Pressan - 22.12.1988, Síða 6

Pressan - 22.12.1988, Síða 6
Wftíríftííiiag?fe2?Séyöfttotí/T@iji dæmis mikið hengd hér á tré á fyrstu áratugum aldarinnar. Döðlur og fíkjur fóru síðan í kramarhúsin i bland við súkkulaði og kandis. Sá varn- ingur var sælgæti síns tíma. Ekki kann ég að svara því hvort þessir ávextir og ávaxtaeftirlíkingar á trjám eigi að vera táknræn á neinn hátt. Og þó. Oft hefur verið talað um að trjádýrkun ýmiss konar og þar á meðal jólatréð tengist skilningstrénu. Og þá er tilvist eplanna viðeigandi. Þessu slæ ég nú bara fram í augnablikinu. Þetta er ekkert sem hefur verið sannað." KRANSAR OG LJÓS — Margir hengja hurða- krans á útidyrnar fyrir jólin. Kannastu við uppruna þess siðar? Hallgerður hugsaði sig um. „Nei, ekki þekki ég til hans,“ svaraði hún svo. „Þessi siður er þó áreiðanlega innfluttur og er mjög nýr hér á landi. Sennilegast þykir mér þó að hann komi frá Norðurlönd- um.“ — Aðventuljósum fjölgar sifellt í gluggum íslenskra heimila. Hefurðu sögu þeirra á takteinum? „Já, hún er nú mjög stutt.“ Hallgerður hló við. „Gunnar Ásgeirsson heitir maður, stórkaupmaður í austurborg- inni. Hann mun hafa séð þessi aðventuljós í Svíþjóð einhvern tíma um 1970. Gunnari þótti Ijósin falleg. Hann keypti nokkur og gaf frænkum sínum. Þegar hann varð var við að fólk var sama sinnis hóf hann að flytja Ijós- in inn. Aðventuljósin urðu mjög vinsæl á skömmum tíma. Mér skilst að einhver Svíi hafi fundið upp á því að búa til þennan sjö rafljósa stjaka og þau eigi sér enga sér- staka skýringu eða hefð. Þetta á ekkert skylt við gyð- ingdóm eins og margir halda nema töluna sjö. Ætli við og Svíar séum ekki þeir einu sem setja þessi sjö Ijós út í glugga á aðventunni." JÓLAMATURINN — Hamborgarhryggur virð- ist vera vinsælasti jólamatur- inn hér á landi. Að minnsta kosti á aðfangadagskvöld. Eigum við vinsældir hans að þakka að hann sé hefðbund- inn matur einhverrar annarrar þjóðar? „Léttreykt svínakjöt er afar vinsælt ájólaborðum í Sví- þjóð. Jólaskinkan svokallaða. Hryggurinn er tiltölulega nýr á borðum hér. Ætli það hafi ekki verið einhvern tíma um 1960 sem menn fóru aö borða hann á jólum. Skýringin á þvi hve sein við erum að taka við okkur með léttreykta svínakjötið er helst sú að hér var einfald- lega lítið um svín og fólk kunni ekki að matreiða þau fyrr en um miðja öldina." — Meira um mat. Rjúpan er vinsæll jólamatur. „Já, hún er reyndar upphaf- lega fátækramatur á jólun- um. Um aldamótin var hún aðallega bundin við Austur- land, Vestfirði og uppsveitir Borgarfjarðar. Síðan hefur hún breiðst út um allt land sem jólamatur og er, virðist mér, mjög vinsæl." — Jól og hangikjöt virðast hafa ákveðið samasemmerki sin á milli. „Já, hangikjötið er mjög gamall jólamatur hér. Það var gjarnan borðað á jóladag og er svo enn. Á aðfangadag er pftast annar matur á borðum. í eldri tíð var það kjötsúpa. Oftast nær var lambi eða á slátrað til jólanna og úr nýju kjötinu var síðan elduð súpa. Spaðsúpa." — Grjónagrautur á jóla- borðinu er ekki islenskt fyrir- bæri? „Nei,“ svaraði Hallgerður. „Grjónagrautinn fluttum við inn frá Danmörku. Möndlu- siðurinn sjálfur mun þó vera ættaður frá Frakklandi." GJAFIR í SOKKUM OG SKÓM — Nóg um mat og snúum okkur að öðru sem tengist jólum eða öllu heldur dögun- um fyrir jól. Þá láta börnin skó út í glugga. Hvar lærðum við það? „Já, það er nú það,“ Hall- gerður velti vöngum og hélt svo áfram: „Að gefa í skóinn er evrópskur siður, að öllum líkindum frá Þýskalandi. Það er ( kringum 1930 sem byrjar að bera á þessu. Skós í glugga er fyrst getið í jóla- En þeir eru fæstir alíslenskir heldur ýmist þýddir eða ortir nýir íslenskir textar við er- lend lög. Jólasöngvar barna frá því í byrjun aldarinnar eru allflestir danskir en voru ekki beinlínis jólasöngvar í Dan- mörku heldur almenn barna- lög. Söngvarnir sem sungnir voru á jólum voru frá ýmsum tímum. Ég var einmitt að fletta upp þeim elsta, Frels- ari er oss fæddur nú. Sá sálmur var prentaður í Grall- aranum 1594. En bæði lag og texti eru af erlendum upp- runa. Hátíð fer að höndum ein er einnig mjög gamalt. Ljóðið við Nóttin var sú ágæt ein er frá því um 1600 en Sigvaldi Kaldalóns samdi lagið löngu síðar. Reyndar „Jú, en það er reyndar ekk- ert séríslenskt að hræra þessum ólíku venjum saman. Það gera flestar þjóðir og síðan fær hræran sinn þjóö- lega svip,“ svaraði Hallgerður og brosti. „Jólasveinarnir okkar eru til dæmis alveg sérstök skemmtileg sam- suða. Ef við lítum á útlenda jólasveininn þá heitir hann upphaflega Nikulás og er biskup í Litlu-Asíu fyrir um 1700 árum. Nikulás þótti mjög góður maður og varð sérstakur verndardýrlingur barna eftir dauða sinn. Hann færði börnum gjafir í kaþólskum sið á messudegi sínum, 6. desember. Af því að heilagur Nikulás var kaþólskur var reynt að af- má hann hér í Norður-Evrópu þá gömlu og draga fram þjóðleg einkenni þeirra. Börnin eru mjög hrifin og að- sókn framar björtustu von- um, þrjú til fimm hundruð manns á hverjum degi.“ SÉRÍSLENSKIR JÓLASI0IR — Ef við lítum að lokum yfir það sem við getum sagt að sé séríslenskt við jólin, hvað er það þá auk jóla- sveinanna niu eða þrettán og hangikjötsins? „Ja, laufabrauðið er náttúr- lega alveg séríslenskur siður og mjög merkilegur," svaraði Hallgerður. „Þess er fyrst getið í ritheimildum á fyrri- hlutaátjándu aldar. Það segir þó ekkert til um hve gamalt fyrirbæri það er að baka laufabrauð því að þar er þess kvæðinu Nlu litlum jólasvein- um eftir Ragnar Jóhannes- son sem kom út árið 1938. Þessi siður verður nú ekki verulega algengur hér á landi fyrr en eftir miðja öld. En þá verður hann dálltið ýktur mið- að við það sem tíðkaðist úti í Evrópu. Þar var venjan sú að gefa eitthvert smáræði í skó- inn hvert laugardagskvöld á föstunni. Hér byrjuðu sumir þann 1. desember og létu einhver lifandis ósköp í skó- inn þannig að siðurinn gekk út I miklar öfgar eins og svo margt hjá okkur íslendingum. Þetta mun nú allt vera að jafna sig núna. Fólk er farið að gefa í skóinn þegar jóla- sveinarnir koma af fjöllum. Þá er annaðhvort miðað við dagana níu eða þrettán fyrir jól eftir því hvort við viljum hafa jólasveinana níu eða þrettán. Og nú eru gjafirnar í skóinn orðnar miklu skap- legri en áður var.“ — Víöa tíðkast þaö aö hengja upp sokk fyrir jólin sem jólasveinninn gefur siöan i. Veistu hvers vegna við höfum alveg sleppt því? „Nei,“ svaraði Hallgerður og hló. „Við höfum sennilega bara látið okkur skóinn nægja. Ætli menn velji bara ekki annaðhvort sokk eða skó.“ — Þá man ég annað sem okkur vantar: mistilteininn. „Ég veit ekkert um mistil- teininn nema það að hann er breskur og hefur aldrei náð neinni fótfestu hér á landi. Á því kann ég enga skýringu.“ JÓLATÓNLIST — Mánuöinn fyrir jól hell- ist yfir okkur jólatónlist alls staöar að. Eigum við íslend- ingar okkur einhverja hefð i þeim málum? „Það má náttúrlega segja að við höfum skapað okkur hefð hvað jólasálma varðar. heitir Ijóðið Kvæðið af stall- inum Kristl og er eftir Einar Sigurðsson í Eydölum." — Úr tónlistinni í giögg og piparkökur. „Glöggið er sænskt og hef- ur numið land hér á síðustu fimmtán til tuttugu árum. Því fylgdi piparkökuát ájólaföst- unni. Fólk sem eitthvað tengdist Norðurlöndunum var farið að baka piparkökur til jólanna áður. En miðað við svör um hundrað og fimmtíu manna sem eru fæddir ná- lægt aldamótum var pipar- kökubakstur til jóla nær óþekktur fyrr á öldinni. Þá voru aftur á móti bakaðar gyðingakökur, hálfmánar, málsháttakökur, randalínur og fleira. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en nálægt 1920 eftir að fólk hafði almennt eignast eldavélar með ofnum að hægt var að halda brauð- hátíðir á jólunum. Það þótti óskaplegur munur frá þvi sem áður þekktist því að brauð var mjög sjaldgæft í gamla daga. Þess vegna byrj- ar þulan forna: Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jól- unum. Það voru ein helstu hátíðabrigðin. í eldri tíð þegar hlóðir voru enn notaðar voru steiktar lummur, bakaðar kleinur og svo náttúrlega laufabrauð og flatbrauð. Fram til þess að eldavélar og ofnar komu til sögunnar má segja að jólin hér hafi verið kjöthátíð. Upp úr miðri öldinni er fólk síðan aftur farið að leggja meira upp úr kjötmeti að nýju sem og meðlætinu, sósum og salati, en nokkra áratugi þar á undan.“ — Eftir aö vera búin aö komast að raun um að siöir okkar og venjur eiga uppruna sinn víða um heim má þá ekki segja aö viö séum búin aö hræra öllu saman i einn graut og afbaka? með siðbótinni. Þá var það hlutverk fengið Jesúbarninu að koma með gjafirnar í stað Nikulásar og það á jólunum sjálfum. En til dæmis tókst ekki að snúa þessu dæmi við í Hollandi. Þeir héldu sínum Nikulási og héldu áfram að gefa gjafir 6. desember og gera það enn. Á sautjándu öld flyst mikið af Hollendingum til Ameríku og þá taka þeir sinn Nikulás með sér. Þar verður hann óskaplega vinsæll og breið- ist út um alla álfuna. Nafnið breytist í Santa Claus. Og þegar innflytjendabylgjan fer vestur um haf frá Evrópu í lok síðustu aldar kynnast menn þar þessum ágæta jólakalli. Þeir senda ættingj- unum myndir af honum á jólakortum, sem og ýmsar fréttir. Heilagur Nikulás berst því aftur til Evrópu með þeim hætti og litar þar þær jóla- fígúrur sem fyrir voru. Þannig smituðust okkar jólasveinar af Kláusi. Þeirra var fyrst getið á sautjándu öld. Þá voru þeir hálftröll og barnaætur, börn Grýlu og Leppalúða sem ekki hafa þótt félegar skepnur í þjóð- trúnni. Hálftröllin höfðu reyndar breyst nokkuð þegar þau urðu fyrir áhrifum frá Santa Kláusi. Þau voru þá orðin heldur venjulegri en fyrr og hætt að éta börn. Þó enn vís til alls, bæði þjófótt, hrekkjótt og svolítið illgjörn. Jólasveinarnir okkar sam- sama sig síðan Santa Kláusi. Þeir fá fötin hans og í stað- inn fyrir að vera mórauöir fjalladurgar verða þeir eld- rauðir I tauinu með hvítt skegg. Samt halda þeir sín- um gömlu nöfnum og ýmsum hrekkjum og siðum frá þvi í gamladaga. Þeireru því orðnir séríslensk samsuða af þessum jólasveinasiö. Við höfum að undanförnu verið að reyna að endurvekja getið eins og það sé alþekkt- ur hlutur. Um aldamótin kemur í Ijós að það er útbreiddur jólasið- ur á Norðurlandi að gera laufabrauð fyrir jólin. Menn hafa verið að leiða getum að því hvers vegna þetta sérís- lenska brauð hafi orðið til. Einna helst hallast menn að ví að fólk hafi farið að búa að til vegna mjölleysisins sem hér var landlægt á fyrri öldum. Að menn hafi þurft að búa til virkilega skrautlegt brauð, fallegt og gott, án þess að nota of mikið mjöl. Þessi jólasiður, laufa- brauðsbaksturinn, breiddist síöan út á þessari öld og er nú til um allt land. Sjálfsagt er hann meira að segja í heiðri hafður í íslendinganý- lendum í öðrum löndum. Þorláksmessuskötuna má náttúrlega líka telja til sérís- lenskra jólasiða. Hún var borðuð á Vestfjörðum og með sjó á Vesturlandi allt suður á Suðurnes. Að vísu var hún matreidd svolitið mismunandi. Sums staðar stöppuð í mörflot og annars staðar í hangiflot. Þessi siður hefur breiðst út um lands- byggðina rétt eins og laufa- brauðsbaksturinn, þökk sé fjölmiðlaöldinni. — Nú og svo má ekki gleyma rjúpunni blessaðri, sem við nefndum hér fyrr. Við ein berum hana á borð á jólum. Og síðast en ekki sist er það jólakötturinn. Uppruni hans er reyndar óljós en helst virðist hann vera borinn og barnfæddur íslendingur." Að svo mæltu þurfti Hall- gerður Gísladóttir að snúa sér að því að sjóða bjúgu oní jólasveininn Bjúgnakræki. Einn gömlu bræðranna þrettán sem frá þvl um 1930 hafa oftast klæðst fötum af evrópsk-amerískum kyn- blendingi en er nú á leiðinni í gömlu lörfunum sínum.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.