Pressan - 22.12.1988, Side 10
10
Fimmtudagur 22. desember 1988
Einar K. Guðfinnsson útgerðarstjóri
Reksturinn stendur undir skuldunum
frá því að breytt eignaraðild sé
nauðsynleg til að gera ýmsar breyt-
ingar í rekstrinum."
Forsvarsmenn E.G., ibúar í Bol-
ungarvík og lánardrottnar anda þó
rólega. Allir eiga von á fyrirgreiðslu
frá hinu opinbera, — venju sam-
kvæmt. Þannig er einkaframtakið
gert út á íslandi og verður um
ókomin ár, miðað við þær iínur sem
lagðar eru í pólitíkinni.
GODSÖGNIN UM
ÆTTARTRÉD
Margar sögur hafa verið sagðar
af athafnamanninum Einari Guð-
finnssyni. Éin er af því er hann sótti
fund Landssambands útvegsmanna
sem haldinn var í Reykjavík. Þá
voru synir hans Jónatan og Guð-
finnur komnir inn í reksturinn og í
för með föður sínum. Eitthvað
höfðu bræðurnir verið snemma á
ferðinni, því þeir voru komnir til
herbergja sinna á hótelinu þegar
karlinn kom. í móttökunni í hótel-
inu var Einar beðinn afsökunar á,
að því miður gæti hann ekki fengið
ónum króna.
Ríkið hefur hins vegar gert upp
staðgreiðsluna við bæjarsjóð,
þannig að skellurinn kemur síðar.
Það má því segja að ríkið fjármagni
Bolungarvík þessa dagana. Sam-
kvæmt heimildum PRESSUNNAR
hefur fyrirtækið óskað eftir því við
gjaldheimtuna að vanskilunum
verði komið á skuldabréf, en talið
er að bæjarfélagið eigi erfitt með að
veita slíkt lán. Fyrirtækið skuldar í
dag 3 gjalddaga í staðgreiðslunni.
Á RÉTTRI LEIÐ MED SVERRI
Skuldastaða fyrirtækjanna í Bol-
ungarvík hefur að vonum verið til
umfjöllunar í Landsbankanum, að-
alviðskiptabankanum. Málið hefur
verið í höndum Sverris Hermanns-
sonar, síðan hann settist fifcanka-
stjórastólinn í vor. Sverrir byrjaði á
því að setja nefnd í málið og sam-
kvæmt heimildum PRESSUNNAR
þarf bankinn að samþykkja allar
meiriháttar greiðslur fyrirtækisins.
Forsvarsmenn E.G. kannast hins
vegar ekkert við neitt greiðslueftir-
lit. Einungis sé haft samráð við
bankann varðandi stærri fjárfest-
ingar, líkt og gerist hjá flestum fyr-
irtækjum.
Sverrir Hermannsson segir að
loðnufrysting hafi styrkt fyrirtækið
á þessu ári. Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR tók bankinn að sér
að trýggja greiðslur fyrir loðnuafla
til fyrirtækisins, þar sem útgerðar-
félög voru treg til að landa hjá fyrir-
tækinu vegna vanskila. Afurðalán-
in fóru því ekki í gegnum fyrirtækið
sjálft, heldur sá bankinn um upp-
gjörið.
Hjá atvinnutryggingasjóði liggja
fyrir umsóknir frá íshýsfélagi Bol-
ungarvíkur svo og móðurfyrirtæk-
inu. Forsvarsmenn E.G. verða því
að hafa hraðan á við hreingern-
ingu heima fyrir, því það er talin
forsenda þess að fyrirtækin fái lán
úr sjóðnum. Ef marka má ummæli
bankastjórans og Einars K. Guð-
finnssonar útgerðarstjóra er allt á
réttri leið. Bolungarvík verður því
enn um sinn hornsteinn einkafram-
taksins í landinu. Annað er útilok-
að.
Einar K. Guðfinnsson: „Þetta er
vandi sjávarútvegsins i hnot-
skurn.“
„Við, eins og svo margir aðrir,
erum að reyna að hagræða eftir
bestu getu og höfum legið yfir
þeirri vinnu allt þetta ár. Við
höfum aldrei efast um að við
ættum möguleika á að reka
þetta fyrirtœki. Við erum ein-
dregið þeirrar skoðunar að
reksturinn standi undir þeim
skuldum sem á fyrirtækinu
hvíla, “ sagði Einar K. Guð-
finnsson útgerðarstjóri í samtali
við PRESSUNA.
Einar sagði ekki tímabært að
fjalla nánar um þá endurskipu-
lagningu sem gerð verður hjá
fyrirtækjunum, en sagði að
ýmsir sérfróðir aðilar bæði inn-
an fyrirtækisins og utan þess
hefðu verið kallaðir til. Einar
sagði verið að reyna að draga úr
þeim þáttum sem ekki hefðu
skilað þeim arði sem hár fjár-
magnskostnaður gerði kröfu til í
dag. „Þetta er vandi sjávar-
útvegsins í hnotskurn," sagði
hann þegar blaðið bað hann að
skilgreina þá erfiðleika sem fyr-
irtækið á við að glíma.
— Hvað þolið þið langa bið?
„Við höfum ekki sett neina
mælistiku á það, en því fyrr sem
rekstrarstaða fyrirtækja batnar,
því betra. Það er með þetta fyr-
irtæki eins og önnur, að það
þolir ekki afleita rekstrarstöðu
til frambúðar."
— Sú gagnrýni hefur komið
fram að fyrirtækið vanti heild-
arstjórn. Raunar er stundum
sagt að erfiðleikar Einars Guð-
finnssonar hf. séu eitt dœmið
um þriðja ættliðinn sem sé að
taka við?
„Þetta er náttúrulega goð-
sögnin, en ég held að tíminn
muni sanna annað hér í Bolung-
arvík,“ sagði Einar K. Guð-
finnsson.
jafnfinar vistarverur og synirnir.
Bestu herbergin væru upptekin.
„Þetta er allt í lagi mín vegna,“
sagði Einar, „ég á ekki jafnríkan
pabba og þeir.“
Einar K. Guðfinnsson útgerðar-
stjóri, sonarsonur Einars Guð-
finnssonar, afneitar goðsögninni
um að ættartréð sé að ganga af fyr-
irtækinu dauðu. „Ég held að tím-
inn muni sanna annað hér í Bolung-
arvík.“ Hann segir fjölskylduna
samhenta í að vinna sig út úr erfið-
leikunum.
SJÁLFVIRKT LÁN FRÁ
RÍKINU
íbúar í Bolungarvík eru um
1.240. Fyrirtæki E.Grfjölskyldunn-
ar hafa um 90ff/o af veltu fyrirtækja
á staðnum. Afkoma bæjarsjóðs er
því háð afkomu fyrirtækisins. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins skulda
fyrirtæki E.G. að mestu leyti álagn-
ingu síðustu þriggja ára. Á mæli-
kvarða bæjarfélagsins samsvarar
skuldin því sem nemur fram-
kvæmdafé í tvö ár, eða um 16 millj-
Umfang Einars Guðfinnssonar hf.
Ár Röð Velta Starfsfó/k
1982 45 1.390 m.kr. 269
1983 37 1.530 m.kr. 324
1984 35 1.805 m.kr. 324
1985 36 1.755 m.kr. 266
1986 38 1.805 m.kr. 251
1987 52 1.470 m.kr. 228
Aðeins er um EinarGuðfinnsson að ræöaí þessu yfirliti, ekki dótt-
urfyrirtæki. Starfsmenn íshúsfélags Bolungarvíkur voru að meðal-
tali 124 á slöasta ári, en árið á undan voru starfsmenn 134. Hjá Völu-
steini hf., Baldri hf. og Sólrúnu eru um 50 starfsmenn. Veltutölur eru
framreiknaðar samkvæmt framfærsluvísitölu til desemberverðlags.
Með „röö“ er átt við stööu fyrirtækisins á lista tímaritsins Frjálsrar
verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins. Aðrar tölur eru einnig
fengnar úr tímaritinu.
L
■ ■luti af sparnaðaraðgerðum
hjá Stöð 2 er fólginn í þvi að skera
niður kostnað við þýðingar. Yfir-
menn stöðvarinnar hafa boðið
þeim aðilum sem hafa fast starf við
þýðingarnar að bjóða í fjölda þátta
í einu. Með þessu móti er talið að
hægt verði að spara 10—15% af
kostnaði. Þýðendurnir taka þessari
breytingu fálega. Þeir eru flestir í
sérstöku félagi þýðenda og telja úti-
lokað að þeir taki beinan þátt í
slíkri launalækkunaraðgerð. For-
svarsmenn Stöðvar 2 munu hins
vegar hafa tjáð þeim, að þeir hafi
aðila við höndina sem vilji gjarnan
bjóða í verkið...
f yrirtækið Kaupstefnan hf„
sem hefur m.a. staðið fyrir hinum
vinsælu heimilissýniningum sem
haldnar hafa verið með jöfnu milli-
bili í Laugardalshöllinni, hefur átt
heldur erfitt uppdráttar upp á síð-
kastið. Aðsókn að síðustu heimilis-
sýningum hefur verið dræm, og
segja kunnugir að á sýningunni síð-
astliðið haust hafi aðeins verið örfá
börn á vappi, enda láta blessuð
börnin sig sjaldan vanta þar sem
eitthvað er um að vera. Fullorðna
fólkið lét sig hinsvegar að mestu
vanta, og má leiða getum að því að
þetta muni verða síðasta sýning á
snærum fyrirtækisins. Ótrúleg að-
sókn var að þessum sýningum lengi
framan af og þótti enginn maður
með mönnum nema hafa rekið nef-
ið inn á eina slíka, og þá kannski
ekki síst til að sýna sig og sjá aðra.
Spurningin er hinsvegar sú hvort
Kringlan nái að fullnægja þeirri
þörf almennings og því hafi farið
sem fór...
Fyrir Alþingi liggur stjórnar-
frumvarp um breytingu á þinglýs-
ingarlögum, sem felur það fyrst og
fremst í sér að þinglýsingar verði
ekki lengur dómsathafnir heldur
stjórnvaldsathafnir. Flestir kannast
við ulTistangið af því að fara til
sýslumanna og fógeta til að þing-
lýsa og auðvitað taka embættin
vænan toll af þjónustunni. í at-
hugasemdum kemur skýrt fram
hversu landsmenn eru duglegir á
þessu sviði: „Þinglýsingar munu
vera talsvert algengari hér á landi
miðað við íbúafjölda en í ná-
grannaríkjunum.“ Með öðrum
orðum er meiri skriffinnska hjá
okkar kerfi á þessu sviði en ytra.
Lítið breytist hins vegar þótt frum-
varpið verði samþykkt. Sýslumenn-
irnir og borgarfógetinn fá nýjan tit-
il, „þinglýsingarstjórar", menn fara
áfram í sömu biðraðirnar á sömu
stöðunum og skriffinnskan verður
hin sama...