gerir engin kraftaverk á líðan manns. Stórgóð gamanmynd um sovéskan tónlistarmann sem hrífst svo af New York-borg á ferðalagi sínu að hann ákveður að snúa ekki aftur heitn. Hann á i mikilli baráttu við að ná stjórn á hinu nýja lífi sínu í nýja landinu. RÍKISSJÓNVARPIÐ kl. 23.15 Huldukonan La Femme Secréte Frönsk 1986. Leikstjóri: Sebaslian Grall. Aðalhlutverk: Jacques Bonn- affe og Clementine Celarie. Sálfræðilegspennumynd um ungan kafara. Hann fcr að kafa djúpt í orsakirnar fyrir dauða konu sinnar og þá koma ýmis undarleg atvik i Ijós. RÍKISSJÓNVARPIÐ kl. 21.25 Gamanleikarinn The King of Comedy * * * 'h Bundarísk 1983. Leikstjóri: Murtin Scorsese: Aðalhlutverk: Robert De Niro og Jerry Lewis. Svört kómedía urn mann sem er sjúkur í að komast í sviðsljósið, en er algerlega misheppnaður skemmtikraftur. Hann dýrkar einn vinsælasta grínistann í sjónvarpinu og undirbýr fífldjarfa áætlun til að komast að í þættinum hans. Of lar- ánleg og sjúkleg mynd að margra dómi, þrátt fyrir að söguþráðurinn sé eins lítið ýktur og mögulegt er. Frábærir leiktaktar hjá De Niro og Lewis. 30. OKTÓBER STÖÐ 2 kl. 13.40 Dæmið ekki To kill a Mockingbird * * *'h Bandarísk 1962. Leikstjóri: Robert Mulligun. Aðalhlutverk: Gregory Peck, Mary Badliuin og Brock Peters. Gregory Peck lckk Óskarsverð- launin lyrir leik sinn sem Suður- ríkjamaðurinn sem tekur að sér að verja negra lyrir rétti, en hann er ákærður fyrir nauðgun. Lögfræð- ingurinn reynir að útskýra gang málsins fyrir börnum sínum og vin- um þeirra. Góð útfærsla á sam- nefndri skáldsögu Harpers Lee. RÍKISSJÓNVARPIÐ kl. 21.15 My Darling Clementine * * * * Moskva við Hudsonfljót Moscow on the Hudson ***% Bandarísk 1984. Leikstjóri: Paul Mazursky. Aðalhlutverk: Robin Wiltiams, Cleavant Derricks, Maria C. A lonso og Alejandro Rey. MATADOR Monopoly Danskur framhaldsmyndaflokkur i 24 þáttum. Farandsalinn og ekkillinn Mads Andersen-Skjern kemur ásamt fimm ára syni sínum til smábæjarins Korsbæk á Sjálandi. Hann ger- ir sér strax grein fyrir því að þarna er uppfullt af tækifærum fyrir snjallan viðskiptamann, og veldur koma hans ýmsum breytingum á smábæjarlífinu. Þættirnir gerast á þriðja og fjórða áratugnum.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.