Pressan - 22.12.1988, Side 14
14
Fimmtudagur 22. desember 1988
Athugasemd vegna nærmynd
ar af Guðna Bergssyni
Guðni er hirðfiflid i
sinum hópi, en nýtur
somt virðingar.
Vegna þeirra ummæla sem voru
höfð eftir undirrituðum í nærmynd
af Guðna Bergssyni knattspyrnu-
manni í Pressunni í síðustu viku sé
ég mig knúinn til að leiðrétta ýmis-
legt sem þar kom fram. Á einhvern
óskiljanlegan hátt hefur jákvæð
umfjöllun mín í garð Guðna mátt
skiljast sem neikvæð gagnrýni en
það var ekki meiningin, því á fáum
einstaklingum hef ég meira álit en
Guðna Bergssyni. Blaðamaður
Pressunnar ræddi við mig í gegnum
síma og skolaðist greinilega margt
til frá því viðtalið átti sér stað og
blaðið fór í prentun. Eitt lærði ég
þó á þessu, en það er að maður skal
ávallt fá að lesa það yfir sem haft er
eftir manni opinberlega.
Ég sagði t.d. við blaðamann
Pressunnar, til þess að sýna hina
sterku stöðu Guðna í Valshópnum,
að hann væri hirðfífið í hópnum í
jákvæðri merkingu þess orðs og
nyti mikillar virðingar. Þetta já-
kvæða komst aldrei á prent og því
síður var orðið hirðfífl sett innan
gæsalappa eins og óskað var eftir.
Einnig ræddum við um þær fram-
farir sem Guðni myndi taka um leið
og hann gerðist atvinnumaður, því
hjá Tottenham er „standardinn"
mun hærri en á íslandi. í því sam-
bandi minntist ég á ýmislega knatt-
spyrnulega þætti Guðna en þeim
var slegið upp í óþarfa fullyrðingar
í Pressunni. Til að mynda sagði ég
við blaðamanninn að Guðni tæki
aldrei áhættu í vörninni og bætti
við að það væri mikill kostur varn-
armanns. Þetta síðasttalda komst
aldrei á prent. Þeir sem þekkja til
knattspyrnumannsins Guðna
Bergssonar efast aldrei um getu
hans á knattspyrnusviðinu né þá
möguleika sem hann á í framtíð-
inni. Staða Guðna í íslenskri knatt-
spyrnu er til merkis um það og hann'
hefur hlotið ýmsar viðurkenningar
að loknu hverju keppnistimabili
með Val.
Persónulýsing Guðna komst
heldur ekki til skila, því ætla mætti
af ummælum í Pressunni að Guðni
væri kærulaus jóiasveinn sem
aldrei nennti að leggja nokkurn
skapaðan hlut á sig. Hið sanna í
málinu er að vegna þess hve einstak-
lega jákvæður og léttlyndur Guðni
Bergsson er hefur hann farið í gegn-
um ýmsar prófraunir með bros á
vör, á meðan aðrir hafa gert það
með fýlusvip og óþarfa alvöru. Þótt
Guðni sé meiri húmoristi en gengur
og gerist með menn almennt hefur
sá þáttur ávallt vikið fyrir alvörunni
þegar hún þarf að vera til staðar.
Metnaðurinn er sannarlega fyrir
hendi hjá honum og heiðarleikinn
er ávailt í fyrirrúmi. Guðni hefur til
að mynda stundað erfitt lögfræði-
nám samhliða knattspyrnuiðkun
sinni og gert það með sóma. Hversu
margir afreksíþróttamenn skila
fullnægjandi námsárangri sam-
hliða erfiðu keppnistímabili?
í lok greinarinnar reyndi undir-'
ritaður að lýsa þeim góða anda sem
er í Valshópnum á mjög barnalegan
hátt. Þar eru ýmsir „loka!“ brand-
arar í gangi eins og gengur og gerist
í hópíþróttum, sem vonlaust er fyrir
alþjóð að skilja og engin ástæða til.
í því sambandi nefndi ég það þegar
Guðni tekur sig til og nefnir leik-
menn hinum ýmsu nöfnum á gam-
ansaman hátt og veldur það ávallt
mikilli kátínu nærstaddra. Þessi
frásögn komst engan veginn til skila
enda voru það mistök að reyna að
koma henni til skila á sannfærandi
hátt. Tilgangur þessarar frásagnar
átti að vera sá að lýsa því að Guðni
væri ávallt hrókur alls fagnaðar og
sá sem ætti mestan heiðurinn af
þeim góða anda sem ríkir í Val í
dag.
Guðni skilur eftir sig stórt skarð
í Valshópnum, bæði sem leikmaður
og persónuleiki. Hann hefur stigið
skrefið sem allir biðu eftir og fram-
tíðin mun leiða það í Ijós fyrir fleir-
um en íslendingum að þar er ein-
stakur hæfileikamaður á ferð.
Virðingarfyllst,
Þorgrímur Þráinsson.
Guð
almáttugur
hjálpi þér
Endurminningar
séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar
Séra Sigurður Haukur hefur löngum verið umdeildur, enda þekktur fyrir að
segja skoðun sína afdráttarlaust. íþessari hispurslausu bók fjallar hann m.a.
um:
• skemmtilega atburði frá æskuárunum í Ölfusi
• fjölda samferðamanna • læknamiðla
• hinar „alræmdu “ poppmessur # hestamennsku
• sálarrannsóknir • brottrekstur frá útvarpi og sjónvarpi
Nýja Bókaútgáfan Sími 681268
—Bjódd
vetrinum
byrainn!
Með BRIDGESTONE „ÍSGRIP“ vetrar-
hjólbörðunum færð þú gripið, sem þú
þarft í vetur. Tryggðu öryggi þitt og þinna
a í vetur, keyptu BRIDGESTONE „ÍSGRIP“
| undir bílinn — þeir fást hjá hjólbarðasöl-
í um um lanxt allt.