Pressan - 22.12.1988, Page 9
886f i9dm969b .SS lUQfibuírrirnH
Fimmtudagur 22. desember 1988
8
9
BMBUNARABSERÐ
í BOUMUIVÍK
Einar Guðfinnsson hf og dótturfyrirtœki skulda
Landsbankanum um 500 milljónir.
Unnið að endurskipulagningu fyrirtœkjanna. Þokast mjög
vel í rétta átt, að mati Sverris Hermannssonar bankastjóra.
Skuldir við bæjarsjóð samsvara öllu framkvœmdafé í tvö ár.
Þrír gjalddagar staðgreiðslu í vanskilum, en ríkið borgar
bœnum.
Bág rekstrarstaða Einars Guðfinnssonar hf. og dótt-
urfyrirtækjanna í Bolungarvík endar líklega ekki með
gjaldþroti. Lausafjárvandinn er gífurlega mikill og ýms-
ir draga í efa að fyrirtækið eigi fyrir skuldum, en það
breytir engu: Fyrirtækinu er ætlað að lifa. Landsbank-
inn hefur málefni E.G. til sérstakrar skoðunar og aðrir
fylgjast grannt með, svo sem Lífeyrissjóður Bolungar-
víkur, verkalýðsfélögin á staðnum og bæjáryfirvöld.
Unnið hefur verið að endurskipulagningu fyrirtækisins
og að sögn forsvarsmanna hafa ýmsir sérfróðir aðilar
verið kallaðir til. Hjá atvinnutryggingasjóði liggja fyrir
umsóknir frá íshúsfélagi Bolungarvíkur hf. svo og móð-
urfyrirtækinu.
„Þetta hefur þokast mjög vel í
rétta átt og ég hef trú á að þeir snúi
vörn í sókn. Það hefur verið unnið
að tillögum um gagngera endur-
skipulagningu og mér líst mjög vel
á þær,“ sagði Sverrir Hermanns-
son, bankastjóri Landsbankans,
viðskiptabanka Einars Guðfinns-
sonar og fyrirtækjanna í Bolungar-
vik, í samtali við PRESSUNA.
VEÐSETT FYRIR MILUARD
Skuldirnar eru vissulega miklar,
en ekki tilefni gjaldþrots að mati
lánardrottna og pólitískra sjóð-
stjóra. Hjá Landsbankanum einum
nema skuldirnar um 500 milljónum
með afurðalánum, samkvæmt
heimildum PRESSUNNAR, og
samkvæmt veðbókarvottorði eru
skuldir við fiskveiðasjóð álíka. Veð
síðustu fjögurra ára nema rúmum
milljarði króna að núvirði. Skuld
gagnvart bæjarfélaginu er talin
a.m.k. 16 milljónir. Þá á launafólk-
ið sjálft, verkalýðsfélögin og lífeyr-
issjóðurinn inni peninga hjá fyrir-
tækinu, en tölur liggja ekki á lausu.
Einar Guðfinnsson hf. er móður-
fyrirtækið. Velta þess var tæplega
1,5 milljarðar á síðasta ári. Önnur
fyrirtæki E.G. eru íshúsfélag Bol-
ungarvíkur, fiskmjölsverksmiðja,
verslun svo og útgerðarfyrirtækin
Völusteinn hf. og Baldur hf. Fyrir-
tækið gerir út Heiðrúnu ÍS 4, Sól-
rúnu ÍS 1 og Dagrúnu ÍS 9.
BEDIÐ EFTIR BJQRGUN
„Ef ekki verður um fyrirgreiðslu
að ræða, hvort sem er frá atvinnu-
tryggingasjóði eða með öðrum
hætti, og fyrirtækið á að leggja upp
laupana, þá tel ég að menn séu nán-
ast vísvitandi að leggja byggðarlag-
ið i rúst. Þetta tengist ekki aðeins
fyrirtækinu sem slíku, heldur er
þetta keðjuverkandi fyrir önnur
fyrirtæki á staðnum og allt atvinnu-
lífið,“ sagði Karvel Pálmason al-
þingismaður, formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags Bolungarvíkur.
Formaður verslunarmannafé-
lagsins í Bolungarvík, Kristinn H.
Gunnarsson, tekur annan pól i
hæðina: „Ég tel ákaflega mikla ein-
földun þegar talað er um að staður-
inn geti ekki lifað þótt aðrir eignist
fyrirtækið. Þótt tímabundnir erfið-
leikar ættu sér eflaust stað myndi
slíkt ekki gerast."
Kristinn telur að breytt eignarað-
ild að fyrirtækjum E.G. geti jafnvel
orðið staðnum til góðs. „Ég er ekki